Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR 1917. S'o'gbtva Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMi: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor T. J. VOPNI, Business Manauer (Jtanáskrift til blaðsins: THE OOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag, tyaq- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Rlan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Verkamennirnir og stríðið. Margar athugasemdir hafa verið gerðar við mótstðu þá, sem verkamannafélögin hafa sýnt á fundum sínum í verkamannasalnum vikuna sem leið. Og verkamennimir hafa hlotið harðar fodræmingar fyrir hlutleysi sitt eða mótstöðu gegn stríðinu. Bezta svarið, sem hægt er að koma með gegn aðfinningum og ræðum, sem orsakaði þær, er það, að vitna í skrá fallinna hermanna. J?ar sést það glögt, hver afstaða verkamannanna í Canada virkilega er gagnvart stríðinu. Mikinn hluta allra Canadamanna, sem í stríðið hafa farið mynda þeir, sem “neyta síns brauðs í sveita síns andlit- is” á friðartímum, og flest verkamannafélög í Vestur-Canada eiga nú sem stendur fjölda manna sinna í hemum og stríðinu. Jafnvel þótt svo væri, að ræður þær, sem fluttar hafa verið í verkamannasalnum í Winnieg væm virkilega raddir verkamannanna, sem vér efum að sé, þá er það víst, að þar kemur ekki fram vilji og hugs- un canadiskra verkamanna yfir höfuð. Margt af því, sem þar var sagt, var heilagur sannleikur og átti vel við frá pólitísku sjónar- miði.. En sem skýring eða afsökun fyrir því að neita samvinnu við stjómina í stríðsmálum, var það einskis virði. Skylda i öllum þeim efnum, sem stríðið snertir er persónuleg. Enginn getur afsakað sjálf- an sig í skjóli þess, að náungi hans hafi brugðist. Ef hver einasti canadiskur maður hefði hald- io því fram, sem hann áleit vera sitt persónu- eða einstaklings frelsi þangað til alt sem stríðinu til heyrði var orðið alfullkomið, þá hefðum vér ver- ið áhorfendur en ekki hluttakendur enn þann dag í dag oss til eilífrar svívirðingar. pað er fjarlægð vor frá stríðinu og þess vegna ómöguleiki eða öllu heldur viljaleysi vort að skilja hvað stríðið virkilega er, sem veldur þeim mönnum áhyggja, er vita með vissu, hvern- ig í öllu liggur og heyra kallið þegar það kemur. Ef strendur vorar hefðu orðið fyrir skothríð á- rásarskipa; ef ráðist hefði verið á borgir vorar úr loftinu; ef vér gætum á hverjum degi heyrt skotdunur fallbyssanna á vígvellinum, þá væri öðru máli að gegna en er. pá vissum vér það greinilega, að komið væri að því takmarki að vér yrðum að kjósa milli skyldu og eyðileggingar; það er að segja: vér vissum þá, að vér hefðum um ekkert aö velja. Vissulega halda Canadamenn áfram að lifa og láta sem þeim bezt líkar eins og stríðið kæmi þeim ekkert við persónulega. Pólitíski maðurinn telur þetta hyggilegan tíma til pólitískra leikja; gróðamaðurinn til þess að hrúga saman fé; og hinn hlédrægi til þess að hafast ekki að. — Allir eru þeir reiðubúnir með allskonar varnir og af- sakanir. Ef vér gætum sveiflað í burtu öllum undan- færslum og afsökunum og séð sálir hinna trú- föstu Canadamanna, þá fyndum vér hina réttu uppsprettu athafna þeirra í þeirri tilfinningu að þeir standi sig við það að vera eigingjamir sök- um þess, að menn séu í stríðinu sem geti haldið pjóðverjum í skefjum. J7eir skýla sér að baki hins blæðanda Frakklands, píslarvottinn Belgíu, hina hraustu Breta og bandamenn þeirra og einn- ig að baki síns eigin blóðs og beina—bræðra sinna, sem leituðu ekki að afsökunum til þess að geta verið kyrrir heima, heldur að tækifæri til þess að fara austur og framkvæma skyldu sína á stríðsvellinum.—(J7ýtt úr Free Press, 5. Jan.) Þörf á framsýni, Aldrei hefir litið út fyrir eins mikinn bylt- ingaranda í veröldinni og einmitt nú. Aldrei liafa verkamenn og alþýðumenn yf- ir höfuð verið eins ákveðnir í því að lata til sín taka og einmitt nú. Til þess benda öli merki, að eftir stríðið verði sá andi ríkjandi meðal allra þjóða, að stjórnirnar séu þjónar, sem eigi að hlýða þjóð- inni, fremur en herrar hennar, sem hún eigi að beygja sig fyrir. Þetta á þannig að vera og hlýtur sú stefna að verða ofan á um síðir, þótt lengi hafi dregist. 1 fyrri daga voru hin svo kölluðu yfirvöld að engu leyti iiáð vilja þjóðarinnar—hinum sanna insta óhefta vilja. Gamiar venjur og einskonar lagaboð og reglur höfðu svo blindað augu fólks, yfir höfuð að stjórnin var að sjálf- sögðu talin svo að segja óskeikul. Og þótt svo færi stöku sinnum hér og þar að einhverjir fyndu til þess að ekki væri beitt fullkominni sanngirni og þjóðarbúið gengi á tréfótum, þá var það þannig álitið, að engum væri sæmilegt að kvarta né kveina; stjórnin ein hefði voldið, þó hún hefði ekki sanngirnina eða fyirirhyggj- una, og vdldinu yrðu þó allir að lúta þegjandi og hljóðalaust. Þetta breyttist smámsaman. Virðingin fyrir stjórn og valdi breyttist ekki, en menn foru að láta sér skiljast það að stjórnin ienti stundum í þeim höndum sem ekki kunnu með hana að fara. Þessi tilfinning vaknaði fyrst hjá einstök- uin mönnum, eins og allar hreyfingar, og þegar þelr dirfðust að láta hana í ljósi voru þeir ýmist taldir landráðamenn, uppreistarmenn eða eitthvað svipað því. Slík nöfn létu illa í eyrum og sá átti sér lítiUar vægðir von sem um slíkt var kærður. Hefðu menn í þá daga komið fram með þá keDningu að konur ættu að hafa jafnrétti við menn þá hefðu þeir verið hneptir í fangeisi. Hefði þeir haldið fram þjóðeign póstmála hefðu þeir átt ofsókn vísa. Hefði þeir leyft sér að athuga gerðir yfirvaldanna hefði þeiin verið hætta búinn—jafnvel lífshætta. Og þetta er ekki tekið úr lausu lofti; veraldar sagan þögul—óraskanleg, ber því órækt vitni. Lesið hana og sannfærist. 0g það þarf ekki að velja sögu nokkurs sérstaks lands í þessu skyni. Saga allra þjóða á þessa óhreinu bletti. En þetta er alt breytt. Nú er mönnum frjálsa að athuga hina æðstu embættismenn og Og það er satt bezt að segja, að þetta frelsi er oft og víða notað. En það er í þessu sem öðru, að vandratað er meðal hófið. Eftir margra alda kúgun hefir skapast upp reistarandi hjá þjóðinni; eftir stöðug svik og vanrækslu í embættisfærslu hefir komist inn vantraust á þeim er stjórna. Fólkið hefir það á vitundinni að það hafi verið skoðað sem sauðir fremur en mannlegar verur; að það hafi verið rekið og flæmt með hörðum ólum allskonar ólaga og ranglætis og jafnvel sjálft nafnið stjórn hefir fengið ein- kennilegan hljómblæ í eyrum hinna margsærðu og þjökuðu, hljómblæ sem stimplaði þannig meðvitundina að mönnum finst þar vera um eitthvað óhreint og ljótt að ræða sem stjórn er. Hvort sem talað var um stjórn, landstjórn, óstjórn, kúgun eða hnefarétt, þá mátti segja, að það væri í huga fólksins orð með sömu þýðingu. Þegar svo er komið er illa farið. En fólkinu var þetta ekki láandi. Það hafði verið beitt þeim hnefaréttar og heljartökum, sem hlutu fyr eða síðar að skapa þessa skoðun. Og þegar þunginn varð svo ákveðinn hjá hinum mörgu og þjökuðu að allir varnargarðar harðstjórnarinnair svignuðu og skörð brotnuðu í. Þá var tekið til nýrra ráða. þá var farið að bjóða bætur og breytingar; þá urðu hinir háu viljugir að semja og miðla málum. Þeir gerðu sér grein fyrir því þótt seint væri og hægt færi að þeim voru veitt völdin af fólkinu og að þeir gátu ekki hversu fegnir sem þeir vildu—haldið þeim, án samþykkis þess. Nokurs konar andlegur kaðaldráttur hafði farið fram um langan tíma milli harðstjóranna og fólksins og þegar hinir fyrnefndu fundu sér lófa sárna, þá voru þeir loksins tilleiðanlegri að koma svo nálægt alþýðunni að orðum yrði skifst á. Og svo hafa bætur og breytingar haldið áfram í öllum löndum. Alþýðan hefir tekið meira og meira af vaidinu í sínar hendur. Stjórnirnalr eru nú ekki lengur skoðaðar yfir fólkinu yfirleitt, heldur sem þjónar þess er framkvæma eigi vil ja þess og hlýða boðum þess. Hvenær sem stjórnin svíkst um þá háleitu skyldu getur fólkið með sameinuðum atkvæðum rekið hana eins og hvem annan ótrúan þjón og ráðið aðra. Svona er það og svona á það að vera. 1 þessu skyni hafa verið fundiin upp mörg ráð— margar aðferðir til þess að tryggja það að stjórnin gæti ekki unnið gagnstætt vilja og ósk- um þjóðarinnar. Eitt af því er bein iöggjöf. Ekkert er til í stjórnarfari nokkurrar þjóð- ara sem eins áhrifamikið vopn getur reynst í höndum sjálfstæðrar og skynigæddrar þjóðar og bt ín löggjöf. Þar sem hún er öll í gildi heimilar hún fóik- inu að krefjast þess að stjómin — vinnumenn þcss—verði að semja þau lög er það telur sér nauðsynleg. það getur einnig í skjóli beinnar löggjafar komið í veg fyrir að ótrú eða þrællynd eða óráðvönd stjóim geti gert það að iögum á móti þjóðinni sem tii óheilla megi verða. Og með beinni löggjöf, þegar liún er öll komin á, getur þjóðin rekið þá einstöku þingmenn er illa reynast; hún getur kallað þá aftur frá stöðu sinni, og sett aðra sem hún treystir betur í stað þeirra. Þegar þess er gætt í fyrsta lagi að bein löggjöf er sem ómótstæðilegt afl í höndum þjóð- arinnar, þegar þess er gætt hversu mikil trygg- ing það er fyrir því að ekki sé þrengt bölfun í lagaformi upp á þjóðina af hennar eigin þjón- um og þegar þess er gætt að fólkið fær þar vald ekki aðeins til þess að biðja um að þau lög séu samin sem það vill hafa heldur að krefjast þeirra og samþykkja þau sjálft, og þegar þess er gætt, að það þarf ekki að druslast í heilt kjörtímabil með þær hræður í embætti og á þingi, sem til einskis reynast eða pínast undir óvirðingðarkrossi fyrir þá sök, að fulltrúi hafi í þingi gert kjördæmi smán með framferði sínu, án þess að hægt sé að losna við hana. Þegar þetta er alt athugað og hitt um leið, að vér erum að fá þessum lögum framgengt hér í landi, þá er talsvert farið að rofa til eftir það svartnætti, sem hér hefir ríkt. En þá kem- ur eitt til athugunar, og það er aðal atriðið, sem vér viljum benda á. 1 ár hafa verið gerðar ýmsar samþyktir um það, að verkamanna- og bændaflokkarnir í landinu sameinuðu sig gegn báðum hinum nú- verandi flokkum við næstu kosningu. Af þessu gæti í vorum augum stafað stór- kostleg hætta að einu leyti. Það eru einmitt bændurnir og verkamennirnir, sem mestu ættu að ráða hér í landi. Þeir eru ekki einungis lang- fjölmennastir, heldur einnig lang nytsamastir. En hvað gæti stafað af þeirri stefnu, sem á var minst? Vér erum einmit nú sem óðast að fá í gegn liinar allra mikilvægustu umbætur í öllum efn- um. Þær hafa aldrei verið eins margar og stórar og nú, og aldrei hefir litið út fyrir að auðveldara yrði að halda áfram í sömu átt en nú. En hvað er það, sem alþýðunni verður oftast að fótakefli, og er að nokkru leyti nú? Það er skortur á samtökum og framsýni. Auðvaldið er á glóðum. Það sér það og veit, að geti það ekki með einhverju móti haldið áhrifum alþýðunnar í skefjum, þá eru dagar þess taldir. Og hver hefir oftast verið aðferðin til þess að dreifa áhrifum alþýðunnar og koma háu spilunum í hendur hinum voldugu? Það hefir verið gert með því að kljúfa alþýðuna sjálfa í sem flesta parta og skera sjálfa sig á háls. Vér mintumst á það, að til tals hefði komið meðal bænda og verkamanna að mynda sérstak- an flokk. Hugmyndin er að sjálfsögðu heil- brigð og góð. En getur hún ekki orðið þeim til falls ? Er það ekki líklegt, að slíkt yrði einung- is til þess að dreifa. Fram á það hefir verið sýnt, að erki óvin- ur bændanna er conservatívi flokkurinn. Hann hefir haft það svo að segja eingöngu að mark- miði sínu, að þjaka kjörum bændanna með ok- urtollum og ólögum. Aldrei í sögu nokkurs lands hefir önnur eins byrði verið lögð á herð- ar bændum og Borden-stjórnin hefir gert þessi fáu ár, sem hún hefir setið að völdum. Og hér er alls ekki átt við þann kostnað, sem óhjá- kvæmilega hefir verið í sambandi við stríðið. Liberal flokkurinn aftur á móti er þeirri stefnu hlvntur, sem . bændur fylgja fram og virðist því eðlilegast, að þeiir tækju höndum saman við hann. Hitt, að þeirra flokkur fari til kosninga, er ef til vill mjög ísjárvert. Það hefði þær óhjákvæmilegu afleiðingar, að sá partur þjóðarinnar, sem er frjálslyndur og andstæður kúgun, yrði tvískiftur, en að auðvaldið og kúgunarvaldið í Jandinu yrði sam- einað og óskift. Þessi hreyfing—eins lofsverð og hún er í sjálfri sér-—gæti því beinlínis orðið steinn í götu allra umbóta. Hún gæti blátt áfram orðið til þess að bjarga og halda við þeirri stefnu, sem bændurnir og verkamennirnir vildu sem fyrst úr vegi. Oss virðist önnur aðferð miklu hugkvæm- ari og eðlilegri. Bændur, verkamenn og sið- bótamenn eiga að búa til ákveðnar kröfur, sem þeir*íeggi fram fyrir flokkana og heimti að þeir taki upp á stefnuskrá sína. Segjum til dæmis, að þeir kæmu sér sam- ai um þessi atriði: 1. Algert vínbann í Canada. 2. Afnám allra tolla af korni og akuryrkju verkfærum. 3. Algert jafnrétti kvenna í öllu ríkinu. 4. Beina löggjöf í öllum liðum. Og fleira gætu þeir beðið um, ef þeim sýndist; en fengist þesssar umbætur allar, þá er með þeim hægt að fá hvað sem þjóðin krefst. Sumir segja ef til vill, að flokkarnir lofi en efni miður. Því skal ekki neitað, að mörg hafa loforðin verið svikin, en á eitt skal bent, og það er þetta: Sú stjórn, Sem nú situr að völdum, í Mani- toba, lofaði ákveðnum endurbótum fyrir kosn- ingarnar, og svo rækilega gekk hún að verki, að á fyrsta löggjafarþingi, sem saman kom eftir að hún komst að völdum, voru bókstaflega af- greidd sem lög öll þau mál, er hún hafði löfað. Eru þetta gleðileg tákn tímanna og bend- ing þess, að til séu ærlegir menn í stjórnmálum þrátt fyrir alt og alt. Hefði þriðji flokkurinn farið á stúfana hér í Manitoba 1915 með siðbótakröfur þær, sem hér er um að ræða, t.. d. kvenréttindi, beina löggjöf, vínbann o.s.frv., þá hefði hann nú haft nokkra menn á þingi, liberalar nokkra, en báðir ef til vill orðið svo veikir, að þeir hefðu verið ofurliði bornir af afturhaldsfloknum og siðbætumar því ekki komist á. Þetta atriði er alvarlegt og hefir aldrei verið alvarlegra en nú. Aðferð auðvalds og kúg- unarvalds hefir ávalt verið sú, að reyna að skifta þeim í smádeildir, sem fyrir umbótum berjast, til þess að baráttan hlyti að verða á- rangurslítil, þar sem hver höndin væri upp á á móti annari og kraftar umbótamannanna færu til þess að vinna hver bug á öðrum. Frjálslyndi flokkurinn og bændur landsins hafa svo mikið sameiginlegt, að þeir ættu að geta tekið höndum saman í fullkominni einging. Og það er skaði ef þeir verða tvískiftir við næstu kosningar gegn okurtollum og ánauðar- valdi. Þá er báðum sigurvopn úr hendi slegin, en óheillavöldum landsins veittur styrkur. í þessum efnum er þörf á framsýni. THE DOMINION BANK STOFNSETTUIi 1871 HöfuðstóU borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignlr . .............. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Brancb—W. M. HAMH/TON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BURGEK, Manafw. Bókmentir. Eg veit þið finnið færra’ er geng- ur öfugt, Ot um vötn eg velli. fFrh.) í kvæðinu “Um nótt” telur sikáld- ið upp margft það, sem honum fell- ur miður í geS, vildi fá breytt, ef kostur væri; eru það eigi alllitlar umbrotabylgjur, sem þar koma í ljós. Þar er þetta erindi: “Mér býöur við svölum og súln- anna portinu, selt get eg upp yfir kaupstaðar gortinu, dekrinu, smjaðrinu, Ihampandi húfunum, hneigingum, beygingum, stór- skulda-búunum, verzlunar lýginni, rogginu ramb- inu, rótseiigjri fégirni, uppskafnings- drambinu, lánsviknum réttum í háreistu höllunum, hringlinu, glamrinu í máltíða- bjöllunum, hálærðum flónum í hugsjóna grynningu, hjartanu, sálinni i vatnsblárri þynningu.” Heimsádeilukvæði svipuð þessu eru til og frá í bókinni, þótt óvíða sé jafnmörgu lýst í senn.' Til dæmis kastar hann ónota hnútu að stjóm landsins í vísu þessari: “Við trauðlega því trúa mundum, ef teldist það ei satt að vera, hve okkar fé vill festast stundum við fingumar hins opinbera.” Petta er góð vísa, en sá er þó galli á, að í próförkinni hefir þess ékki verið gætt, að leiðrétta orðið “fingumar”, sem auðvitað á að vera fingurna. Fingur er karl- kyns og er í þessu falli eins og vetur og fætur, á að vera veturna, fœturna og fingurna. Fólki sem ekki kann málfræði, er hætt við að skrifa fingurnar o.s.frv. en það er með öllu rangt. Þetta er ekki skáldinu að kenna. Þá er þessi vísa ágæt í Ujóða- bréfi til séra Rögnvaldar Péturs- sonar: “Hér er alt sem aflið gaf andans frægstu ljónum, enginn tollur tekinn af tönnum eða klónum:” Ef þarna er ekki sagt i fám orðum frá aðförum landstjórnarinnar, þá höfum vér aldrei heyrt henni lýst. En þó finst oss bezt allra erinda í þessum anda hjá höf. þetta í kvæðinu “til byltinyaskálds”: “Þú átt ekki án leyfis að anda, þú átt ekki að lifa sem frjáls, eða verk þinna vinnandi handa skal verða þér sjálfum til táls; iþú átt ekíki, mátt ekki unna í óð þínum degi né sól— þig skal þyrsta við þomaða brunna, þú skalt þreytast við einangurs rót.” Ef hér er ekki hægt að sjá sanna mvnd úr mannlífinu, þá er hún hvergi til Eins og flest önnur skáld, hefir Kristinn veirið einlægur ættjarðar- vinur. Yrkir hann bæði heil kvæði sem því lýsa og auk þess gægist það fram í línum og á milli lína í almennum kvæðum. Jafnvel þeg- ar hann yrkir um Canada, minnist ihann ættjarðar sinnar og segir: “Fóstra, þú sem lýðinn hingað lokkar, leitarmenn að þínuon nægtasjóð, þú átt að eins helming ástar okkar, ekki meira, þótt þú sért oss góð.” Skáldið lýsir hér sinni hlýju til- finningu til þessa lands, sem er og verður fóstra vor að eins, en móðir- in er ættjörðin. Eða þessi vísa; þar er auðiheyrt að íslenzk hlýja hefir vermt huga skáldsins: “Vorið úti, og íslenzk þrá inst í huga mínum, finn eg vængi unga á enn i fórum sínum.” Tvö erindi í kvæði til Skafta Brynjólfsosnar og konu hans þegar þau fóru heim, eru einstaklega fög- ur og þrungin af ættjarðarást. Þau ieru þannig: en fjúksagnanna orðasveimur ber, og fleira, sem er stórt og gott og göfugt, er grunur minn, í f jarlægðinni hér, og lifið ekki eins hörkufult osr höfugt, og hræðslukenda vaniþekkingin sér.” Og berið okkar kveðju foldu frera. ■—Hið fjarra sikýrist, móðan óðtim dvín.— Er Rán og Ægir vestur vini bera, á vegi margra sólargeisli skín. Og megi ísland alla daga vera sem árdags Ijós á vegi bama sín. í kvæðinu “ísland vestan hafs” finnur skáldið sárt til þess ihvað vér höfum mist í hvaða voða þjóð- erni vort er. Þar segir höf. meðai annars: “Og enskurinn segir: “Þið sjáið vor spor, og sólskinið kringum þau glaðna; við byggingaskrautið og blómlönd- in vor öH bláfjöllin ísl'enzku hjaðna; og sólskríkja og lóa er létt á vor met, er leggjum á vogina nautin, og hvað er það yndi, sem æskunni hét mót akursins, fjallshliðar lautin!” Þieir ætla sér vegsemd og virðing að fá, og völd hinir metorða sjúku; og við getum orðið hin staktíndu strá und stéljum i hreiörunum mjúku. Hvort mun það ei ásjáleg örlaga- rún og ástúölegt til þess að hyggja, að kúra þar niðri á kafi í dún og kannske undir fúleggjum liggja. En við, þessir einrænu útleiða menn, þá óttuljós vaka’ yfir straumi, við sitjum þar ihljóðir og hrifnir enn í heimalands Jónsvökudraumi. Við finnum að heimilið okkar iþar er, með æskunnar hugsjónir, sporin, og minningin heim þangað hugina ber, sem hafrænan þrestina á vorin. Vér leggjum í ylblæinn austur um ver vor orðlausu kvæðin og ræður, er sólhöndum tárhreinum sægol- an fer um systumar okkar og bræður. Vér eigum í brjóstunum uj>p- sprettulind og ársikin á snæfjalla gárum. Hún hverfur oss aldrei úr minn- um sú mynd, sem með oss að iheman vér bár- 11tM 1) Leðurblakan. Flestir kannast við æfintýrið um leöurblökuna. Það er þannig að fuglarnir áttu í deilui við hin dýrin. Þau kölluðu l'eðurblökuna til vitnis og fuglarnir gerðu það sama. Þeg- ar 'húti kom fram fyrir fuglana tal- aði hún illa um hin dýrin, en þegar ihún var hjá hinum dýrilnum talaði ihún illa um fuglana. Þegar hún var loksins neydd til að koma fram þar sem hvorttveggja var, vissi hún ekki hvað hún átti að segja, því hún vildi vera á móti báðum og með báðum; hún vildi láta fuglana halda að hún væri þeim trú og hún vildi láta hin dýrin halda að hún væri vinur þeirra. En svo komst hún í bobba; alt komst upp og hvorttveggja fékk skömm á henni. Þess vegna er það að hún ferðast aldrei um nema í hálfdimmu og heyrir hvorki til fuglunum beinlínis né neinum öðr- um dýrum. Hún bæði flýgur og gengur og skríður, en öðruvisi en öll ihin dýrin. Þau ráku hana öll í burtu. Ekki hefi eg getað að því gert stundum, að mér hefir dottið þetta einkennilega dýr í hug, þegar eg hefi hlustað á Rögnvald Pétursson og lesið þaö sem hann skrifar. Eáir menn hér fara smánarlegri orðum um menningartilraunir Skamm degis-f rost Utan harka af eySimörku Isa-vetrar, heim aö setrum Brunar, myrkra-morðum vönust, Menn og fénað inni aö brenna. Frostnum hækli á kulda-kræklu, Kælir glóð í arin-hlóðum, Spyrnir innúr hverju homi Hé!u-iljum gegnum þiljur. 23. desember 1916. Stephan G. Stephansson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.