Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 5
Wjí WINNIPEG, 2. JOLI 1914. HEIMSKBINGLA Bls. 5 11 M i u r SPÁNNÝR VÖRUFORÐI Vér afgreiöum yöur fljótt og greiölega og gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED... Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg að byrja ritstjórnar-gulan í Lög- bergi, er um var spáS, er skiftin urðu. Fyrsta islenzka Gulablaðið — það er þó nokkur sæmd, og Lög- bergi ætti ekki að verða ófrægðar vant úr þessu. » * * Lögberg fræðir oss á þvi,að Greenway hafi lagt alþýðuskólum $15,000 meira á ári, “meðan fólks- fæðin var”, en Roblin hafi gjört síðan fólkinu fjölgaði. Þetta eru tölurnar: — Tillag til alþýðuskóla 1899 ..............$110,173.91 Tillag til alþýðuskóla 1913 .............. 224,479.01 Tillag til miðskóla ’ 1899 .............. Tillag til miðskóla 1913 ................. Tillag til háskólans 1899 ................. Tillag til háskólans 1913 ............... * * * Lesið skýrslurnar, segir Lögberg og á það að vera sönnun á öllum lygaþvættingi þess. Betra væri að vitna i eitthvað annað en skýrsl- urnar þegar aðrar eins staðhæfing- ar eru gjörðar einsog með skólatil- lögin, — ef ekki eiga að komast upp svikin og óhlutvendnin og ó- sannsöglin. # * » Ekki er Lögbergs ritstjórinn bet- ur að sér i prósentu-reikningi en öðru. Hér er einn af hans reikn- ingsbitum: — “Skólasókn barna i Manitoba hef- ir aukist um 50 prósent. Áður sóttu skóla 50 prósent, nú sækja þá 73 prósent. Með öðrum orðum, 73 pró- sent er sama sem 100 prósent; sjá Hkr. 11. júní”. — Ritstjórinn heldur að 50 prósent af segjuin 50 gjöri 50, og til samans gjöri þvi þessir tvenn- ir 50 100. Gæti ekki Jón og Bjarni hjálpað honum við þetta dæmi? * * * Væri Lögberg gætið, sannsögult og ærlegt í frásögn, væri ekki óvið- eigandi fyrir það, að bera á fremstu síðu Þessi brýningarorð : Látið framför og ráðvendni skipa sess”. En illa lætur það í eyrum flestra, þegar í því úir og grúir af jafn ó- sönnum og staðlausum frásögum, sem um skóla-veitinguna, skóla- aðsóknina, vitnisburði um kjósend- ur, er greiða atkvæði með Conser- vativum, er allir eiga að vera þjóf- ar, lygarar og óbótamenn. * * * Nýr rentureikningur: 50 prósent af 50 gjörir 50; og eftir þvi eru $50 á 50 prósent á ári komnir upp í $100 við árslok! * ¥ * Eftir kosningarnar ætlar Lög- berg að setja upp skóla í stærð- fræði. # * * “Tími kominn til að skifta um”, er heróp Liberala. Um hvað á að skifta? Hvað á að fá i staðinn? 11,952.42 61,278.32 3,500.00 82,845.00 * * * Á öðrum stað i blaðinu er atig- lýstur fundur i Goodtemplarahús- ínu á laugardaginn kemur undir umsjón Liberala hér i Mið-Winni- peg. Bjóða forstöðumennirnir Mr. Andrews, að senda þangað “íslenzk- an mann”, og ætla þeir að veita honum málfrelsi. Því er Mr. And- rews. ekki sjálfum boðið, fyrst hann er keppinautur Tómasar, er þar á að tala og fundurinn er boðaður | fyrir? — ólíklegt er, að þessu lítil- mannlega boði verði tekið. * * * Altalað er, að Eínar S. Jónasson, | er útnefndur var fyrir Liberal- | flokkinn í Gimli kjördæmi, muni 1 ætla að draga útnefningu sína til baka þann 3. þ. m. — Verður þá Gallinn einn um hituna hjá Liber- ölum þar neðra, móti Sveini Thor- valdssyni. — Ekki ætti það að skemma i þjóðernisbaráttu Lög- bergs! Islendingar í Gimli kjör- dæminu kjósið herra SVEIN THORVALDSON Hvað er böl mannkynsins? Það er misskilningur. Misskilningur hvers eins á samtíð sinni og sálar- kraft og sálargöfgi sinna eigin sam- tíðarmanna. Fólkið skilur aldrei, hve mikla andlega krafta þeir menn verða að leggja fram, sem vinna fyr- ir fjöldann. Hve mikla þolinmæði þeir verða að hafa til þess að hrinda af sér hnútukasti fjöldans, sem þeir vinna fyrir án þess að kasta á móti. Á Þeiin, sem vinna fyrir fjöldann standa járn úr öllum áttum mis- skilnings og tortrygni, — tortrygni um það, að hann afskifti þá í þessu og hinu. Að hann vinni að sinni eig- in heill, en ekki annara. Haldi með vinum sínum, gefi þeim og auðgi þá af annara fé. Taki við mútum; kaupi atkvæði til fylgis sér o.s.frv. Og beiti allri sinni starfsemi sér og sínum i hag. Þetta eru oft laun þeirra, sem vinna fyrir fjiildann. Þó ber mest á þessum vitnisburði til einstakra manna kringum almennar fylkis- eða alrikis-kosningar hér i þessu landi. Þá æfir fjöldinn sig í því, að kasta hnútum á þá, sem.sækja um sæti í þinginu fyrir þetta eða hitt kjördæmið. Og sannarlega fer herra Sveinn Thorvaldsson, sem sækir um sæti í þinginu við í hönd farandi kosn- ingar, i Gimli kjördæminu, ekki varhluta við hnútukast af.hálfu Lib- erala. Oft hafa báðir flokkarnir, og þó Liberalar meiya, kvartað yfir því, að minkun væri að þurfa að sækja þingmann sinn upp til Winni- peg, þar sem nóg væri til af hæfi- leika mönnum innan kjördæmisins. Og hefir þessi kvörtun ekki verið að ástæðulausu því þeir þingmenn, sem heimili eiga langt frá kjördæm- um sínum og lítt eru kunnir ervið- leikum bænda, gefast oft misjafn- lega. En hitt gegnir meiri furðu, að fjöldi þeirra manna, sem búsettir eru i Bifröst sveit, skuli nú rjúka upp og úthúða manni úr þeirra eig- in sveit, ofan fyrir allar hellur, fyr- ir það, að sækja um sæti í þingi Manitoba fylkis. Og þessir sömu menn, sumir hverjir, hafa oftlega greitt herra Sv. Th. atkvæði bæði sem meðráð- anda í sveitarstjórn og oddvita sveitarráðsins. En nú þegar hann biður um atkvæði þessara sömu manna til sætis í þinginu til þess að geta gjört enn meira fyrir þá, þá hrópa þeir: Þú og Roblin getið farið til helvítis! Heldur kjósuin við Gallann; því |iað er þó betra, en maður úr stjórnarflokknum kom ist að! — Þó þeir hafi aldrei séð hann eða heyrt fyrri en hann biður um atkvæði þeirra. Gerir ekkert til, í augum Liberala, þó þeir vinni kjördæminu stórskaða með heimsku sinni og htillækki sina eigin per- sónu með ofstækisfullu hatri á vissu nafni. Bara kjósa alt sem nefnist Liberal, og gefur kost á sér til þlngsetu. Sumir Liberalar hér hafa enga ( skoðun i stjórnmálum. Þeir vita sjálfir aldrei með hverjum flokkn- um þeir eiga að greiða atkvæði. —- Sumir greiða þessum atkvæði fyrir frændsemis sakir; en hinir halda, að þeir hafi einhverntima borið minni hlut i verzlunarviðskiftum, og þá er sjálfsagt, að láta alt kjör- dæmið gjalda þdss. Þannig og þvi líkar eru skoðanir sumra hér, sem nefna sig Liberal. Nú sækir Austur-Evrópumaður um sætið Liberal megin og hr. E. .lónasson líka og sumir Liberalar hér eru hróðugir yfir þvi, að Gall- arnir svo nefndu muni nú fylkja sér svo þétt utan um þeirra samþjóð- armann, að hann nái nú kosningu. Bara þeir fái minnihluta mann á þing, þá eru þeir ánægðir; og bara að máður úr þeirra eigin sveit nái ekki kosningu, þá er gott; — mað- ur, sem alið hefir allan sinn aldur úti á meðal bænda hér; lifað með þeim og unnið með þeim og fyrir þá. Maður, sem útvegað hefir bænd- um fleiri tugi þúsunda dollars til ýmsra fyrirtækja i sveitinni, — hann má undir engum kringum- stæðum komast að, — segja Libe - alar. Maður, sem kunnugleikans vegna getur gjört meira fyrir kjör- dæmið, en nokkur annar; maður, sem setið hefir i sveitarstjórn frá 10—20 ár, hann má ekki ná sætinu, bergmálar frá einum Liberala til annars. Og þó viðurkenna þeir, einsog lika er sannleikur, að þá" fyrst fór Bifröst sveit að fara fram, þegar hr. Sv. Th. varð oddviti henn- ar. Enda hefir enginn unnið ann- að eins fyrir þessa sveit, henni til gagns og sóma, einsog hr. Sv. Th. En Liberalar sjá það ekki. Þeir sjá ekkert, sem miðar til gagns og heilla innan sinna eigin sveitartak- marka, eða fylkisins í heild sinni; því þeir eru rauðir af öfund yfir því, að geta ekki lirifsað fé og völd fylkisins í sínar hendur. Svai tir af síngirni yfir þvi, að geta ekki kug- að fólkið undir sig með fölskum loforðum; og þurrir i kverkum yfir því, að fá ekki að flytja inn á heim- ili sin heilar tunnur, ámur og brúsa af áfengum drykkjum. Aumingja Liberalar hér i Mani- toba! Það eru brjóstumkennanlegir fáráðlingar. Tvistraðir sauðir og týndir; svo herra Norris og Miss Kvenfrelsi hafa ekki við að sinala þeim saman! íslendingar í Gimli kjördæminu! Standið samhuga við í hönd far- andi kosningar, og kjósið lxe.rra Svein Thorvaldsson, þvi með því eflið þér yðar tímanlegu velferð og kjördæmis yðar. Kjósið Svein Thorvuldssan, þvi hann vill vinna fyrir yður og efla hagsmuni yðar. Og hann er eini maðurinn í Gimli kjördætninu, sem getur unnið vel fyrir yður. i.átið tkki flokksofstæki tvistra yður, því með þvi fellið þér sjálfa yður. Styrkið yðar eigin hagsmuni. Kjósið herra Svein Thorvatdsson! Vidir P.O., 26. júni 1914. Ágúst Einarsson. Jón Víum útnefndur þingmanns- efni í Saskatchewan. Fréttir frá Foam Lake segja, að á Conservativa útnefningarfundin- um, sem haldinn var í Wynyard, Sask. þann 25. þ.m., fyrir Quill Plains kjördæmið, hafi Jón Veum, kaupmaður í Foam Lake verið i einu hljóði útnefndur sem þing- mannsefni flokksins til að sækja við næstkomandi kosningar þar i fylkinu. Quill Plain kjördæmið er mikið til islenzkt. Jón er einn með þeim, sem fyrst komu þangað vestur, er héraðið fór að byggjast fyrir alvöru rétt eftir aldamótin. Tók hann þar heimilisréttarland og bjó fyrst sem bóndi skamt frá Kristnes pósthúsi. Eftir nokkurn tima byrjaði hann á verzlun heima hjá sér i félagi með ó. Jóhannssyni sem nú er kaupmaður í Elfros. Seldi Jón þvi næst verzlun sina ólafi Péturssyni, en gekk svo í félag með honum, er þeir færðu verzlunarstað sinn til Foam Lake nú fyrir sjö árum siðan. Fyrir tveimur árum skildu þeir félag, og hefir Jón síðan rekið járnvöruverzl- un í Foam Lake. Jón er einkar vinsæll maður, og bera allir, er nokkuð til hans þekkja sérstakt traust til hans. Hann er maður á bezta aldri, innan við fert- ugt, og hefir áunnið sér, fyrir hæfi- leika sína og dugnað, almannahylli. Hann er ættaður af Vesturlandi, sonur Þórðar, er var sonur Brynj- ólfs Vium og Guðrúnar skáldkonu Þórðardóttur, er lengi bjuggu á Valshamri i Barðastrandarsýslu. Móðir Jóns var Valgerður Jóns- dóttir, af merku fólki komin þar vestanlands. Hingað til lands flutt- ist Jón sumarið 1883, með foreldr- um síuum og föður-foreldrum, og settist það alt að i íslenzku bygð- inni í Norður Dakota. Þar önduð- ust þau Brynjólfur Vium og Guðrún skáldkona og einnig Þórður, faðir Jóns. Var Jón þá ungur, er hann misti föður sinn. Vann Jón við ýmsa vinnu þar syðra milli þess, sem hann lagði stund á skóla á vetr- um. Fyrir rúmum 18 árum kvænt- ist Jón Ásu, dóttur Tómasar Hör- dals, ættaðri úr Dalasýslu. Eiga þau hjón 4 börn á lífi. Með útnefningu Jóns þar vestra hafa lslendingar nú völ á til þing- mensku einhverjum bezta niannin- um þar vestra. Hann er ekki ein- göngu starfs- og hæfileika-maður, heldur'lika bezti drengur, orðheld- inn og áreiðanlegur og verður á- valt sórni sinnar stéttar, hvaða stöðu, sem hann skipar í mannfé- laginu. — óhugsandi er annað, en að hann nái fylgi allra Islendinga í kjördæminu, og retti hann þá að verða nokkurnveginn viss með kosningu. Nokkrar Spurningar. Ef ritstjóra I.ögbergs er eins leitt og hann lætur, hvað vínnautn snert- ir, — þvi vann hann þá á móti bindindismanninum Bence, en með Pálssyni, i síðustu kosningum i Saskatchewan? Var það ekki hótelshaldarinn i Foam Lake sem mest vann að þvi, að koma Pálssyni i þingmanns-sess- inn? Hvernig stóð á því, að núver- andi ritstjóri Lögbergs var sam- verkamaður hans? hékk ekki hótelshaldarinn að launum hjá Saskatchewan stjórn leyfi til að byggja og starfrækja heildsölu-brennivinshús i Yorkton, — þrátt fyrir það, þó bæjarbúar sýndu með atkvæða meirihluta, að þeir vildu ekki hafa nema eitt slikt hús, — sem áður var bygt? Er það ekki brot á bindindi Goodtemplara, að vinna að því (með tungunni), að vinsöluhúsum sé fjölgað i landinu, fylkjunum eða bæjunuin? Er það ekki stærra og saknæm- ara brot, en að flytja auglýsingu í blaði sinu frá vínsala? Er sá ritstjóri hæfur leiðtogi i stjórnmálum, sem lætur svo blind- ast af flokksofstæki, að hann gleym- ir sinum bindindis-eiði? Svari þeir, sem svara vilja, og svari rétt. LOKl'ÐUM TILBOÐUM árituðum til undirskrifaðs og merkt: Ten- der for Public Building, Bassano, Alta., verður veitt móttaka á skrif- stofu undirskrifaðs þangað til kl. 4 e. m. á miðvikudaginn 22. júli 1914, til þess að byggja ofannefnda bygg- ingu. Uppdrættir, skýrslur og samn- ingsform og tilboðsform fást á skrif- stofu Mr. Leo Dowler, bygginga- meistara i Calgary, Alta., með því að skrifa til póstmeistarans i Bas- sano og stjórnardeildar þessarar. Engin tilboð verða tekin til greina nema þau séu á þar til prentuðum eyðublöðum og með eiginhandar undirskrift þess, er tilboðið gjörir; sömuleiðis áritun hans og iðnaðar- grein. Ef félag sendir tilboð, þá eig- inliandar undirskrift, áritun og iðn- aðargrein hvers eins félagsmanns. Viðurkend bankaávisun fyrir 10 p.c. af upphæð þeirri, sem tilboðið sýnir, og borganleg til llonourable The Minister of Public Works, verð- ur að fylgja hverju tilboði; þeirri upphæð tapar svo umsæ.kjandi, ef hann neitar að standa við tilboðið, sé þess krafist, eða á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur, sem til- boðið bindur hann til. Ef tilboðinu er hafnað, verður ávisunin send hlutaðeiganda. Ekki nauðsynlegt, að lægsta eða nokkru tilboði sé tekið. B. C. DESROCHEBS, ritari. Department of Public Works, Ottawa, 24. júni 19H. BlötS sem flytja þessa auslýstngu leyfislaust fá enga borgun fyrir.—60241 Júní afsláttur Hálfvirði og Minna 48 alfatnaðir úr Novelty Clotbs, Fancy Check9 og Serge o.e.frv. skrautlega gjörðir. Skoðið þér sýnis horninn í glugganum. Vanaverð $50.00. nú......... S1 9.50 “ $85.00 “ .............S14.50 Þvotta kjólar úr Ratine, Ginghams og Voiles Vanaverð $9.50—$12.00, nú..... $4.75 Skrautpils úr Serge og Novelty dúkum Vanaverð $12.00, nú............S6.75 Treyjur úr Nets Chiffens, Crepe de Chimes og faney silki Vanaverð upp að $8.50, nú......S1.95 “ “ að $12.00, nú.......$5.00 Þvotta úlpur úr Voiles—óbreyttu albródéruðu Voiles- - Organdie, crepes skreyttar með bróderingum, insertions og fanoy krögum. Sérstakt verð..................S3.75 Kápur úr Zebeline, Serge og Ratines Vanaverð $!J7.50. nú..........S14.75 Alklæði vír Serge skreytt með Taffeta Verð upp að $30.00, nú........S12.75 Upphlutir—Coutilles og Fancy Brocades Vanaverð $12.00, nú............$5.00 Ofannefndur fatnaðurer allur úr hinum orðlögðu 'Fair- weathere' dúkum tt.kinn úr búðarhillunum okkar. 297-299 PORTAGE AVENUE Toronto WINNIPEG Montreal 292 Sögusafn Heimskringlu Jón og Lára J 293 294 Sögusafn Heimskringlu Jón og I.ára 295 að önnur hendi hennar var krept. Rg opnaði hendina ©1 fann í lófa hennar lagð af gráu hári—af sama lit og hár Desrolles.” “Eru þetta öll sannanagögnin gcgn Desrolles.? Að l sönnu er þetta hjálp fyrir Treverton, en þér hafið 4 breytt illa að segja ekki frá þessu við yfirheyrsluna; Desrolles verður ekki dæmdur fyrir fáein hár, nema þér vitið meira.” “Ég veit meira,” sagði frú Evitt. “ Eghefi voðalega sönnun. En segið þér ckki að ég hafi verið vond kona þó ég þegði við yfirheyrsluna. Hr. Chicot var horfinn, og hvers vegna hefði ég átt að stuðla til þess að Des- rolles yrði hengdur. Hann var góður leigjandi hjá mér í fimm ár.” “Haldið áfram. Hvers urðuð þér vísari.?” "Nóttina sem Chicot var myrt, kom lögregluþjónn og með honum maður í borgarafatnaði. Þeir snuðr- Uðu um alt húsið, því þessi maður í borgarafatnaðin- um var spæjari, og þar á meðal í herbergi Desrolles, en 5 fundu hvergi neitt sem gat bent þcim á flver morðið hefði framið. Desrolles var í rúmi sínu þegar þeir komu inn til lians, en við höfðagaflinn á rúmi hans var fataskápur sem þeir tóku ekki eftir og skoðuðu bví ekki.” Frú Evitt jiagnaði, hnn var þreytt af að tala. Gerard helti súpu, sem stóð í skaptpotti á ofninum í skál og bað frú Evitt aö drekka hana, sem hún gerði viðstöðulaust og hélt svo áfram: “£g veit ckki af hvaða orsök, en ég gat ekki látið vera aðh ugsa um skápinn. Dcsrolles kom ofan kl. 11, og fór út til þess að fá sér brennivín að drekka eins og > hann var vanur. Eg læsti útidyrunum á eftir honum, t sem hann hafði engan lykil að, þaut upp á loft, opnaði skápinn við rúmið hans, Icitaði í honum og fann Rainla sloppin hans ataðan 1 blóði, sem ekki var orð- ið þurt, ég braut sloppinn saman og lét hann í sama hornið í vasa minn og flýtti mér ofan.” “Bað liann aldrei um skánlykilinn eftir þetta.?” “Nei, aldiei. Ef þér viljið koma upp með mér, skal ég sýna yður þenna viðbjóðslega fund minn.” “í>ess þarf ekki. Lögreglumennirnir verða að, skoða það sem í skápnum er.” Gerard skipaði nú frú Evitt að fara í rúmið aftur, og það gjörði hún. Árla næsta morgun fór Gerard og sagði hr. Leopold alt. Hann brá við þegar og fór að finna frú Evitt, sem sagði honum greinilega frá öllu saman. Þaðan fór lögmaðurinn í fangelsið til Johns Trever- ton og var Laura þar hjá manni slnum. “Góðar nýungar,” sagði lögmaðurinn. “Guði sé lof,” sagði Laura. “Við vitum hver morðinginn er. Það er Desrolles, sem bjó á efra lofti. Eg hefi haft hann grunaðan írá byrjun,” sagði Leopold. Laura hljóðað: af hræðslu. “Þér þurfið ekki að vorkenna honum frú,” sagði Leopold. “Hann er voðalegur fantur. Ég þekki sumar af ástæðum hans til morðsins, og ég efost um að heng- ing sé nógu vond hegning fyrir hann.” “Hvernig vitið þér að Desrolles er morðinginn.?” surði Jolm. Leopold sagði honum alt sem frú Evitt sagði. John hlustaði þegjandi á hann, og Laura sömuleið- is. “Gerard læknir sagði mér að frú Evitt mundi geta mætt fyrir rétti á fimtudaginn, geti hxin það ekki, verðum við að fá lengdan frestinn. Ég vildi að þér gætuð sagtfmér hvar Desrolles er.” “Ég sagði yður í gær að ég gæti það ekki.” “En þér sögðuð það þannig, að það vakti hjá mér grun um að þér dylduð eitthvað, en gætuð það ef þér vilduð.” “ímyndunarafl yðar er í meira lagi fjörugt.” Ég sé að þér haldið fast við áform yðar. .Tæja, þenna mann verðum við að finna hvort sem yður líkar betur eða ver, þvf sakleysi yðar er undir þvi komið, að annar finnist sekur.” “Já,” sagði Laura, “nafn míns góða manns verður að frelsast. Þessi maður er ekki þess virði að við lilífum honum. Han er ekki þess virði fyrir mig, að óhultleiki hans sé meira metinn en þinn.” “Talaðu ekki meira, góða mfn,” sagði Treverton í huggandi róm. “Láttu hr. Leopold og mig gera út um þetta málefni.” 42. KAPITULI. “Hann faðir minn,” sagði Laura þegar Leopold var farinn, sekur um þetta voðalega morð. Að hugsa sér að kona þín, John, skuli vera dóttir morðingja. Þú hlýtur að snúa þér frá mér með viðbjóð.” “Elskan mín, þó þú ættir ætt þína að rekja til heillar raðar af morðingjum, þá ertu í mínum augum sú sama og þegar ég sá þig í fyrsta skifti, hin hreinasta og elskulegasta af öllum konum. En að því er Desrolles snertir, sem færði sér í nyt æsku þfna og reynsluskort, og stalst inn í jurtagarö fóstra þíns sem þjófur til að g'ræða peninga, þá er hann ekki fremur faðir þinn en minn. Og nú er það skylda mín að sanna að það sé lýgi, að hann sé faðir þinn, en ég er bundinn hér og get ekkert. Yiltu lijála mér Laura.?” “Já, fúslega. Hvað á ég að gjöra?” I “Fara til Chiswick og spyrjast þar fyrir. Heldurðu að þú þekkir búsið sem þii varst í, ef það stendur enn.? “Já, ég held ég þekki það.” Gott. Farðu þá til Cliiswick ásamt Sampson—hon- um megum við trúa eins og sjálfum okkur—og reyndu að komast eftir öllu sem þú getur um föður þinn.” Ég ætla að fara strax í dag. Hversvegna á Samp- son að fara líka.? Ég er ekki hrædd þó ég sé ein.” “Nei, góða, það get ég ekki þolað. Hann er skarp- vitur og gerir mikið gagn f svona erindum. Hann kemur hingað að fáum mínútum liðnum.” Hálfri stundu síðar fór Laura og Sampson með lestlnni til Chiswick, og áður en þau höfðu setið heila stund í lestinni fór Laura að kannast við vegina sem lnin þekti í æsku. Þau foru út úr lestinni og gengu lengi um goturnar alt var orðið svo umbreytt að Laura kannaðist ekki við plássið, fyr en hún sá kyrkjuna. Svo héldu þau á- fram unz þau komu á þær stöðvar sem minni breyt- íngar voru gerðar. “Það hefir hlotið að vera hér í nánd sem við áttum heima,” sagði Laura. grænum hyrum, fimm gluggum og fægðum mál dyraliamri. , “Þarna er húsið,” kallaði Laura. “Hér bjuggi við.” Nei, það bjó gömul kona í því líka, sem ég man ekki hvað hét, en hún var svo vandlát, þoldi engan hávaða, og vildi hafa alt svo hreint. Ég var mjög hrædd við hana. Líklega er hún dáinn núna.” Sampson gekk að húsinu og barði á dyr.‘ Undir eins voru dyrnar opnaðar af ekkju, sem hélt á 3. ára gömlum dieng. Hún bauð þeim að koma inn og fá sér sæti. öllum spurningum svaraði hún umsviialaust.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.