Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. APRÍL 1942 “Það skal eg segja yður. Þegar eg vakn- aði í morgun gat eg ekki skilið hvernig eg hafði komist í 'rúmið í gærkvel'di. Svo skild- ist mér að einhver hefði verið svo vingjarn- legur að hjálpa mér. Var það maðurinn yðar?” “Já, það var hann, Mr. Wilding. Hann gekk upp tij að bjóða yður góða nótt og fann yður þá liggjandi þvers yfir rúmið. Hann varð hræddur óg kallaði á mig að koma og sjá yður. Eg gat brátt huggað hann með því að þér væruð ekki dauður — auminginn hafði ekki hugsað sér að þreifa eftir hvert að hjartað í yður barðist. Og svo kom hann yður í rúmið. Eg hefi aldrei sagt að þér hefðuð verið drukkinn, Mr. Wilding.” “Eg var hræddur um að þér hélduð að eg væri svona mikill drykkjurútur, en ef satt skal segja þá drakk eg sára lítið í gær. En mér þykir vænt um að fá þetta te.” “Baðherbergið er þarna fram í ganginum til hægri. Hvort viljið þér heitt eða kalt vatn?” “Kalt, þakka yður fyrir. Og þér getið búist við mér eftir háifan tima til að borða morgunverðinn. En vel á minst. Eg vona að þeir Ebury og Gardiner hafi ekkert vitað um þetta, sem skeði í gærkveldi?” “Shippam mundi aldrei nefna þetta á nafn við neinn, herrn minn!” svaraði hún mjög tigulega. “En annars kom hvorugur þeirra í ljós, þótt Shippam gerði meiri hávaða en þörf gerðist þegar hann fann yður svona.” “Eg var veikur, Mrs. Shippam; eg fæ þessi köst við og við.” “Hamingjan göða! Og þér sem eruð svona hraustlegur í útliti. Eg sagði einmitt við ihann Shippam í gær: Þessi þarna er nú hraustleika maður. Eg þori að ábyrgjast aQ hann getur slegið frá sér.” “Það get eg líka!” tautaði Wilding. “Hvað sögðuð þér, herra minn?” “Eg var víst bara að tala við sjálfan mig, Mrs. Shippam. Sögðuð þér að baðherbergið væri hægra megin í ganginum?” “Hamingjan hjálpi mér, en hvað eg get vaðið!” sagði þessi góða kona og skildi bend- inguna og flýtti sér út. Á meðan hann drakk teið, sem hresti hann mjög, hugsaði hann með sér hve gott það hefði verið, að hann hefði ekki sagt veit- ingakonunni, að hann hefið fengið svefnlyf. Það hefði skelft hana og alt húsið hefði end- urhljómað fréttina. Hann ætlaði sér sem sé, að líta nákvæmlega eftir þessum tveimur mönnum, Ebury og Gardiner; það mátti því eigi vekja grun þeirra fyrir neinn mun. Svo datt Ihonum eitt í hug og hann stökk út úr rúminu. Þeir voru kanske báðir farnir út í veður og vind. Þá . . . . I annað sinnið var barið að dyrum. Hurð- in opnaðist strax og inn kom hið brosandi andJit Gardiners. “Hvernig líður yður?” spurði hann og tunglsandlitið hans ljómaði alt af velvildar- brosi. “Baðherbergið er til reiðu handa yður. Við Ebury erum búnir að þvo okkur.” “Þakka yður fyrir Gardiner, nú kem eg strax.” Það gátu fleiri en þeir leikið hlutverk sitt. Kalt vatnið hresti hann. Þessi óþolandi slláttur í höfðinu hætti og hann gekk að morgunverðarborðinu vel hress og búin undir stærstu atrennu. Hann hafði tapað fyrstu lot- unni, en var ákveðinn í að tapa ekki hinni næstu. En erfiðleikarnir fólust í því, að hann vildi ekki vekja grun þessara manna fyr en hann vissi hvað þeir voru að hafast að. En þeir hlutu að vera þess vísir, að fyr eða síðar mundi hann sakna skjaianna. En fyrst um sinn ætlaði hann að láta sem ekkert væri og gjalda lausung við lýgi. Útsýnið frá litla glugganum í borðstof- unni var svo friðsamlegt og lýsti svo mikilli sveitasælu, að Barry fanst, þar sem hann sat að borðum ásamt þeim Ebury og Gardiner, að viðburðir kveldsins Éy5ur væru illur draum- ur. Hefði hann ekki tekið eftir því að Ebury leit við og við á hann rannsakandi, mundi hann hafa trúað að svo væri. En nú vissi hann að maður þessi hafði skjölin hans. Það var því fremur örðugt að halda sér í skefjum og ráðast ekki á náungann. • # * Annar maður á öðrum stað var ólíkur Barry, er át morgunverðinn sinn með góðri list. Maður þessi var mjög háttstandandi og sat að borðum í skrautlegri borðstofu í mjög vel kunnu húsi nálægt þinghúsinu. Hann horfði á hina lokkandi rétti á borðinu rauna- mæddur á svip. Svo hristi hann frá sér disk- inurn án þess að hafa tæplega snert við matnum og í þeirri svipan kom þjónninn með boðskap til hans. Augnabliki siðar gekk hann inn í annað herbergi og hitti þar fyrir mann, sem þótt hann væri venjulega rólegur á svip, var nú eins og allur í uppnámi. “Þér eruð Mr. Samuel Coventry?” spurði innanrí'kisráðherrann. • “Já, það er nafn mitt, herra,” svaraði lög- maðurinn all auðmjúkur. “Eg mundi ekki hafa beðið yður að koma hingað svona snemma dags, Mr. Coventry, hefði ekki svona mikið legið við. Eg þurfti endilega að fá að tala við yður. Þér gátuð ekki fengið unga manninn til að láta undan — heitir hann ekki Wilding?” “Barry Wilding.” “Svo þér gátuð ekki fengið þennan unga mann til að selja húsið sitt?” “Mér þykir það mjög leiðinlegt, að mér hepnaðist það ekki, herra minn.” Lögmaðurinn furðaði sig á því að sjá svitadropana, sem komu fram á enni ráð- herrans, þrátt fyrir það sem að svona var snemt dagsins og engin eldur í eldstæðinu. “Mér er sagt að þér séuð mjög þagmælsk- ur og áreiðanlegur maður, Mr. Coventry. Þér megið ekki fyrir no*kkra muni láta neinn vita af því að þér hafið komið hingað. Ef þörf gerist þá neitið þér því statt og stöðugt, að þér hafið komið hingað. Þar sem svo vill til að nú eru engin stórmál á ferðinni, þá eru sennilega engir blaðamenn né myndatöku menn í Downing strætinu, en hvað sem því líður óska eg að þér neitið að gefa nokkra frétt um fundi okkar. Það er einungis og eingöngu vegna almennings heillarinnar, sem eg bið yður um þetta, Mr. Coventry.” Furðusvipurinn á lögmanninum jókst er hann heyrði þetta, en hann hneigði sig til samþykkis. “Eg skal ekkert um þetta segja, herra minn,” svaraði hann. “Ef þörf gerist verður að hækka tilboðið í hús þessa þrátláta, unga manns,” bætti inn- anríkisráðherrann við. En hvernig stóð á því að hann hafnaði eins hagkvæmu boði, og þér gerðuð honum?” “Eins og þér sögðuð, herra minn, þá er Mr. Wilding þrálátur maður, og eg er hrædd- ur um að hann óttist að einhver sé að svíkja hann. Það finst mér að minsta kosti. Og það er enginn vafi á því að hann á húsið.” Ráðherrann smelti fingrunum af óþolin'- mæði. “Þeir hafa gert hvert axarskaftið á fætur öðru,” tautaði hann, “en dugi ekki fortöluur þá verður að grípa til annara ráða,” bætti hann við. Þetta gerði lögmanninn ennþá meira for- viða og þegar hann fór út úr húsinu, var hann alveg í vandræðum. Samúel Coventry var í vandræðum og það var auðmýkjandi fyrir hann að hann þekti ekki nema sum atriðin í þvi leyndasta málefúi, sem hann hafði nokkru sinni haft afskifti af, en um æfina hafði hann þó margt undarlegt reynt. “Eg treysti þagmælsku yðar og gætni, Mr. Coventry,” suðaði í eyrum lögmannsins þegar hann kom út á götuna. 8. Kapítuli. “Já, nú ætla eg að fara af stað í aiminni- legt ferðalag,” §agði Wilding og stóð upp frá borðinu. Hann hugsaði um hvaða áhrif þessi frétt mundi hafa á hina mennina. Þeim virtist vera alveg sama. “Það er góð hugmynd,’ svaraði Gardiner um leið og hann tók upp vindlaveskið sitt. “Eg veit ekki hvort þér eruð kunnugir hér, en sé svo ekki, þá ræð eg yður að gangá stíginn yfir Craig’s End og fylgja honum þangað til þér komið að gömlu rennunni, sem þeir drógu grjótið eftir úr námunni. Þar finst mér fegurst hér um slóðir og hefi eg hugsað mér að lýsa því í næstu bókinni minni..” “Þér hafið sjálfsagt málað margar mynd- ir frá þessu umhverfi Ebury?” spurði Wild- ing. “Hm — já — margar,” svaraði listamað- urinn hiklaust. “Bansettur lygarinn!” hugsaði Wilding með sér. Hingað til hafði hann ekki séð nein merki þess að hann hefði málað neitt. “Jæja verið þið sælir á meðan,” sagði hann og fór leiðar sinnar. Þegar hann var kominn í hvarf frá veit- ingahúsinu lagði hann leið sína til Durdles hússins. Hann hafði tvær ástæður fyrir þessu. önnur var sú að sjá hvert þeir eltu hann og hin var sú að reyna að 'koma auga á Phyllis Kenwit. Hann gekk hægt og litaðist oft um. En Ebury og Gardiner ætluðu sér auðsæilega ekki að elta hann í dag. Hann hugsaði um þetta er hann sá stúlku koma gangandi eftir stíg, sem lá í gegnum skóg, er hann hugsaði að lægi heim að Durdles húsinu. Það var Píhyllis Kenwit. Hann flýtti sér til hennar en hún hörfaði undan. Þessi leyndardómsfulla aðferð henn- ar var ennþá við lýði. “Ó, Mr. Wilding, hvað eruð þér að gera hérna?” spurði hún. Hún var föl og rödd hennar lýsti því hve óróleg hún var. “Eg — eg er að ganga mér til skemtun- ar,” svaraði hann og fanst svarið heimsku- legt. “Að ganga yður til skemtunar? Eigið þér þá heima hérna í nágrenninu?” “Já,” svaraði hann. “Hversvegna gerið þér það. Hefi eg ekki sagt yður að það er hættulegt fyrir yður að vera hér. Sannarlega------” Hann mátti til að tak fram í fyrir henni. “Ef þér vilduð gera svo vel og veita mér viðtal eins og í tíu mínútur, Miss Kenwit,” sagði hann og fylgdi henni að þrepum sem lágu yfir girðingu eina þar hjá þeim. “Eg get ekki skilið hvað þér eigið við með því, að þetta sé hætta fyrir mig,” sagði hann. “Já, en það er satt,” svaraði hún með ákafa. “Úr hvaða átt?” “Það get eg ekki sagt yður — æ, eg bið yður að spyrja mig einskis frekara, því að eg get ekki svarað yður.” Wilding horfði á hana bænaraugum. “Yður hlýtur að vera það ljóst að eg elska yður,” svaraði hann. “Því getið þér þá ekki treyst mér?” Hún beit á vörina. “Nei — eg get það ekki. Eg hefi lofað að þegja — og hér er alt of mikið í hættunni.” “Fyrir föður yðar?” “Já, en ekki einungis fyrir hann . . . æ, gerið svo vel og spryjið mig einskis framar.” “Eg spyr yður að þessu vegna þess að eg elska yður. Viljið þér ekki segja mér að eg sækist ekki eftir því, sem er ófáanlegt, að tunglið sé ekki of langt í burtu til að ná því?” Hún krepti hnefana. “Eg verð að vera hjá föður mínum. Hann treystir mér,” svaraði hún. “Ástin mín — eg ætla að kalla yður það — er það gott fyrir yður að vera hjá honum?” Hún hörfaði frá honum. “Auðvitað, en hversvegna spyrjið þér að því?” Hann leit á hana áfjáður. “Hversvegna spyr eg að því? Vegna þess að eg held að þér séuð í klónum á glæpa- manna hóp. Þessvegna spyr eg. ímyndið þér yður að eg geti látið þetta dankast svona áfram og allatíð? Þetta eru eintómar felur og leyndarmakk og nú er eg orðinn leiður á þessu. Eg elska yður, og bið yður nú að treysta mér.” “Og eg hefi sagt yður að eg get ekki sagt yður alt eins og það er,” svaraði hún blíðlega. “Þér segist elska mig — viljið þér þá sanna mér orð yðar með því að gera eitt fyrir mig?” “Já, auðvitað. Eg skyldi fara út á heims- enda fyrir yður.” Nú brosti hún í fyrsta sinni siðan þau hittust þarna. “Það sem eg vil að þér gerið fyrir mig er ofur einfalt og óbrotið — þér skuluð halda yður frá húsinu yðar, Ihverfa héðan úr ná- grenninu þangað til faðir minn hefir flutt út úr húsinu. En vel á minst. Þér hafið ennþá ekki sagt mér hvað hann á að gjalda yður í leigu?” Wilding bandaði hendinni óþolinmóður. Hann langaði helst til að slá henni utanundir. “Við skulum ekki ræða um það,” svaraði hann, “en eg hefi sagt yður það, að eg get ekki lofað að gera það, sem þér biðjið mig um að gera. Þér hafið ennþá ekki sannfært mig um að þér séuð ekki í klónum á einhverj- um skálkum, og þess vegna ætla eg mér að vaka yfir yður.” Unga stúlkan varð eins og steinrunnin í andlitinu. “Það er tilgangslaust — og hættulegt,” sagði hún. “Fyrir mig?” “Já, fyrir yður.” Wilding fór að hlægja. Hefði hann ekki hlegið mundi hann hafa bölvað. . “Það hefi eg heyrt áður,” svaraði hann, “en ekki skuluð þér hugsa að það sé svo auð- velt að hræða mig.” Hann sá að hún titraði og reyndi hann þá að taka um hendur hennar, en hún hörfaði undan. “Æ, getið þér ekki tekið þetta ailvar- lega”, spurði hún í bænarrómi. “Hræðileg ógæfa getur hent yður, ef þér reynið að skifta yður af þessu.” “Skifta mér um hvað?” spurði hann, en Phyllis Kenwit var farin leiðar sinnar. Hann hrópaði á hana, en hún leit ekki við. * * * Wilding skreið áfram. Hann fann að hendur hans snertu vota og leiruga jörð; stundum smaug köld og sleip skepna gegn um greipar hans. Hann var rennandi blaut- ur á hnjánum. En hann hafði samt ekki eitt augnablik mist sjónar af hinum tveimur mönnum, sem voru á undan honum. Þeir höfðu farið úr gistihúsinu “Svanurinn” stuttu eftir klukkan ellefu um kvöldið, og óþægindin, sem hann hafði af þessum eltingaleik fanst honum gleð- in borgaði og eftirvæntingin, sem því fylgdi að sjá hvað þeir væru að fara, því að leið þeirra lá til Durdles hússins. Þeir nálguðust nú múrinn á bak við hús- 1 ið. Er þeir Ebury og Gardiner höfðu klifrað yfir hann, beið hann stundarkorn og fylgdist siðan á eftir þeim. Þegar þess var gætt að ofan á múrnum var gaddavir og glerbrot sett í sements steypuna, þá var það engin hægð- arleikur ,að komast yfir, og Wilding hló með sjálfum sér, þegar hann hugsaði tii þess hvernig hinum feita Gardiner mundi hafa gengið það. Myrkrið var biksvart. Garðurinn var eins og frumskógur, allur gróinn runnum og blómum. . Aftur varð hann að skríða, til þess að ekki heyrðist til hans. Mennirnir sem hann var að elta máttu umfram alla muni ekki heyra til hans. Hann langaði mjög mikið til að vita því að þeir höfðu farið til Durdles hússins og hvað þeir ætluðu sér þar. Ætluðu þeir að finna Phyllis Kenwit? Eða áttu þeir erindi við föður hennar? Mundi hann fá að sjá blóðhefnd framkvæmda innan félagsskap- ar þessa þorpara lýðs? Þessum spurningum vildi hann fá svarað. Hann læddist gætilega áfram með hend- urnar réttar fram fyrir sig og skyndilega fann hann fyrir mann, en hvort það var Ebury eða Gardiner vissi hann ekki. Hann réðist á móti honum og þeir áttust við í myrkrinu án þess að láta neitt til sín heyra. Það var vægðarlaus barátta þar í nið- dimmunni. Hvorugur þeirra sagði neitt — mótstöðumaðurinn af góðum og gildum á- stæðum og Wilding vegna þess að hann vildi ekki vekja eftirtekt hins mannsins. Hann hélt að mótstöðumaður sinn væri Ebury. Hann var hár og magur og ótrúlega liðugur. Tvisvar hafði þessi maður komið Wild- ing undir sig, sett hnén ofan á kvið hans, og náð með hinum járnsterku fingrum utan um háls hans, og í bæði skiftin hafði Wilding tekist að varpa honum af sér. Að síðustu fékk hann yfirtökin, níddi mótstöðumann sinn niður í vota jörðina og sló hvað eftir annað með kreftum hnefanum í andlit hans. Hann dró ekki af höggunum og eftir að hafa stunið tvisvar sinnum, misti maðurinn meðvitund- ina. í þeirri andrá heyrðist afskaplegur há- vaði frá hinni hlið hússins. Tveir skuggar sáust þjóta út að garðmúrnum og á eftir þeim hlupu tveir urrandi hundar, og glamp- aði á hvítar tennur þeirra í myrkrinu. “Blóðhundarnir,” sagði Barry við sjálfan sig og hnipraði sig niður við hlið mannsins, sem hann hafði slegið í rot. Ef hundarnir komu i áttina til ihans mundi ihann sjálfur vera í hættu. Hann hafði risið á fætur í efa um hvað gera skyldi, er skær ljósgeisli skein á andlit hans og einhver sagði: “Eg er vopnaður, komdu fram og réttu upp hendurnar. Hund- arnir koma brátt hingað og finnið þér upp á nokkurri heimsku þá . . . !” “Eg er Wilding,” svaraði Barry er hann gerði eins og honum var boðið. “Þér þurfið ekki að skjóta læknir.” Honum fanst réttast að gefast upp, því að á þann hátt hugsaði hann sér að hann fengi að komast inn í húsið. Og kæmist hann inn ætlaði hann að lofa því að nota tímann vel. “Wilding!” endurtók læknirinn. “Hvað eruð þér að gera hérna? Enda þótt þér séuð eigandi hússins er þetta allundarleg iheim- sókn.” Rómurinn var hörkulegur og mjög óvingjarnlegur. y Wilding reyndi að gera málróm sinn mjúkan og aðlaðandi. “Já, það veit eg vel af því að þér vitið ekki, læknir, hvað eg hefi mér til málsbóta. Eg á heima sem stendur í gistihúsinu “Svan- urinn” í Hillsdown, og eg var á iheimleið þeg- ar eg sé menn nokkra klifra yfir múrinn inn í garðinn yðar. Eg klifraði á eftir þeim og náði einum þeirra. Hérna er hann. Hann laut niður og dró meðvitundarlausa manninn fram úr myrkinu, en um leið hrópaði hann upp af undrun. “Það virðist sem þér þekkið manninn, Mr. Wilding,” sagði Kenwit. Wilding varð að finna viðeigandi svar. “Nei, eg þekki hann ekki, læknir. Mér fanst samt að eg kannaðist við andlitið, en ekki veit eg hver hann er.” Að þetta var maðurinn, sem hann hafði hitt í Norfolk- strætinu fanst honum best að leyna. Læknirinn virtist vera á tveim áttum, en svo tók hann ákvörðun. “Þér verðið að hjálpa mér til að bera manninn inn, Mr. Wilding, og svo sendi eg eftir lögreglunni. Eg vil ekki hafa það að menn brjótist svona inn á land- areign mína.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.