Heimskringla - 13.06.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.06.1918, Blaðsíða 7
"WINNIPEG, 13. JONI 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Alexander Kerensky 1 - " ■■ 1 ■ L .!H"IAMg! nemia ef vera skyldi reiði ivaldhaf- anna. (Eftir “Iðunni.” I>að er ekkert létt verk að flvtja mönnum sannar lýsingar á foruatu- mönnunum f l>eim hildarleik, sem nú er leikinn um heim allan. Eins og vígahnöttum bregður þeim á loft og eru ef til vill horfnir jafn- skyndilega úr sögunm alftur. Svo er um Kerensky hinn rússneska. 1 gær því nær einvaldur stjórnar höfðingi, í dag sakaður um landráð, á morgun á hraðri framrás í fylk- ingarbrjósti, og næsta dag aftur i undanhaldi. En lýsing sú, er hér fer á eftir, er að mestu tekin eftir “Review of Reviews, ágústheftinu þ.á. (1917). Myndin sýnir oss háan mann og grannan, heldur óframfærinn, Hann er fremur veikiulegur útlits, fölur á svip, nauðrakaður og nær því kvenlegur ásýndum. En við og við bregður fyrir leiftri úr augum hans, sem uppljómar alt andlitið. l>anmig lítur hann út, þessi marg- umtalaði Kerensky. I>að er eitthvert mesta ævintýrið í mannkynssögunni — og eru þau þó mörg — hversu skyndilega þessi verkamannaforingi gat orðið að stjómarherra einhvers stærsta heimsveldisins, og það meira að segja með “friðsamlegri” stjórnar- byltingu. Að líkindum heifði jafn- vel hinn skarpskygnasti manm- þekkjari ekki getað lesið þessa skyndilegu upphefð hans út úr neinu af æfiatriðum hans og það jafnvel ekki daginn fyrir þá miklu uppreísnaröldu, er bar hann svo skyndilega á faldi sínum upp til hinna æðstu valda og metorða. Frekar hefði mienmi getað órað fyrir hinu 'skyndilega ifalli hans, eins og alt ástandið er nú á Rússlandi. Alexander Feodorovitch (c. Teó- dórsson) Kerensky er fæddur 1881 —og þannig að eins 36 ára gamall— í borgnni Simbirsk; var faðir hanis forstöðumaður barnaskóla þar. Fluttist hann með ison sinn meðan hann var enn á skólaaldri, til Tash- kent, höfuðborgarinnar í löndum Rússa f Miðasíu, og fékk þar svip- aða stöðu. Gekk sonur hans lærða veginin, og er hann hafði útskrifast, fór hann til Petrograd og tók að /stunda lög þar við háskólann. Á stúdentaárunum fór honum eins og flestum rúissneskuin stúdentum: hann varð uppnæmur fyrir ýmsum þjóðfélagsmálum og stjórnmálum og tók því drjúgan þátt í stjórn- málafélögum stúdentanma, fuudum oþeirra og ræðu/höldum. En ástand- ið var þá s*vo á Rússlandi undir cin- ræðis- og lögreglustjórn keisarans, að jafnheitur hugsjónamaður og Kerensky var, hiaut að lenda í flokki byltingagjarnra jiafniaðar- manna. Því sjáum vér hann að loknu jirófi gerast máiafærslumann þeirra manna, er fyrir hluttöku sína 'í stjórnmálum lentu í bröisum og málaferlum við stjórnarvöld landsimis. Ávann hann sér fljótt mikinn orðstír sem máisvari þessara “pólitísku sökudólga”, en bar auð- vitað lítið úr býtum í aðra hönd, Við kosningar til dúmunnar 1910 var hann kjörinn fulltrúi verka- manna í borginmi Saratoff. Stofn- aði hann þá brátt ásamt öðrum sér- stakan verkamanna flokk í þing- inu. sem er eimna lausastur allra rússneskra stjórnmálaflokka við allar sérkreddur í stjórnmálum, og gerðiet foringi þess flokks. Þótt hann væri sjálfur 'borinn og barn- fæddur í stétt himina mentaðri borg- ara — “intelligentsia”istéttinni rúss- ncsku, ®em svo er nefnd—, kaus hann þó hcldur að gerast málsvari bænda og verkamanna fyrir samúð þá, .sem hann ól f brjósti sér til þessa óuppfrædda, forustulausa lýðs, er honum var að svo góðu kunnur. En flokki símium hélt hann sem meist utan við öll flokkaskifti og flokkadeilur í þinginu; og þótt hann samkvæmt sannfæring sinni tiallaðiist á sveif með jafnaðarmönn- um, vildi hann ekki láta telja sig i liði himima svonefndu ‘byltinga- gjörnu jafnaðarmanna” (maxiroal- ista), er vitanlega töldu sig sjélf- kjörna málsvara allrar alþýðu. Þetfa gramdist þeim auðvitað, og því iskírðu þeir flokk hans “smá- borgaraflokkinn” (petits bourgois). Á líkan hátt fór Kerensky að, þá er byltinguna bar að höndum og hann var orðinn einin af fulltrúum “verka- manna- og hermannaráðsins”. Þá kaus hann og heldur, í stað þess að gerast erindreki og uimbjóðandi sérstaks stjórnmálaflokks, að gerast umibjóðandi allrar þjóðarinnar og allrar alþýðu í landiniu. Og gefur það oss nokkra bendingu um inn- ræti mannsins og hugarfar. Þegar byltingin, er var verk allra þjóðhollra stjórnmálaflokká í land- inu — miðluniarmanna, frjálslynda flokksins, gjönbótamanmia og jafn- aðarmanna — var farsællega um garð gengin, urðu flokkar þeesir að reyna að koma sér saiman um að mynda bráðabirgðanstjórn. Borg- ara-flokkarnir svonefndu, sem skild- ist það ofur vel, hversu happadrjúg- an þátt jafnaðarmenn hefðu átt í byltingunni, og töldu á hinm bóg- inn sjálfsagt, að allr iflokkarnir tækju þátt í myndun hinnar nýju stjórnar, svo að hún gæti talist um- bjóðandi allra stétta í landinu og hefði óskorað fylgi þjóðarinnar, buðu þá f'ulltrúum “verkamanna- og hermannaráðsins” að mynda samsteypuráðuneyti og taka sæti i hinni nýju stjórn. En þetta full- trúaráð jafnaðarmanna neitaði að vanda öllu samneyti við borgara- flokkana og vildi ekki taka þátt í rnyndun stjórnarinmar, en kaus heldur að sitja hjá og sjá, hverju fram yndi, svo að það hefði frjálsar hemidur að finna að og taka í taum- ana, ef þurfa þætti. Að eins einn af fulltrúum ráðs þessa, er á rúsis- nesku nefnist “soviet”, hafði hug- rekki til þess að brjóta bág við skoðanir jafnaðarmanna og leggja stöðu sína sem verkamannaforingi í hættu, til þess að fylgja ihinni nýju stjórn að málum og það var— Kerensky. Þurfti til þessa mikils á- ræðis, því að mikið var í húfi, á- BIDDU KAUPMANNINN UM PURITY FLOUR ( GOVERNMENT STANDARD) “Stríðs-Tíma” Hveítimöl Canada Gott Hvítt Hveitimjöl til Allrar Bökunar. PURITif FLOUR MORE BREADand BETTER BREAD’ VANTAR: STÚLKUR og DRENGI Nú er tíminn fyrir hundruð af drengjum og stúlkum aS undirbúa sig fyrir Verzlunarstörf. Innritist í Success Busine8s College nú strax. Dag og kvöld skólar í Bókhaldi, Reikningsfærslu, HraSritun (Pit- man eSa Gregg), Vélritun, Ensku, Reikningi, Skrift, ‘Comptometer’ og ‘Burrough’s Calculator.’ — Ein- staklings tilsögn veitt af 30 æfSum kennurum. StöS- ur útvegaSar aS afloknu námi. Skólinn opinn alt áriS. Innritist hvenær sem er. Árleg tala stúdenta vorra (þrisvar sinnum fleiri en á öllum öSrum verzl- unarskólum í Winnipeg til samans) er næg sönnun um yfirburSi og vinsældir Success skólans. — Phone Main 1664-1665. The Success Business Coiiege, Portage og Edmonton. LIMITED Gegnt Boyd Block hættan feikileg og örðugleikarnir, sem biðu hinnar nýju stjórnar, svo miklir, að naumast gat nokkur maður vænst að komast klakklaust út úr þeim, hvað þá heldur að auka með því fylgi sitt og álit. En ef nokkur einn maður hefði getað sigrað þesssa örðugleika, þá er það nú þegar sýnt á reynslu undanfar- andi mánaða, að Kerensky hefði verið allra manna færastur til þess. Kerensky varð fynst dómsmála- ráðhorra í hinni nýju stjórn, og sem dómsmálaráðherra þyltinganmanna barg hann þegar iheiðri og sæmd Rússlands með því að girða fyrir öll póltísk morð og blóðsúthelling- ar. Þá er margir af ifyrri flokks- bræðrum hans kröfðust þess, að farið yrði með keisarann, fjölskyldu hans, ráðgjafa og fylgismenin líkt og farið hafði verið með “pólitiska ðbótamenn” á keisaratímunum, svo að þeir fengju nú makleg mála- gjöld, harðneitaði Kerensky þessu og lýsti því yfir skýrt og skorinort, að á meðan hann færi með dóms- málin, skyldi farið mannúðiega með alla hina póþtisku fanga stjórnarinnar og mál þeirra flutt og dæmd eftir lögum og landsfétti. Þegar Kerensky sá, að sundur- lyndið milli “verkamannafulltrú- anna” og stjórnarinnar var að því komið að steypa þjóðinni út í hring- iðu stjórnleysteins, skoraði hann svo 'fa-stlega á jafnaðarmenn að taka þátt bæði í stjórninmii og hinni stjórnarfarslegu ábyrgð, að þeim gekst hugur við, og tókst honum þá að mynda samsteypu ráðuneyti úr öllum flokkum, en varð þá jafn- frannt sjálfur hermála- og flotamála- ráðherra. Yar þetta þrekvirki og því sem næst éingöngu eldmóði Kerensky’s og fortölum hans að þakka. Þetta bar við einmitt um þær mundir er her Rússa og ifloti virtist liggja marflatur fyrir fótum óvin- anna og var því ekki lítið í ráðist af Kerensky. Herinn var orðimin þrek- stola og meira að segja þeint (fjand- samlegur frekari aðgerðum fyrir fortölur hinna svo nefndú Leninita, en svo eru þeir menn nefndir, sem fylla flokk Lenin’s þess, er mest hefir 'borið á í andróðrinum gegn Kerensky. Yilja þeir frið fyrir hvern mun og eggja því hermenn og aðra að leggja niður vopn eða bcint neita að hlýða. Kerensky virt- ist, sem hér væri hin rniesta hætta á ferðum fyrir sjálfstæði Rússlands og sigursælar iyktir á stríðinu, og því tókst hann á hendur ferð um endilanga bardagalínu Rússa í júlímán. 1917. Hélt hann þá stund- um 12 ræður á dag og af þeim dæmialausa eldmóði, að það hefði drepið hvern meðalmann bæði and- lega og líkamlega. En ekki bar á öðru, en að honum tækist þetta, og stappaði hann svo stálinu í herinn á ferð þessari, að hann vann stór- sigra hvern á fætur öðrum rétt á eftir. Hvar sem Kerensky kom á ferð þessari, hvort heldur í borgir eða bæi, í fylkingarbrjóst eða að baki herlínunnar, var honum alstaðar tekið sem sverði og skildi, sem hinni “einu von” hhis endurborna Rússlands. Þessi fölleiti maður með hinu drauinlynda augnaráði virtist hafa eitthvert ]>að töframagn til að bera, er hreif jafmt hugi karla og kvenna. Ein einasta af þessum eldle^u ræðum hans, full af hjartnæmum hvatningarorðum, virtisit nægja til þess að koma á bæði ag og fórnfýsi í hverri her- deildinni á fætur annari. Og nokkr- um dögum eftir að hann var kom- inn heim iir ferð þessari, uninn Rússar sigrana miklu í Galicíu, fyrstu sigra byltingahersins rúss- neska. Alt var þetta að þakka hin- um siðferðilegu áhriifum af ræðum Kerensky’s , eh varð jafnframt, eins og síðar kom í ljós, sorglegur vott- ur þesis, hversu lítt treystandi slík- um stundar áhrifum er til þoss að varðveita agann í heilum þjóðarher um lengri tíma; því að síðan hafa Rússar, eins og kunmugt er, farið hverja hrakförina á fætur annari, enda nú farið að sækja í sama horf stjórnleysis og agaleysis. Sé unt að saka Kerensky um nokkuð, þá væri það helzt það, að lnann treysti of mjög á þessi sið- ferðilegu áhrif sín til þess að sigr- ast á öllum þeim stjórnleysisanda og byltingar, sem verið ihefir að verki þar í landi, síðan stjórmar- byltingin hófst. Vissulega voru hin Iiersónulegu áhrif hans sjálfs Svo mikil, að bann hafði ástæðu til að trúa þessu. Má sem dæmi þess nefna eitt sannsögulegt atvik úr þessari ferð hans. Einhverju sinni, er Kerensky var staddur í fylkingarbrjósti, átti hantn að ávarpa fjölda hermanna og liðsforingja, þar sem Leninítum hafði orðið drjúgum ágengt og all- ur heragi var að fara forgörðum. Talaði hann að vanda af miklum móði, 'Skírskotaði til ættjarðarástar manna og sýndi þeim fram á, að þeir að eins með því að ganga ötul- lega fram gegn óvinunum, gætu varðveitt land sitt og hið nýunna frelsi. Mennirnir, sem höfðu byrjað á því að taka fram í íyrir honum ineð ópum um frið og endi allrar þrælkunar, fóru að síðustu að hrópa fagnaðaróp fyrir honum ög föðurlandinu, allir nema einn “frið- arvinurinn”, sem gekk fyrir fylking- ar fram og mælti á þessa leið: “Þér segið, að vér verðum að ganga vasklega fram gegn óvinun- um til þess að tryggja oss land vort og ifrelsi. Bn' ef vér göngum fram, verðum vér drepnir, og dauður maður þarfnast hvorki lands né frelsis. Til hvers ættum vér þá að ráða til atlögu?” Maðurinn sagði ekki meira, en leit í kring um «ig með þeim svip, sem hann hefði sagt það sem þurfti. Liðsforingjarnir skulu á beinunum' af kvíða fyrir þvf, hvaða áhrif orð þessi ikynnu að hafa á herdeildina. Kerensky stóð þar óvarimin eins og hver annar óbreyttur maður. En hann lét ekki á sér standa að svara. “Yður ber að þegja, þegar her- málaráðherrann talar,” æpti hann liárri röddu, og hvert orð hans reið eins og svipuhögg niður yfir þá. Eftir stutta þögn tók hann aftur til roáls með lægri róm, en með mikl- um þunga í röddinni: “Ofursti, eg skii>a yður að reka mann þenna þegar úr her Rússa og brenni- merkja hann á herskránni sem þá mannbleyðu, er ekki sé verður þess að bera rússneskan hermanna- búning.” , Maðurinm féll til jarðar sem þrumu lostinn. Þegar hann kom aftur til sjálfs sín, bað hann þess að mega berjast, til þess að geta rekið af sér hiyðruorðið. Þetta er ágætt dæmi hinna sið- ferðilegu áhrifa, er einn maður get- ur haft á aðra. En jafnvel eldmóði Kerensky’s var það ofvaxið að blása þeim anda i herdeildir Rússa, er dvgði. Ekki hafði hann fyr snú- ið við þeim bakinu, en ótal raddir i öfuga átt tóku að láta til sín heyra. Og árangurinn af því varð sá, að hinir glæsilegu sigrar, sem Rússar höfðu unnið í Galieíu fyrri hiuta júlífnánaðar, voru orðnir að full- koinnum ósigri í lok þesis sama mánaðar. Þá sá Kerensky, ef til vill heldur um seinan, að liðhlaup í stórum stíl tóku að gerast deginum tfðari, að ekki tjáði að itreysta þessum sið- ferðilegu áhrifum einum saman. Og loks Iýsti hanm yfir því, að hann ætlað sér að beita hverju því ráði, og þar á meðal líflátshegningu, til þess að ibjarga Rússlandi úr gini stjórnleysis og firra það gagnbylt- ingu. En það er hægra sagt en gert að heimia örmagna þjóð undir vopnum. Gagnbyltingin er komin, Kerensky steypt, að minsta kosti um stumd, og alt logar nú í upp- reisn og blóðugu iborgarastríði. Pét- urslborg er sögð í ljósum loga, og öllu símiasambandi slitið við um- heiminn. Vér hljótum því að bíða átekta og sjá, ihvað setur. En alt af er óhugur mannis að magnast við þessari hryllilegu styrjöld og manni dettur helzt í hug, að heimurinn sé að nálgast einlhvers konar Ragna- rökkur eða — að þetta séu fæðingar- hríðir varanlegs friðar. ------o----- Færeyjamálin í landsþinginu danska gerði Zahle forsætisráðherra þá grein fyrir tildrögum pæreyjamálsins, að Rytter amtmaður hefði á sínu/m tfma kvartað yfir því, að Mortensen, Þingmaður Færeyinga, hefði í ræðu í þjóðþinginu staðhæft, að hann (amtmaðurinn) hefði gefið dönsku stjórninmi ranga skýrslu um til- raunir sjálfstjórnarmanna í Færeyj- um til þess að komast f beint samn- inga samband við Breta út af ófrið- armálunum, og kvaðst Zahle hafa lofað amtmanninum því að gefa yf- irlýsingu um að hann véfengdi ekki skýrsilur hans, em ekki fengið tæki- færi til þess á þingi og því gert það í viðtali við blaðamenn, sem birt hefði verið i blöðunum, en jafn- framt getið þess, að æsingar þær, sem vaktar voru, bæði f Ranmörku og Fæneyjum, gegn sjálfstjórnar- flokknum í Færeyjum, væru mjög ó- heppilegar og að hann óskaði þess að Mortensen yrði endurkosinn og að 'skoðania'bróðir hans næði kosn- ingu til landsþingsins. Þetta viðtal hafði 'hann svo látið síma Rytter amtmanni orðrétt og beðið hann að láta Mortensen fá eftirrit af sím- skeytinu. Af þessu hefði amtmaður svo gert þennan litla hvell, að hann hefði sótt um lausn ifrá' embætti og tveir embættismenm aðrir i Færeyj- um. — Landsþlngið lét sér ekki nægja þessa skýringu, en samþykti rökstudda dagskrá um að fram- koma forsætsráðherrans í ináli þessu liefði verið ósæmileg og voru 38 at- kvæði greidd með þeirri dagskrá, en 9 á móti. — Zahle kvaðst ekki geta “sætt sig við” dagskrána, en bætti því við, að ekki myndi hún draga neinn dilk á eftir sér, þó hún yrði samþykt.—Vísir. Flóaáveitan. (Eftir “Fróni”) Allmörg ár eru nú liðim. síðan fyrst var farið að taia um það stói virki að veita Þjórsá yfir Skeið og Flóa. Var um tíma mikið um það rætt og ritað. Frá þeirri hugmynd er nú horfið en 'sem kunnugt er, hefir nú um nokkurt skeið svonefnd “Flóaá- veitunefnd” er landsstjórnin skip- aði, setið á tökstóium. Hefir nú algerlega verið horifið frá hinni upprumalegu hugmynd en aftur ráðið af að nota Hvítá til á- veLunnar og minka áveitmsvæðið injög mikið. Hafa verið gerðar mælingar af skurðum öllum og aðrar mælingar sem með þarf og kostnaðaráætlun, en gera má ráð fyrir að verkið verði mjög mikið dýrara en áætlað hefir verið. Nýlega komu bændur af áveitu- svæðinu saman og héldu fund, og var það ákveðið með—löglegum meiri hluta, að ibyrjað skyldi á fraankvæmd verksins. Þó er talið hæpið, að hægt verði að ibyrja á verkinu á sumri komandi. STAKA. Stóðu’ öll vopri' á verjum manns, vóðu’ að svipir fornir; glóðum elds að höfði hans hlóðu refsinornir. Árni óla. Garð-land tíl sölu A Portnge Ave., nálæsrt Mnrray Park. Beztl Ilaut^Ardala jarttveg:- ur. HAtt og þnrt. Lækur rennur I gegn um eignina. JörtS þessa á nú gömul kona, sem ekki hefir tök á a.Z færa sér hana í nyt. SkrifiS eT5a símit5 til ADVERTISER, Dept. H 002 Confederattofe Life Bldg. „ Winnlpeg. Telephone M. 2391 HÚN ER ÞJÓÐLEG EIGN EINKANLEGA á þessum tímum; t>egar sparsemi er þjóðrækni, getur þú samvizkusamlega veriS eig- andi aS bifreið. það er misreiknuS sparsemd- ar hugmynd, sem aftrar þér frá aS kaupa þér bifreið. Rétt hugsandi menn viSurkenna nú, aS bifreiSin sé alger- lega nauSsynleg bæSi til “business” og heima notkunar. Einn vel þektur iSnaSarmaSur sagði nýlega: “TakiS burt talsímann, vírlausu skeytin og bifreiSina, og heimurinn færist aftur á bak um fimtíu ár. ÞjóSleg sparsemi er hlutur, sem meS fyrirhyggju verSur aS halda á og meS hliSsjón af nauSsyninni á viShaldi iSn- aSar og verzlunar í landinu, á sem hollustu stigi. Sú hugmynd rySur sér til rúms alIstaSar, aS sérhvaS þaS sem flýtir fyrir, hjálpar mönnum til meiri persónulegra af- kasta. sé þjóSleg eign. BifreiSin er nauSsynleg, einkum vegna þess aS hún gjörir þessa hluti. The Ford er bezta kaup á markaSnum. Stríðsskattur legst á allar bifreiðar nema Trucks og Chassis. Ford Motor Company of Canada, Limited Ford - - Ontarío d&ixL A L H E I M S BIFREIÐIN Chassis --- - $535 Bunabout - - - 575 Touring...595 Coupe......770 Sedan......970 One Ton Truck 750 F.O.B. Ford, Ont.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.