Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. HtílMSKRINGLA. 7 Þegnskylduvinnan. ViS næstu kosningar á þjó'ðin, með sérstakri atkvæðagreiðslu, að segja til um, hvort hún vill þýðast þcgnskylduvinnu-hugmyndina, sem Hermann Jónasson fyrstur manna fitjaði upp á, eður eigi. Það rekur þess vegna óðum að þvi fyrir hverjum einstökum kjós- anda, að gjöra reikninga upp við sjálfan sig i þessu máli. En sú er leiðin til þess að málið sé rætt eftir föngum opinberlega. Lætur ísafold þess getið, að hún vill gjarnan stuðla að því og hvetja menn til að láta til sín heyra. Hún mun þvi með ánægju veita rúm sæmilega rituðum greinum um þetta efni. , , Nýlega hafa oss borist hugleið- ingar uin þegnskylduvinnuna, sem birtar eru í ísfirzka blaðinu Vestra, hóflega ritaðar og af góðri greind. Er höf. fylgjandi þegnskylduvinnu- hugmyndinni, en gjörir sér hinsveg- ar ekki eins miklar vonir um ágæti hennar, eins og sumir hvatamenn hennar. 1 grein þessari er það talið óráð, að inna þegnskylduvinnuna af hendi á einum stað i landinu hvert ár. Ferðalagið til vinnunnar yrði ó- bærilega erfitt, kostnaðarsamt og timafrekt sumstaðar að, jafnvel svo, að nærri jafn langur tími færi til ferðalagsins eins og sjálfur vinnu- timinn, er fyrirhugaður hefir verið alt að 2 mánuðum. Leggur greinarhöf. til, að landinu verði skift í þegnskylduhéruð eftir sýslum og hafi hver sýsla um sig timsjón með og ábyrgð á vinnunni. Telur fyrirkomulagið hentugast eitt- hvað á þessa leið: “Hreppsnefndir semdu skrá yfir alla þegnskylda menn og sendu sýslunefnd; sýslunefnd ákvæði síð- an, eftir tillögu hreppsnefnda, hvar i sýslunni skyldi unnið og að hvaða verki, — þvi að óefað þyrfti að setja nákvæm lög um, hvaða verk mætti vinna, og hvort sýslunefnd ættti að vera heimilt að velja um, hvaða verk skyldi unnið ár hvert um sig. Umsjón alla með vinnunni og ábyrgð á þvi, að lögunum væri hlýtt, hefði sýslunefnd, og skyldu hreppstjórar hafa gætur á því, hver í sínum hreppi, að allir þegnskyld- ir, heiibrigðir menn sæktu vinnuna. Kostnað við vinnuna yrði sýslu- sjóður að bera. Landsstjórnin út- vegai hæfa verkstjóra til að standa fyrir vinnunni í hverri .sýslu, og borgaði þeim kaup, að minsta kosti að nokkru leyti. Landssjóður legði til nauðsynleg áhöld við vinnuna, og greiddi sömuleiðis annan kostn- að, fæðiskostnað vinnenda m. m., því ella yrði sýslusjóðum ofþyngt með þeim tekjum, sem þeir hafa nú. Réttast væri eflaust, að útvega þeim nýja tekjustofna, ,t. d. i likingu við ábúðar- og lausafjárskattinn, svo sýslurnar gætu rekið vinnuna á eigin kostnað að öllu leyti”. Hentugast telur höf. muni vera, að láta þegnskylduvinnuna beinast að þessum greinum: vegagjörð, skóg rækt, sandgræðslu, garðrækt, girð- ingum og brúargjörðum, —• og full- yrðir, að ærið starf og gagnlegt muni þar fyrir höndum. Hið nýja í tillögum greinarhöf. í Vestra er þegnskylduhéraða-skift- ingin með jafn mörgum þegnskyldu- vinnustjórnum. Hefir hann vafa- laust talsvert mikið til sins máís, einkum þó það, að hverjum ein- stakling muni ljúfara að leggja fram vinnu sína til hagsmuna sínu eigin héraði, en á einhverju honum ó- kunnu landshorni. En við það, að þegnskylduflokkarnir verða svo margir, mun vafalaust rýrast eigi ,að Til “Islendings,, (Flutt á skemtisamkomu, scm félagið “tslendingur, í Victoria, B. C., hélt fiar í borginni þ. S. murz 1912). Þér, “tslendingnr”, tslendingar fagna, sem enn þá meta feðra sinna arf, sem enn þá muna landið ljóða’ og sagna, og láta sig enn skifta alt þess starf. — Þú hljótir ávalt hylli góðra manna, svo holl og mikil störf þín verði’ og góð. Þú fræða megir sveina marga’ og svanna um “Sólarland” og forna menta-þjóð. Hér örfum vorum áa-mál sitt kendu, og ótal margt um kæra fóstur-grund. Æ, hjörtum vorum hlýja geisla sendu, og hugsun vora glæddu’ á alla lund. Þú vernda megir málið fræga’ og góða, sem rnælt var á um gjörvöll Norðurlönd, sem mergur er í málum ýmsra þjóða, sem mestar þykja nú á tímans-strönd. Og ýmsir frægir fræðimenn og góðir — og framburð þeirra cnginn rengja þarf —, sem út í hörgul þekkja allar þjóðir, og þeirra marg-breytt bókmentalegt starf, — það hafa mælt, að merkust fornra rita, sem menn nú þekkja, séu forn-rit vor. og með því látið veröld alla vita, að vér þar höfum gcngið frama spor. En útlendingar, mentaðir og mætir, svo mikið hrósa vorri bóka-gerð, sú megna villa mestu undrun sætir, hve margir segja’, að hún sé einskis-verð. Og meðal þeirra margir — íslendingar! þó miklist af að þekkja hana’ ei neitt. Það átumein vorn þjóðlíkama þvingar, og það því skyldi’ af honuin burtu sneitt. Þeir landar, sem að land sitt niða’ og tungu, og láta börn sín heyra það og sjá, þeir svíkja bæði sig og hina ungu, og siðferðinu kasta glæður á. — Að syrgja þetta sýndist gagnslaus iðja, ef sæjum engin ráð að bæta’ úr þvi, en að því skaltu, ungi vinur, styðja, að enginn falli glötun þessa i. Og betri jafnan borgari sá verðuy, sem bæði þjóð og tungu sinni ann, en hinn, sem er svo undarlega gerður, að aldrei neitt til skyldu þeirrar fann. Þvi ræktarleysi lítilmenska stjórnar, og landi engu hún til gæfu var, þvi kostum mannsins fús hún öllum fórnar á fordæmingar-stalli lieimskunnar. Þó enska tungu allir hljóti’ að læra, sem annars vilja byggja þetta land, þá krefur þess af öllum vit og æra, að enginn sliti nokkurt trygða-band. Og föðurlandi’ og feðra-tungu sinni hver frjáls og góður maður unnir heitt; það íslendingar ættu’ að hafa’ í miijni, þó önnur lönd þeim bústað hafi veitt. Þó lítill enn þá sértu, sveinninn prúði, þá samt eg spái mjög vel fyrir þér. Að grönnum vísir gæfan löngum hlúði, og gjörði’ úr honum stórt og fallegt ber. Þú vaxa munt, að vizku, dáð og gæðum, og verða stór og hraustur maður senn, og þykja snjall, í riti, ljóði’ og ræðu* og reyna' að jafnast á við beztu menn! J. Ásgeir J. Líndal. litlu leyti uppeldis-hliðin á hug- myndinni og samræmið i vinnu- brögðum. Nokkur bót mundi þó vera að því, ef einhver væri yfirstjórn allra þegnskylduhéraðanna með valdi til að álcveða alla tilhögun á fram- kvæmdum, agafyrirskipunum o. s. frv. En þótt þessi og önnur fyrirkomu- lags-atriði á þegnskylduvinnvinn- unni séu ekki ómerkur þáttur i þegnskyldumálinu og sjálfsagt að brjóta sem bezt heilann um lausn- ina á þessu — þá er þó nú sem stend ur aðalatriðið, sem kjósendur verða að gjöra sér grein fyrir, hvort þeir vilja aðhyllast hugmyndina eða ekki — hvort þeir trúa á’gagnsemi henn- ar fyrir uppeldi hinnar uppvaxandi kynslóðar og hagnað landinu i heild sinni. Hver kjósandi verður að leggja þá spurningu fyrir sjálfan sig, hvort hann hefði viljað og getað séð af 2. mánaða tíma og starfi æfi sinnar, til að vinna eingöngu í þágu landsins og fá að launum — ekki fé —- held- ur verklega reynslu, virðing fyrir góðum aga og aukinn almennan samhug, og ekki sízt meðvitundina um, að hafa lagt hönd á plóginn til þess að byggja upp landið og auka velmegunarskilyrði - þjóðarheildar- innar. Ný matreiðslubók. Matreiðslubók þessi er eftir Jón- inu Sigurðardóttur frá Draflastöð- um. Bók þessi virðist i fljótu bragði vera of stór, þar sem hún telur 272 blaðsiður, því bækur, sem ætlaðar eru alþýðu, mega ekki vera of stór- ar (og dýrar); en þar sem bókin að eins kostar 2 krónur, þá fellur að- finsla þessi að mestu um sig sjálfa. Steingrímur Matthiasson hefir skrifað heilsufræðislegan inngang að bókinni. Væri sá, er þetta ritar, landsstjórnin, — myndi bann fela Steingrími að semja bækling liks efnis og inngangur þessi og láta senda hann ókeypis hverri einustu húsmóður á landinu, og auk þess láta það vera fermingar skilyrði, að börn vissu það, sem í honum stæði.— (Dagsbrún). Bréf til Heimskringlu. Sira M. J. Skaptason. Góði kunningi! í Heimskringlu, se mút kom i dag, las eg hréf frá Magnúsi Brasilíufara i Wynyard, Sask., til gömlu Kringlu. Sem íslend- ingur, kaupandi Heimskringlu, og sérstaklega sem brezkur þegn, þakka eg þér kærlega fyrir þitt gagnorða svar til hans. Þakklæti mínu læt eg fylgja tvo dali frá sjálfum mér fyrir Kringlu og tvo dali frá Mrs. Björgu Johnson (gömlum kaupanda), sem biður að senda blaðið framvegis til 1000 Sherburn St., Winnipeg, og aðra tvo dali frá nýjum kaupanda, og skal eg senda þér utanáskrift hans áður en næsta blað kemur út; eg man ekki húsnúmer hans nú sem stendur til að vera viss. Eg vona, að þetta makalausa bréf Magnúsar komi Kringlu að góðiim notum; því litlu er tapað, en margt hægt að græða við það; þó Magnús sé alveg saklaus af slikuin tilgangi. Með óskum beztu til þín og blaðs- ins Heimskringlu! Winnipeg, 30. des. 1915. Albert J. Goodman. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjðlskyldu at sjá eða karlmaður eldri en 18 ára, get- ur tekið heimilisrétt á fjórt5ung úr seetion af óteknu stjórnarlandi i Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi verður sjálfur að koma A landskrifstofu stjórnarlnnar, eða und- irskrifstofu hennar í þvi hératil. 1 um- botJl annars má taka land á ðlium iandskrifstofum stjórnarinnar (en ekki ! á undir skrifstofum) meti vissum skil- yrtSum. SKYUDtlR. -Sex mánatia ábúti og j ræktun landsins á hverju af þremur | árum. Landnemi má búa meS vlssum skilyrðum innan 9 mílna frá helmills- i réttarlandi sínu, á landi sem ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmllegt ivöru- hús verður ati byggja, at5 undanteknu þegar ábútiarskyldurnar eru fullnægtJ- ar innan 9 mílna fjarlægð á ötiru iandi, eins og fyr er frá greint. f vissum héruðum getur gótJur og efnilegur landnemi fengitJ forkaups- rétt á fjórðungi sectionar metJfram landi sínu. VertJ $3,00 fyrir ekru hverja SKVLDIJR—Sex mánat5a ábúti A hverju hinna næstu þriggja ára eftlr ati hann hefir unnltJ sér inn elgnar- bréf fyrir heimilisréttarlandl sinu, og auk þess ræktaö 60 ekrur á hinu selnna iandi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leiö og hann tekur heimilisréttarhréfiti, en þó metJ vlssum skilyrtium. Landnemi sem eytt hefur helmills- rétti sinum, getur fengitS heimlllsrétt- arland keypt i vissum héruðum. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— VertJur atJ sitja á landinu 6 mánuhl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og relsa hús á landlnu, sem er $300.00 vlrtSi. Bera má nitjur ekrutal, er ræktast skal, sé landið ósiétt, skógl vaxltj etSa grýtt. Búpening má hafa á landlnu I statj ræktunar undir vlssum skilyrtSum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interlor. BlötS, sem flytja þessa auglýslngu J leyfislaust fá enga borgun fyrir. Til Tryggva Gunnarssonar. (Orkt í tilefni af áttatíu ára afmæli hans, þ. 18. okt. ’15). Áttræðum nú eg þér sendi óskir beztu, þvi þjóð og landi þarfur varstu, og þunga’ og hita dagsins barstu. Flestar stöður fyltir þú á feðra-láði. — Þínir líkar eru eigi auðfundnir á hverjum degi. — Og fyrirliði framkvæmdanna flestra varstu, eina sex í ára-tugi. — Ætli margir betur dugi?! Ef að Tryggva, ísland gamla, ætti marga, þá velmegun þar væri meiri, því verkin yrðu stn?rri’ og fleiri. Vinur manna, vinur dýra, vinur starfa, þú varst alla þina daga. — Þín er fögnr æfisaga! Enn þinn megi æfidagur endast lengi, • svo auðnurikur, bjartur, blíður, að blessar hann nú allur lýður. J. Ásgeir J. Lindal. Siglufjörður. Jóhann Einarsson frá Laufási skrifar ritstjóranum um Siglufjörð: -----------Þar er nú lífið marg- breytilegt um sumartimann meðan síldin er, — höfnin full af skipum stórum og smáum og krökt af fólki á bryggjunum og götunum, sem hangir saman i hnöppum á sunnu- dagskveldunum og eru auðþekt út- lendings einkennin. Sumir eru goð- glaðir og all-háværir. Á einum stað heldur Herinn samkomu; þar hrúg- ast fólk að; sumt af einskærri guð- hræðslu og aðrir af forvitni til að horfa á andlit þeirra, sem viðstaddir eru. Suður eftir öllum vegi, jafnvel lengst inn með fir^i, eru hópar af fólki á skemtigöngu; það hefir val- ið sér kveldkyrðina til þess að kynn- ast i, og uppi i hliðarlágunum er sitjandi og liggjandi fólk i margvis- legum Iiugleiðingum. Rökkrið legst hægt og hægt yfir alt og alla og hug- irnir laðast meir og meir saman. — Alt i einu drynur i síldardalli úti á höfninni. Það er kveikt á rafur- magnsluktunum niður á bryggjunni og skipsskrokkurinn líður upp að bryggjunni, hlaðinn silfri til að sjá. Siðan er farið að aka síldinni upp i síldarkassana. Litlu siðar heyrist undirgangur mikill og dynkir og eru það skjaldmeyjar, hervæddar gulum oliuklæðum, stirndum af glansandi silfurhreistri, í klofháum rosabull um. Þær ganga beint að sildar- stampahlaðanum, berandi á kvið sér eða dragandi þaðan eins n.arga stampa og orkan leyfir, og reyra að velja sér sem beztan stað við kass- ana. En samlyndið er sjrldan gott, cg eru þess ekki allfá dæmi, að slys hafa hlotist af olnhogaskotum þeirra og rassaköstum.—(Dagsbr.). Stökur. Hróp og spott þeim Hæsta er, hroka vott um þungan ber, mikill hrotti er maður hver, sem málar Drottinn eftir sér. Sig i engum hyggur herkjum, hrokar sér af armi sterkum; við skaparann vill hann skifta verkum og skapa hann um með sínum merkjum. Ból á sandi bygt fær slys brjóti grandann auða; létt þó andi fýkur fys fyrir landið dauða. J. G. G. Eftirlíking. Eftirlíking ein er fundin (ekki Þýzkum hjá); hún er þröstur bara bundinn, böggulslegur að sjá. Enda “skálds” ef opnast vegur otar nefi smá. honum er ósköp eðlilegur andardráttur sá. Lómur. BRÉF KAFLI. Nes, Man., 27. des. 191g. Síra M. J. Skaptason! Kæri vinur. Beztu þakkir fyrir mánaðartöfluna sem þú sendir, og þá ekki sízt fyrir vinarþelið, sem ó- efað fylgdi henni. Ennfremur er eg þér stórþakklátur fyrir svo fjölda margt frá þínum penna, sem Hkr. flytur lesendum sinum. íslendingar ættu að vera ánægðir með stefnu þá, sem blaðið hefir tek- ið, að halda jafn rækilega fram inál- stað Breta i þessu stríði. Eg efast um að nokkurt blað á líkri stærð og Hkr. taki upp jafn mikið pláss og hún gjörir til að segja mönnum sannleikann: hver nauðsyn það sé, sem liggi á bak við gagnvart frelsi mannkynsins, að brjóta á bak aftur alla ofbeldismennina, sem ekki vilja kannast við nokkurn rétt, nema hnefaréttinn, — það er heilög skylda. Ef sú þjóð ynni sigur, sem upp- tökin hafði að þessu stríði, þá er það vel hugsanlegt, að svartasta timabil mannkynsins, sem það hefir augum litið, mundi þá byrja, þvi að likindum yrði hnefarétturinn æðsta valdið, sem þá drotnaði í heimin- um. Þakkir og aftur þakkir fyrir alt gott og ganialt. Guðl. Magnússon. Stökur. ♦ i. Jóla-ósk. (Rituð á póstspjald til bróður mins) .4/7, sem drcgur alheims hjól öll um segul-gciminn, gteðiteg þér gefi Jót og gæfu-vcg um heiminn. II. Nýárs-ósk. til félagsins “íslendingur” í Victoria. Ein persóna (fyrir daginn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunvertlur, $1.25. MáltítSir, 35c. Herbergl, ein persóna, 60c. Fyrirtak I alla staDl, ágæt vinsölustofa i sambandi. Talefml Garry 2262 R0YAL OAK H0TEL Cbaa. Gustafaaon, etKandt Sérstakur aunnudaga miödagavartl- ur. Vin og vindlar A borttum frA klukkan eltt tll þrjú e.b. og frA aax tli átta aö kveldlnu. 2S3 MARKRT STRRRT, WINNIPBQ Æ þig firrist alls-kyns fár, æ þinn dafni gróður. Hljóttu gott og arðsamt ár "íslendingur’’ góður! III. Gott blað. THE CANADA STANDARD LOAN CO. AVal Skrlfntofa, WlDBlpeg. $100 SKULDABRÉF SELD Tll þæglnda þelm aem bafa amA upp hæölr tll þess atS kaupa, sér I bag. Upplýslngar og vaxtahlutfall fst A skrlfstofunnl. J. C. KYLE, rtttSsmatlnr 428 Maln Street. WINNIPBG (52. tbl. “Hkr.”, 29. árg.). Þetta er eitt hið bezta blað, sem borist hefir lengi til mín, þarna austan að, istenzku frá mengi. IV. Stríðið. Hamast óður Húna-örn, hrylling þjóða vekur: Myrðir fljóð og menn og börn, mörk i blóði þekur, En engu kviðið, mætir menn, minka’ um siðir skerin: Þennan niðing sigrar senn Sambands- friði -herinnl J, Ásgeir J. Líndal J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Bank 5th. Floor No. 520 Selur hús og ló5Ir, og annatt þar a5 lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Maln 26S5. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, iifs, og siysaábyrgtS og útvegar penlngalán. SASK. WYNYARD, J. J. Swanson H. G. Hinrlksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALA R OG penlntra nilðlar. Talsíml Main 2597 Cor. Portage and Garry, Wlnnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFR.EÐISGAR. 907—908 Confederatton Llf e Bldg. Pbone Maln 8142 WINNIPBG Arni Anderson E. P. Oarland GARLAND& ANDERSON LtSGFRÆÐINQAR. Phone Maln 1561 •01 Electnc Railway Chambers Dr. G. J. GISLASON Phyalclan and SnrgfOD Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. As&mt innvortls sjúkdómum og upp- BkurtJi. 18 South 3rd St., Grand Forka, N.D. D r. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUIL.DING Hornl Portage Ave. og Eðmonton Bt. Stundar elngöngu augna, eyrna. nef og kverka-sjúkdóma. Er at> hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll 5 #.h. TalMfml Maln 4742 Helmili: 105 Olivla St. Taln. G. 2*1* Talsfml Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. Vér höfura fullar birgölr hreiaostu lyfja ug meöala, KomiÖ meö lyfseöla yöar hing* aö vér gerum meönlin nékveemletfa eftir ávlsan lwknisins Vér sinnum utausveita pönuuum osr seiium «iftingaleyfi, COLCLEUGH & CO. N«»tre Dame Ave. & Sherl»ro«>ke St. Phone Garry 2690—2691 hÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vitSger'5 á meðan þú bí5ur. Karlmanna skór hálf botn- aóir (saumað) 15 minútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) etSa letiur, 2 mínútur. STEWART, 103 l'aelfle Vve. Fyrsta búti fyrir austan a5al- stræti. SH AWS Stærsta og elsta brúkaóra fata- sölubúóin i Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI G00DMAN TINSMIDUR VerkstæÖi:—Horni Toronto St. og Nolre Dame Ave. Phone Garry 20S8 llelmlUa Gorry 800 A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfarlr. Allur útbúnaóur sá besti. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnisvarHa og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIFEO. MARKET H0TEL 146 Brincfas St. á mótl markatJlnum Bestu vSnföng vindlar og aOhlyn- lng gótS. íslenzkur veitingamall- ur N. Halldorsson, leiöbemlr le- lendlngum. P. OVONNRL, elgandl WINNIPBQ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.