Lögberg - 10.01.1918, Page 3

Lögberg - 10.01.1918, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Og hvar er svo faSir þinn ?” sagði hún, áður en hún gaf sér tíma til að taka kveðju Jönu, og harkan í rödd hennar sagði Jönu, að henni mislík- aði eitthvað. “Pabbi er famnn til Chesney Oaks, frænka”, svaraði Jana, bíðandi þolinmóð eftir kveðj ukossin- um. “Hann fór Héðan í morgun”. “Já, það sagði vinnukonan þín mér rétt núna”, svaraði lafði Oakbum. “Og eg hefði gaman af að vita hvað það á að þýða, að flækjast um landið án ákveðins áforms? Hvað kom honum til að þjóta strax af stað aftur, leyfi eg mér að spyrja?” “Pabbi kom að eins heim til þess, að segja mér frá áformum sínum og hvað eg ættí að gera”, sagði Jana í afsakandi róm, sem venjan frá æsku hafði gert að eðli hennar. “Hann var hér að eins tvær nætur og einn dag”. Greifaekkjan gekk beint að hægindastól í* samkomusalnum, dró hann að ofninum og settist á hann, kysti Lucy, sem kom hlaupandi til hennar, tók af sér hattinn og rétti Jönu hann, svo hún gæti lagt hann afsíðis. Hún var mjög gremjuleg að útliti. “Eg kom til Great Wennock í gærkveldi á leið minni til Ohesney Oaks, nam þar staðar og svaf þar í nótt. pað fyrsta sem eg gerði í morgun, var að láta símrita til Chesney Oaks til þess að fá að vita hvort jarlinn væri þar — hann faðir þinn. Fyrir stundu síðan fékk eg svarið: “Jarlinn er í Cedar Lodge, South Wennock’, og eg bað strax um póstvagn; nú, þegar eg kem hingað, þá gríp eg í tómt, hann er farinn”. “Mér þykir þetta mjög leitt, frænka”, sagði Jana. “Ef þú hefðir komið í gær, frænka, þá hefð- ir þú fundið hann hér”. “pað er alveg nauðsynlegt að eg fái að tala við hann, Jana. pað þarf að gera umbreytingar á Chesney Oaks, og eg vil hafa heimild til að taka þátt í þeirri ráðagerð. Thoms! Hvar er Thoms ?” Hún þaut á fætur úr sæti sínu og opnaði stof u- dyrnar, og þá kom þjónn hennar í ljóe. Hvað hefir þú gert við vagninn?” spurði hún. “Hann er kyr úti fyrir, lafði”. “Gott. Láttu hann bíða. Og nú, Jana, ef þú hefir eina köku og glas af víni að gefa mér, skal e& þig'&ia það; því eg ætla að fara til Chesney'Oks eins fljótt og eg get. Ein sneið af smurðu brauði er nógu góð, ef þú hefir enga köku”. Jana útvegaði henni hressinguna undir eins. V ið urðum svo hrygg, frænka Oakburn, þegar við fréttum dauða jarlsins”, sagði hún, “eins og við urðum það við að heyra um dauða ungu greifainn- unnar. Hana þektum við ekki; en lávarð Oakburn „__ __>> “Hættu, Jana” — þessi orð voru töluð með svo einkennilega lágum róm, alveg gagnstætt því er hún áður hafði sagt. “Hann var sonarsonur uiinn, eg elskaði hann vegna hins framliðna föður hans; en hann er farinn og eg vil ógjaman tala um hann oftar. Hann er farinn, hann er farinn”. Jana rauf ekki þögnina, en lafði Oakbum var ekki sú pei*sóna, sem eyddi tímanum til gagns- lausra geðshræringa. Hún neytti kökunnar sinn- ar með hraða, drakk vínið og kallaði á Lucy til að taka við glasinu og láta það á borðið. “Hver eru áform föður þíns, Jana? Hvað hugsar hann sér að gera við Chesney Oaks, Hann er ekki nógu ríkur til að geta búið þar”. / ‘Eg held að hann ætli sér að leigja öðrum það, frænka”. ‘Leigja öðrum það? Leigja Chesney Oaks? Pað skal hann aldrei gera”. Hvað annað getur hanp gert? Eins og þú segir sjálf, frænka, þá er hann ekki nógu ríkur til að búa þar, og það er ekki hyggilegt að láta það standa autt og eyðileggjast fýrir tímann, af því enginn býr þar”. Lafði Oakbum lyfti upp hendinni.(“Að hugsa sér að hann skuli vera orðinn erfingi! Sjómaður- inn Frank! Eg hefi aldrei á æfi minni haldið að það gæti komið fyrir”. “Gg eg segi það satt, að okkur datt það aldrei í hug, frænka”, svaraði Jana. “Kvað ætlið þið að taka ykkur fyrir? pið v iljiö væntanlega ekki vera hér mikið lengur?” “Við förum héðan að viku liðinni til pabba í Chesney Oaks. paðan held eg að við förum til London og setjumst þar að”. ‘pað er hyggilegasta áformið”, sagði lafði lakbuni og kinkaði kolli. “London er bezti stað- urinn, ef þið getið ekki búið í Chesney Oaks. En ^ rank skal aldrei leigja það öðrum. Hvað ætlið þið að gera við húsmunina?” bætti hún við og leit a lelegu stólana og borðið. “peir em ekki viðeig- andi fyrir ykkur nú”. Við höfum ráð á húsinu nokkum tíma enn þa ; það var leigt til þriggja ára. Pabbi segist vu.ia leigja það með húsmununum. “Hvað er með Lauru ?” Jönu varð allbilt við þessa spurningu og leit 1,1 jarðar. pað var enn verra að tala við lafði Oakbum um Lauru heldur en við föðurinn. “pað var mjög sorglegt • tilfelli fyrir okkur svaraði hún. “Var hún brjáluð?” “Hún var mjög grunnhyggin”, svarnði Jana. “Grunnhyggin ?” endurtók gamla konan æst. Pú kallar slíka breytni að eins grunnhygni. Hvar hefir þú lært hegðun og lifnaðarháttu, lafði Jana?” Jana svaraði engu. “Hvers konar maður er hann, þessi Carlton ? Eins konar ófreskja?” “Að útliti til ekki”, svaraði Jana, og hefði umtalsefnið ekki verið eins alvarlegt, hefði hún ef- laust brosað. “Mér geðjaðist ekki að honum; og þótti þessi ógæfusama tilviljun hefði ekki átt sér stað, hefði eg alls ekki getað liðið hann. pau komu til baka í gærkveldi og voru aftur gift í morgun, eftir því sem eg hefi heyrt”, bætti hún við um leið og hún lækkaði röddina. “Eg er hrædd um að Laura muni iðrast eftir þetta”. “pað er vonandi að hún geri það”, sagði greifaekkjan með þeirri rödd, sem lávarði Oakbum mundi hafa líkað vel. “Eg sá nýlega þessa ungu lafði mína”. “Sást þú hana, frænka?” “Já, það gerði eg”, sagði lafði Oakbum, “og hún sá mig. Hún stóð við glugga í húsi, sem eg ók fram hjá, líklega Carltons. Taktu eftir því, sem eg segji, Jana, hún mun iðrast þessa; þessi stroku hjónabönd verða aldrei gæfurík. Hvar er Clarice ?” pessi spuming kom eins skyndilega og sú um Lauru. Jana leit upp og roðnaði af geðshræringu. “Hún er að líkindum þar sem hún áður var, lafði Oakbum”. “Og hvar er það? pú getur sagt mér frá allri hegðan hennar, síðan hún yfirgaf heimilið”. pað var raunar niðurlægjandi af gömlu kon- unni að leyfa þetta, þegar þess er gætt, að síðan Clarice yfirgaf heimili sitt, hafði hún aldrei leyft Jönu að minnast á hana í neinu af bréfum sínum. “pað er ekki mikið, sem eg get sagt þér um hana, frænka”, sagði Jana. “pú veizt að hún lét okkur með fáum orðum vita, að hún hefði fengið kennarastöðu í nánd við Hydepark--------” Og að hún hefði tekið sér falskt nafn” greip gamla konan fram í beizkjulega. /‘Já, eg veit. það. Haltu áfram”. “Að hún hefði breytt nafni sinu”, sagði Jana, sem sárnaði að heyra þessum viðburði lýst blátt áfram. “En hún. bað um að bréfin sín bæru utanáskriftina ‘ungfrú Chesney’; þess vegna finst mér að hún muni ekki hafa alveg slept sínu rétta nafni”. “Hver myndi vilja skrifa henni, leyfi eg mér að spyrja?” “pað gerði eg”, sagði Jana. “Mér fanst það réttara, að við skyldum ekki öll yfirgefa hana —” Yfirgefa hana!” greip gamla konan fram í aftur. “Mér finst það hafa verið hún, sem yfir- gaf okkur”. \ “Nú, jæja — já, það var auðvitað hún; en þú skilur eflaust hvað eg á við, frænka. Eg skriíaði henni stöku sinnum, og fékk aftur bréf frá henni. pað bannaði pabbi aldrei”. “Og hvað sagði hún í bréfum sínum ?” “Ekki mjög mikið; þau voru oftast stutt. Eg held hún hafi aðallega skrifað þau til þess, að láta mig vita að hún væri lifandi og að sér liði vel. Hún sagðj_ mér ekkert sérstakt um fjölskylduna sem hún vann hjá; en hún sagði mér að sér liðl eins vel þar, eins og hún byggist við að geta fengið það, hvar sem hún væri annarsstaðar. En eg hefi ekki heyrt neitt frá henni, síðan í byrjun þessa árs, og það gerir mig órólega. Tvö síðustu bréfin mín hafa ekki framleitt neitt svar, og það voru þó bréf sem kröfðust þess”. “Hún kemur heim”, sagði gamla konan, “þú skalt fá að sjá að hún kemur heim”. “Eg vildi að eg mætti trúa því”, sváraði Jana. “En þegar eg hugsa um hinn sjálfvirðingarríka og sjálfstæða hugsunarhátt hennar, læðist sú sannfæring inn hjá mér, að hún muni ekki stíga fyrsta sporið. Hún býst við að þabbi stígi það”. “Hún skyldi þá fá að bíða mín vegna, ef eg væri faðir hennar”, sagði greifaekkjan hörkulega, um leið og hún stóð upp og lét á sig hattinn sinn”. “Ef hún hefir ekki meiri hugsun um hvað sæmir sig fyrir jarlinn af Oakburn og hana sjálfa, sem lafði Oakbum, en að þramma út í heiminn til að veita bömum tilsögn, þá skyldi eg lofa henni að eiga sig, þangað til hún áttar sig betur á því, sem er viðeigandi”. næstum því sömu orðin, sem jarlinn hafði talað nokkrum stundum áður. Og hin gamla greifa- inna af Oakbum endurtók þau, þegar hún kvaddi frænku sína, og þaut af stað jafn skyndilega og hún var komin. IV. KAPÍTULI. Ungfrú Lethwait. Jarlinn af Oakburn og lafði Chesney sátu í skrautlegu viðtalsherbergi í Portland Place. petta var um miðju júnímánaðar og árstími London skemtananna stóð sem hæst. Allan maímánuð hafði lávarður Oakburn og dætur hans verið í Chesney Oaks; hann hafði nú leigt þetta hús með húsmunum til þriggja mánaða. Chesney Oaks var auglýst til leigu; hver sá, sem vildi borga leig- una fyrir það, gat fengið það, og greifaekkjan varð næstum óð af reiði, þegar hún las auglýsing- una í fyrsta skifti, fór og heimsótti jarlinn og lét gremjuorð sín rigna yfir hann, um leið og hún spurði hann, hvort hann hefði í huga að svívirða fjölskyldu sína. Jarlinn svaraði henni, að hann væri fyllilega fær um það, og svo hélt rifrildið á- fram í nokkrar mínútur; hvorugt þeirra vildi undan láta. En jarlinn hafði réttinn sín megin; ef efni hans voru ekki nægileg til að geta búið í Chesney Oaks, þá var betra að hann leigði það, en að láta það verða að rústum af því að enginn byggi þar. Chesney Oaks var því auglýst til leigu, og gamla lafði Oakburn sagði frænda sínum, að hann verðskuldaði að eyru hans væri vermd, að hún skyldi aldrei fyrirgefa honum þetta, og að því búnu fór hún heim aftur til heimilis síns í Kens- ington Gardens. Og jarlinn óskaði þess af ein- lægni, að hún gæti aldrei losnað þaðan aftur til að koma og kvelja sig. pað vr sannarlega enginn fátækari jarl til í hinu brezka ríki heldur en hinn nýi jarl af Oak- buni; en fyrir honum og Jönu var þessi fátækt sem auður og alls nægtir. Hreinar tekjur hans voru liðug þrjú þúsund pund um árið; og að því er leiguna snerti, sem hann bjóst við að fá fyrir Chesney Oaks, þá mundi hún endast til að halda staðnum í bærilegu ásigkomulagi. Engar stórar jai’ðeignir heyrðu til Chesney Oaks. Byggingin var góð, og garðamir, sem voru í kring um hana voru sérlega snotrir ; en slíkt veitir litlar tekjur Húsmunimir í Chesney Oaks voru sérstök eign hins framliðna jarls og gengu því til ömmu hans, gömlu greifaekkjunnar. Hefði jarlinn, sem nú var, geðjast henni, það er að segja, hefði hann ekki móðgað hana með því að auglýsa staðinn til leigu, hefði hún væntanlega gefið honum þá; því hún var gjafmild þegar henni þóknaðist það; en þegar hún vissi að leigja átti staðinn, skipaði hún i reiði sinni að flytja húsmunina út, og var það undir eins gert. “Eg vil ekki skilja þar eftir eina tréflís né smástein”, sagði hún við lávarð Oakbum, þegar þau voru að rífast, eins og áður er getið. “Eg vil ekki nota neitt, sem þér kynni að detta í hug að skilja þar eftir”, svaraði jarlinn æstur, “og því fyr sem hlutimir fara, því betra”. Húsið var í aðdáanlega góðu ásigkomulagi; ungi jarlinn hafði endurbætt það og prýtt fyrir liðugu ári síðan. þegar hann gifti sig. Húsmunina misti því lávarð- ur Oakbum, sem hann máske með lipurri kænsku er honum var ómögulegt að beita, hefði getað haldið; greifaekkjan skifti þeim á meðal dætra sinna, sem voru of velmegandi til þess, að skeyta hið minsta um þá. Fjórtán dögum eftir að Chesney Oaks var auglýst til sölu, gerði hinn fyrsti leigjandi vart við sig. pað var Sir James Marden, hann var ný- kominn aftur til Evrópu eftir langa dvöl í Aust- urlöndum, og hafði beðið bróður sinn, ofursta Marden, að leigja viðeigandi bústað handa sér. pað var eðlilegt að ofurstinn vildi útvega bróður sínum bústað í nánd við sitt eigið heimili; hann átti heima í Pembury, og Chesney Oaks leit út fyrir að vera hinn rétti og hentugasti staður. Og samningamir um það gegnu prýðilega vel. Jarlinn sat nú og talaði um þetta við Jönu. Hann var alls ekki ósanngjarn að eiga við sem eiganda. Hann var að upplagi gjafmildur og gat ekki skorið við nögl sér hvorki pence, shillings né pund, sem svo mörgum öðram var auðvelt. Alt sem hann gerði, í hvaða viðskiftum sem hann átti var gert blátt áfram og eins hreinskilislega og menn geta hugsað sér. par sem flestir mundu hafa kosið að fá sér milligöngumann til að ráða fram úr þessu, þá kom jarlinum slíkt ekki til hug- ar. Hann skrifaði sjálfur auglýsinguna og lét undir hana nafn sitt og áritun, svo að menn gætu snúið sér til hans. Einu sinni eða tvisvar hafði hann og ofursti Morden talast við, ofurstinn var í borginni meðLf jölskyldu sína þessa daga, og dag- inn fyrir þenna morgun, sem jarlinn og dóttir hans sátu saman og töluðu um Chesney Oaks, hafði frú ' Marden heimsótt Jönu í fyrsta skifti, og þær höfðu við þenna sinn fyrsta samfund kunnað mjög vel hvor við aðra. Jana sagði föðu? sínum, að hún hefði lofað frú Marden að fara með henni á söng- samkomu fyrri hluta þessa dags. Jana var í sorgarbúningi; fallegum svörtum kjól úr þunnum dúk með breiðar, bylgjulagaðar fellingar. Hún var kyrlát og tilgerðarlaus eins og hún var vön að vera, en svipurinn á andliti hennar var rólegur, sem bar vott um hugarfrið. Hið núverandi líf þeirra var sönn hvíldarhöfn fyrir luna kvíðaríku og þreyttu Jönu, sem heimil- isvandræðin sökum fátæktarinnar höfðu ollað henni, og hugmyndirnar, sem Jana Chesney hafði gert sér, sýndust nú vera meira en fullkomnaðar; hugmyndir, sem hún hafði gert sér vegna föður síns en ekki fyrir sjálfa sig, og þær höfðu ræst á þann hátt og svo stórkostlega, að Jönu hafði al- drei grunað slíkt. Hann gat nú verið rólegur það sem eftir var af æfinni, og það var ekkert annað sem hún gat óskað sér. Jana ásetti sér að sneyða sig hjáfélagslífinu, nema þegar hann var í klúbbn- um sínum eða í þinginu; áður kölluðu heimilis- skyldurnar og uppeldi Lucy hana jafnaðarlega frá hlið föður síns, en nú skyldi það verða öðruvísi. Ekkert félagslegt aðdráttarafl, engar skemtanir eða hið glaðlynda fólk annarstaðar skyldi tæla Jönu frá honum; hún ætlaði á ókomna tímanum að vera föður sínum til skemtunar, reyna að gera honum stundimar þægilegar, sjá um, að öllu væri vel komið fyrir á heimili hans. Aldrei hefir ef til vill nokkur faðir verið heitar elskaður en þessi var af Jönu Chesney, og sem ráðskona á hans nú skrautlega heimili, og ráðandi yfir sínum eigin tíma, sem hún ætlaði að verja til gagns og skemt- unar, virtist henni að hún hefði fullkomnað hug- sjónir sínar. pó að Jana talaði við föður sinn um Chesney Oaks og Sir James væntanlegu ábúð þess, hugsaði hún jafnframt um annað. Hún var að hugsa um að fá kenslukonu handa Lucy; það er að segja, hún var að spyrja sig fyrir um slíka, og daginn áður hafði frú Marden minst á stúlku, sem væri að leita að nýju plássi. pað leit út fyrir að vera persóna sem Jana áleit að væri vel hæf. “Ertu alveg viss um það pabbi, að þú sért ekki lengur mótfallinn því, að taka kenslukonu í húsið?” sagði Jana við hann, þegar samtalið þagn- aði um stund. Jarlinn hafði nefnilega sagt, þegar Jana í fyrsta skifti bar þessa uppástungu upp fyr- ir honum, að hann vildi enga ókunna stúlku hafa í húsinu, sem kynni að amast við venjum hans, og og hann hafði með ánægju slakað til í þessu efni, þegar Jana fullvissaði hann um, að til þess skyldi enginn kvennkennari fá leyfi. “Hefi eg ekki sagt það?” svaraði jarlinn gramur; hann hafði enn ekki gleymt að vera bráð- lyndur og önugur. “Hvers vegna spyr þú um þetta?” , “Af því frú Marden sagði mér frá kvenn- kennara í gær, sem væri við það að yfirgefa stöð- una, sem hún væri í. Eftir lýsingunni fanst mér, að hún myndi einmitt vera sú persóna, sem eg þyrfti með handa Lucy. Ef þú ert ekki mótfall- inn pabbi, þá vil eg spyrja mig betur fyrir um hana”. “Lucy hefði eins gott af að ganga í skóla”, sagði jarlinn. “ó, pabbi, nei!” sagði Jana í hryggum róm. “Eg vil nauðug að hún sé svift yfiramsjón minni. pú veizt að eg hefi verið henni sem móðir síðan mamma dó. Eg held líka að þíf mundir sjálfur síður vilja skilja við hana”. “Látum það þá vera eins og þú vilt”, sagði jarlinn í sáttgjarnari róm. “Ef þú heldur að þessi persóna sé hæf til að vera kennari Lucy, láttu hana þá skrifa undir skilmálana”. i ■ .... ................. MA VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJALFSLÖKKVANDI “HLJóÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Œfiminning. Tobías Finnbogason andaðist að heimili sínu nálægt Mervin P. O. Sask. hinn 27. júK* síðastl., eins og getið var um hér í blaðinu fyrir nokru síðan, og var jarðsunginn af norskum presti 29. s. m., að viðstöddu mesta fjölmenni. Banamein hans var krabbamein í hálsinum. Tobías sál. var ættaður af Vestfjörðum á íslandi, fæddur í Barðastrandasýslu árið 1861, og því réttra 56 ára er hann dó. Foreldrar hans voru Finnbogi Oddson og Guðfinna Sumarliða- dóttir, en eigi er mér kunnugt um heimilisfang þeirra, enda misti Tobías föður sinn mjög ungur, og fluttist hann þá nordur í Húnavatnssýslu, og ólst þar upp þar til hann var 17 ára gamall, að hann leitaði suður að Faxaflóa til sjóróðra á vetram, og varð þar brátt formaður. Fluttist hann síðar alfarinn á Suðurland, og árið 1888 kvæntis hann eftir- lifandi konu sinni, ungfrú Stef- aníu Kristjánsdóttir frá Vattar- nesi, við Reyðarfjörð. Bjuggu þau hjón fyrstu 2 eða 3 árin í Garðinum í Gullbringusýslu, en fluttust þaðan til Eskifjarðar og bjuggu þar síðan, þar til sumar- ið 1900, að þau fluttust til þessa lands, og settust þá að í Nýja fs- landi, en fluttu þaðan til Selkirk, Man. árið eftir, og áttu þar heima unz þau fluttu á heimilisréttar- land nálægt Mervin P. O. Sask. árið 1910, og bjuggu þar síðan. pau hjón eignuðust 4 böm og eru 3 af þeim á lífi: Elizabet, gift Chester Newton, nú í Can- adahernum, Kristján Eiríkur og Carí Herbert, báðir ókvæntir heima hjá móður sinni; en einn dreng mistu þau ungann, heima á fslandi. Af systkinum Tobí- asar sáluga voru: Guðrún heima á íslandi og Sumarliði, dáinn fyr- ir nokkru. Sigríður, gift kona í North Dakota og hinn alkunni sæmdarmaður Finnbogi Finn- bogason að Hnausa P. O. Man. Fyrir nálega tveim áram kendi Tobías sál. sjúkleika þess er leiddi hann til bana, en gat þó að mestu gengið að heimilisverk- um þar til síðastliðið vor. Leit- aði hann þá fyrst tvívegis beztu læknanna í Saskatoon, og síðar til sérfræðings í Rochester, Minnesota, er stundaði hann um tíma; en er það reyndist árang- urslaust, komst hann heim, og iifði eftir það rétta viku. Á þess- ari síðustu ferð hans fylgdjst Elizabet dóttir hans með honum og stundaði hann með frábærri alúð og nákvæmni. Tobías sál. var atgjörvis og atorku maður hinn mesti; en á sjónum og við fiskiveiðar nndi hann sér bezt, enda var það aðal- atvinna hans, mestan hluta æf- innar. Byrjaði hann sjóróðra heima, ungur, og innan við tvít- ugt var hann orðin formaður, og það var hann jafnan síðan, bæði heima og hér á Winnipeg vatni, enda var hann aflamaður mesti. Ekki mun hann hafa notið mik- illar mentunar í æsku, en eftir að hann komst til manns, aflaði hann sér almennrar þekkingar í betra lagi, enda var hann af- bragðs gáfum gæddur. Hann var gleðimaður hinn mesti og hafði góðan smekk fyrir söng og alt sem fagurt er; sérlega fé- lagslyndur, og átti jafnan góðan þátt í félagsmálum, hvar sem hann var. Hehna á fslandi var hann um langt skeið einn af öt- rlustu starfsmönnum Good templ ara reglunnar. Hann var l}jálp- fús og hjarta góður og hinn tryggasti vinur. Hóglyndur og höfðingi að eðlisfari, og ástríkari eiginmann og betri föður getur hvergi. Nú er ferillinn farinn til graf- ar. — Farmaðurinn lentur, og ástvinir hans og kunningjar — við, sem eþktum hann bezt, finn- um tómleikann því meir við frá- fall þessa íslenzka ýturmennis, sem hann hafði jafnan reynst sjálfum sér og sinni köllun trúr, þvi hjá honum átti heima, það sem Grímnr kvað: “Táp og f jör og frískir menn finnast hér á landi enn: þéttir á velli og þéttir í lund. þolgóðir á raunastund”. B. L. Guðlögur Magnússon bóndi að Nesi í Ámesbygð í Nýja fslandi látinn. Hann lézt þar af hjartabilun á jóladagsmorguninn hinn 25. des. 1917. En rúmum 4 dögum áður lézt bróðir hans Jóhannes Magnússon á Nesi. Höfðu þeir búið þar, siðan þeir fyrst námu land þar, í hinni fyrstu land- námstíð íslendinga og var línan inn á milli landanna og húsanna. Báðir voru þeir með hinum fyrstu og bjuggu þarna alla tíð, hver við annars hlið, nema þann tíma,. sem Guðlögur brá búi og bjó á Gimli um nokkur ár, en tók svo upp búskap aftur. Guðlögur sálu^i var fæddur 21. nóv. 1848 á 'Fellsströnd við Breiðafjörð, og þar voru þeir bræður þangað til þeir fluttust hingað, með hinum fyrstu land- námsmönnum, og tóku sér bú- stað þama á háu bökkunum í miðri Ámesbygðinni í þéttum, risavöxnum skógi. Var hér víðsýnt til skipaferða um vatnið en kafþéttur skógurinn að baki og land hart og grýtt og eirfitt að vinna og mun það hafa orðið banamein Guðlögs, að hann of- tók sig á skóginum, þó að karl- menni væri. Guðlögur sál: var hár maður vexti og karlmannlegur, hægur og stiltur í allri framgöngu, lá við þunglyndi. sem mun hafa af veikindum stafað. En æfinlega var hann glaður og skemtinn við gesti sína. Hann var bókfróður maður og lesinn vel og lýsir séra Jón Bjarnason honum þannig, að hann væri “valinkunnur fræði- maður”. En séra Jón Bjamason var lærðastur og mentaðastur allra fslendinga, sem hingað hafa komið. pegar póstur kom í Nes var Guðlögur þar jafnan póst- stjóri. Lengi bjó hann hér með ráðs- konu, en 12. apríl 1898 kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Henríettu dóttur Clausens 4 Keflavík, en ekkju eftir Svein r riðriksson á Mountain, N. D. Guðlögur sál. var bæði virtur og elskaður af sveitungum sín- um. Hann var gestrisinn, nver sem að garði kom, vinfastur var hann og áreiðanlegur í öllu, og vildi ekki vamm sitt vita. Var það unun að koma til hans, þvi að æfinlega kom hann brosandi móti manni, og hvarf þá þung- lyndið fyrir geislum vináttunnar og gleðinnar. Man eg þó að oft kvartaði hann um höfuðverk. Konan, sem nú er ekkja hans lýsti upp hinn efri hluta arti hans, og Iétti honum seinustu sporin, og það man eg, að enn þá bjartara var yfir Guðlögi eftir að hann giftist henni, en áður. Jæja, far þú vel vinur, og haf þökk fýrir alla þína viðkynningu, fyrir gestrisnina, fyrir gleðibros- in, fyrir vinatrygðina og stað- festuna. Á nýju landi í nýjum og fegri heimi tekur þú nú laun baráttu þinnar, allra þinna svita- dropa og þungu andvarpa þegar rfitt gekk. par vona eg að hitta þig aftur og líta brosið glatt og hlýtt á augum þér og vörum. Með þakklæti fyrir alt gott og elskulegt kveð eg þig nú að sinni Lifðu heill. M. J. Skaptason.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.