Fjallkonan


Fjallkonan - 22.04.1905, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.04.1905, Blaðsíða 2
62 FJALLKONAN. Frumvörp landbúnaöariiefnduriniiar. Eftir Valsliamar. I. 1. Fyrsta frumvarpið er um það að stofna skuli 2 bændaskóla á land- innu, annan á Suðurlandi, hinn á Norðurlandi. Lögin eiga að komast í framkvæmd, þegar amtsráð Suður- amtsins, Norðuramtsins og Austur- amtsins hafa afhent landsjóði búnað- arskólana á Hvanneyri, Hólum og Eiðum. Hvor bændaskólinn fyrir sig á að hafa 3 kennara, skólastjóra með 1800 kr., fyrra kennara með 1200 kr. og annan kennara með 900 kr., sem allir hafa leigulausan bústað í skólanum fyrir sjálfa sig. Skólarnir eru vetrarskólar og kenslan fer aðallega fram með því móti, að kennarar halda fyrirlestra um f>ær fræðigreinar landbúnaðarins, sem kend- ar eru; reglugjörð skólans ákveður, hvað kenna skuli. Þar er einnig ákveðið, hver verk skuli kend. Aðal- lega er kenslan munnleg eða bókleg; nefndin álítur reynslu fengna fyrir því, að hægt sé að koma mönnum fyrir til að læra verk. Bæði læri margir þau erlendis, og þeim stöðum fjölgi á hverju ári, þar sem læra megi bún- aðarvinnu. Auk búnaðarkenslu heimta lögin, að lögð sé sérstök alúð við að að kenna nemendunum að tala og rita móðurmálið vel og skipulega; þeir eiga að læra dráttlist, reikning, söng og leikfimi, verzlun og búnaðarsögu landsins, og að geta fært sér í nyt skýrslur um atvinnuvegi og þjóðarhag. Námstíminn er 2 vetur. Auk þess eiga bændur og bændaefni kost á að dvelja í skólanum viku eða hálfs- mánaðartíma við fyrir fram auglýst kensluskeið. Hver skólinn út af fyrir sig á að geta tekið á móti 60 nem- endum í einu. Skólastjórnin á að sjá þeim fyrir ódýrri þjónustu, og að þeir geti komið á sameiginlegu matarhaldi. Landstjórnin hefir yfirumsjón með skólunum, og gefur út reglugjörð fyrir þá; búnaðarskólagjöldin leggjast til skólanna; að öðru leyti greiðir land- sjóður kostnaðinn við þá. Að gjöra skólana tvo, í stað þess að styrkja eða halda við fjórum bún- aðarskólum, er án efa hyggilegt. Það er naumast efamál, að 2 bændaskólar, sem skifta 16000 kr. eða sem næst þeirri upphæð á milli sín, ættu að vera betri kenslustofnanir en fjórir skólar, sem eru styrktir með hér um bil 4000 kr. hver. Óg hvað eigum vér að gjöra við fjóra skóla, ef að- sóknin að þeim öllum er ekki meiri en svo, að tveir skólar geti tekið á móti henni? I fljótu bragði sýnist það ekki vera gjört til annars en þess, að skólarnir skuli vera lakari. 2. Frumvarp til laga um vátrygg- ingu sveitabæja. Þegar meiri hluti búenda í einhverjum hreppi samþykkir það á lögmætum sveitarfundi, að alla bæi í hreppnum skuli vátryggja, þá hvílir sú skylda á hreppsmönnum að vátryggja alla sveitabæi innan hrepps. Enn fremur geta hús til sveita, sem ekki eru virt yfir 6000 kr., fengið vátryggingu í brunabótasjóðum hrepp- anna. Válryggingarhæðin er 2/s virð- ingarverðs. Þegar 10 hreppar á landinu hafa tilkynt stjórnarráðinu, að þeir hafi samþykt hver fyrir sig vátryggingar- skyldu, er stofnaður almennur bruna- bótasjóður fyrir sveitabæi á Islandi. Helmingur allra iðgjalda rennurí bruna- bótasjóð hlutaðeigandi sveitarfélags. Ef bær brennur, greiðir hreppurinn, þar sem bærinn er vátrygður, einn þriðjung skaðans, en hinn þriðjunginn ber hinn sameiginlegi brunabótasjóður fyrir alt Jandið. Eigandinn ber síðasta þriðjung- inn. Stjórnarráðið stjórnar hinum sam- eiginlega brunabótasjóði, en hrepps- nefndin stjórnar sjóðum hreppanna. Þetta er aðalinntakið úr frumvarp- inu, sem er 27 greinar. Nefndin hefir safnað álitsskjöium frá 140 hrepps- nefndum (af c. 190). 96 hafa svarað því játandi, að hreppsbúar mundu vilja ganga undir slík lög. 35 hafa svarað neitandi, og þeir, sem þá eru ótaldar, hafa ekki gefið ákveðið svar. Frumvarpinu fylgja tillögur til reglu- gjörðar frá nefndinni. Það mun eink- um vera hugnæmt fyrir almenning að sjá tillögur nefndarinnar um, hve há iðgjöldin eru. Bæjarhús úr torfi eða grjóti er ódýrast að vátryggja, frá kr. r,6o uppí kr. 2,60 af hverju þúsundi; timburhús eru dýrust, frá kr. 3,20 uppi kr. 4,20 af hverju þúsundi um árið. Frumvarpið sýnist hafa fengið góðan undirbúning hjá nefndinni. Ef það verður að lögum, sem mest likindi eru til, þá hafa allir þeir hreppar, sem það vilja, fengið aftur í lög líkt og gömlu ákvæðin í Grágás, sem gjörðu sveit- uugum að skyldu að bæta þeim manni, sem brann hjá, skaðann tvisvar sinnum. í þriðja sinn varð hann að bera skað- ann sjálfur, því þá var álitið, að hann væri að einhverju leyti sök í því, með hirðuleysi, eða á annan hátt. — Ef frumvarpið verður lög, verður það jafnframt að öllum líkindum byrj- unin til innlends brunabótasjóðs fyrir kaupstaði og verzlunarstaði utan Reykjavíkur, sem nú mega allir sæta afarkostum hjá öllum brunabótafélög- um; þau hafa myndað samtök gegn íslenzkum vátryggingum, bæði munum og húsum. 3. Frumvarp til laga um sölu opin- berra jarðeigna og ítaka. Frumvarpið heimilar að selja þjóð- og kirkjujarðir fyrst og fremst sýslunefnd, þá sveit- arfélagi (hreppi) og þá ábúanda, nema þær séu ætlaðar til embættisseturs, fyrir skóla eða sjúkrahæli. Þegar ábúandi kaupir jörðina, er hún ætluð til sjálfsábúðar. Komist jörðin úr sjálfsábúð og sé á leigu í þrjú ár, hefir landsjóður endurkaupsrétt á jörð- inni fyrir sama verð og hún var seld áður. Kaupandi að opinberri jarðeign á að greiða fyrir hana kaupverð, sem er jafnhátt og meðaltal síðustu 10 ára margfaldað með 25. Kaupandi greiðir Yio hluta kaupverðsins, þegar kaupin eru gjörð, fyrir hinu gefur hann út skuldabréf og greiðir 4 °/0 í vöxtu af skuldinni árlega og borgar skuldina sjálfa á 28 árum. Nefndin vill auka sjálfseignarbænda- flokkinn og það er rétt hugsun án efa. En því á þá að vera að selja sýslunefndum og hreppsnefndum jarð- irnar? Kirkjujarðir sýnist ekki eiga að selja nema eigandinn vilji það. Að selja jarðeignir landsjóðsins sýnist aftur á móti sjálfsagt. Það hafa allir þjóðir gert á undan oss íslendingum, og ávalt haft hag af því í fjárhagsiegu tilliti. Hér er efasamt, hvaða hag landssjóður hefir af sölunni, þegar alt andvirði hinna seldu jarða rennur í Ræktunarsjóðinn. Ákvæði vantar um, hve stór hann má verða. Andvirði kirkjujarða á að renna í sérstakan sjóð, sem ákveða skal með lögum, hvernig farið skuli með. Vextir eiga þó að ganga til hinna sömu, sem nutu jarða- afgjaldanna áður. 4. Frumvarp til laga um for- kaupsrétt á jarðeignum ein- stakra manna. Þetta frumvarp er eins konar viðbætir við frumvarpið næst hér á undan og er ætlað til þess að auka sjálfsábúð. Það ákveður, að þeg- ar jarðeignir einstakra manna ganga kaupum og sölum, þá hefir ábúandi, eða sá maður, sem á að koma á jörð- ina í næstu fardögum, forkaupsrétt í þrjá mánuði frá því, er honum var birt undir votta að jörðina ætti að selja. Afsali þessir menn sér for- kaupsréttinum, hefir hreppurinn, sem jörðin er í, forkaupsréttinn. Hugsunin, sem liggur til grund- vallar er heilbrigð. Hún er sú, að gjöra svo marga að sjálfseignarbænd- um sem unt er. En því á þá að selja sýslunefndum og hreppsnefndum jarð- ir? Það er að flytja þær af »dauðum höndum® á aðrar dauðar hendur. Lóð undir kauptúnin eða þorpin ætti að selja þeim, sem á lóðinni býr, kaup- túninu eða þorpinu, ef hún er seld, ekki sýslunefndinni, sem ekki er annað en annar landssjóðurinn frá. Að borga jarðarverðið, sem eftir stendur, á 28 árum er óhentugt oft og tíðum. Nefndin hefði átt að hafa það eins og það var í Danmörku, þegar þjóðjarð- irnar voru seldar þar. Kaupandinn gat borgað kaupverðið, sem eftir stóð, hvenær sem hann vildi, en hann átti ekki að mega borga minni upphæð í einu en 25 kr. Rjómabú tvö er í ráði að stofna á Snæfells- nesi sunnanverðu að vori, annað í Staðarsveit, hitt við Landbrotalæk í Kolbeinsstaðahreppi. Frá Litla-Rússlandi- Setudómari snæfelsku málanna, cand. juris Guðm. Eggerz, hefir kveðið upp dóm í sakamálinu gegn Olafsvíking- um fyrir að færa ástæður fyrir þeirri réttarkröfu sinni, að Lárus H. Bjarna- son viki úr dómarasæti. Einn af mönnunum hefir hann dæmt í 100 kr. og tvo í 80 kr. sekt. Síra Helga Arnason hefir hann sýknað, en dæmt hann samt til þess að greiða máls- kostnað jafut hinum þremur. Allir áfrýja mennirnir dómnum. Vonandi verður honum breytt í lands- yfirrétti, svo framarlega sem ekki á að koma staðfesting á því, að ærleg- um mönnum, sem frjálsir vilja vera, sé með öllu ólíft á Snæfellsnesi, eins og nú hagar þar til. Mannalát. Préttaritari vor í Árnessýslu ritar oss þessi mannalát: Nýdáin er Rannveig Gísladóttir í Þránd- arholti i Grnúpverjahreppi, ekkja Lofts sál. Oddssonar, sem þar bjó og lézt nál. 1850. Hún hefir síðan húið þar með hörnum sín- um góðu búi, og hefir heimili hennar jafnan haft orð á sér íyrir gestrisni og áreiðan- leik. Búskaparár hennar voru eigi færri en 65. Hún varð tæpra 93 ára. Nokkurir sveitungar hennar fluttu henni virðingar- ávarp, þegar hún var niræð. Fyrir nokkru er 0g dáin merkiskonan Guðrún Magnúsdóttir í Austurhlíð í Bisk- upstungum, dóttir Magnúss sál. í Bráðræði. Hún var tvigift: var fyrri maður hennar Guðmundur Eyólfsson, móðurhróðir síra Magnúss á Gilsbakka, en seinni maður Hjörtur sýslunefndarmaður Eyvindarson. Með þeim hjó hún rausnarbúi i Austnrhlíð nál. 50 ár, en lét af búskap, er hún var orðin ekkja í síðara sinni. Nú var hún á áttræðisaldri. Hún var hinn mesti kven- skörungur, hæði að dugnaði og ráðdeild í búskaparefnum, og eigi síður að framtaks- semi til að veita hjálp og aðstoð þeim, er þess þurftu. Erlendar fréttir. Khöýn 8. apríl ’oy„ Rússland. Olæti mestu hafa verið í útkjálkum landsins. í V a r s j á-héraði alt á tjá og tnndri. Einn daginn réðist lög- reglulið á saklausa bændur, konur og börn, til að svala heift sinni, og brytj- aði niður unnvörpum. Annan dag- inn var kastað sprengitóli undir vagn lögreglustjórans, baróns N o 1 k e n s, og særðist hann mjög — um 100 sárum, að taiið er. Sá er tólinu varpaði varð gripinn á flótta, hét O k ó j e j a, járnsmiður 18 ára. Fleiri árásir hafa og orðið þar á lögreglu- rnenn. A K r í m - skaga (í Jalta-borg) varð< uppþot, allar sölubúðir og vöruhirzlur eyddar. L í f 1 a n d i er haldið her- verði. Leynilögregla Rússa þykist hafa komist að samsæri rniklu, er stefnt hafi að því að drepa það bráðasta stórmennin V 1 a d i m i r (Valdimar) stórfursta, T r e p ó v einvaldsborgar- stjóra, B o 1 y g i n innanríkisráðgjafa o. fl. Vóru 12 meðlimir þessa sam- særis höndlaðir, margir nafnkendir stjórneyðendur, karlar og konur; höf- uðmaðurinn kvað heita S a v i t z k ý. Heyrst hefir, að P ó b j e d ó n ó- s e i f u r gamli muni nú ætla að leggja niður ráð sín og völd. Hann heldur bráðum 25 ára minningarhátíð sem öflugasti vörður kúgunar og aftur- halds á Rússlandi. í lífsháska var keisarinn staddur ný- lega. Einn stjórneyðenda, klæddur ofurstabúningi, komst inn í höll hans »Czarskoje-Selo« með sprengitóL Varð hann handsamaður, áður en hann fengi kastað þeim; því er fleygt, að í sambandi með honum séu ýmsir af leynilífverði keisara! Einvaldsherrann er því skelkaður mjög. Nú er loks að því komist, hvað morðingi Sergíusar sál. heitir: Kala- j e ó, sonur lögregluumsjónarmanns í Varsjá, var 1899 rekinn frá háskólan- urn í Pétursborg. — í F i n n 1 a n d i hafa hin einbeittu andmæli »Landdagsins« haft þau áhrif, að lítilsháttar ívilnanir hafa þar verið gerðar af hálfu Rússastjórnar (ólögin frá 15. febr. 1899 þó ekki upphafin enn). Ofriðurinn. Tala fanga þeirra rússneskra, er Japanar hafa tekið í or- ustunum kringum Múkdenborg, er um 65,000; 18,000 sluppu frá þeim aftur í hríðunum og eltinga- leiknum. Rússar eru nú að reyna að víggirða C h a r b i n b o r g, en fap- anar sækja á eftir þeim ávalt lengra og lengra norður um, ráðast á her- flokka þeirra, hrekja þá og hrjá. Eru þeir Nógí og Nódzú í fararbroddi,. O k ú fyrir vinstra fylkiugararmi, Kúróki og Kavamúra hægra megin; alls er herlið þeirra á þessu svæði nál. 500 þúsundir. Þær fregnir berast af R o s h d e s t- v e n s k i, að nokkur af skipum hans hafi sést flögra urn fyrir sunnan Asíu, og að bryndrekarnir »Sissívi Velíki« og »Navarin« hafi beðið tjón við að rekast á japanska tundurbáta.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.