Lögberg - 12.09.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.09.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1918 Œfiminning H. Björnssonar og konu hans Hóseas Björnsson. Guðlaug Gísladóttir (Æfiminning í Lögbergi 1911). Þaö hefir dregist lengur en eg ætl- aði mér í fyrstu, a8 rita æfiminning- una hans pabba míns. Eg hugsaöi mér að reyna aö gjöra það sjálf. Viö vorum svo lengi saman um æfina, oftastnær um fimtiu ára skeiö. Eng- inn ætti því aö þekkja lyndiseinki^nn- ir han9 betur en eg. Faðir minn heitinn var fæddur 10. desember 1842. Voru foreldrar hans Björn Jósefsson og Helga Jósafats- dóttir, er þá bjuggu á Meiðavöllum í Kelduhverfi. Var hann hjá for- eldrum sinum þaö sem eftir var vetr- ar. Um voriö 1843 fluttu foreldrar harfs hann austur aö Skeggjastöðum á Langanesi, til síra Hóseasar Arna- 'sonar, sem þar var þá þjónandi prest- ur, og konu hans, madömu Þorbjarg- ar Guömundsdóttur. Áttu þau engin börn. Var mikil vinátta meö þeim prestshjónunum og foreldrum föður míns. Bar hann nafn síra Hóseasar og var hann gefinn þeim presthjón- um ti'l uppfósturs, þá 39 vikná gam- all. Ólst hann upp hjá þeim á SkeggjastöÖum þar til hann var 17 ára gamall. Unnu þau honum af al- huga, sem sínu eigin barni, og máttu ekkert á móti honum láta. ÓIu þau hann upp í sönnum guösótta og fögr- um dygðum, enda bar öll framkoma hans þaö um æfina, að uppeldiö ásamt eÖIsfari hans var göfugt. Og æfin- lega mintist hann þeirra fósturfor- eldra sinna meö gleöi og þakklæti, og æskuáranna á Skeggjastöðum með innilegri ánægju. Árið 1858 fluttist hann meö þeim að Berufirði. Þar dvaldist 'hann 3 ár. Og þar varö hann fyrir fyrstu so'rginni sinni. Taugaveiki kom upp á Iieimilinu og var hann einn þeirra er hættulega veiktust. Dóu þrír þeirra, er veikina tóku, og v'ar fóstri hans sá síðasti. Tók faðir minn sér fráfall hans ó- sköp nærri. Var hann svo með fóstru sinni þar til um vorið, aö hann flutti aö Jórvík í Breiðdal, sem álitin var bezta kirkjujörðin frá Berufirði. Þar bjó hann með fóstru sinni hálft annað ár, og dó hún hjá honum. Tók hann á því tímabili systurson sityi, þriggja ára gamlan, Jósef Sig- valdason, sem ólst upp hjá honurn þar til hann varð 20 ára. Árið 1863 gift- ist faðir minn móöur minni sál., Guð- björgu Gísladóttur frá Höskuldsstöö- um, og bjuggu þau i Jórvík i 20 ár. Vorið 1883 hættu þau búskap í Jór- vík og fluttu í Þorgrimsstaöi í Breið- dal. Voru þau þar í 3 ár, minkuöu viö sig búiö og höfðu aðeins lítinn part af jörðinni. Þaðan fluttu þau aö Höskuldsstöðum árið 1886 og bjuggu þar við risnu og sæmd, þar til árið 1903. Foreldrum mínum varð 6 barna auðið. Fæddust þau öll í Jórvík. Tvö þeirra dóu ung, en fjögur eru enn á lifi, öll hér vestan hafs: Hós- eas Þorberg, Ingibjörg, Guðríður Helga og Þorbjörg. Sumarið 1903 kom Jósef Sigvalda- son frændi minn, systur- og fóstur- sonur fööur mins, heim til Islands frá Ameriku, þar sem hann hafði dvalið um allmörg ár. Var hann að sækja olckur og fluttumst viö með honum vestur um haf: foreldrar minlr, syst- kinin öll og þeira börn. Fórum við fyrst til Argyle. Vorum þar í 2 ár, á landi sem Jósef átti. Reyndrst hann okkur þá og æfinkga sem góður bróð- ir, og þeir fleiri frændur okkar. Vor- ið 1905 fluttum viö vtestur til Vatna- bygöa í Saskatschewarr og náði faðir minn rétti á landi þar. Þegar hann hafði dvaJiö þar á annað ár, fór hann sð finna til sjóndepru, einkum á ööru auganu. Fór hann sumarið 1907 inn til Winnipeg og lét enskán Iækni skera upp á sér augun. Varö það til þess að hann fékk aldrei sjón aftur; sá um tima msmun á degi og nóttu, en svo tók alveg fyrir það. Eftir það var dagsljósinu alveg lokað fyrir honum; en hann bar þann þunga kross með frámunalegri stillingu og sálarþreki. Foreldrar mínir bjuggu á heimilis- réttar landi sínu, í nágrenni við Hós- eas bróður minn, þar til haustið 1910. Var þá móðir mín þrotin að heilsu, en hann sjónlaus sem fyr segir. Fluttum við þá, eg og foreldrar minir, til Þorbjargar systur minnar og manns hennar, Jóhannesar Péturs- sonar. Næsta vetur dó móðlr mln, en faðir minn lifði þangað til haustið 1917. Hann andaðist 6. október og var jarðsunginn 10. sama mánaðar af frænda sínum, sira Haraldi Sig- mar. Engan son hefir Island átt sér trúrri og ástfólgnari, en faðir minn heit. var. Það var honum djúp hjartastunga, ef hann heyrði því hall- mælt eða niðrað á einn eður annan hátt. Æfinlega var alt fegurst og bezt heima; ekkert jafnaðist á viö það. Og þar er sagan hans og bless- uð minningin rituð í mörg hjörtun. Þar átti hann altaf heima, þótt hanh fjarlægðist ættlandið sitt ógleyman- lega í 15 ár. Móðurmálinu unni hann hugástum. Var honum það ofraun, ef hann heyrði þaö afbakað eða lítilsvirt og blandað öðrum tungumálum. Hann hafði mikla unun af bóklestri, enda var mikið lesiö fyrir hann; þreyttist hann aldrei á þvi þótt oft væri lesið fyrir hann hið sama, ef honum geðj- aðist aö því og það v'ar gott og til- finninga'ríkt. Sama var að segja, ef einhver kom til hans og talaði -við hann um Island; þá var hann svo hjartanlega þakklátur fyrir þá gleði- stund, er honum veittist við samræð- una. Var það sannarlega ljósgeisli í myrkrinu fyrir hann, er einhver kom og talaði viö hann um ástfólgnustu mál hans. Voru það margir er það gjöröu. Einkurn vil eg geta Þor- bjargar systur hans, sem nú er ein lifandi af 11 systknum. Kom hún til haras, er hún gat, og sýndi honum alla nákvæmni og systurlegt ástríki/ og stráöi ylgeislum kærleikans inn í myrkrið til hans, og var það honum til ósegjanlegrar gleði og raunaléttis. Líka vil eg geta æskuvinar hans, Einars Eiríkssonar frá Ánastöðum í Breiðdal, sem dó háaldraður, 7 mán- uðum á undan honum. Enginn vandalaus maður gladdi hann elns. Þeir voru í nábýli 7 síöustu árin og Einar sál. hjá okkur tvo vetur. Þeir áttu vel saman, voru báðir gleðimenn, hestamenn og gestrisnumenn. Faðir mirrn var alla æfi mesti hestamaður, tamdi margan galdan folann og gjörði úr honum afbragðs reiðhest. Var það hans mesta yndi og ánægja í lífnu að sitja á góðum htesti. Hann var aldrei að kvarta yfir sjónleysinu. Það var aðeins í eitt skifti að eg heyrði hann segja: “Nú væri gaman að hafa sjónina.’’ Þá var hann aö þreifa á íslenzkum hesti. Hann strauk hest- inum öllum og klappaöi, og var elns og hann heföi fundiö þar gamlan vin. Hann saknaöi altaf islenzku hestanna. Og marga stundiria lá hann í rúmi sínu vakandi, eftir aö hann mlsti sjón- ina, og sagðist þá Vera að hugsa um einhvern viðburðinn heima, þegar hann var í glöðum vinahóp á feröa- lagi, á gæðingum. Hann var þá svo eifnkar ánægður, og andlitið einn gleðigeisli. Lifði hann oft ! sælu- rikum endurminningum liðna tlmans, st>tti fyrir sér dimmuna með því og var þá eins og barnið ljúfur og góð- ur. Hann var alia æfi hraustur og fjör- maður mikill áður en hann mlsti sjón- ina, göngumaður mesti, léttur i spori og kvikur á fæti; vel vaxinn, fríður sýnum og aldrei fegri en þegar hann sat á hestbaki. Hann var Ijúfur í við- móti og snyrtimenni hið mesta i allri framkomu. Göfuglyndi hans og rétt- eýni í öHum viðskiftum gjöröu hann aö sannkölluðu prúömenni, sem ávann $ér óbifanlegt traust þeirra, sem rétti- lega kunnu að meta dygðir og mann- kosti. Vináttu góðra manna mat hann mikils, enda átti hann þá marga míns sál., að láta gott af sér leiða og gjöra öðrum til vilja. Mér er minn- isítæð mörg gleðistundin helma, þeg- ar hann var á bezta skeiði æfinnar, og hvað honum var innilega hugljúft aö gleðja aðra, gjörjt einhvern greiða og koma æfinlega svo fram, sem bet- ur mátti fara. Göfuglyndið og vlrð- ingin fyrir öllu hinu fagra og góða var svo sterk í eðli hans, að hann gat aldrei vð annað felt sig. Nýtízku- einlægnin náði aldrei þeim tökum á honum, að hann brigðist vinum né vándamönnum, er leituðu til hans. Einkum man eg eftir mörgu blessun- arorðinu, sem hann fékk, þau árin er harm var í sveitarstjórn heima, hjá þeim, sem eitthvað áttu andstætt og hann oftlega tók þa heim til sín. Mátti með sanni segja að hús foreldra minna stæðu öllum opin. Enda komst einn æskuvinur hans svo að orði: “Hér svangan margann södduð, sem að fór um braut, með gjöfum tiðum glödduð og greidduö úr margri þraut. Sveitarprýði og sómj, sifelt varstu hér, eins að allra rómi, er einihver kynni af þér höföu og heim þig sóttu; þín hús þeim v’oru skjól á degi og dimmri nóttu drjúgan foröa ól.” Aldrei var faðir minn svo þreyttur, aldrei svo miklar annir eða vöntun á nokkru, að hann væri ekki jafnglaðut og honum ljúft að gjöra alt fyrir þá, sem báru aö garöi hans, án þess aö finna í hjarta sínu að hann gjörði of mikið. Það var honum svo eiginlegt að gjöra gott. Og ekkert var honum meira á móti gjört, heldur en þegar átti aö endurgjalda greiöa með pen- ingaborgun. Hiö sama var að segja eftir að hann kom til Ameriku. Hann gjöröi altaf þaö gott, sem hann gat, hver sem í hilut átti og hverrar þjóðar sem var. Því þótt augun væru lokuð fyrir mannviröingum, var hjartaö æfinlega opiö fyrir liknsem- inni. , Barnatrúnni sinni hélt hann bjarg- föstum tökum, Ieiddi hjá scr alt trú- arþras og deilur og hlýddi á guðsþjón- ustur á meðan hann gat, hjá hverjum sem var og honum féll að hlusta á. Gat hann aldrei fundiö né samsint að ungu prestarnir, sem komu aö heiman og hann kyntist, kendu annað en þaö, sem væri göfgandi, kærleiksríkt og gott. Voru þeir honum allir svo góð- ir, komu til hans og glöddu hann meö islenzku viðmóti sínu og samræðum. Andans göfgi og hlýleikur hjartans ásamt bljúgleika og lotningu fyrir eilífðarmálefnunum, hreif hann sVo hjartanlega, hvar sem hann varð þess var. Hann átti sjálfur svo mikiö af þessum göfugu og góöu tilfinnlngum, og þekti þá æfinlega úr, sem höföu þessi eðliseinkenni. Marga stundma var hann aö láta mig minna sig á sálmana og bænirnar sínar, sem hann Iærði i æsku og var farinn að gleyma. Viö þetta gat hann unað timunum saman og sýnir það bezt hvað h;tgs- unin var guðelskandi og hjartað barns legt. — Hann átti því láni að fagna, síðustu ár æfi sinnar, eins og verðugt var, að lifa rólegu og góðu lifi, þótt í tnvrkr- inu sæti. Það var reynt að gjöra alt fyrir hann, sem hægt var. Og var hann af hjarta þakklátur börnunun sinum, tengdabörnum og barnabörn- um, sem hann hafði hina mestu lifs- gleði af, og svo fóstur- og systursyni sínum, Jósef, sem kom til hans tveim mánuðum áður en hann dó, og dvaldi hjá honum viku, og virtist gleðja hann ósköp mikið hressa. Síðasta árið, sem faðir mlnn sál. Hfði, var hann mest viö rúmið; kom þó á ról eftir að hlýna tók, og fór í fötin oftast nær á hverjum degi. Leiddi eg hann þá daglega í kring úti, einhverja stund. Hann leiö aldrei miklar þjáningar, svaf ósköp mikið eða lá eins og í móki, vaknaði svo á milli og sagöi: “Ertu þarna, Imba mín?” Vissi hann að eg sæti hjá sér, var hann ánægður og rðleg- ur. Þannig dróg úr kröftunum og þrekið smá þvarr. Mál og rænu hafði hann fram að síðasta sólarhring. Greip lungnabólga hann síðast. Fékk hann hægt og rólegt andlát, og vorum við ÖIl börnin hans hjá honum hinztit stundirnar. Blessuð augun hans, sem lokuð voru svo langan tíma fyrir dagsljósinu hér, geisluðu nú elns og af æðri sælu og voru eins og í alsjá- andi manni og hvíldu stöðugrt á okk- Sú dygð hefir að eríðunt gengið til pabba míns, og þann arfinn vild- um við börnin hans helztan mega öðlast. Við áttum ltka ástríka og um- hyggjusama móður. Það var hún, sem gróðursetti blessaða guðstrúna í hjörtúm ókkar, svo traustlega og vel, að ekkert getur bifað henni þaðan burt. Nú hvíla líkamir þeirra beggja hlið við hlið, í kaldri gröf í anterískri mold, undir gráum steini með óbreytt- um nöfnum þeirra, alíslenzkum, og á- Ietruðu fögru, huggunarríku guðs- orði, eftir sálmaskáldið eitt heima. Slíkur bautasteinn vissi eg að mundi vera þeim mest að skapi. — Guð blessi leiðin þeirra og ógleymanlega minningu. Blöðin á íslandi eru bcðin að taka- upp. Ingibjörg Hóseasdöttir. Endurminningar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna Framh. Þýzka skipið “General” var í raun og veru eigi annað en fljótandi veit- ingahús. Yfirmennirnir á Goeben og Breslau og hinir aðrir höfðingjar, er Þjóðverjar höfðu sent til Miklagarðs til þess að stjórna flotamálum Tyrkja, höfðu aðsetur sitt á skipinu og héldu þar veizlur stnar. Souchon aðmiráll var lífið og sálin í öllum slíkum sam- kvæmum. Hann var að langfeðga- tali kominn af hinum frönsku Hugen- ottum, lágur maður vexti, en allþrek- inn og siglingagarpur í húö og hár; hann var málafylgjumaður hinn mesti og fram úr hófi metnaðargjarn; gest- um sinum veitti hann óspart, losnaði þá oft mjög um tunguhaftið og var eigi fariö leynt með tilgang Þjóðverja að því er stríðsundirbúninginn snertl. Þessir höfðingjar fóru eigi dult með fögnuð sinn yfir þvl, að hafa nú feng- ið í hendur sínar fullkomin yfirráö yfir hinum tyrkneska flota. — Stöö- ugt fór óþolinmæði þeirra vaxandi, og að Iokum gekk hún svo langt, að þeir hótuðu því opinberlega að ráð- ast á Rússa sjálfir, svo framarlega sem Tyrkir eigl hryntu af sér sliðru- orðinu og veittu þeim atlögu þegar í stað. Þeir skeggræddu um það fram og aftur, hvernig þeir hefðu sent þýzk skip inn í Svartahafið, meö það eitt fyrir augum, að ögra hinum rúss- neska flota og ginna hann til orustu. Seinustu dagana í októbermánuði skaut vinur minn einn þvt að mér, að áður en langt um liði hlyti ófriðurinn að brjótast'út; tyrkneski flotinn biði aðeins eftir opinberri skipun, alt væri reiðubúið, og hinir blóðþyrstu, þýzku sjóliðsforingjar gætu ekki á sér setið stundinni lengur. “Þeir haga sér eins og ærslafullir óþektar-stráka- hvolpar, sem gleyma öllu, sjálfum sér og öðru, fyrir veiðihuganum,” sagði hann. V. og trygga. Vissi eg ekki til að hann ur- Andlitið ljómaði alt af himna- œtti nokkurn andstæðing. Ef honum friði, sem gaf okkur bezt tM kynna, rann í skap viö einhvern, gat hann Hve sælurík umskftin voru, og að ei- eins og barnið bljúgur í anda vafiö þann upp aö sér og beðið hann afsök- unar. Og svo sáttfús^var hann, að til sannrar fyrirmyodar máti hafa. Um æfistarf og framkonyt föður míns í þarfir þjóðfélagsins, jafnt sem einstaklingsins, mieðan hann dvaldist og bjö heima, þarf eg naumast að vera margorð. Því að eg held að varla sé nokkur sú sveit á Iandinu gamla. sem ekki hafi einn eða annar búið í, sem eitthvað þekti hann og eitthvað hafði gott um hann að segja. Svo kvað einn vina hans einn sinni; “Mannorðsprýði bóndinn ber búinn fríðum dygöum; hylli lýða hefir sér hvar sem víöa um sveitír fer.” | “Ódauðleg dygð þín í erfðir gangl Enda var það líka lífsunun föður og heiðri heiti þitt hér og síðar.” lífðar-heimkynnin og náöarfaðmur frelsarans líknsama stóðu opin fyrir góðu og göfugu sálinni hans, og að endurfundur ástvinanna, sem á und- an voru komnir, var óumræðilega sæll. Við syrgjum sárt ástríkan fööur okkar. Hann var og ástríkur eigin- maður, okkur börnunum sínum um- hyggjusamur og elskulegur faðir, sparaði ekkert til aö undirbúá okkur á uppvaxtarárunum, aö mentun og öllu því göfuga og góða, sem jafnan reynst manni bezt og maður þarfnast svo mjög, bæði fyr og síðar á lífs- leiðinni. Um fööur hans, Björn sál. Jósefsson frá MeiðavöIIum, afa minn, var þetta sagt: Hinn 27. september kom brezki sendiherrann, Sir Louis Mallet, inn á skrifstofu mína, og sýndist vfera ein- hvernveginn utan við sig. — Khediv- inn af Egyptalandi var alveg nýfarinn frá mér, og hóf eg því umræðu við Sir Louis um ýms málefni, er snertu Egyptaland. “Við skulum tala um þetta einhv'erntíma seinna,” stundi hann upp með alvörublæ í röddinnl. “Eg er hingað kominn í Iangtum al- varlegri erindum. Þeir hafa þegar lokaö Hellusundi.” “Hvaö? Þeir — —” Auðvitað ekki tyrkneska stjórnin, er þó var lögum samkvæmt eini aðilinn, sem framkvæmt gat slíka örþrifaráöstöfun; nei, heldur leynda höndin, Þjóðverjar sjálfir, sem voru í orösins fylstu merkingu orðnir ein- valdir í Tyrklandi. Eg sá nú undir eins að heimsókn Sir Louis var ekki að ófyrirsynju, því tiltæki þetta var eigi síður fyrirlitlegt gjörræði gagn- vart Bandaríkjunum, heldur en hin- um sambandsþjóðunum. Hann baö mig að koma með sér þegar í stað og mótmæla þessu stranglega við stjóm- ina. En eg stakk upp á því samt sem áður, að við bærum fram mótmælin hvor í sínu lagi, og lagði eg þvi tafar- laust af stað til bústaðar stórvezirs- ins. Þegar eg kom þangað, stóð yfir ráðgjafastefna, og þar sem eg beið í móttökustofunni, gat eg heyrt all- greinilega glauminn af heitum deilum, er áttu sér stað á milli ráðgjafanna. Einkum heyrði eg glögt til Envers, Talaats og Djavids, þeir voru lang- háværa.ttir. Það var auðheyrt af öllu, að þessir yfirvarpsstjórnendur Tyrklands voru engu síður undrandi yfir lokun Hellusunds, heldur en við Sir Louis Mallet. Stórvezírinn kom fram i móttöku- herbergið, samkvæmt ósk minni. Hann var aumkúnarlegur ásýndum, náföl- ur og skjálfandi á beinunum. Eg spurði hann hvort þessar nýju, al- varlegu fregnir væru sannar, og kvað hann svo vera. “Þér hljótið að skilja, að svona lagað tiltæki þýðir sama sem striðs- yfirlýsing,” sagði eg, “og i nafni Bandaríkjastjórnarinnar mótmæli eg kröftuglega”. Allan þenna tíma, sem við vorum að tala saman, heyrði eg ávalt óminn af hinni sterku, hreim- miklu rödd Talaats. —. Stórvezírinn afsakaði sjálfan sig, og kvaðst eigi þetta að sinni, en hann sendi Djavid hafa tíma til þess að ræða frekar mál fjármálaráðgjafann til mín til bess að eg gæti borið mig saman um þetta við hann. “Vér urðum allir öldung- is hissa,”voru hans fyrstu orð, og sýndu þau ljóst að ráðuneytið hafði ekkert haft með siglingabannið að gjöra. Eg hélt því fram af fylstu alvöru, að Bandaríkin mundu aldrei fallast á að Hellusundi væri lokað, að Tyrkland væri enn hlutlaust ríki og hefði enga lagaheimild til þess að loka þessari siglingaleið fyrlr verzl- unarskipum, nema því aðeins að þjóð- ín væri komin t stríð. — Eg sagði honum einnig, að Bandaríkjakaupfar, hlaðið vörum til sendiherrasveitariín- ar, lægi fyrir utan hafnarmynnið og biöi eftir því að komast inn. Djavid stakk upp á því, aö eg léti afferma skipið á Smyrna, og kvaðst hann skyldi sjá um að vörurnar yrðu flutt- ar landveg til Miklagarðs á kostnað tyrknesku stjórnarinnar. Aauðvitað var tilboð þetta ekkert annað en hlægi legasta undanfærsla, sem eg sam- stundis vjsaði á bug. Djavid stakk ennfremur upp á því, að ráðuneytið tæki málið til nákvæmrar rannsókn- ar, og sagði, að eiginlega væri þegar farið að athuga einstök atriði í þvi sambandi. Hann skýrði mér einnlg frá tildrögunum og kvað þau hafa verið þannig, að tyrkneskur tundur- bátur hefði farið um Hellusund og ætlað inn í Ægeahafið; brezkt her- skip hefði legið úti fyrir, rekist á bát- inn, stöðvað hann og látið rannsókn fratn fara, og komist að raun um að á honum voru þýzkir yfirmenn. Aö- mírállinn á enska herskipinu hefðt lagt fyrir að báturinn skyldi tafar- laust snúa til baka og eigi lengra fara, og ’hafði ekki til þess auðvitað fullan rétt, eins og sakir stóðu. En Weber Pasha, þýzkur yfirsjóvirkjavörður, gaf samstundis út skipun um það, að Hellusurtdi væri lokað, og þetta gjöröi hann upp áeigin ábyrgö, án þess aö ráðgast hið minsta um það við stjórn Tyrkja. Wangenheim hafði mörgum sinnutn gortað af því við mig, að hann gæti auðveldlega látið Ioka Hellusundi, a þrjátíu mínútum, ef Þjóðverjar vildu svo vera láta, og hann hafði heldur ekki látið lenda við oröin tðm. Ó- grynni af tundurduflum og allskonar eyðileggingarnetum var skotið niður í öllu sundinu; vitaljósin slökt, en merki sett upp hér og þar, er gáfu til kynna að allar siglingar um sundið væru þar með bannaðar, og setti það innsiglið á þetta fífldirfsku-taf Þjóð- verja. Hinir tyrknesku stjórnmála- menn og valdhafar, er samkvæmt stöðu sinni hlutu þó aö vera einu aö- iljarnir, sem umráðarétt höfðu yfir þessum þýðingarmikla vatnsdregli, stóðu á öndinni, agndofa og ráðþrota, undrandi yfir þessum bíræfnu tiltekt- um Þýzkalands, en fengu eigi að gjört. Þetta var út af fyrir slg nægi- legt, til þess að festa á spjöld sögunn- ar og í endurminningar fólksins, þær undra svivirðingar og ofbeldisverk, sem Þjóðverjar beittu við Tyrki, í því skynL að koma í framkvæmd drotnunarhugmyndum sínum. Alt i einu flaug mér það í hug, að til þess að geta lokað Hellusundi á löglegan hátt, þyrfti að sjálfsögðu samþykki soldánsins — ef tl vildi mátti finna einhverja leið út úr þessum vandræð- um enn. Rússland einangrað. Jafnvel þótt Djavid fjármálaráö- herra léti það ótvírætt í ljós við mig, að ráðuneytið myndi að líkindum opna Hellusund aftur til siglinga, þá var það þó aldrei gjört. Þessi þýð- ingarmikla siglingaleið hefir lokuð verið síðan 27. sptember og fram til þessa dags. Það gat auðvitaö eng- um dulist, þegar hér var komið sög- unni, til hvers refirnir voru skornir, Septembermánuður haföi þó eigi flutt Þjóðverjum eins glæsileg tiðindi og þeir höfðu reiknað upp á. Frakkar höfðu stemt stigu fyrir innrás þeirra og hrakið þá all-miikið til baka, svo að í staðinn fyrir að taka Paris, eins og Þjóðverjar höfðu fyrirhugað, neydd- ust þeir til að taka sér ærið lélega bækistöð í skotgröfum með fram Afsne-ánni. — Rússar fóru um þess- ar mundir sigurför yfir Galicju, höfðu þegar náð Lemberg á sitt vald, og fátt sýndist líklegra en það, að þelr mundu þá og þegar komast yíir Catpata- fjöllin og alla leið inn í Austurriki og Ungverjaland. Sendiherra Austur- ríkismanna, Pallavicini, bar sig frem- ur vesalmannlega um þessar mundir; hann sá auðvitað eins og aðrir, að Þjóðverjum hafði gersamlega brugð- ist að vinna fullkominn sigur í fyrstu skorpunni, og sagðist jafnvel ekki einu sinni v’era viss um að þeir mundu ganga isigrandi af hólmi að leikslok- um, þótt her og*herútbúnaður“ væri vitanlega í ákjósanlegasta Iagi. Eg hefi áður lýst því í stuttu máli, hvern- ig Wangenheim fór að, er hann var að láta búa út og manna hínn tyrk- neska flota; og nú lagði hann alt kapp á að hafa Tyrki reiðubúna til víga, hvenær sem nauðsyn kynni að þykja. Ef að Þjóðverjum kynni að mishepn- ast í Frakklandi og Rússlandi, þá gat Tyrkinn sannarlega komið að góðu haldi; þannig hafði Wangenheim á- valt reiknað út, og nú taldi hann vera kominn hinn rélta tíma til þess fyrir Tyrki að hefjast handa, og lokun Hellusunds skoðaði hann, og það með réttu, óyggjandi spor í áttina til þess að koma þeim af stað. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Það hygg eg að tjltölulega fáir Ameríkumenn, jafnvel enn þann dag í dag, hafi gjört sér verulega ljóst, hve afarmikla þýðingu, frá« hernaðar- Iegu sjónarmiði, siglingabannið um Hellusund hafði. Áhrifin voru svo víðtæk, að frá því verður enganveg- inn skýrt í stuttu máli. — Eins og landabréfið sýnir, þá getur Rússland — eða íbúar þess, aðeins náð til hafs á fjóra vegu. Fyrst til Baltiska fló- ans, en honum höföu Þjóöverjar þeg- ar lokað; í öðru lagi að Archangel, en þar er þó frosin höfn marga mán- uði af árinu, og járnbrautasambönd þaðan við höfuðborg ríkisins næsta ófullkomin. Þriðji aðgangur hafsins var við Wladivostok, en þar eru einn- ig ísalög um fullan ársfjórðung, og um engan annan veg að ræða en Si- beríu-brautina, 5000 mílna langa og víða ærið veika. Fjórða og síðasta leiðin var um Hellusund — í raun og veru eina nothæfa leiöin. Þetta mjóa sund var eina færa Ieiðin, er Rússar, 175,000,000 að tölu, gátu flutt eftir vörur þær, er þeir höfðu afgangs heimanotum; eina ‘leiðin, er flutt gat vörur þær til hinna annara Evrópu- landanna. Níu tíundu hlutar af öll- um innfluttum og útfluttum vörum Rússa, höfðu farið eftir þessari leiö svo áratugum skifti. Og með þvt að loka þessari flutningabraut skyndi- 3ega, höfðu Þjóðverjar í sama vet- fangi eyðiJagt Rússa, bæði sem fram-i leiöslu- og hernaðarþjóö. Og meö, því að stemma stigu fyrir eðlilegum ' útflutnngi rússneskra korntegunda, var jafnframt rændur frá þeim fjár- hagsstyrkurinn, sem óumflýjanlegur er, til þess að þjóö geti átt í sigur- Væn'legu striði — barist til sigurs! Framh. að jafnaði á 46—50 mínútum. Reynd- ar eru rastarsteinar ekki nema með nokkrum hluta vegarins, svo að ekki er allstaðar hægt að vita hraðann. Til þess að ná fram og til baka frá Fellsmúla, samdægurs, varð eg að fá hest léðan þar, daginn sem eg gekk upp á Heklu. Fékk eg fylgd í Næfur- holti og riðum við upp að Hestavörðu. Tjóðruðum þar hestana og gengum þaö sem eftir var. Það er hálfsann- ars tíma röskur gangur. Niður hlíð- ina er létt farið -og fljótlegra. Eg var heppinn með v'eður alla leiðina /og ekki sízt Hekludaginn. Þegar komiö er upp á hæsta tind- inn á Heklu í heiðskíru veðri ber fyr- ir augun mikilfenglegri sjón, en flest- ir gjöra sér í hugarlund, svo viöáttu- mikla og fagra, að vtða má leita utan- lands og innan 'til þess að sjá aðra eins. Sjóndeildarhringurinn nær alla leiö noröur í Skagafjörð; Vatnajökull verður vel greindur, og mér fanst sem eg sæi í hvirfilinn á Vestmannaeying- um. Tel eg óþarft að lýsa því nán- ara, er fyrir augun ber, enda treysti eg mér ekki til að bæta um fyrir nátt- úrunni; né taka fam fyrir hendurnar á þeim, sem vel þafa lýst því, svo sem Jónas Hallgrímsson í kvæðunum “Gunnarshólmi” og “Þú stóðst á tindi Heklu hám”. Ferðin gekk vel heimleiðis og örð- ugleikalaust. Sumarblaðið hefir áður lýst því, hvernig göngumenn eigi að búa sig og fæ eg ekki of brýnt fyrir þeim að vera vel skæddir. Eg get af eigin raun vitnað, að það er léttara en margur hyggur að fara gangandi til Heklu, og svarar v'el kostnaði. Jónas Klemenzson. ('Sumarblaöið.J Gangandi til Heklu. Eg var orðinn þreyttur af skrif- stofustarfinu og vildi fá mér hvíld. Fátt var léttara en setjast að heima og lifa rólegu lífi, fara seint á fætur, sitja á kaffhúsum á daginn og fara í Bíó á kveldin; en eg vissi það vel að i þessu er engin hvíld; hugurinn mundi jafnt og þétt reika að hvers- dags störfunum, en á meðan því fer fram, gjörir þreytan öllu heldur að vaxa en þrjóta. Um hvíld frá venju- legum störfum er ekki að ræða nema hægt sé að beina huganum algjörlega aö nýju efni. Þvl miður er þetta fæstum ljóst, enda hefir sú raunin á orðið, og mörg dæmi þess að menn hafa með öllu mist heilsuna og látiö lífið fyrir misskilda hvíld. Um það mál ætla eg þó ekki að rita í þetta skifti, þótt þess sé vert, að því væri gaumur gefinn. Mér var það ljóst, að eg yrði að verja sumarleyfinu á þann hátt, að hugurinn fengi nýtt athvarf, algjör- lega óskylt daglegum störfum. Fyr- ir því var þaö að eg lagði. af stað gangandi til Heklu. Það er í sjálfu sér all ólíkur starfi, að þramma hér austur sýslurnar gangandi, 't sveita Síns andlitis, og sitja yfir reikningaskræðum inni i drungalegri skrifstofu, en þó er þaj^ sem fyrir augun ber og á dagana drífur, enn fjarskyldara. Auðvitað er vegfarandinn staðupp- gefinn á hverju kvöldi, en hann nýtur svefns og matar að vild og vaknar að morgni með nýrri ferðalöngun og hlakkar til dagsverksins. Ef satt skal segja, datt mér í hug áöur en eg lagði af stað, að eg myndi aldrei ná farmarkinu, annaðhvort leiöast ferðalagö, eða gefast upp, enda skildist mér á kunningjum min- um, að hér væri um mesta þrældóm að ræða og fásinna að leggja í slíka för gangandi öðrum en þaulæfðum göngumönnum. Ef um “vonbrigði” var aö ræða í förintvi, þá voru það þau, hversu ferð- in reyndist miklu léttari en eg haföi gjört ráð fyrir. Dagleiðum er auðvitað hægt að skifta að eigin geðþótta, ef ferða- maðurinn hefir nægan tima, því að t allstaðar má fá gistingu þar eystra, fullgóða og hræódýra. Eg hagaði dagleiðunum, sem hér segir: 1. til Kolviðarhóls, 2. til Þjórsártúns, 3. til Fellsmúla, 4. til Heklu og aftur aö Fellsmúla, 5. til Hæls eða Hælis, 6. til Hraungerðis, 7. til Kolviðarhóls, 8. um kyrt og 9. heim. Lengsta dagleiðin er undir 50 kílómetrar, en vér vitum að engin þraut er að ganga héðan til Þingvalla, og þaö gjörir fjöldi fólks árlega, og eru þó þangað réttar 50 rastir. Mjög hæfilegttr gangur, og þó held- ur í hægara lagi, er að fara 5 km. á klukkustund. Eg gekk þá vegalengd Dánarfregn. 27. júlí s. 1. andaðist að heimili sínu í West-Selkirk, Man., konan Eltn Hanson, kona Jakobs Jóhannessonar frá Stenjastöðum á Skagaströnd í Húnavatnssýslu á íslandi. Elín sál. var fædd 23. des. 1866 í Brandaskarðs- koti í sömu sveit. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar og Margrétar Einarsdóttur, sem þar bjuggu, en fluttu litlu síðar að Eyjar- koti í sama hreppi, og þar var hún uppalin, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, en það var árið 1885. Eftir að þau voru búin að vera gift t eitt ár fluttu þau til Canada og hafa lengst áf síðan búiö í West-Selkirk. Man. 11 börn eignuöust þau, og dóu þrjú í æsku, en 8 lifa. 3 eru gift: Jónína gift C. Marten enskum manni í Stone Mountain, Man.; Sigríður Margrét gift G. Crowford, enskum manni í Winnipeg; Hjörtur Marino, giftur enskri konu í West-Selkirk. Margrét og Ingibjörg ógiftar í Winni- peg; Clara, Elinóra og Guðmundur í West-Selkirik. Elín sál. var mikil trúkona og til- heyrði hún alla tíð lútherska söfnuð- inum og lúth. kvennfélaglnu i Sel- kirk. Blessuð sé minning hinnar látnu. Norðurlandsblöðin á íslandi eru vinsamlega beöin aö taka þessa dán- arfregn. Blaðið “Vestri” skýrir frá því, að norskt selveiðaskip hafi nýlega fund- ið annað norskt selveiöaskip mann- laust á reki skamt undan Ströndum. Hafði skip þetta mikla veiði innan borðs, og virtist svo sem skipshöfn- in hefði nýlega yfirgefið skipiö, því að allmikið var af nýflegnum sei á þilfarinu. En annars með öllu ókunn- ugt um, hvar eða af hvaða ástæðum skipshöfnin hefir yfirgefið það. Skip- ið var dregið inn til Aðalvíkur. Er miklu betri en gúmi flugnapappír- inn. Hreinn 1 meðferð. Fæst hj& lyfsölum og matvörusöíunx. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.