Heimskringla


Heimskringla - 17.08.1955, Qupperneq 4

Heimskringla - 17.08.1955, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1955 FJÆR OG NÆR Messa i Piney Sunnudaginn 21 ágúst messar séra Philip M. Pétursson í sveit arkirkjunni í Piney, Mantoba, að kvöldi, á þeim tíma sem stjórn- arnefnd safnaðarins þar tiltekur. Bygðarmenn eru béðnir að láta þessa frétt berast út til sem flestra. ★ ★ ★ Björgvin Guðmundsson, sem hér er staddur og hefur mikið af íslenzkri tónlist meðferðis, hef- ur ákveðið að halda samkomur í Nýja íslandi sem hér segir: Lundar, mánudaginn 22. þ.m. Ashern, 23. ágúst. Árborg 24. ágúst. Geysir 25. ágúst. Gimli, 26. ágúst. Aðgangur ókeypis, en samskot tekinn. Programm mismunandi eftir óskum. Samkomurnar byrja klukkan 8. e.h. ★ ★ ★ Laugardaginn, 13. ágúst gifti séra Philip M. Pétursson, Robert John McBride og Irene Marie Conway í Fyrstu Sambands kirkju í Winnipeg. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. W. Bartlett. ★ ★ * * Mrs. Jóhanna Thórðarsson, 908 Ingersoll St., Winnipeg, lézt s.l. sunnudag á General Hospital. Hún var 91 árs, ekkja Guðm. Thórðarssonar, er dó 1947. Hana lifa þrjár dætur þeirra hjóna: Mrs. Harold Wiencke, Mrs. William Haw- croft, og Mrs. Howard Nicholls og tveir synir, Andrew og Emil. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju í dag (miðviku- dag). Séra Valdimar J. Eylands jarðsyngur. ★ ★ ★ Eins og auglýst er í blöðunum í þessari viku, þá hefir Björgvin Guðmundsson tónskáld írá Ak- ureyri ákveðið að lofa okkur hér að heyra kantötukór sinn, og fl., yndislega söngva, á þeim stöðum sem nefndir eru. Gerir hann þetta ekki til þess að auðgast af því persónulega, því inngangur er ókeypis og einungis samskota leitað, heldur er hugmyndin sú, að hlúa að þeim þjóðernisglæð- um, sem enn eru ekki með öllu útkulnaðar hér vestra. Mikið má ef duga skal, og er j im TIIHTIlí! i! ! —SARGENT <S ARLINGTON— Photo-Nite every Tuesday and Wednesday. | T. V.-Nite every Thursday. j \ —Air Conditioned— spursmál hversu lengi áhrifin vara. En í þurkatíð er gott að fá skúr á gróður jarðarinnar við og við. Svo er með þetta. Ef til vill geta söngvar frá ættjörðinni snert ýmsa þá strengi í brjóstum okkar, sem slakir eru orðnir og riðfallnir. Ef þeir megna einskis í þá átt, er ekki líklegt að aðrar aðferðir dugi betur. Það er áreið anlega mikilsvert atriði fyrir okkur hér að hafa söngva ís- lands innanborðs í þjóðræknis- skútunni, en því aðeins er það mikilsvert, að þeim sé gaumur gefinn, og þeim sé leyft að tala sínu máli til okkar. í þessari við leitni Björgvins er því ekki um neina yfirborðs þjóðrækni að ræða, því það er ekkert til, sem talar betur máli þjóðrækninnar, en íslenzk l'jóð og söngvar; sam- hljóðun íslenzkra radda, er tala á okkar ástkæru, ylhýra máli. Vil eg því með þessum línum mæla með því í fullri einlægni og alvöru að fólk fjölmenni á samkomum Björgvins. S. E. Björnsson GUÐMUNDUR S. GUÐMUND- SON 1887—1955 Hann var trúr til dauðans og hefur nú öðlast kóróna lífsins. Við fráfall Guðmundar S. Guðr mundsonar hljómaði þetta lof- orð Meistarans í hugum hinna mörgu vina hans. Kirðin og frið urin var komin eftir langar og sárar þautir og endurgjaldið fyr ir velunnið starf—kóróna lífsins fengin. Guðmundur jafnan nefndur Mundi, var fæddur að Cashel, skamt frá Grafton, N. Dak., 12 apríl 1887. Þangað komu foreldr ar hans, Sigurður Guðmundson cg kona hans, Guðrún frá Skál- um í Langanesi árið 1882, og bjuggu þar til ársins 1893, að þau eignuðust bújörð skammt fyrir austan Garðar. Þar ólst Mundi upp hjá foreldrum sínum og |byrjaði snemma að efla þeirra hag með nytsamri vinnu. 20. júní 1923, giftist hann Guðrúnu Kristjánson, hinni ágætustu konu, dóttir Sigurðar Kristján- sonar og Oddnýjar, frumherja í Eyford byggð. Fyrst bjuggu ungu hjónin fyrir sunnan Garðar en fluttu síðar inn í þorpið og eignuðust þar snoturt heimili. Þau eignuðust tvö börn, Marvin, giftur Dolores Greenwood, nú j 'búsett í Milbank, S. Dak., og Audney, gift Glen Samson frá Fairdale, N. Dak. Barnabörnin eru þrjú. Einnig syrgja hinn látna þrjú systkini, Leonard Guðmundson, og Vilhelma, bæði á bújörð föður síns og Aðalbjörg, Mrs. Petur Herman, í Cerito, California. Látnir eru tveir full- orðnir bræður, Steinþór, dáin 1911 og Hallgrímur dáinn 1951. Síðast liðið haust fór Mundi að kenna til lasleika. Um jól var hann orðin rúmfastur og eftir miklar þrautir, lézt á spítalanum í Grafton, 16. júní 1955. Hafði hann verið þar aðeins þrjár og hálfa viku. Fram að þeim tíma hjúkraði honum heima ástrík kona og einkadóttir. Útförin fór fram frá Garðar kirkju 20 .júní. Dr. Haraldur Sigmar jarðsöng. Er hann falllega lýsti lífsferli hins látna, komst hann svo að orði: “Fullviss er eg um að mað-, ur sá sem hér gengur til grafar j hefur aldrei átt óvin”. Sama vitn isburð fær hann frá öllum sam- ferðafólki. í mörg ár passaði Mundi skóla húsið, kirkjurnar og samkomu- húsið á Garðar. Vann hann það vek með einstakri dygð og trú- mensku. Launin voru fremur lítil en um það fékkst hann ekki. I Aldrei spurði hann “hver eru i launin fyrir aukasporinn”, sem | cft voru mörg. Honum var mest umhugað um að verkið væri gert. Kona hans vann mikið með hon- um og voru þau samhent um að alt væri gert sem bezt. Á heimili var Guðmundur ágætis faðir og sambúð þeirra hjóna mjög ástúð- legt. Langa sjúkdómsstríðið bar hann með sérstakri stillingu og hugarró. Ljúfar minningar lifa í hugum okkar sem áttum sam- leið með þessum kæra vin. Líf hans og starf minna á sannleiks orðin, “Sá sem er trúr yfir litlu, mun einnig vera trúr yfir miklu. j Við þökkum honum ósérhlífnina, dygðina, góðu samfylgnina og biðjum Himnaföður að styrkja syrgjandi ekkju hans og ástvini. Lauga Geir HITT OG -ÞETTA Hugsanir Hver einasta illgjörn hugsun er eitraður “gerill” í sál, sem sýkir svo aftur okkar athafnir og mál. Hver einasta ástúðleg hugsun ber engilbirtu í sál, sem vermir og auðgar okkar athafnir og mál. Já, hugsanir okkar allar eru eilífðarkorn í sál, og af þeim spretta svo aftur athafnir og mál. Sigríður Gísladóttir frá Skaftafel'li —Lesbók Mbl. Molar Somerset Maugham lýsti því yfir í Istambul fyrir nokkru, að hann væri hættur að skrifa: —Eg er kominn fast að áttræðu, segir hann, eg hefi skrifað síð- uðstu skáldsöguna mína, síðasta leikritið mitt, síðustu smásög- una mína. —Nú ætla eg að byrja að lifa. Turgjénjev, rússneski rithöf- undurinn mikli sem dó fyrir 7.0 árum, sagði eitt sinn við franska rthöfundnn Thóophile Gautier: —Listamenn ættu aldrei að gifta sig. Ógæfusamt hjónaband getur aðeins í einstaka tilfellum stuðl að að þróun snilligáfunnar, en hamingjusamt hjónaband er sann kallað skipbrot hennar. Bernard Shaw lét svo um mælt eftir að hafa hitt Stalin í Moskvu árið 1913: —Gagnstætt því, sem það er með hina einræðisherrana, þá er Stal in gæddur kímnigáfu. Hann er skrítið sambland af páfa og liðs- foringja, eitthvað svipaður því, sem hægt væri að ímynda sér hermann, óskilgetinn kardinála- son. Framkoma hans gagnvart okk ur hefði í alla staði verið óaðfinn anleg, ef aðeins hann hefði get- að dulið, hve fullkomlega hlægi- legir við vorum í augum hans. Faðir fiðlusnillingsins Jascha Heifetz, hefir skýrt svo frá, að á fyrstu hljómleikunum, sem son ur hans, sex ára gamall, hélt í Vilna hafi hann í miðju fiðlu- verki misst bogann úr hendi sér á gólfið. Án þess að bregða hið minnsta þreif hann bogann upp svo leiftursnöggt, að hann missti ÚRLAUSN: BANKALÁN Þú getur þurft á fé að halda til greiðslu læknunar, til viðgerða á húsum, til að spara á eldiviðarkaupum, eða fyrir hverja heilbriða ástæðu sem er. Hikið ekki— sjáið bankan því viðvíkjandi. Það er eðlilegasti vegurinn. Bankarnir gera með prívat lánum, stórum eða smáum, hverjum manni mögulegt, að notfæra sér góð kaup. 1 hvaða útibúi, geturðu átt von aðstoðar, kurteysi, Aðeins löggiltir bankar veita fullkomnustu þjónustu hamingjulegheita. Það er blátt áfram að fá lán, er SPARIFJAR REIKNINGUR FERÐAMANNA AVISUN eftir því sem tekjur yðar leyfa og þér er þægilegt. Útibú bankans í bygð þinni, veitir ekki aðeins prívat lán, heldur jafnframt alla þá bankaþjónustu sem hver og einn þarfnast með. Geymið peninga yðar á ör- uggum stað; lát þá greiða þér rentu. Temjið yður sparsemi. LANSKÝRTEINI Fyrir langferðamenn, eða til að leggja fé til einhvers langt burtu. Vcrndið yður gegn þjófnaði eða peningatapi. Ofannendar árvísamir má nota hvar sem er. LAN TIL HEIMILIS- VIÐGERÐA Til viðgerðar, breytinga eða viðbotar heimilinu. THE CHARTERED BANKS SERVING YOUR COMMUNITY The “RIM KING" Canado’s Favorite Eyeglasses Áreiðanlega bezt að gerð útliti og end- ingu. Sterkustu og fegurstu gleraugu sem búin eru til. Kaupið þau á verksmiðju- verði. Sparið alt að $15.00 mcð því. Prófið sjón yðar, fjarsýni og nærsýni með HOME EYÉ TESTER. Sparið peninga Sendið nafn yðar, addressu og aldur, og við sendur þér Home Eye Tester frítt til reynzlu f pvjl 30 daga. Álitlcgt “ catalog með fullri skýringu. Agents Wanted VICTORIA OPTICAL CO„ Dept. _ K 1 798 276Vj Yonge St. Toronto 2, Ont. ekki úr eina einustu nótu. —Þá sá eg, að sonur minn var undrabarn, sagði faðir Jascha. • Mendeléffíum 101. frumefnið Tala þekktra frumefna er nú komin yfir eitt hundrað. Það ' hundraðasta og fyrsta í frum- efnaröðinni hefur verið búið til í einum af hinum miklu kjarna- kliúfum sem bandarískr kjarn- eðlisfræðingar hafa til umráða. Hafa þeir skýrt efnið mendeléff íum í höfuðið á Rússanum Mlend eléff, sem fyrstur manna skipaði frumefnunum í samfellt kerfi. —Þjóðv. VINNIÐ AÐ SIGRI í NAFNI FRELSISINS -augl- JEHOVA Mimisi BE TEL í erfðaskrám yðar “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu aðferðir. Engin tegju bönd eða viðjar af neinu tagi. Sólin hitar húsin þar í smábænum Holin í ísrael hafa verið tekin í notkun hitun artæki, sem nýta sólarorkuna. Eru slík tæki í alls 25 húsum^ og hitar sólin 100 lítra vatns, sem streymir um hitunarkerfi hús- anna. Sparast með þessu smálest eldsneytis á ári á hvert hús, en svo sólríkt er þarna, að tækin koma jafnt að gagni sumar og vetur. —Vísir, • 18 kjarnorkufallbyssur í Evrópu f Vestur-Evrópu hefur verið komið upp þremur vígjum, sem búin eru kjarnorkufallbyssum frá Bandaríkjunum. Ráða herir Atlanzhafsríkjanna þá yfir 18 fallbyssum af þessari gerð. Ekki hefur verið látið uppi, hvar vígi þessi eru. Kjarnorkufallbyssur geta skot ið kjarnorkuskotum. Tortíming- armáttur þeirra er samur og þeirra kjarnorkusprengju, sem varpað var yfir Hírósíma og Nag asaki. Hver fallbyssa vegur 85 smá lestir og dregur 30 km. Eru þær fluttar á sérstökum vögnum, er eiga að geta farið með 55 km. hraða um hvert það land, sem fært er stórum skriðdrekum. —Mbl. ísl. gefið ljósprentað eintak af “Book of Kells” í gær afhenti próf Delargy forseta íslands ljósprentað ein- tak af Book of Kells. Er hún gjöf frá ríkisstjórn írlands til íslendinga. Bókin var rituð 770 e.kr. og þykir hin mesta gersemi- Munkarnir á Jóna byrjuðu á bók inni, en vegna ágengni norrænna víkinga urðu þeir að flýía til ír- lands, og settu þeir Þar a stofn klaustur Kells, ekki alllangt frá Dyflinni. Þar var bókinni svo lokið nokkru síðar. Árið 1539 Iagði Hinrik konung ur 8, eign sína á bókina, en þá hafði hún ýmist verið á Jóna eða Kells og varðveitzt þar. Próf Delargy sagði m.a., þegar hann afhenti forsetanum bókina a ðhún hafi verið nefnd fegursta Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234 Preston Ont bók heims—og gætu frar ekki sýnt íslendingum betur, hvern hug þeir bera til þeirra en með þssari gjöf. Papar komu hingað m.a. frá Jóna og Kells og fluttu með sér fyrstu ritin til íslands; gerðist það um svipað leyti og þetta handrit var skrifað, sagði próf- essorinn enn fremur. Með þessari gjöf færi eg yður hjartanlegustu kveðjur frá þjóð minni og ríkisstjórn og vona að hagsæld og hamingja fylgi hinni fornfrægu þjóð, sem líkist okkur um svo margt.—hefur þjáðst, en haldið velli, eins og við. —Mbl. 28. júní Faðirinn lýsir upphafi verald- ar fyrir syni sínum. —Þegar heimurinn var nýskap aður fæddist Adam. Fæddist hann um morgun? —Nei—Hann fæddist dálítið á undan Evu. Það var tekið rif úr síðu hans á meðan hann svaf —og það var Eva. —urfti hann ekki að hafa rif- ið? —Nei, það var óþarft rif. Drengurinn tekur að hljóða. —Ó pabbi, eg hefi verk undir síð unni Eg er svo .hræddur um að eg fari að eignast konu. Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- leifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yfir- ieitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. ★ ★ ★ Björgvin tónskáld Guðmunds- son býr, meðan hann stendur við í Winnipeg, að 706 Home St. Sími: 74-8004. ★ ★ ★ “Fögur er foldin” Ræður og erindi eftir Dr. Rögnvald Pétursson. Bók sem öllum er gott að lesa og eiga. Mjög ódýr bók. Rúmar 400 bls. að stærð í stóru broti. Kostar í góðu bandi aðeins $4.50 Björnson Book Store. 702 Sarg- cnt Ave. Winnipeg. BAHA’I ALHEIMSTRÚ Veiztu hvaða þýðing dagurinn 'hefir fyrir þig? Gerirðu þér grein fyrir hvað gera ber? Hefirðu tekið eftir því í helgi- ritum, að við ein eða önnur tímamót komi dagar, sem eru eins og sól liðinna daga? Þetta er dagurinn, sem hirðar drottins hafa komið niður af himni í skýi dýrðarinnar. Þetta er dagurinn sem allir íbúar jarðar koma saman í skjóli guðs orðs. Spumingum svarað et skrifaö er til: Box 121 Winnipeg

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.