Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 5
XV 85,—36. Þjóðviljinn. 141 B. gr. (15. gr. stj.skr.). Alþingi skiptist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í effi deildinni sitja 14 þingmenn, i neðri deild- inni 26. Þó má breyta tölum þessum með lögum. 6. gr. (17. gr. stj.skr.). Kosningarrétt til alþingis hafa: a, allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, er með sérstakri ákvörðun kynnu að vera undanskildir einhverju þegn- skyldugjaldi, eigi fyrir það missa kosn- ingarrétt sinn. b, allir karlmenn i kaupstöðum og hrepp- um, sem ekki eru öðrum háðir, sem hjú, ef þeir gjalda að minnsta kosti 4 kr. á ári, sem aukaútsvar; o, embættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingarbréf, eða eru skip- aðir af yfirvaldi því, er konungurhef- ur veitt heimild til þess; d, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða við prestaskólann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitt- hvert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er, eða kann að verða sett, þó ekki sé þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir, sem hjú. Enginn getur átt kosningarrétt, nema kann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, iþegar kosningin fer fram, hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur i kjör- dæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi, og ihonum só ekki lagt af sveit, eða, hafi ihanngþegið sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann, eða honum verið gef- inn hann upp. Með lögum má afnema auka-útsvars- greiðsluna eptir stafl. b., sem skilyrði fyr- ir kosningarrótti. 7. gr. (19. gr. stj.skr.). Hið reglulega alþingi skal koma sam- an fyrsta virkan dag í júlímánuði ann- aðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 8. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.). Pyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frumvarp til tjárlaga fyrir ísland, fyrir tveggja ára fjárhagstímabilið, sem i hönd fer. Með tekjunum skal telja tillag það, sem samkvæmt lögum um hina stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum al- menna ríkissjóði til hinna sórstaklegu gjalda Íslands, þó þannig, að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöld- in til hinnar æðstu innlendu stjórnar ís- lands, eins og þau verða ákveðin af kon- unginum. 9. gr. (28. gr. stj.skr.). Þegar lagafrumvarp er samþykkt í annari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykkt. Yerði þar breytingar á gjörðar, gengur það aptur til fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aptur gerð- ar breytingar, fer frumvarpið að nýju til hinnar deildarinnar. Grangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málstofu, og leiðir þingið þá málið til lykta, eptir eina umræðu. Þegar al- þingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gerð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig só á fundi, og eigi þátt í atkvæðagreiðslunni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um hin ein- stöku málsatriði, en til þess að lagafrum- varp, að undanskildum frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykkt í heild sinni, þarf aptur á móti að minnsta kosti, að tveir þriðjungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, sóu með frumvarpinu. 10. gr. (34. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn fyrir Island á sarokvæmt embættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rótt á að taka þátt í umræðunum eins opt og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. í forfóllum ráðgjafa má hann veita öðrum manni umboð, til að mæta á alþingi fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir landshöfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæðisrótt hefur ráð- gjafinn, eða sá, sem kemur í hans stað, þvi að eins, að þeir sóu jafn framt al- þingismenn. 11. gr. (36. gr stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gera ályktun um neitt, nema meir en helmingur þing- manna só á fundi og greiði þar atkvæði. 12. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er um i 2. gr. (3. gr. stj.skr.), koma út, skal hæzti- réttur ríkisins dæma mál þau, er alþingi I höfðar á hendur ráðgjafanum' fyrir ís- 204 Um þetta var hún að hugsa, gagntekin af gremju við heiminn, og við sjálfa sig, unz hún loks sofnaði, eins og hræddur fuglsungi, sem er orðinn gagndrepa af regninu. — En nú víkur sögu vorri aptur til Heidenstein’s. Á meðan því fór fram í húsi Heinberg’s yfirdómara, ísem að ofan er getið, var hann á reiki í hinum hluta borgarinnar, langt frá húsi yfirdómarans. En þó að hann væri langt burtu, þá var þó hugur ,hans ef til vill enn lengra burtu. Leið hans iá um íllan og skuggalegan veg. Allan daginn hafði verið afar-mikill kuldi, en var æú orðið jhlýrra, enda hafði vindurinn snúizt til suð- vesturs. Snjórinn og isinn bráðnaði óðum af húsþökunum, •og rann i lækjum ofan húsrennurnar. Heidenstein hatði sveipað að sór utanhafnarkáp- ■unni, og þrýst hattinum ofan á andlit. Það gat verið óþægilegt, ef einhver hefði þekkt hann, og spurt hann, hvort hann færi. Inni í borginni dreifðu götuljóskerin ofur-lítilli ljós- glætu kringum sig; en er hann sneri nú inn í götu þá, er lá út að kirkjugarðinum, þá hvarf ljósglætan með öllu, og hann sá ekkert, nema náttmyrkrið kringum sig. BEf Schomburg hefði nú eigi verið vel geymdur, þá hefði það eflaust átt vel við liann, að vera á ferli í kvöld“, hugsaði Heidenstein með sjálfum sér, um leið •og hann fálmaði sig áfram í myrkrinu. En allt i einu nam Heidenstein ósjálfrátt staðar. í kjarrinu, fram með veginum, heyrðist honum 197 áður en þeir fóru út úr dómssalnum, því að hugur hans var allur hjá stúlkunni, sem hann áður hafði sóð bugaða af örvæntingu, en sem hann bjóst nú við, að sjá svo glaða og ánægða. Það greip hann mesta óþolinmæðislöngun eptir því að sjá hana aptur, og þegar hann var orðinn einn, flýtti hann sér því þegar inn í herbergið, sem hún hafði geng- ið inn í, er hún gekk út úr dómssalnum. En er hann opnaði hurðina, sá hann gamla, and- styggilega kerlingu, og fólleitan mann, í upphnepptum frakka, er hurfu þar út um aðrar dyr. María Liicke var því ein þar inni. Hún studdist upp við gluggann, og þrýsti kinninni á rúðuna, svo að frostrósirnar á rúðunni þiðnuðu, er hit- ann lagði af andliti hennar og andardrætti. En í hendinni hólt hún á vasaklút sínum, votum og saman böggluðum. Hún hafði grátið — það leyndi sór ekki. Heidenstein brá kynlega við sjón þessa, og nam staðar fyrir framan hana. En er hann kom inn í herbergið, sneri hún sér við, og greip höndum fyrir andlit sér. Það var engu likara, en hún væri hrædd við hann. „María“, mælti hann þá bliðlega og alvarlega. Hrökk hún þá við, er hun heyrði nafn sitt, tók höndurnar frá andlitinu, og sneri sór að honum. Sá hann þá, að augu hennar voru rauð, og gráti þrungin. Yarpaði hún sér þá fyrir fætur honum, og kyssti höndur hans mjög ofsalega.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.