Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1912, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1912, Blaðsíða 2
218 ÞJÓÐVILJINN. XXVI., 55. ÞJÓÐVILJINN. Vorð árgangjsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 60 a., erlendis 4 kr. 50 a. ojr i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuid sína fyrir blaðið. þjóðanna —, er að þvi dregur, að skipta skal reitunum, þ. e. landeignum Tyrkja í Norðurálfunni, þótt landeignunum utan Norðurálfunnar fái þeir að líkindum að halda, — sem enn verður þó að vísu alls ekkert fullyrt um. Oss myndi lika þykja það óþarfa fyrir- hyggja, sem vonlegt væn, ef Dariir ætl- uðu að banna að selja sína lotteríseðla hér heima. Hitt er náttúrlega annað mál, að þótt þetta frumvarp strandi, er ekki þar með sagt, að vér ekki fáum lotterí þó seinna verði, ef þeim ákvæðum er kippt burt úr frumvarpinu, sem nú hafa valdið strandi þess. Og út í það skal heldur ekki farið, hve heppileg slík stofnun sé fyrir landið og landsmenn, það fer að sjálfsögðu mikið eptir því hvernig um hnútana er búið. En hitt er víst, að það er leiðinlegt fyrir þingið að hafa samþykkt lög, sem ekki geta öðlast staðfestingu vegna þess að þau stríói á móti rétti annars lands, einkum þó fyrir lagamenn þingsins, þ. e. þá af þeim, sem fylgjandi voru frum- varpinu, og aðal-flutningsmaður að þessu frumvarpi var 1. þingmaður Reykjavík- ur prófessor Lárus H. Bjarnason, sem ein- mitt kennir ríkisrétt við háskólann okk- ar Islendinga. í>að er eðlilegt að leik- menn í lögum, er á þingi sitja fari ekki að gagnrýna formhlið málsins, er slíkur maður er frumvarpsíiytjandi. Sjálfsagt virðist það þó af stjórninni að athuga líka formhlið málsins, þótt hún treysti þeim vel, er málið flytur, því að það er hún, sem koma á málinu á framfæri við konung, og hlýtur alltaf að vera leiðinlegt fyrir hana að mál strandi á mótspyrnu Dana. Allt af einhverjir nógu íllgjarnir til ætla að það sé danskir hags- munir — þótt enginn sé fótur fyrir því eins og víst i þetta sinn — sem látnir séu sitja í fyrirrúmi fyrir íslenzkum hags- munum og valdi það falli málsins, og kenna um slælegri framgöngu íslenzku stjórnarinnar. Auk þess á stjórnin á að skipa sæg hæfra mann, og á því miklu hægra með að rannsaka málin til hlýtar en einstakir þingmenn. Og fynr bæði þjóð og þing er það vansi að mál skuli afgreidd svona óhugsað, þó ekki sé nema að formi til frá lög- gjafarþinginu. Og vonandi verða afdrif lotterílaganna til þess að málin verði betur athugað á þingi eptirleiðis. L. Nobels-verðlaunin 1912. í síðasta nr. blaðs vors gátum vér þess, hverjum veitt hefðu verið Nobels- verðlaunin í læknisfræði í ár. Síðan hefir þetta frétzt, að því er til úthlutunar AoóeA-verðlaunanria kemur: I. Bókmennta-verðlaunin hafa verið veitt þýzkum manni, Gei hm t Haupt- mann að nafni. Hann er fæddur 1862, og er tal- inn annar frægasti sjónleikahöfund- urinn, sem verið hefir á Þýzka- landi á seinni árum; — hinn er Sudeimann (fæddur 1857). Ofriður á Balkanskaganum. v. Síðan getið var tiðinda frá ófriðar- stöðvunum í síðasta nr. blaðs vors, hafa þessi tíðindi borizt, er markverðust eru: Kóleru-drepsóttarinnar hefir orðið vart í Konstantínopel, og orðið þó meiri brögð að í herliði Tyrkja í Tschstaldja-vígjun- um, sýkst þar 6—7 þús., og ýmsir dáið. Kvartað um veikindi að mun í her- liði Tyrkja i Adrianopel, líklega kóleru, og bætist þar ofan á eigi all-lítill vista- skortur. Mælt er, að soldán Tyrkja hafi i huga, að flýja til Litlu-Asíu, til þess að vera eigi í neinni hættu, ef ráðið yrði á KonstantínópeL I smá-bænum Tschataldja — Tschat- aldscha, sem svo mun réttilegar ritað—• reistu Tyrkir víggirðingar all-miklar, árið 1878, og var það gert höfuðborginni. Konstantínopel, til enn frekari trygg- ingar, þar sem bæritni liggur að eins 43 km. fyrir vestan hana. Umsátur um víggirðingar þessar hó fu Búlgarar eigi alls fyrir löngu, en hafa farið þar halloka fyrir Tyrkjum, að því er siðustu fregnir herma. Þá hafa Serbar og náð af Tyrkjum borginni Monastir, en á hinn bóginn varð- ist Adrianopel enn Búlgurum, er síðast fréttist, og eigi höfðu Svartíellingar þá enn náð borginni Skútari. Mjög eru Austurríkismenn sagðir því mótfallnir, að Serbar fái höfn við Adría- hafið, — látast eigi mega annað heyra, en að Albanía fái sjálfstjórn, sé gerð að sjálfstæðu furstadæmi eða því um líkt. Á hinn bóginn eru Rússar sagðir kröf- um Serba mjög hlynntir, hvað sem nú ofan á kann að verða að lokum. Sambandsþjóðirnar á Balkanskagan- um hafa boðið stjórn Tyrkja þá friðar- kosti: ad Iyrkir láti af hendi öll lönd sín í noidur-álfunni, en haldi ad eins Konstantinopel, og nágrenninu þat umhverfis. Þessum friðarkostum hafa Tyrkir á hinn bóginn gjörsamlega hafnað, — geta og enn þótt óíarir þeirra séu orðnar mikl- ar dregið ber að sér úr löndum sínum í Litlu-Asíu, og á Arabalandi. Sambandsþjóðirnar hafa og þegar beð- ið töluvert manntjón í ófriðinum, svo að ekki er að vita, hvernig snýst, ef ófrið- urinn dregst að mun. Þá munu og Tyrkir eigi síður treysta því, að ágreiningur kunni að verða milli stórveldanna — sem og ef til vill milli mótstöðumanna þeirra sjálfra, sambands- Jens prófastur Pálsson. í Gcrðum. Að kvöldi 20. nóv. þ. á., er Jens prófastur Pálsson í Gförðum á Alptanesi var að leggja af stað heim til sín, úr Hafnarfjarðarkaupstað, vildi svo ílla til, að hestnrinn fældist, er hann var að stíga á bak, og drógst prófastur með honum, fastur í öðru istaðinu. Slasaðist hann svo hörmulega, að hann viðbeinsbrotnaði, og rifbrotnaði, — þrjú rifbeinin brotin. Kvað eitt þeirra hafa snortið eitthvað lungun, og bættist það þvi litlu síðar ofan á beinbrotin, að prófastur fékk lungnabólgu. Lá hann síðan riimfastur í Hafnar- firði, í húsum Aug. Flygenring’s alþm., þungt haldinn, unz beinbrotin og veikin drógu hann til bana. Andaðist hann aðfaranóttina 28. nóv. þ. á., — kl. 4 að morgni. Helztu æfi-atnða alþm. Jens heitins Pálssonar mun blað vort geta rnjög bráð- lega. Hið sviplega fráfall hans vekur óefað söknuð hjá öllum, er hann þekktu. Nú mun mega telja áreiðanlegt, að lotterífrumvarp síðast þings öðlíst ekki konungsstaðfestingu að þessu sinni. Mót- spyrnan gegn því svo sterk, að ráðherra muni ekki einu sinni leita á þeim stað- festingar. Mótspyrnan aðallega byggð á því, að frumvarpið gangi inn á danskst ' löggjafarsvið, einkum með því að ákveða, að lotteríið skuli hafa heimilisfang í Dan- mörku, enda virðist það liggja í augum uppi, að slík lagasetning liggi fyrir utan valdsvið hins islenzka löggjafarvalds og heyri danska löggjafarvaldinu einu til. Svo er og um annað ákvæði í frumvarpi þessu, bannið gegn sölu seðlanna í Dan- mörku og nýlendum Dana. Vér gætum bannað að flytja seðlana til útlanda, og ef til vill bannað að flytja þá héðan til Dan- merkur, þótt leyft væri að flytja þá til annara landa, en um það ræður íslenzka löggjafarvaldið engu, hvort selja megi þá þar, þegar þeir eru þangað komnir, því ráða Danir einir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.