Heimskringla - 26.03.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.03.1930, Blaðsíða 6
«. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCL A WINNIPEG, 26. MARZ, 1930 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK En þrátt fyrir það, að skaphöfn Haraldar var að mörgu leyti með slíkum ágætum, þá hafði hann þó fengið sinn skerf af mannleg- um ófullkomlegleika ,er einmitt var falinn í því sjáifstrausti, er vit hans og stolt ól í honum. Með því að reiða sig svo óskeikult á mannleg- an skilning á réttu og röngu, fór hann á mis við einn höfuðeiginleika hverrar hetju — trúna. Er þetta ekki hér sagt í guðfræði- legum skilningi eingöngu, heldur í víðtækasta skilningi. Hann trúði ekki á það Himneska Mátt arvrald er enginn fær skilgreint, en sem allt er gagntekð af; sem aldrei sést og aldrei finnst nema kostgæfilega sé leitað; öflugra og unaðs- legra en auga fær séð eða skynsemin eintóm fe^t hendur á. Að vísíi trúði hann á einhvem guð, en fann aldrei þá fíngjörvu þætti, er tengja guð við mannsins duldustu hugsanir, og sem snúnir eru jafnt af einfeldni barnshjartans og speki skáldsins. Svo brugðið sé upp mynd, er allir nútímamenn kannast við, þá Var hinn víðfeðmi hugur hans sem “hvelfing, er lýst er að neðan.” Hugprýði hans, er þó var óbifanleg sem hins hraustasta sækonungs, er nauðsyn bar til ,var eigi auðsæust aif eiginleikum hanís. Hann fyrirleit hina trylltu hreysti Tosta — hans eigin hugprýði var óaðskiljanlegur hluti af þroskaðri og jafnvægri karlmehnsku — hugprýði Hektors, fremur en Akkillesar. Að eðlisfari var hann fráhneigður blóðsúthell- ingum, og gat því virzt deigur, ef á hugprýð- inni skyldi tekið aðeins til þess að sýnast, eða í síngjörnu augnamiði. En ef skyldan aftur á móti krafðist hugprýðinnar, þá gat engin hætta stöðvað hann, engin hentistefna sveigt hann; þá kimni hann að viröast fífldjarfur, og enda miskunnarlaus. Hann skynjaði til fulls það sem varð að vera, af því sem átti að vera. Og eðlilegt var það hinni sérkennUegu en þó ramm-ensku skaphöfn hans, að hann var frekar einbeittur og þolinmóður, en snaráður og skjóthugall. Kæmist hann í hættu, er hann gerla kunni skil á, var hann allra manna úrræðabeztur og öruggastur; en væri honum komið á óvart, áður en hann fengi áftað sig, gat svo óvæntur atburður komið honum i gildru. Miklir vitmenn eru sjaldan skjótráð- ir, nema óhjákvæmileg tortryggni hafi ýft þá til óeðlilegrar árvekni. En ómögulegt var að hugsa sér mann, er var gjörsneyddari að eðlis- fari aílri tortryggni, né nokkurn mann opin- skárri, einlægari né' vinhollari en hinn unga jarl. Að öllum þessum eiginleikum athuguð- um, liöfum vér nú komist í skilning um skap- höfn hans alla við þá atburði, er síðan mættu honum á hans afdrifamikla og örlagaþrungna h'fsferli. En þótt skaphöfn hans væri svo karlmann- og óbrotin, megum vér eigi gjöra oss í hugarlund, að þótt Haraldur heíði að engu hindurvitni einnar stéttar, þá væri hann svo iangt. á undan sínum tíma, að hann lyti eigi öðrum. Enginn örlagamaður; enginn maður, er rís gegn samtíð sinni, getur nokkru sinni Josað sig við einhverja trú á hinu Ósýnilega. Cæsar gat spottað og guðlastað gegn hinum dularfullu helgisiðum rómverskar goðafræði, en á hamingju sína varð hann að trúa sem á guð. Og Haraldur, er einmitt við lærdóm sinn hafði séð að frjálshuguðustu og djörfustu and- ar fornaldarinngr höfðu orðið fyrir eitthvað skyldum áhrifum og hinir saxnesku forfeður hans, þótti minni hneisa að lúta þeim., þótt glatsamleg kynnu að vera, en hræsnistildri munkanna, er hann sá við svo auðveldlega. I>ótt hann að þessu hefði forðast alla beina skírskotun til töfrabragða Hildar, þá ómuðu þó í sál hans endurminningarnar um örlaga- þrungnar spásagnir hennar, frá því að hann var á barnsaidri. Trú á fyrirburði óhamingju- daga og heilladaga, og á stjörnurnar var al- menn meðal saxneskra manna af öllum stétt- um. Haraldur trúði því fast, að hann ætti sér heilladag; fæðingardag sinn, 14. október. Allt hafði honum heppnast er hann hafði sér þann dag fyrir hendur tekið. Hann trúði á þann ■dag, eins og Cromwell trúði síðan á 3. sept- ■ember. Að öðru leyti höfum vér núT lýst houum eins og hann var á þessu skeiði æfi sinnar. fívort örlög eða kringumstæður breyta honum mun tíminn leiða í ljós. Enn sem komið er, blandast engin síngjörn metnaðargirnd við eðlilega þrá æskumanns- ius eftir hæfilegum skerf af frægð og frama. Pöðurlandsást hans, er nærðist af fordæmi á- gætustu manna Grikkja og Rómverja, var ein- læg, fölskvalaus og brennandi; hann hefði get- að varið skarðið með Leonidas, eða hlaupið í gjána með Curtíusi. II. KAPÍTULI í dögun vaknaði Haraldur og hafði óró- lega sofið. Sá hann, fyrst er hann vaknaði, andlit HUdar yfir sér, stórt og bjart og ósegjan- lega rólegt eins og andlit á egyptsku meyljóni, “Hefir þig fyrir atburðum dreymt, Guð- inason?” sagði völvan. “Það vona ég ekki, lof sé drottni,’’ svaraði jarlinn, óvenju guðrækilega. “Seg mér, að ég megi ráða þá; mörg vizka felst í röddum næturinnar.’’ Haraldur sat hugsi, og sagði eftir litla þögn: “Eg hygg, Hildur, að ég geti sjálfur gert grein fyrir því hvað valdið hefir draumórum mínum.” Hann reis á olnboga, og hélt áfram um leið og hann horfði einbeittlega á húsfreyju:— “Seg mér satt Hildur, stafaði ekki af þín- um völdum ljós það, er varpaði birtu á hólinn, hjá haugnum og steininum inni í Drúðamust- erinu?’’ En hafi Harald grunað, að hann hefði orð- ið fyrir einhverskonar blekkingu, þá hvarf sá grunur ;þegar er hann sá geigblandinni for- vitni bregða leifturskjótt fyrir í svip Hildar. “Sást þú ljós, Guðinason, við altari Þórs og yfir bautasteini hetjunnar? loga. flöktandi og dökkgulan líkt og tunglsglætu á hjarn- fenni?” “Svo virtisó mér ljós þetta.” “Engin mannleg hönd tendrar þann loga er boðar nærveru hinna framliðnu,” sagði Hildur með skjálfandi röddu, “þótt sjaldan birtist vofan sjálf til varnaðar lifandi mönnum. ' nema í þenna heim sé hún særð með seið og rúnum.” “Hverjá líkingu, eða skuggamynd tekur sú vofa á sig?” “Hún birtist í miðjum loganum, fölgrá sem fjallaþoka, risavaxin sem jötnar til forna með sax, spjót og skjöld Óðinssona — þú hefiv séð afturgönguna,” sagði Hildur, og leit fast á jarlinn. “Ef þúvsegir mér satt,” sagði Haraldur. ennþá í nokkrum efa. “Segi þér satt! Ekki þyrði ég að leggja nöfn framliðinna við hégóma, þótt ég gæti með því varöveitt konungsríki Saxanna. Veizt þú ekki, — eða hefir þú gleymt fræðum feðra þinna yfir fánýtum bókmenntum — að þar sem fornhetja liggur grafin þar er og grafið* fé hans; og að yfir þeim gröfum sést stundum logi leika, og svipur hins framliðna í logan. um? Oft sást þetta fyr á dögum, þá er lif- endur og dauðir áttu eina trú saman — vorn af einum stofni; nú sést þetta aldrei nema sem tákn, fyrir stórmerkjum og örlagatíðind- um, og sæl eru þau augu, er sjá! í þenna hól er grafinn Askur, N(frumburður Siðreks frum- konungs Saxanna) þar sem haugurinn rís grænn, og bleikur rís steinn við altari Þórs. Hann hjó Bretana sem hráviði í musteri þeirra. og féll höggvandi. Þeir heygðu hann með öll- um vopnum og með fjársjóðum þeim er hans hægri hönd hafði unnið honum. örlög vofa yfir húsi Siðretys, eða ríki Saxanna, er Óðinn kallar vofu sonar síns fram úr haugnum.” Hildi var mjög niðri fyrir; laut hún höfði í spenntar greipar sér, reri fram og aftur og muldraði fyrir munni sér einhver orð, er jarl- inn eigi skildi. Allt í einu sneri hún sér að honum og sagði, skipandi: “Víst munu draumar þínir fyrir stórtíð- indum og meiri en þeim er nokkur völva mætti vísari verða með tilstyrk rúna og tams-vandar. Seg mér hvað þér bar í drauma.” Haraldur hlýddi skipaninni og hóf svo mál sitt: — “Eg þóttist staddur vera á sléttum, víðum völlum, og var sól í hádegisstað. Allt var bjart umhverfis, og létt yfir huga mínum. Ekki var þar annara manna, og reikaði ég um vell- ina mér til skemtunar. En skyndilega opnað- ist jörðin undlr fótum mér, og féll ég marga faðma niður, sem félli ég alla leið í það ægi- lega hyldýpi, er heiðnir forfeður vorir kölluðu Ginnungagap — þar sem hrímið sprettur, eða niður í Niflhel, helvíti þeirra er trúarlausir deyja. Eg kenndi mér ómegins af fallinu og lá lengi, sem í draumfjötrum annars draums. Er ég raknaði við, voru dauöra manna bein um mig öllum megin, og hreyfðust beinin, skrjáfaði í þeim, sem visnuðum blöðum er þyrlast í vetrarvindum. Úr miðri hrúgunni glápti bollaus kúpa, en á kúpunni var mítur, en gapandi ginið hvæsti að mér sem naðra: “Haraldur, guðníðingur, oss ert |)ú vígður!” Þá tóku undir margar raddir, sem herþytur væri, “oss ert þú vígður!” Eg reyndi að rísa, en sá þá að fjötraðir voru limir mínir, og voru fjötrarnir svo fíngerðir sem kongulóarvefur, en mæddu á mér, sem járnhlekkir væru. Og svo mikil angist kom yfir mig að orð fá eigi lýst — fylgdi þeirri angist sú sneypa, að svo var sem allur manndómur grotnaði úr mér unz ég var svo vanmegna sem nýborið barn. Þá skall á froststormur, sem næddi hann frá Nifl- ‘Teningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka heimi, og kyrðust þá beinin. og þagnaði þyturinn, og mít- urkúpan glotti og gapti á mig þegjandi, en ótal nöðrur blöktu að mér tjúgutungum sínum, úr tómum augnahol- unum. Og sjá! fyrir mér stóð vofa sú er ég hafði séð rísa á hauginum. Stóð hún þar með spjót, sax og skjöld. Var andlit hennar gráfölt, sem löngu heygðra drauga, en þó ógnandi, sem andlit her- foringja í broddi liðsafnaðar. Rétti daugurinn út armlegg sinn og sló saxinu á skjöld- inn og buldi hann við hátt. Hrökk af mér fjöturinn við gnestinn, en ég hljóp á fætur, og stóð nú óskelfdur við hlið vofunnar. Skyndilega breytt- ist mítrið á kúpunni í hjálm, og þar sem áður glotti haus- inn, bollaus og meinlaus, stóð nú forynja ógurleg sem væri þar Gunnur sjálf, íklædd holdi og blóði — bergrisum meiri. svo að skörin nam við stjörn- ur, en búkurinn myrkvaði sólu. Jörð öll varð að sæ, en særinn var blóð, og virtist særinn svo djúpur, sem Norð- urhöf, þar sem hvalfiskar. spretta sporðum, en eigi brim- uðu þó holskeflurnar hærra en um kné þessa ferlíkis. En hrafnar flugu að úr öllum áttum og gammar með glýjuðum augum og grýfilegu klaki. þTrðu nú í svip lifandi öll beinin, er áður lágu á víð og dreif, og tóku á sig ýmsar myndir, ýmist sem hermenn eðn munkar; var þar gnýr og guss, grenjan öskur- leg og vopnabrak. Hóf sig þá gumfáni breið- ur úr blóðsænum en úr skýjum kom draugs- bleik hönd, og reit á gunnfánann: “Haraldur, liinn bölvaði!” Þá sagði vofan, er stóð gneyp við hlið mér: “Hræðist þú dauðra manna bein, Haraldur?” og gall röddin sem herlúður, er óbilandi hug blæs í blauða menn, en ég þótt- ist svara: — “Hvers manns níðingur væri Har- aldur, ef hann óttaðist dauðra manna bein.” Ekki hafði ég fyr mælt en spotthróp gullu við hvaðanæva, sem allir djöflar væru í upp- nám komnir, og þegar hvarf allt, nema blóð- særinn var eftir. Þá kom svífandi úr norðri fugl, líkastur hrafni, nema dreyrrauður á lit líkt og særinn, en frá suðri kom ljón syndandi á móti mér. Leit ég þá á vofuna, og var þá allur vígmóður horfinn af andliti hennar, er svo var sorgmótt, að ég gleymdi um stund hrafninum og ljóninu, og grét, er ég sá það. Þá tók vofan mig í hinn mikla faðm sinn, og kenndi ég ískulda læsa sig um æðar mínar af andardrætti hennar, en hún kyssti mig á enni og munn og sagði í mildurn rómi og ástúðlegum sem talaði móðir mín, þá er ég var sjúkur í æsku: “Syrg þú eigi, Haraldur sonur minn; allt er þitt, er Óðinssonum bar í drauma um Valhöllu!” En er vofan hafði þetta sagt, vék hún frá mér seint og fjarlægðist sem hægast, en horfði stöðugt á rríig sorgbitnum augum. Rétti ég þá út hönd mína til þess að stöðva hana, en greip þá í veldissprota hennar. Og sjá! Allt í kring um mig spruttu upp alvopn- aðir þegnar og höfðingjar, sem úr jörðu. Voru þar veizluborð dúkuð, og ölteiti allt í kringum nýg. Var þá sem fargi létt af brjósti méí og enn hélt ég á veldissprotanum. Sátum vér þar lengi að gleði mikilli, en yfir veizluborðum veifaði dreyrhrafn þessi vængjum sínum, og handan yfir blóðsæinn lagðist ljónið og færð- ist óðum nær. Og nú voru tvær stjörnur á himni; önnur föl og kyrstæð; hin björt og þjótandi. Og skuggahönd benti á hina fölu stjörnuna, og rödd sagði: “Sjá, Haraldur’ stjörnu þá er skein við fæðingu þína.” Og önnu hönd benti á hina björtu stjörnuna og önnur rðdd sagði: “Sjá stjörnuna, er skein við fæðingu sigurvegarans.’’ Og sjá! Hin bjarta stjarna varð æ bjartari og stærri og velti sér fyssandi, eins og þegar hvítglóandi járni er dýft í eld, og með geysihraða yfir,hina daufu stjörnuna og var þá sem bálaði allur himinn. Þá þótti mér draumsýnin dofna, og sem hún varð ógreinilegri heyrði ég voldugan hljómnið. sem þá er tíðasöngur svellur um kirkjuhvolf hljómnið, sem þann, er ég aðeins einu sinn; hefi heyrt, þá er ég stóð í fylgd Játvarðar í hallarsal Winchester þann dag er hann var til konungs krýndur.’’ Nú þagnaði Haraldur, en völvan lyfti seint höfði af brjósti og horfði á hann steinþegjandi: starandi augum, sem sæi hún ekkert né skildi. “Hví starir þú svo á mig, og hví ertu svo þögul?” spurði jarlinn. “Ský dregur mér á augu, og höfgi hvílir á sálu minni, og eigi kann ég að ráða drauma þína,” sagði völvan, og mælti lágt: en morgun- inn, vofufælan, er vekur líf, og starfsemd, stingur svefnþorn hugsuninni. §vo sem stjörnurnar fölna við sólarris, svp fölnar og Bökunin tekur skemmri tíma, minni fyrirhöfn og minna mjöl ef þér notið obmHood PI/OUR Ijós sál^rinnar, þá er morgundaggir vekja bruni og blómknappa, og lævirkinn syngur í lofti- í draumi þínum felst framtíð þín, eins og fiðr- ildisvængurinn í hýðisvef útklekingsins. En hvort sem betur gegnir eða ver, þá munt þú hýðisvef þinn af þér brjóta og vængfjöðruin börinn í loft til flugs leita. Af sjálfsdáðum sé ég ekkert. Bíð þein-ar stundar er Skuld tekur * sér bústað í sál ambáttar sinnar og munu þn forlög þín streyma af vörum mér, sem streym- ir vatn stríðast frá uppsprettu undirdjúpanna-’’ “Óskelfdur bíð ég,” sagði Haraldur æðru- laust og jafnhugað, sem hans var vandi; “en eigi bind ég það fastmælum að ég muni trúnað leggja á spásagnir þínar, eða varnarorðum þín- um hlýða, þá er fullvöknuð er skynsemi mín, er nú vaknar óðum er ég mæli, laus úr huliðs- mökkva draumóranna og þokumistri nætur- innar.” III. KAPÍTULI Gyða, kona Guðina jarls sat í dyngju sinni og var hrygg í liuga. Hjá henni var sonur hennar einn, sá er henni var kærastur af öllum, Úlfröður, átrúnaðargoð hennar. Allir synir henn ar hinir voru manna garplegastir og sterkastir, og hafði hún aldrei til ótta fundið, er þeir voru í æsku. En Úlfröður fæddist eigi fullborinn og hafði móður lians gengið mjög erfitt, og líf og dauði háð síðan langvinnan bardaga um * líf sveinsins, eftir að hann var fæddur. Vöggu hans hafði hún stígið með veikum knjám, og svæfil hans baðað brennandi tárum. Veik- burða hafði hann verið í æsku — og áhyggju- samur sífelldlega móður sinni. En nú, er hann dafnaði og rann upp sem fífill í túni, þótti henni, sem hún hefði hann' í annað sinn til lífsins borið. Var hann henni fyrir þá sök ástfólgnari en allir hinir, og því fór henni svo. er hún leit hann nú, fagran og brosandi full- an æskuvona, að hún syrgði hann meira en Svein, útlagapn og sakamanninn, er leið sína hafði lagt til landsins helga og árinnar Jórdan, að gröf frelsarans. Því Úlfröður hafði til gíslingar kjörinn verið, til staðfestu eiðum og efndum frænda sinna, og skyldi nú sendur til hirðar Vilhjálms Normannahertoga. Var Úlfröður þó hinn kátasti, er hann skyldi velja sér búnað og herklæði, skrautlegar skikkjur og atgeir gullrekinn, að hann mætti sem stolt- legast skarta í salarkynnum svásra rneyja og horskra riddara — þar sem framaðist úrval allra riddara í kristipdómi. Var hann enn of ungur og um of óráðinn til þess að hann hefði með sér feSt skynsamlega andúð sér eldrí manna til útlendra siða, og útlendinga, gleði þeirra og glæsimennsku, er hann frá barnæ^ku hafði séð ljóma varpa í klaustramyrkrið. Hafði hann oft borið saman glæsimennsku þeirra við dapurleik og drussahátt Saxanna, og við það hneigst til l>ví meir blindaðrar að- dáunar, sem æskumönnum er títt, á öllu því er normannskt var. Var hann bæði glaður og stoltur yfir því að eiga nú að fara sem gísl og fuiltrúi frá hinum voldugu frændum sínum, og stíga sín fyrstu spor í sannri riddarament fyrir augliti Rúðuborgarmeyja. Við hlið Úlfröðs stóð yngri systir hans, Þyri, er enn var barn að aldri. Saklaus gleði hennar yfir skartklæðum og ferðafýst bróður síns, jók enn meir á ógleði Gyðu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.