Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 29. JÚNÍ 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSIÐa Dómurinn. í Sigurdsson, Thorvaldson ltd. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER CASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG I'hone 1 RIYERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA Phone 22 035 Phone 25 237 HOTEL CORONA 2tt ItooniN With Bnth Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA Samband kvenfélaga safnaða vorra, fyrirhugað að halda sinn árlega fund í sambandi við þetta þing. Er það hið mesta gleðiefni, að leitast hefir verið við að vanda sem mest undir- búning þessa fundar, meðal annars með því að fá hæfar konur til þess að flytja fyrir- lestra bæði á fundinum sjálfum og á almennri samkomu, sem fyrirhuguð er. Ennfremur vil eg geta þess að mér er kunnugt um, að von er á sérstökum til- j lögum úr sömu átt, viðvíkjandi fræðslumálum safnaðanna. Mun i það enn koma í ljós, sem raun- ar er áður fulireynt, að starf- semi félagsskapar vors er meira komin undir viðgangi kvenfé- laganna heldur en ef til viil undir nokkuru einstöku atriði öðru. Mér finst ekki nauðsynlegt að fara fleiri orðum að sinni um starfsemi síðasta árs eða þau roál, sem beinlínis snerta félagsskap vorn, og væntan- lega verða rædd á þinginu. En mér finst rétt að drepa á, að vart hefir orðið nokkurrar hreyfingar meðal íslendinga um mál, sem ekki snertir félag vort sérstaklega, en hins vegar allan þjóðflokk vorn í iandinu. Um það hefir verið rætt nokk- uð í blöðum og á mannfundum, að tími sé til þess kominn, að rannsókn fari fram um þaö mál, hvort ekki verði unt að greiða fyrir því á einn eða annan veg, að settur verði á stofn kennarastóll í íslenzkum fræðum við háskóla fylkisins. Og heyrst hafa raddir, sem bent hafa á, að allur meiriháttar félagsskapur í landinu ætti að j láta málið til sín taka. Sökum j þess, að eg er þessum skilningi i með öllu samþykkur, þá þykir | mér hlýða að vekja athygli | þingsins á þessu máli, svo að | mönnum verði gefinn kostur á að láta í ljós, hvernig þeir líta á hugmyndina. Hugmynd þessi fékk sérstak- an byr undir vængi við það, að ágætur fræðimaður á íslandi, dr. Sig. Nordal, hefir komið í heimsókn hingað um slóðir og látið málið mjög til sín taka. Að endingu vil eg geta þess, að mér finst ekki að þing full- trúa frá íslenzkum söfnuðum geti komið saman án þess að á það sé minst, að stjórnarvöld Canada hafa sæmt ættland vort hinni veglegustu gjöf í tiiefni af þúsund ára hátíð Alþingis ís- lendinga. Oss er ekki sízt skylt þess að minnast fyrir þá sök, að forsætisráðherra landsins fór hinum vinsamlegustu og fegurstu orðum um íslendinga þá, sem hér hafa sezt að og dvalið nú um hálfrar aldar skeið. Virðist mér vel við eiga að þetta þing láti það í ljós á tilhlýðilegan hátt, að vér met- um velvild þings og stjórnar Canada til þjóðar vorrar í báð- um heimsálfum.” * * * Með því að alltaargir af full- trúum þeim, sem væntanlegir voru, voru ekki komnir, var á- kveðið að fresta þingstörfum að öðru leyti en því, að kjör- bréfanefnd og dagskrárnefnd voru settar og tóku þegar til starfa. Skipaði forseti í kjör- bréfanefndina: Björn Björnsson, Jón Kristjánsson og Mrs. Þór- unni Kvaran, og í dagskrár- nefnd: séra Guðm. Árnason, Mrs. dr. S. E. Björnsson og Ágúst Eyjólfsson. Eftir stutt fundarhlé lögðu nefndir þessar fram skýrslur sínar og voru þær viðteknar um ræðulaust. Eftirfylgjandi fulltrúar frá söfnuðum, kvenfélögum og sunnudagaskólum, ásamt gest- um, sóttu þingið: Prestar og stjórnarnefnd fé- lagsins: Séra Ragnar E. Kvaran. Séra Benjamín Kristjánsson Séra Rögnvaldur Pétursson Séra Guðm. Árnason. Dr. Sveinn E. Björnsson Mr. P. S. Pálsson. Fulltrúkr frá Winnipeg: Dr. Magnús B. Halldórsson Mr. Stefán Scheving Mr. Guðm. Eyford Miss Elín Hall Mrs. Jónína Kris'tjánsson Mrs. Dóróthea Pétursson Miss Björg Hallsson Mrs. Steinunn Kristjánsson Fultlrúar frá Árborg: Mr. Jóhann Sæmundsson Mr. Tímóteus Böðvarsson Mr. Guðmundur Einarsson Mrs. Emma von Rennesee Fulltrúi frá Árnesi: Mr. Marínó Johnson Fulltrúi frá Gimli: Mr. Kristján Kjernested Fultlrúar frá Lundar: Mr. Ágúst Eyjólfsson. Mr. Björn Björnsson Mr. Jón Kristjánsson Fulltrúi frá Oak Point: Mr. Einar Johnson. Fulltrúar frá Riverton: Mr. Guðm. Björnsson Mrs. G. Björnsson Miss Þórdís Þorvaldsson Stjórnarnefnd Kvenfélagasam- bandsins: Mrs. Dr. S. E. Björnsson Mrs. P. S. Pálsson Mrs. Þórunn Kvaran Mrs. Rögnv. Pétursson Mrs. Sigríður Árnason Miss Hlaðgerður Kristjánsson Gestir: Mrs. Andrea Johnson, Árborg. Mrs. G. O. Einarsson Árborg. Mrs. Sv/ Thorvaldson, River- ton. Mrs. K. Bjarnason, Langruth. Mrs. Ragnheiður Davíðsson, Winnipeg. Mrs. Gróa Brynjólfsson, Win- nipeg. Mrs. Kristín Olson, Winnipeg Mr. Thorvaldur Pétursson, Winnipeg Mr. Jakob Kristjánsson, Win- nipeg. Mrs. Maria Björnsson, Winni- peg Miss Margrét Pétursson, Win- nipeg. Mr. Ólafur Pétursson, Winni- peg. Mss Rósa Vídal, Winnipeg. Mrs. Björg Björnsson, Lund- ar Miss Aldís Magnússon, Lund- ar. Mrs. Helga Jóhannsson Lun dar. Eg fæddist og ólst upp á útkjálka jörð (hvert æskubrek þar er nú gleymt). Hún lÖgunum samkvæmt var lénsherrans eign, og landskuldin árlega heimt. En hugur minn var ekki heimhögum trúr, það héldu’ honum engin bönd að leita úr öræfum anda míns og erja síns þekkingar lönd. Því mér hafði reynslan svo margsinnis kent, að mörg væri búandans raun. Þó honum oft veittist það hlutskifti þyngst, að hljóta sín erfiðislaun. Mig aldarfars hófsemi varaði við að verða ekki’ of metnaðargjarn,' Það sæmdi sér illa að hreykja sér hátt fyrir heim-alið náttúru barn. En þó var eg staddur í þjóðlífsins borg við þekkinga ruppsprettulind. Hvert stræti varð mér eins og straumiðuhvörf, hvert stórhýsi sýningarmynd. Þar kauphöllin verzlunar-vinunum bauð til veizlu hvern góðveðurs dag. Þar situr hið volduga viðskiftaráð á verði um þjóðviljans hag. Og víst er þér nauðsynlegt, nábúi minn, að nema þar hagfræði af þeim. Þar selja þeir skarnið af skrokknum á þér, og skila þér tárhreinum heim. En mér fanst sú eiukunn varhugaverð, þó mér væri fjáreignin létt. Eg samt vildi reynast sjálfum mér trúr og selja’ ei minn ábúðarrétt. Eg skil þó ert ófróður, alvitur spyr, en úr slíkum vanda mnn bætt, ef ratar þú inn fyrir ráðhússins dyr, þar réttar og lagar er gætt. Og mér var nú kappsmál, kunningi sæll, að komast í dómssalinn inn. Þar sá eg að lýgina leiddi við hönd hann lögspakur nágranni minn. Þar réttlætis vöndinn sinn viðkvæmnin bar, og viðraði um bekki og krók, og varúð með hálfgerðum hæverskublæ í hendina á lævísi tók. Þar efasemd kærleik um kinnarnar strauk, og kíminn hann sannleikur var. en ráðvendnin ein af öllum þeim hóp, hún átti ekki griðaland þar. Þá auðhyggja drembin með drotnunarsvip í dómsætið valdaleg gekk. En skynsemi og samvizka, systurnar tvær, þær sátu hinn óæðra bekk. Þó varð mér, er heyrði eg ákvæðin öll, að efast um dómsúrskurð þann: Að vega hann bekkjar-bróður sinn og bera út heiðvirðan mann. G. Stefánsson. þér sem n oti t TiMBUR KAUPIÐ AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 VERL Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton GÆÐI ANÆGJA Mrs. Ingibjörg J. Sigurðsson, Lundar. Mrs. E. Hallsson, Lundar Mrs. Rannveig Guðmundsson Lundar Mrs. Mekkin Guðmundsson, Lundar. Mrs. Steinunn Kristjánsson, Lundar. Mrs. Th. Sigurðsson, Lundar Mrs. Sigurjón Eiríksson, Lun- dár. Mrs. Helga Stinson, Lundar Mrs. Soffía Benjamínsson, Lundar. Mrs. Ásta Sigurðsson, Lund- ar. Mrs. Ág. Eyjólfsson, Lundar. * * * Dagskrárnefndin lagði til að eftirfylgjandi mál yrðu tekin til meðferðar á þinginu: 1. Skýrslur embættismanna. 2. Fjármál. 3. Prestþjónustumál á næsta ári. Prestþjónustumál í framtíð- inni. 5. Fræðslumál. 6. Útbreiðslumál. 7. Ný mál. Þá skipaði forseti eftirfylgj- andi þingnefndir: Fjármálanefnd: Stefán Scheving Guðm. Bjömsspn GALLEY 12b Kristján Kjeraested S. E. Björnsson Björa Björnsson P. S. Pálsson. Prestþjónustunefnd á kom- andi ári: Séra Benjamín Kristjánsson Kristján Kjernested Guðm. Björasson Prestþjónustunefnd í framtíð- inni: Séra Rögnv. Pétursson Ág. Eyjólfsson Hlaðg. Kristjánsson ÚtbreiðslumáJ: Séra Guðm. Árnason Jóhann Sæmundssom Sigríði Árnason Elíni Hall Fræðslumál: Emmu von Rennesee Jónínu Kristjánsson Tímóteus Böðvarsson Guðm. Eyford. Var nefndum þessum falið að afljúka störfum sínum næsta dag og hafa skýrslur tilbúnar, er þingfundur yrði aftur settur klukkan tíu á sunnudagsmorg- un. Frh. OPIÐ BRÉF TIL V. JÓHANNESSONAR Árborg, Man.., 22. júní 1932. Herra ritstjóri! Vildirðu vera svo góður að Ijá eftirfarandi línum rúm í blaði þínu. í 23. tölublaði af 45. árgangi Lögbergs, sem dagsett er 9. júní 1932, birtist bréf til mín frá Mr. V. Jóhannessyni, Víðir, Man., á ensku, með fyrirsögn- inni ‘‘An Open Letter to Mr. P. K. Bjarnason, Arborg,Man.” Eins og lesendur íslenzku blað- anna munu kannast við, hefir Mr. Jóhannesson skrifað nokkr- um sinnum áður í íslenzku blöðin um mismunandi málefni, en hefir fundist að hann fá frekar litlar undirtektir. Mun viðurkening hans mest í því fólgin hjá þeim, sem lesa skrif hans, að hann skrifi heldur gott íslenzkt mál. En nú hefir hann lengi ekki látið til sín heyra í íslenzku blöðunum, og er alt útlit fyrir, að minni hans hafi mjög sljóvgast, þar sem hann nú skrifar á ensku máli. Samt mun þetta Vera gert til þess að sýna ykkur, hvað mik- ið að hapn hefir þroskast, þar sem hann er nú hættur að nota okkar gamla og góða íslenzka mál. Jæja, Valdi minn, þá er bezt að snúa sér að efninu, og vil eg helzt spjalla við þig á ís- lenzku, og spyrja þig: Af hverju ertu reiður, góði? Hefir þessi gamli vinur þinn í Árborg, sem þú hefir verið svo oft að snú- ast í kringum, verið eitthvaö vondur við þig? Hefir honum fundist þú vera ónýtur að tölta í kring fyrir sig? Eða ertu reið- ur út af því, þegar þú töltir vestur til Framnes 16. maí, og tróðst þér inn í prívat hús, án þess að þér væri boðið inn, og þar að auki á prívat fund, ætl- aðir þér að setjast þar að, en varst beðinn að fara út — samt með góðu? Var þessi kunningi þinn í Árborg vondur við þig yfir fiskileysinu, þegar þú komst með ekkert í hlut tl baka? Eða af hverju ertu reiður? Þú lætur reiði þína bitna á mér og snýrð þér persónulega að mér fyrir það, að eg var kosinn fundarstjóri á fundi, er haldinn var í Árborg Hall 21. maí s. 1. Um leið og eg setti fundinn, gerði eg skýra grein fyrir tilgangi hans, að hann væri kallaður til að finna vilja almennings viðvíkjandi þeim að- ferðum, sem brúkaðar voru á útnefningarfundinum fræga á Gimli 14. maí 1932, og skýrði þar einnig frá, að við værum ekki að ráðast á Brackenstjórn- ina (sem væri ein sú bezta stjórn, sem við hefðum haft í þessu fylki); og gerði eg einnig grein fyrir, að við værum ekki að ráðast á samvinnuna á milli frjálslynda flokksins og fram- sóknarflokksins, þar sem um einlæga samvinnu væri að ræða, heldur hefði þessi fundur verið kallaður til þess að andmæla þeirri aðferð, sem brúkuð hefði verið á bak við tjöldin á fyr-j nefndum útnefningarfundi. En í þó segir þú í bréfi þínu, að eg! hafi sagt, að eg væri með sam- vinnuhreyfingunni á milli lib- erala og progressives alstaðar annarsstaðar en í þessu kjör- dæmi. Þetta veizt þú að eru tilhæfulaus ósannindi hjá þér, og eg er ekkert hissa á því þó þú farir rangt með. En aðrir, sem minna þekkja þig, geta flaskað á því. Það er líka önnur staðhæfing, sem líka er tilhæfulaus ósannindi, þar sem þú segir að eg hafi aðeins gefið þér 5 mínútur til að tala, ef þú værir ekki ósvífinn, eða eins og þú kemst að orði “out- ragous”. Eg skýrði frá því í fundarbyrjun að þessi fundur væri kallaður af þeim mönn- um, sem farið hefðu út með á- skorun til að biðja Mr. Ingjald- son að standa fyrir útnefningu sem óháður framsóknarmaður (Independént Progressives), og einmitt ströng andmæli gagn- vart þeirri aðferð, sem notuð var á bak við tjöldin á útnefn- ingarfundinum áður áminsta. Mintist eg þess þar, að þeir menn, sem hefðu farið með þessar áskoranir, og einnig þeir sem hefðu skrifað undir þær, — og þeir voru 900 að tölu, og á þessum fundi munu verið hafa um 4 hundruð manns — ættu þátt í því að þessi fundur væri haldinn. Lagði eg svo fyrir fundinn, hvort fleiri skyldu hafa málfrelsi en þeir, og gerði Mr. G. Einarsson frá Riverton, Man., þá uppástungu, að öllum skyldu vera heimilaðar 5 mínút ur, og var það samþykt. Þetta veizt þú, Valdi minn, að er satt, Og því ert þú svo vísvitandi að ^egja ósatt um þessa hluti? Þú gazt séð að vilji fundarins var ákveðinn í því, að kveða niður þær aðferðir, sem brúk- aðar voru útnefningardaginn, og þú getur nú líka einnig séð, að í þessu kjördæmi eru til menn og konur, sem öflugt andmæla því, að einstakir eig- ingjamir yfirgangsseggir geti ráðið lögum og lofum, og látið svo fólk möglunarlaust sam- þykkja allar þeirra gerðir. Það eru þessar og þvílíkar aðferðir, sem gera stjórnarfarið okkar rotið, óalandi og óferjandi. — Fólkið þarf að læra að hugsa fyrir sig sjálft, og skilja sem bezt sín eigin málefni. Enda sýndu kosningarnar það þann 16. þ. m., að það gerði það, þar sem nær 1500 atkvæði voru greidd fýrir Mr. Ingjaldson. Má hann vel við una, þótt hann tapaði þessari kosningu með fáeinum atkvæðum, þar sem honum var kunnugt um þær aðferðir, sem brúkaðar voru, og þar sem hann einnig þekkir persónulega það fólk, sem stóð á bak við hann við þessar kosn- ingar. Jæja, Valdi minn! Hvað varst þú nú eiginlega að gera á þenna fund? Lézt þú þér detta í hug að þú gætir skýrt fyrir fund- armönnum, bænda og verka- manna samvinnuhugmyndina á fáeinum mínútum, stefnu, sem þú sjálfur skilur sára lítið í, hvað þá heldur að þú gætir út- skýrt það fyrir öðrum? Og ef að þú hefir borið þessa stefnu fyrir brjóstinu, og viljað koma henni á framfæri, eða til al- mennings, því varst þú þá ekki búinn að kalla til fundar áður, eða tala við eitthvað af þeim mönnum, sem hefðu verið lík- legir til að hallast að þeirri stefnu? Hefðir þú fengið menn líka Mr. Woodsworth, eða hann sjálfan til að skýra málið, hefði það líklega fest betri rætur í hugum manna. En þú veizt það sjálfur, að þú komst ekki til að skýra nein ný málefni. Eg hefi ekki vitað í þau 14 ár, sem eg hefi þekt þig, að þú hefðir neina sérstaka stefnu, hvorki í andlegum né veraldlegum mál- Frh. á 7. bls. FRITT til Hydro skiftavina, sem nota RAF-ELDAVÉL Vér leggjum vlr inn og leggjum til 500, 750 eða 1000 vatta rafmagns vatns-hitara í hús yðar — FKtTT — ef eigandi hússins vill skrifa undir samning, að hitarinn og virleiðslan sé eign Hydro. Þér greiðið að- eins lOc á mánuði í leigu auk venjulegs gjalds fyrir rafmagn. Plumbing er ekki í þessu. KAUPIÐ RAFMAGNS-ELDAVJEL, NCr — OG NAIÐ I ÞETTA KOSTABOÐ. SIMIÐ 848132 Cftu ofMnnípcg Bydro Hectré Systcm, SIMIÐ 848 133 55-59 PRIMCESS ST. 'iS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.