Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 2
3 gr. I skólanum skulu vera allt að 45—50 heimavistir. Skulu nemendur greiða sanngjarna borgun fyrir þær ept- ir því, sem nánar verður ákveðið i reglu- gerð skólans. LII. L'óg um breyting á lögum 11. nnv. 1899, um útjíutningsgjald af hvalaf- urSum. (Hvallýsistollurinn hækkaður um 50 aura á tn. .(210 pd.), úr 50 aur. í 1 kr.) LIII. L'ög um eptirlann. (Um aðal- innihald þeirra laga, er lækka að mun eptirlaun embættismanna, hefir áður verið getið í blaðinu). Enska blaðið „Mission World“ telur árstekj- ur kristniboðsféiao’a hafa numið um 3 milj. sterlingspunda síðasta árið. Yflr 360 þús. bréfa bárust póststjórninni á Bretlandi i hendur frá 1. april 1902 til marzloka 1903, er báru svo ranga utanáskript", að þeim varð eigi komið tii skila. Fyrst kennum vér börnunum að tala, og svo förurn vér að kenna þeim að þegja, segir errska blauið „Smart Set“. IJin 480 milj. manna fara árlega með strætis- vögnunum í Lundúnaborg. „Að láta sér detta í hug, að kaupa aðrar bækur, en skáldsögur, það þykir flestum efna- mönnum vorum ganga glæpi næst“, segir rit- höfundurinn Andrew Lang nýskeð í enska blað- inu „Daily Mail“, og má þvi ætla, að víðar gangi bókasalan ógreiðlega, en á voru landi. Hvi menn kaupa bæknr. Enskt bóksala" félag, er nyle^a sendi skáidsögu eina til áskrif- anda, lét hverri bók fylgja seðil, þar sem spurzt var fyrir um það, hvi menn hefðu keypt bók- ina, og svöruðu 4B4 fyrirspurninni, sem hér segir: Svör: Var það af því, að þér sáuð bókina aug- lýsta? . 59 — — - — að þér sæuð hennar get- ið i blöðunum? 49 Var það eptir ráði vinar yðar? .... 69 — — samkvæmt meðmælum bóksalans? 126 Var það af þvi, að þér hefðuð áður lesið eptir sama höfund? 76 Var það sakir bandsins?................. 2 — — — titilsins? ........ 25 — — — myndanna ?...................12 — — — útlits bókarinnar yfir höfuð ? 36 Menn sjá af þessu, að það voru meðmælj bóksalanna, er máttu sín most. „Það er æðsta þrá mín“, mælti Játvarður VII., Bretakonungur, ný skeð, „að feta í fótspor Vict- oríw drottningar, og gera það stöðugt að tak- marki minu, eins og hún, að starfa að velmeg un og bamingju þjóðar minnar“. „Lífstjrkkin“, segir enska læknabladið „Medi- cal Press“, „voru í fyrstu gjörð í því skyni, að vernda mittið gegn þrýstingi þeim, er stafar af því, að fötin hvíla á því; en nú er farið að nota þau til þesS^ að þrýsta því saman, er þeim var upprunalega ætlað að vernda gegn þrýst- ,ingi“. Svona fer heimurinn versnandi. Leiðr-éttiritftVT*. í „Þjóðólfi“, 4. sept. síðastl., segir, meðal annars: 1° að stjórn þjóðvinafélagsins (Tryggvi riddari & Co) hafi verið „endurkosin á fundi sameinaðs alþingis 25. f. m“, — Þetta er eigi rétt, því að kosning þjóðvinafélagsstjórnarinnar er alls eigi þingstarf, og á prívat-fundi þeim, er endurkaus Tryggva & Co, mættu sára- fáir af framsóknarmönnum (3—4 í mesta lagi), 2y að ráðherra-ábyrgðarlögin hafi verið samin af „einum nefndarmanna úr heimastjórnarflokknum, Lármi Bjarna- syniu, og er það lika ranghermt. — Nefndin liafði fyrir sér ráðherra- ábyrgðarlög ýmsra þjóða, og sneið frv. sitt eptir ráðherra-ábyrgðarlögum Hol- lendinga, og má því eigi fremur nefna lögin Arerk Lárusar, en annara, þótt hann fengi að reyna sig á því, að þýða nokkrar greinar úr dönsku. Það er einatt leiðinlegt, að lesa mis- sagnir i blöðunum, þótt í smáu sé, og hefir því þótt rétt, að leiðrétta nefndar missagnir, af þvi að búast mátti við þvi, að „Þjóðólfiu kynni að gleymast það. Fjárveiting'ar á þingú. Rúm biaðs vors hefir eigi leyft, að skýrt væri frá fjárveitingum alþingis, sem skyldi, og skul- um vér því minnast á nokkrar þeirra. Til vegabóta varveitt: Til flutningabrautar á Fagradai í Múlasýsiu 30 þús., til flutninga- brautar í Borgarfirði 15 þfis., og til viðhalds flutningabrauta 19 þús. — Tilþjóðvega eru veitt- ar 73 þús., er skiptast svo milli amtanna, að Suðuramtið fær 8- þús., Yesturamtið 20 þús., Norðuramtið 30 þús., og Austuramtið 15 þús. — Til fjállvega 10 þús. — Til sijsluvega, gegn jafn mikiu tillagi annars staðar frá, er eigi sé tekið af sýsluvega- eða hreppa-vegagjaldi, eru veittar: til Laxárdalsheiðar i Daiasýslu 2 þús., til sýslu- vegarins frá Hofsós að Ökrum i Skagafjarðar- sýslu 2 þús., og tii sýsluvegarins frá Hafnar- firði að Vogastapa í Gullbr.sýslu 5,600 kr. — Til dragferjuhalds á Héraðsvötnum í Skagafirði 300 kr. árlega. Til brúargjörSa: á Lagarfljóti40 þús., á Jökulsá í Axarfirði 50 þús., og á Soginu bjá Alviðru í Arnessýslu allt að 6 þús., gegn tvöfalldri upphæð annars staðar frá.— Til gufuskipaferða eru á fjárhagstímabilinu veittar alls 196,600 kr., og er helzta nýjungin sú, að ætlast er til, að stöðugum ferðum verði haldið uppi um Faxaflóa árið um kring, sérstak- lega milli Borgarness og Reykjavíkur, og að gufubátur gangi um Breiðaflóa seinna árið. — Að því er snertir vitamálin, þá er bætt við einum vita, nefnil. á Skipaskaga, og veittar til byggingar hans allt að 3. þús. — Til læknamála var enn veitt meira fé, en verið hefir; þar sem Gmðm. Björnssgni héraðs- lækni voru veittar 800 kr. á ári til að launa að- stoðarlækni, er búsettur sé í Hafnarfirði. — Til sjúlcrdskýli8 á Brekku í Fljótsdalshéraði voru og veittar 800 kr., gegn tvöfölldu tillagi annars sta,ðar frá, og til sjúkrah ússins á Patreksfirði 2 þús., gegn þvi að Vestur-Barðastrandarsýsla taki sjúkrahúsið að sér.,— Svo sical og reisa sóttvarnarhús á Akureyri og Isafirði, er kosti samtals 8 þús. Að þvi er kirkju- og kennslumál snertir, má þess geta, að cand. Gwðm. Finnbggasyni eru veitt- ar 1400 kr. á ári, og 800 kr. árlega til ferða- kostnaðar, til þess að kynna sér alþýðufræðslu, og menntunarástand hér á iandi, og Stefáni Fir- íkssyni tréskurðarmanni 500 kr., til þess að kynna sér kennsluaðferðir í skólaiðnaði erlendis. — Til barnaskola eru veittar 7 þús. fyrra árið, og 8 þús. seinna árið, og jaffl há upphæð til sveitakennara, allt að 80 kr. til hvers. — Til Þorkels Hreimson- ar veittar 150 kr. á ári, til að standast kostnað við dvöi vitfirrtrar dóttur hans, á vitfirringa- stofnun i Danmörku, og 700 kr. veittar til kennslu blinds drengs Erl. Páls Jónssonar í Dan- „mörku, og til ferðar hans þangað. — Síra .Jón í Stafafelli fékk 120 írr., som uppbót fyrir missi á umboðstekjum, og fé það, sem œtlað er til við- bótar við eptirlaun fátækra uppgjafarpresta og prestsekkna, var aukið nokkuð, og var það gjört með sérstöku tiliiti til fjárbæna tveggja prests- ekkna, Sigr. Þorkelsdóttur frá Reynivöilum og Lilju Ólafsdóttur frá Breiðabólstað. — Til sköla í Búðardal í Dalasýslu voru og veittar 1000 kr. á ári, og 30 kr. fyrir hvern nemanda, sem er í skólanum að minnsta kosti 6 mánuði, en þó eigi yfir 600 kr. á ári. — Að því er snertir visindi, bókmenntir og listir, má geta þess, að veittar voru 1000 kr. á ári tíl sýslubókasafna, ailt að 100 kr. á ári til hvers. — Landsbókavörður og Imidskjalasafnsvörður fengu laun sín hækkuð, annar um 300 kr., en hinn um 200 kr., árlega, enda var nú, að því er landsbókasafnið suertir, áskilið, að það væri opið 2 kl.tima síðdegis hvern virkan dag. — Tillag tii landsbókasaýnsins, til bókakaupa, var hækkað, og Þjóðvinafélagið fékk styrk sinn hækkaðan um 250 kr. fyrra árið (upp í 1000 kr;, til þess að gefa út þýðingu af danskri bók „um mat og drykk“. Auk skálda þeirra, er styrks nutu á núgild- andi íjárlögum (Pálí ÓL, ÞorsL Erl. og síra Valdi- mar), þá voru Guðm. Magnússyni veittar 1200 kr., sem ferðastyrkur til útlanda, til skáldmennta, og Guðm. Guðmundssyni skáldi 500 kr., til að ljúka við ljóðabálkinn „Strengieikar11. ' Til að ljúka við nám á kennaraskóla i Kaup- mannahöfn fengu þeir Karl Finnbogason og Sig. Sigurösson 400 kr., og um söngmenntina var hugs- að á þann hátt, að síra Bjarni Þm-steinsson á Siglu- firði fékk 1000 kr., til að fara til Kaupmanna- hafnar, og fullkomna þar söfnun ísl. þjóðlaga, og Sigfús Einarsson 600 kr. á ári, til þess að fullkomna sig i tónfræði og söng. Til þess að fullkomnast í rnálaralist fékk Asgr. Jónsson 600 kr. árlega, en Stefán Björnson frá Borgum 600 kr. fyrra árið, tii þess að læra teikning og skólaiðnað. — Til sagnfræðings Jóns Jónssonar voru veittar 1200 kr. á ári, til að rann- saka og rita um sögu íslandls, og halda sögu- fræðilega fyrirlestra, og 1000 kr. árlegatil Boga. Melsteds (Búist við, að framhaldið á íslandssögu hans verði „ögn skárra“). Bjurni kennari Scemundsson fékk 600 kr. á ári til fiskirannsókna, og Belgi Pétursson jarðfræð- ingur 1000 kr. fyrra árið, til að rannsaka kolalög norðanlands og austan, sem og á Vestfjörðum. Til bindindiseflingar var veitt: til stórstúku (xoodtemplara 1200 kr. áriega, og til „Bindindis- sameiningar Norðurlands“ 200 kr. á ári. Til leikfélags Beykjavíkur voru veittar 600 kr. á ári. og 500 kr. til lúðrafélagsins þar í eitt skipti fyrir öll, hvortveggja gegn tillagi frá bæj- arsjóði Reykjavíkur. — Að því er til verklegra íyrirtækja kemur, má geta þess, að til búnaðarfélaga eru veittar 24 þús á ári, og til Búnaðar/élags íslands ‘ðb'j3 þús. á ári, og er nokkuð af þeirri upphæð (21 /2 þús. árl.) ætlað til kennslu í mjólkurmeðferð, og nokk- uð (2 þús.) til kjötsölu-tilrauna erlendis. — Til skógrœktunartilrauna eru alÍB veittar 13 þús., og til útrýmingar fjárkláðanúm 94’/2 þús. — Til að rannsaka skitupest i norður- og austuramtinu eru veittar 1600 kr. f. á., og 500 kr. seirina árið. Tii dráttbrautarfélagsins i Reykjavík eru veitt- ar 10 þús., til skipakvíar við Eyjafjórð 15 þús., og til stórskipabryggju í Stykkishólmi 4700 kr.. og eru allar þessar fjárveitingar því skilyrði bundnar, að tvöfalit meira fé sé lagt til þeirra annars staðar frá. Þá eru iðnaðarmannafélaginu í Reykjavik veittar alis 10,700 kr. yfir fjárhagstímabilið, og skal 8 þús. af þeirri upphæð varið til þess, að koma upp og reka tekniskan skóla í Revkja- vík. — Félagi Iðnaðarmanna á Isafirði eru og veittar 400 kr., til þess að senda mann til út- landa. til að læra að gera við steinolíuhreifi- vélar. Til konsúls D. Thomsen’s eru veittar 2 þús., til að útvega motorvagn, og reyna hann á flutn- ingabrauturn landsins. Til tvcggja yfirmatsmanna á gæðum fisk- farma, öðrum í Reykjavik, og hinum á ísafirði, eru veittar 1600 kr. á ári.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.