Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 1
FATALITUN OG HREINSUN Elllce Avc. and Simcoe Str. Sfml 37244 — Ivær llnur Hattar hrelnHatSir cndnrnýjaTSir. Betrl hreinnun Jafnódýr Ágætustu nýtízku litunar og fata- hreinsunarstofa í Kanada. Verk Dept. H. XUV. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. JAN., 1930 NÚMER 15 KANADA *-----------------------* AfráðiS er nú, að fylkisþingið í Alanitoba komi saman á þriðjudaginn, 21- janúar. Tvö þingsæti eru óskip- uð. sæti Robson dómara og sæti dr. úieghorn frá Baldur. — Búist er við a8 aukakosningar fari bráðlega fram 1 þesum kjördæmum. Samkvæmt yfirlýsingu frá dr. H. C. Hodgson, forseta Manitoba konserva- tlva, býður enginn konservatívi sig fram í Brandon á móti Hon. T. A. Crerar hinum nýskipaða samgöngu- rnálaráðherra Kanada. Frá Brandon var símað í gær, að á ársfundi U. F. M. þar í bænum, er haldinn var í gær, samþykktu full- truar þeir er þar voru samankomnir, forstjórar þeirra skyldu greiða atkvæði með fríviljugri þátttöku bænda í hveitisamlagshreyfingunni, en slgerlega gegn skylduþátttöku. Haft er eftir einum bæjarfulltrúa, a® um 1500 ungir menn og fullfrísk- lr seu nú hér í bæ, er hvergi hafi getað fengið atvinnu og líði því ney®- — Víst er um það að 695 upp- Sjafahermenn hafa þegar sagt sig- til atvinnuleysisskrifstofunnar, og og rrtun, fylkisstjórnin ætla að gera ein- ftverja gangskör að því hið bráð- asta, að þessum mönnum verði eitt- ftvað líknað, með styrk eða atvinnu. Hike nokkur Baruk setti $3,000 veS fyrir George nokkurn McKenzie, 18. febrúar 1928, hér i Winnipeg. Mc- Kenzie hafði brotið sæfingarmeðala- fögin og strauk jafn harðan og veð- kom fyrir hann og hefir ekki síð- an sézt. I janúar 1929 krafðist Hysart dómari veðsins af Burik, sem átti þá ekkert er til kom, og hafði a'drei þekkt McKenzie, heldur sett þetta veð fyrir hann að beiðni lög- tttanns McKenzie’s, er kynni að hafa þóknað Mike eitthvað fyrir þessa Sreiðvikni. En nú er Mike í tugt- ^túsinu, og virðist mega dúsa þar það Sern eftir er æfinnar, ef hann ekki Setur skafið upp þessa $3,000. Því Hysart dómari kveðst svo skuli venja srnápilta af að ganga í ábyrgð fyrir S'spamenn, án þess að eiga rauðan eyri í ejgu sinnj sjálfir.— Herman Strandber.g, vel þekktur og rrt'kilsvirtur sænskur bóndi við Tyn- Man., varð svo óður af heift Vl® konu sína, að hann skaut hana hnifstakk til bana, og tengdamóð- Ur sina sömuleiðis, er ásamt annari konu ætlaði að hjálpa dóttur sinni. ^trandberg var 65 ára að aldri, kona hans 54, en tengdamóðir hans hálf- áttræð. , Hanadiskir flugmen hafa tekiS þátt 1 Hitinni að Carl Ben Eielson norsk- anteríska flugmanninum fræga, er týndist um daginn fyrir norðan Sí- eríustrendur. Hafa flestir þeirra P° snúið aftur, því sífeldar þokur hafa h'ndrað flug þeirra, og er nú talin h'l von til ,þess að Eielson sé lífs. ^rá 1. janúar 1930 verða engar gift ar konur teknar í stjórnarþjónustu er 1 Manitobafylki, svo framarlega Seni fenn þeirra hafa atvinnu. Þó nta veita undantekningu frá þessu, sannanlegt er að konan verður aS Standa straum af einhverjum nákomn- um- Sem stendur eru 18 konur í stJórnarþjónustu hér, ,að því er sagt Einar H. Kvaran sjötugur Einar H. Kvaran skáld' og rithöf- undur átti sjötugsafmæli hinn 6. fyrra mánaðar. Mest liggur eftir hann þeirra skáld- sagnahöfunda er á íslenzku rita, og sennilega er hann vinsælastur núlif- andi höfunda. Lengst munu ýmsar smásögur hans halda nafni hans á lofti, og þyrfti varla annað til þess að nefna en “Vonir,” það ágallalausa meistaraverk, þótt auk hennar hafi hann margar fleiri afbragðssögur rit- að, til dæmis “Litli Hvammur,” “Þutfkur”, “Viðskifti,” “Vitlausa Gunna,” o. s. frv. List hans hefir aldrei náð jafn föstum tökum á stærra forminu í skáldskapangerð, þótt hinar stærri skáldsögur hans hafi ef til vill aflað honum almenn- ari vinsælda. Eina ljóðabók hefir Einar H. Kvar- an gefiS út fyrir löngu síðan, svo- lítið kver, en ýms kvæði eru þar, er líkur eru til að mjög lengi munu endast sem veruleg prýði í íslenzkum bók- menntum. Sakna þess margir “mat- vandir” nienn, áð Kvaran skyldi ekki hneigjast til meiri ræktar við ljóð- gáfu sína. íslenzka leikritagerð hefir Kvaran auðgað með “Lénharður fógeti” og “Syndir annara,” sérstaklega hinu síðarnefnda. En bæði hafa þau náð afar miklum vinsældum meðal al- þýðu manna eins og önnur skáldverk hans, þótt eigi verði þau hlutfalls- lega talin jafngild þvi bezta í smá- sagna og ljóðagerð hans. Viö ritstjórn blaöa og tímarita hefir Kvaran fengist frá unga aldri, er hann hóf þá starfsemi hér vestra, allt til þess dags, og lagt mjög mikiö er. Er mjög óvíst að þær haldi starfinu allar. Mál Bronfmans, þess er tekin var höndum í desember og fluttur til Regina, ákæröur um vínsmyglun, vitnamútur og mútutilraunir við em- bættismenn ríkisins, kom fyrir í Re- gina 19. og 20 desember. Aðalvitniö á móti Bronfman var William Denton, er sór þaS fyrir réttinum, að hann hefði þagið og persónulega tekiö á móti $1,500 af Bronfman til þess að koma í burtu vitnunum D. W. Readman og Her- bert Clement, af valdsviöi dómstólsins er hafði með höndurn kæruna gegn Bronfman fyrir vinsmyglun 1922. Ennfremur kveðst Denton hafa feng- ið $2,250 borgun hjá Bronfman fyrir að hafa komið þessurn vitnum und- an; $600. á St. Regis gistihúsinu i Winnipeg, hjá bróður Bronfmans og $300. á Bell gistihúsinu í Winnipeg. Ennfremur bar Denton þaS, að það er hann hefði lagt til við for- mann stjórnarvínsölunnar í Sask. að handsama aðal mennina í smyg.glunar hringnum, þá hefði hann svaraö: “Við getum ekki unnið bug á Mr. Bronfman, en Mr. Robinovitch getum við kleimað svo hann þurfi ekki meira.” (Robinovitch var sagður dálítið minni háttar bootlegger en Bronfman). iSamuel Tadman, fyrrum félagi Gallaman’s í “Southern Exporters Liquor” vöru'húsinu í Moose Jaw, sór fyrir rétti að Bronfman hefði sagt sér, að þaö hefði kostaö sig $8,000, að ná Clements og Readman úr landi, svo að þeir gætu ekki boriö vitni á móti Gallaman. Ennfremur bar Denton því vitni að í þessurn smygglunaPhring Bronf- mans árið 1921 hefðu verið “Regina Wine and Spirits Company; Domin- ion Distributors, Southern Exporters; vínsölustjórar stjórnarinnar; Beau- vain-Wilson félagiS og eitt félag • enn frá Broadview. til ýmissa opinberra mála. Hvort sem menn hafa veriö honum sam- mála í þeim efnum eða eigi leika þó ekki tvímæli á því meöal skynbærra og sanngjarnra manna, að snilldarbragur hefir aö jafnaði verið á þeirri starf- semi og aS nijög margt þarft og vitur- legt hefir hann lagt til opinberra mála bæði hér vestra og á íslandi. Kvaran er afbragðs stílsnillingur, um sumt máske hagastur þeirra, er vér höfum átt, sannfærandi, rökfim- ur og hittinn, þótt hvorki sé stíllinn sérlega litsterkur né fjölskrúðuigur, og verði stundum til lenigdar dálítið “feminine” og þreytandi í fábreytni orðavalsins. En víst er um það að margir af þeim sem nú rita, og rita | vel, eiga stíllist hans töluvert að þakka.— Sálræn tilraunastarfsemi íslenzk á sjálfsagt Einari Kvaran mest að þakka allra manna. Hann var frum- herji þeirrar starfsemi á íslandi og þar hefir aðal barátta hans staðið út á við. Hann ’hefir skrifað rnjög | mikið um þau efni; allt skemtilega og margt mjög viturlega, jafnvel að áliti þeirra, er ekki eiga samleið með j honum í þeim efnum. Hann hefir getiS sér orðstír víða utanlands, sem innan, fyrir skrif sín um þau efni, eins og skáldrit sín. — Þó viröist enginn efi á því að íslenzkar bók- menntir hafa beðið tjón við þá kapp- samlegu starfsemi, er Kvaran hefir ; helgað þessum málum, þótt vafalaust í ntuni hann aldrei hafa talið hana eft- ir, né séð eftir henni.— —S. H. f. H. * * * Einar H. Kvaran var mjög hylltur á sjötugsafmæli sínu í öllum íslenzk- um blöðum og með mannfagnaöi. Fer hér á eftir umgetning um veizl- una, er helztu og elztu vinir þeirra hjóna bjuggu þeim í Reykjavík, og ræða sú, er dr. Guömundur Finnboga- son hélt þar fyrir minni heiðurs- gestsins. Afmæli Einars H.Kvaran Gestirnir byrjuðu að koma kl. 9 að morgni og straumurinn hélzt fram undir leikhústíma að kveldinu. Með- al gestanna var sendinefnd frá nokkr- urn vinum hans, sem færðu honum höfðinglega peningagjöf. Aðrar af- mælisgjafir voru miklar og fagrar og undir kveldið voru stofurnar full- ar af blómum. Kveðjur í símskeytum og spjöldum og bréfum munu 'hafa verið hátt á annað hundrað. Þau komu hvaðan- æfa af landinu, frá Danmörku og Vesturheimi, frá mönnum úr öllum stéttum. Þessi félög og stofnanir sendu kveSjur; Bandalag ísl. lista-' manna, Gagnfræðaskólinn á Akureyri, Ungmannafélag Laugaskóla, Stúd- entafélögin bæði í Reykjavík, Stúd- entafélag Akureyrar, Leikfélag Ak- ureyrar, Leikfélag Reykjavíkur, Stór- stúka íslands, Umdæmisstúkan á Ak- ureyri, Lestrarfélag kvenna og Frí- múrarastúkan Edda. Sumar kveðj- urnar voru í ljóSum. Frá Sálar- rannsóknarfélagi Islands kom skjal, sem tjáði hann kjörinn heiöursfélaga þess. Frá sýningunni í leikhúsinu hefir Morgunblaðið þegar skýrt. Sam- komuna á eftir sátu um 90 manns; fyrir fleiri var ekki húsrúm, en marg- ir fleiri óskuðu aö taka þátt í þessari samkomu. Þorsteinn Gíslason bauð menn velkomna, en ræður héldu; Indriði Einarsson, Guðmundur Finn- bogason, séra Kristinn Daníelsson og heiðursgesturinn. Samkvæmiö var hið fjörugasta og sérstaka gleði vakti það, þegar séra Kristinn Dan- íelsson söng erindi, sem hann hafði sungið á leiksviði fyrir 49 árum, í fyrsta leikriti, sem heiðursgesturinn I hafði samið.—Mhl. Ræða dr. Guffm. Finnbogasonar á sjötugs- afmceli Einars H. Kvaran. Flutt í lcikhúsinu 6. desember, 1929. Háttvirtu áheyrendur! Við, sem komum hingað í kveld, til að sjá einn vinsælasta sjónleik- inn, sem hér hefir verið sýndur, kom- um jafnframt til að votta skáldinu ■ Einari Hjörleifssyni Kvaran virðingu okkar og þakkir á sjötugsafmæli hans. Þegar mér nú veitist sú sæmd aö segja hér nokkur orð í þessu skyni, þá veit ég, að ykkur er öllum ljóst, aS ég á örfáum mínútum fæ ekki sagt nema fátt af því, er okkur býr í brjósti og þið munduð óska,, aS sagt væri viS heiðursgestinn. Einar Kvaran hefir nú um hálfrar aldar skeið lagt svo mikinn og merkilegan skerf til íslenzkrar menningar, að engin tök eru á aö lýsa því í skjótri svipan. Við vitum öll að hann hefir verið ritstjóri blaða, vestan hafs og austan, um 20 ár, stjórnað um lengri eða skemmri tíma sumum merkustu timaritum vorum og þar á meöal tekið þátt í flestum málum, er verið hafa á dagskrá þjóðarinnar. Aldrei hefir sést grein frá hans hendi, er eigi bæri mark ritsnillings, enda hafa greinar hans veriS lesnar. Hann hefir skrif- að fjölda af skáldsögum, smáum og Sftórum, sumar hreinar gersemar. Hann er 1 jóðskáld og hann er leik- skáld, og hefir unnið íslenzkri leik- list stórmikið gagn. Ætíð hefir það veriS ómengað yndi aö heyra hann flytja erindi eða lesa upp skáldrit. Og loks hefir hann veriS brautryðj- andi hér á landi í rannsókn dular- fullra fyrirbrigða og fræðslu um þau efni. Þegar við nú í kveld færum honum þakkir fyrir það, sem hann hefir gert, hefir hver fyrst og fremst í huga það sem honum er kærast af starfi hans. En öllum er það ljóst, að það, sem honum hefir auðnast að gefa þjóð sinni, er svo mikiö, og margt af því ágætt, að vér vildum með engu móti án þess vera og gæt- um ekki hugsað til þess að hafa ekki átt það. Og þaS er ég viss um, að gæti skáldiö nú séð hvað hann á inni í hugum manna svo víða sem íslenzkar bókmenntir eru lesnar, þá myndi hann verða þess vís, að hann er auðugur maöur — auðugur af því, sem dýrmætast er, en það er hlýr hugur og þakklæti þeirra, sem hann I hefir glatt og vermt og styrkt með ritum sínum og viðkynningu. Ekkert finnst mér einkenna mann betur en það, að hverju hann spyr. Spurningin sýnir, að hverju hann leitar, en í leitinni birtist þrá manns- ins og í þránni eöli hans. Þegar ég hugsa um Einar Kvaran, kemur mér löngum í hug eitt smákvæSi hans, sem ég tel meö perlum íslenzkra ljóða. Það er “Sjötta ferð Sind- baðs.” Ygldan skolaöist Sindbað um sjá, uns síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigs- bjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er af tók að draga þróttinn; þar drúptu gljúfrin svo dauðans þröng og dimm eins og svartasta nóttin. Þá förlaðist kraftur og féll hann í dá. í ferlegum dauðans helli. —En hinum megin var himin að sjá og hlæjandi blómskrýdda velli. —Svo brýt ég og sjálfur bátinn minn og berst inn i gljúfra veginn. — Við förum þar loksins allir inn. — En er nokkuS hinum megin ? Þetta er hin mikla spurning heið- ursgestsins okkar. Hún hefir snemma komið úr djúpi sálar hans og gefið lífi hans og viðleitni ákveðna stefnu. En hvers vegna hefir einmitt þessi spurning orðið svo rík í huga hans? Það mun vera af því, að hann hefir ekki horft köldum og skilningslausum augum á “sigling lifsins,” heldur meS lifandi samúð þess manns, sem finn- ur, að jafnvel hið lítilmótlegasta far fleytir farmi, sem er of dýrmætur til að sökkva að fullu og bótalaust í dauðans djúp. Því dýpri og inni- legri sem tilfinningin er fyrir gildi hverrar mannssálar, þrátt fyrir alla ófullkomleika, sy»d og böl, því heit- ari verður hjá flestum þráin eftir framhaldi • lífsins og þeirri fullkomn- un og þroska, sem ekki fæst hérna megin. Einiar Kvaran hefir haft eins glöggt auga og hver annar fyrir því sem illt er og öfugt í fari manna, hann hefir ef til vill betur en flestir fundiö misfellur mannlífs- ins og allt það böl, sem leiðir af blindni mannanna og illkvitni eins og hún birtist oft á yfirborðinu. En han hefir einnig þá spurt: Er nokk- uð hinum megin? Skyldi ekki bak við hrjóstrin, þegar kernur inn úr þessum “ferlega dauðans helli” sál- arinnar, vera “himin að sjá og hlæj- andi blómskrýdda velli ?” Hann hef- ir spurt, hann hefir leitað og fund- ið. Hann hefir í skáldritum sínum leitt oss fyrir sjónir, að jafnvel í sál þeirra manna, sem virðast mestir hrottar og hirðulausastir um annara hag geta leynst fræ, er þroskast mega til æðra lífs ef sól kærleikans nær til þeirra með geislum sínum. Hann trúir því, sem gamla dæmisagan sýn- ir, að sólin sé sterkari en stormurinn. Hann trúir orðum meistarans, að takmark vort sé að reynast börn föð- ur vors, sem er á himnum, því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir rétt- láta og rangláta. Hann veit, að kærleikurinn, ástúðin er gróörarskil- yrði þess, sem gott er í mannssálun- um, sól þess og regn, og að hverjum manni er ætlaö að vera ofurlitil sól er stafar ljósi og yl á hvern, sem fyrir verður hverja stundina, eins og sólin án afláts sendir geisla sina jafnt í allar áttir út um kaldan geim- inn. — Þetta er engin fjarstæða. Hver góö móðir er eftir veikum mætti slík sól fyrir börnin sín, fyrir mann sinn og heimili, fyrir alla, sem móðureðli liennar nær til. Hver ung og elskuleg stúlka er slik sól fyrir hvern sem sér hana, aðeins með því að vera það sem hún er. Einar Kvaran hefir margoft, meðal annars í sjónleik þeim sem vér fáum að sjá hér í kveld, sýnt okkur mátt slíkra kvenna til að glæða falin fræ góð- leikans í brjóstum mannanna, sýnt hvernig hrottaskapurinn og ástríöurn- ar “þoka fyrir ljúfu lyndi, líkt og barnið teymi Ijón.” En það bezta er, að vér finnum, aö sögurnar eru sannar. Hin vermandi lífsskoðun, sem al- staðar kemur fram í skáldritum heið- ursgestsins, hefir ásamt list hans í ' meðferð allri gert hann svo ástsælan, sem hann er. Hann hefir borið and- legu lífi þjóðar vorrar birtu og yl, sem lengi mun glæða heilbrigðan gróður. Fyrir allt þetta leyfi ég mér nú, Einar Kvaran, að þakka þér í mínu nafni og allra þeirra sem þú hefir verið og munt verða til yndis og þroska. 0,g við þá þökk vil ég bæta þeirri einlægu ósk, að þú megir í fullu fjöri njóta með ástvinum þín- um þeirra ára, sem þú átt eftir að lifa vor á meðal, og helzt af öllu verða við þeirri áskorun minni og niargra annara að skrifa endurminningar þínar. Þinn næmi og djúpi skiln- ingur á eöli þeirra manna, sem þú hefir kynst um dagana, myndi verða bókmenntum vorum ómetanlegur gróði.—Visir. Hið indælasta veður var hér um hátíðarnar. Nú hefir aftur kólnað og verið um -20° F. síðan um helgi og stormbylur á sunnudagskveld og mánudagsnótt, svo að víða tepptust vegir hér í fylkinu. I nótt sent leið var kaldast er verið hefir á þess- um vetri, um -35°F hér í miðjum bænum. Sunnudaginn 22. desember voru þau Ólafur Brandson, frá Winnipeg, og Eirikka Guömundson, frá Lundar, gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Oh ! i ▼ ÁRSFUNDUR Viking Press, Limited Ársfundur hlutafélagsins, The Viking Press, Lt., verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar, 1930 á skrifstofu félagsins, 853.Sargent Ave., Winnipeg, kl. 2 e. h. Ársskýrslur félagsins verða þar lagðar fram til stað- festingar; embættismenn kosnir fyrir í hönd farandi ár, og mál þau er félaginu koma við, verða rædd og af- greidd. Skorað er á alla hluthafa að mæta eða senda umboð sín þeim félagsmönnum, er fundinn sækja. Winnipeg, Man., 7. janúar, 1930. M. B. HALLDÓRSSON forseti RÖGNV. PETURSSON skrifari ►<o

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.