Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Blaðsíða 3
XIX. 83 131 og úttektar-laga, er lagt sé fyrir alþingi 1907. Fjárbeiðslur tii alþing-is 1905. Meðal fjárbæna, er alþingi hafa borizt, eru: 1, Beiðni Jóns Vigfússonar um styrk, til að nema vefnað i Sviþjóð. 2, Páll Vídalín Bjarnason sækir um styrk, til að semja skrá yfir íslenzk lög. 3, Cand. mag. Helgi Pétursson sækir um S þús. króna át ári í tvö ár til jarðfræðisrannsókna. 4, Páll Þorkelsson sækir um 2 þús. lcróna, til að gefa út bók um táknmál, er íiann tjáizt hafa samið. 5, Sighv. Árnason, f. alþm., sækir um 200 kr. árloga, fyrir aðstoðarstarf á forngripasafninu. 6, Ólafur Hjaltested vill fá 2 þús. króna, til að endurbæta landbúnaðarverkfæri, þar á meðal sláttuvél sína. '7,Helgi Jónsson. grasafræðingur sækir um 1200 kr. árlega, til mýrarannsókna á íslandi o. fl. 8, Arnór Árnason i Chicago sækir um 15 þús. króna, til að leita að námum á Islandi, og opna þær, ef tiltök sýnast. 9, Organisti Magnús Einarsson á Akureyri sæk- ir um 600 kr. til söngkennslu. 10, Lárus Jóhannsson Rist s.ekir um 350 kr. styrk, til að læra leikfimi í Ilaupmannahöfn. 11, Sumarliði póstur Guðmundsson sækir um sómasamlegan ellistyrk. 12, Guðm. bæjarpóstur Jónsson á Akureyri sæk- ir um 200 kr. árlega launabót. — 13, Georg læknir Georgsson sækir um 1200 kr. utanfararstyrk. 14, Yfirfiskimatsmaður á ísafirði sækir um 400 kr. launaviðbót, og um 400jkr. uppbót á ferða- styrk til Spánar. 15, Hannes S. Hansson sækir um 4 þús. króna, til að leita að námum á landeignurn landssjóðsins. 16, Cand. mag. Ág. Bjarnason sækir um 600 kr. á árí til ritstarfa. 17, Ásgrímur málari Jónsson sækir um 1000 kr. á ári, til að fullkomna sig í málaralist. p„'06»;lls n . 18, Dýralæknir Magnús Einarsson sækir um, að laun sín verði hækkuð upp í 2 þús. á ári. 19, ísak Sigurðsson, vitavörður á Garðskaga, sæk- ir um 250—300 kr. launaviðbót. 20, Skipstjóri Stefán Pálsson sækir um 1000 kr. utanfararstyrk, til að læra aðgerð á sjófræð- isáhöldum. iframhald síðar) Vikiö úr Framsóknarflokknum. Á fundi, er framsóknarflokksmenn á alþingi héldu 8. ág. síðastl., var ályktað, að telja alþm. Ghuðlaug Ghiðmundsson, sýslumann og bæjarfó- geta á Akureyri, ekki lengur í flokknum, en víkja honum úr honum, og var téðum alþm. tilkynnt þotta samdægurs, með svo látandi bréfi: „Þar sem þér, hr. alþingismaður, hafið á þeim fáu flokksfundum Framsóknarflokksins, er þér sóttuð í byrjun þessa þings, lýst yður and- stæðann skoðun og stefnu flokksins í helztu áhugamálum hans á þessu þingi, þeim er mestu varða sjálfstæði og fjárhag þjóðarinnar, og þar sem þér hafið nú síðast eigi að eins fallizt á skoðun stjórnarflokksins í hraðskeytamálinu, heldur meira að segja gjörzt framsögumaður hans i því máli, þá tilkynnist, yður hér með, að Framsóknarflokkurinn á alþingi 1905 hefir á fundi í dag ályktað, að telja yður eigi leng- ur flokksmann sinn, og er yður þar með vik- ið úr flokknum1'. Jafn fámennur, sem Framsóknarflokkurinn er nú 4 alþingi, er honum auðvitað eptirsjá að hverj- um nýtum manni, er undan merkjum gengur, og freistingarnar til þess, að fylla heldur stjórnar- en andstæðinga-flokkinn óneitanlega ali-miklar um þessar mundir. En það er bótin, að maður kemur í manns stað, og sízt munu framsóknarflokksmenn kvíða því, að eigi skipist nýir menn undir merkin, eins og stjórnarforinu hér á landi er háttað. Framtiðin er vor. Bessastaðir 13. ágúst 1905. Tíðin einatt mjög kaldhryssingsleg, sífelldir norðan-kaldar, en þurrkur nær daglnga, siðan um mánaðamótin. „Ceres44 kom frá útlöndum 7. þ. m., og fer þaðan aptur 13. þ. m. suður um land, í hringferð umhverfis landið. — Með skipinu komu um 40 útlendir ferðamenn, og frá Kaupmannahöfn cand. jur. Ari Jónsson, frú L. Finnhogason, og tvær dætur hennar, cand. theol. Sigvrbjörn A. Gíslason, búfræðiskandidat Guðjón Guðmundsson, verzlun- arstjóri Pétur A. Ólafsson frá Patreksfirði, o. fl. Hollenzlct herskip, „Píet Hein“ að nafni, kom til Reykjavíkur 7. þ. m., og fer þaðan aptur ein- hvern þessara daganna. — Skipshöfnin var 250 menn. „Botnia44 lagði af stað til útlanda 8 ág. „Hólar44 lögðu af stað frá Reykjavík 7. þ. m., suður og austur um land. Slys vildi til í Hafnarfirði 7. þ. m., með því að trédrumbur datt í höfuðið á 3—4 ára gömlu barni, og beið barnið þegar bana. Héraðsdömnr var kveðinn upp í Reykjavík 3. þ. m. í meiðyrðamáli, er forngripavörður Jm Jakobsson hafði höfðað gegn ritstjóra „Ingólfs11, hr. Ben. Sveinssgni, út af ummælum um væut- anlega sendingu forngripa á dönsku nýlendu- sýninguna, og urðu málalokin þau, að ritstjóri „Ingólfs11 var algjörlega sýknaður, og málskostn- aður látinn niður falla, með því að ummælin þóttu ekki ærumeiðandi. „Tryggvi kongur44 lagði af stað til Breiðaflóa og Ýestfjarða 10. þ. m. 50000 K K. fyrir auglýsingar. Sendið 1 kr. 50 a. í póstávísun (ekki frimerkjum) fyrir um- búðir og burðargjald og verða yður þá sendar þessar vörur ókeypis: Kinemato- graf, reiknivél, karlmannshringur úr egta gullmálmi, kvennmannsbringur með rauð- 108 stífni þjóðflokks yðar, og kjósið því fremur, að blæða til dauða, en að beygja yðuru. Meðan Gerald lét dælu þessa ganga, varð hanu æ ákafari og ákafari, og Daníra gerði enga tilraun til þess að grípa fram í, enda var hvert orð talað, sem út úr huga hennar. „Ef til vill hafið þér rétt að mælau, mælti Daníra, eptir litla þögn. „En nú hefi eg kosið, og gat því ekki breytt til, þó að það kosti líf og hamingju“. Þetta sagði Daníra í svo ákveðnum róm, að Gerald sá sér eigi vera. það til neins, að fara að mótmæla, en horfði að eins þegjandi á ungu stúlkuna, á sótugu vegg- ina í herberginu, og annað, sem þar var inni. „Þá verðum við að skilja, sem fjandmenn, því að það er eg í yðar augum“, mælti bann að lokum. „Dan- íra! Á þetta að vera skilnaðar-kveðjan?“ Drættirnir, sem mynduðust kringum munnvikin á Daníru, virtust benda á, að hún ætti i miklu hugarstiíði, og að sorgin myndi buga hana. En þetta var að eins í svip, því að svo var hún þegar orðin jafn hörkuleg, og ákveðin sem fyr. „Hr. Steinacb!“ mælti hún. „Eg er hrædd um, að eg hafi þegar tafið yður of lengi frá því, að gegna skyldu yðar. —- Á jeg að þurfa að minna yður á það? Að lík- indum hafið þér komið hingað, ásamt inönnum yðar, til þess að taka þorpið. — Vér getum enga mótstöðu veitt; — hús þetta er því á yðar valdi!u Gerald kipptist við, og varð nú einnig einbeittari, •og hörkulegri. „Yður skjátlast, ungfrú“, svaraði hann. „Jeg kom ekki hingað með vopnaða menn, heldur til þess að hitta 105 eigum við því að venjast, að herlið komi á heimili vor, þó að það hitti þar eigi annað, en konur og börn til að berjast viðu. „Já, konur og börn, sem áhyggjulaust er skilið ept- ir“, svaraði Gerald, „af þvi að menn vita, að vér ráðum eigi á varnarlaust fólk; en karlmenn yðar, sem vér eig- um í höggi við, sitja hér og hvar fyrir oss í leyniu. „Það er, eins og tíðkast í ófriðiu, svaraði Daníra stuttlega; „þá notar hver þau ráð, sem hann getur“. „En hverir hafa neytt oss út í þenna ófrið?u spurði Gerald. „Yíst er um það, að vór höfum eigi óskað hans heldur er hann sprottinn af því, að þjóð þessi vill eigi hlýða lögum, sem gilda alls staðar annars staðar í ríkinu“. „Hinir frjálsu fjallabúar vilja ekki beygja sig und- ir okiðu, svaraði Danira, „en þér reynið að neyða þá til þess með valdiu. Gerald reiddist auðsjáanlega orðum þessum, þótt hann eigi vildi láta á því bera, því að hann sótroðnaði, og svaraði all-hvasst: „Hervarnarskylduna teljum vér heiður, en eigi ok, enda er það og skylda manna, að gegna henni. — En hér virðast menn eigi vita, hvað skylda er, og því verð- ur að kenna þeim það, og þér getið reitt yður á það, ungfrú góð, að oss skal takast það, enda geri eg ráð fyr- ir, að yður sé kunnugt um siðustu atburðina, og vitið því, að nú má heita, að sóð se þegar fyrir endann á upp- reisninni“. Enda þótt Daníra vissi þetta, og hefði fyrir skömmu látið það í ljósi við Marco Obrevic, vildi hún þó eigi kannast við það í áheyrn Gerald’s, og svaraði því all- þi^ózkulega:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.