Lögberg - 13.03.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.03.1919, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FEMTUDAGINN 13. MARZ 1918 X. Stund. Iðja ag gleði bcenarinnar. 1. Sá sem ih-efif fallið í örvæntingu, hefir aldrei rejrnt iiversu afl bænarinnar eflir og atyrk- irihngalhins ráðvanda. 2. Bænin er liin ihátíðlegasta og þýðingar- mesta iðja í lífinu. Hún er ekki jarðnesk heldur himnesk iðja. 3. Allir biðja. Vitrustu og beztu mennirn- ir biðja, því í hjörtum þeirra er löngun eftir sam- félagi við guð sterkust og hátöluðust. 4. Gaanalmennið biður, iþví guð hefir svo bersýnilega birt sig fjrrir þvLi lífsins margvíslegu atburðum. 5. Konungar jarðarinnar biðja í hásætunum; þeir finna líka fil veikleika síns; þrátt fyrir það glys og ptjál, sem umkringir þá, kallar hjartað til þeirra: þú ert duft. 6. Hinn fjörugi og glaðværi æsikumaður bið- ur, þegar hann er kominn frá gleði og glaumi í einveru og kjrrð næturinnar. 7. Mitt í blómheimi æskunnar eygir hann á- lengdar vindský hinna komandi ára, og honum blöskrar að liugsa til þess, hve veikur hann er af sjálfsdáðum til að mæta þeim. 8. Hann snýr sér þá til guðs, því hann þekk- ir engan vin, sem er trjrggari, engan föður, sem er ástríkari, engan vemdara, sem er voldugri. 9. Móðirin biður innan um sinn fríða bama- hóp; drottinn gaf henni þau til ánægju í lífinu, — hann getur tekið þau af lienni aftur; nafn hans er hjá henni í sífeldri bæn og blessan. 10. Hin Iharmandi ekkja biður við líkkistu síns trúfasta maka; veröldin er nú í augum henn- ar í eyði og tóm; hún liefir mist éína beztu eign; guð hefirþún santt í huga sér og sælufulla von, sem ekki deyr í gröfinni. 11. Sælkerinn fer líka loks að biðja, er hann pínist og kvelst á sóttarsænginni. Stundaglasið segir lionum : þetta líf er engin eilífð! 1 speglin- um sér hann líkneski, sem líkist honum; honum ofbýður, hve’ tilgangslaust hann hefir sóað burt æfi sinni. 12. Dánumaðurinn biður þegar hann hefir gjört eitthvað góðverkið og gengur út undir guðs fríðtt himin, og hann þá verður svo hrifinn af skrauti sköpunarverksins, að ihonum kemur tár í auga. 13. Þjrkir þér lítið koma til að feta í hans gnðrækilegu fótspor? Skeytir þú ekki um þá sœlu að finna bænarinnar himneska afl í hjarta þínu? 14. Þú skalt þó vita það, að hvað vitur og góður sem einn kann að vera, er hann samt ekki annað en veikur og dauðlegur maður. 15. Hann getur ekki altaf, jafnvel ekki til lengdar, haldið þeim háleitu hugsunum, sem hann á vissum tímum getur hafið sig til, þegar sála hans losar sig mest við hið jarðneska og Ivftir sér næst guði. 16. Því er honum ómissandi að snúa sér iðu- lega til guðs með auðmýkt og trú, til hans, sem stendur við stj'rið í sínu allsherjar ríki. Til hans, sem öll góð og fullkomin gjöf kemur frá, sendir hann lotningarfullan huga, liljótt andvarp. Þáð er bæn! bæn í evra hans, sem þekkir allar hug- renningar. 17. Glað\rært trúnaðartraust fyllir brjóst, lians; hann nálgast guð og finnur að hann er í sambándi við hann. Hann lyftir sér upp yfir jarðneskan hégóma og’verður eins og æðri og guð- dómlegri. Glaðvær von streymir í gegnum sálu hans og himnesk ánægja lýsir sér í öllu látbragði hans. Þetta viimur bænin. Þetta er afleiðing af nærveru guðs. ' 18. Bið þú! bið heitt og innilega, og þú hræð- ist þá ekki neina óhamingju! Minstu þess að þú stóðst frammi fj rir guði með harmþrungnu hjarta og andvarpaðir um frelsi. 19. Bvfjaðu upp fyrir þér þær stundir er all- ir þínir vegir voru huldir myrkri, og þú mitt í þinni örvæntingu leitaðir til guðs með sonarlegu trúnaðartrausti og kallaðir: eg sé aldrei glaðan dag framar, ef þú ekki lætg,r birta á hinum ó- komna tíma! ' 20. Og sjá! kringumstæður, sem þú áttir cnga von á, atburðir, sem oft sýndust lítilfjörleg- ir — þú kallaðir þá tilviljan og hendingu — frelsuðu þig og hjálpuðu þér úr öllum vanda. Þú gjörðist aftur gæfumaður og glaður í huga. Og þetta viwnur bænin. Vöggukvæði. Framhald. Ebki hlýðir ofsakæti liögum vorum í heimi þessum, fíblahlátur er fantaæði, sorg og gleði sé í hófi. HugsaÖur, þá við hag þinn fellur, að hamingj- an kunni hnekkir rata, síður mun þá sældin ginna, eða lirjgðin og mjög beygja. Ekkert er fast i ölluan heimi, utan dj-gð með djúpum r-ótttm, vel hana því, en virð þú annað, eins og væri það utan við þig. Þakka Guði þá vel gengur, eins líka í and- streyminu, Ixlrui \reit hvað oss hagar betur, og elsk ar þá hann agar barnið. Eitt veit eg heimsku allra mesta, og sá hana |>ó til sumra manna, að látast mikill af láni ann- ars, hverjum er næst það hann er sjálfur. Heimskir losa hoflátungar þykjast miklir þá þeir státa, en óhreimnenska er artin svína, svei þá báðum með sömu virðing. Eins skaltu vanda æru þína, þó enginn manna að þér hjrggi, aldrei fanst það fólstu ekki, Guð og saimvizkan gætir að öllu. Avirðing þína ætíð játa, og bið þá forláts sem brauztu móti, mörgum þykir þar mikið fyrir, það er þó vegur til viðréttingar. Láttu þér ei líka miður, umvöndun af ærleg- um manni, höigg .liins vísa huggnist betur, en létt- ferðugra lof í eyrurn. Trú og hlýðni tvær eru systur, sem haga sér t vel í húsum öllum, ef þeim tylgja iðni og ótti, muntu húsbændum hugnast þínum. Ilér að styðji liönd og munnur, með æru og dj'gð í öllum stöðum, fram dregur það, ef fátækt kefur; Skíii á guSll þó í skarni liggi. - , Það sem þú átt til þarfa að læra, stundaðu vel á ungum árum, æskan skapar æfina mannsins, lengst býr kerið að luktinni fyrstu. Sá er ónýtur, sem ekkert kunni; sá kann ekk- qrt, er ekkert lærði; sá lærði aldrei, sem lék sér alt- af; það skal dýrt kaupa, sem kostar mikið. Fátækt og auður- faJlla misjafnt, metorð og vinsældir víkja þar eftir; en kostir þeir, sem komstu yfir, fylgjá þér ætíð þá fari annað. Haf'þú ætíð eitthvað að gjöra, ilt lærum vér með iðjuleysi; þá er satan með þönkum vondum, á allar síður ástormandi. Innföll vond ef að þér koma, svo sem kristna menn kann að henda, láttu þau aldrei um sig búa; oft verður eldur af einum neista. Þá skaltu stunda þína kalllan, og hafa þér við huginn fastan, biðja Guð og brjóta heilann hans í fögrum ihölgidóani. Hér með er ekki hæversk skemtan löstuð, eða l'eikur Miófi, það er betra en þungt hugferði, af tvennu illu skal taka hið minna. Það er miðpúnktur, uppl/af og endir á öllu þessu áður sögðu, að temja sínar tilhneigingar, annars er dauðum draumur sagður. Hugsaðu ætíð um þinn dauða, ei bíða sumir ellidaga, bústu daglega við bana þínum, og muntu svo löksins fara í friði. Að draumaþvættingi dárlegra manna gæti aðrir, en guði treystu, hugsaðu þínir hagir séu í hans forsjónu allir saman. Vertu aldrei svo vant við látinn, að þú bænina undan fellir; sú skal mín hið síðasta vera, áminn- ing við þig, elsku dóttir. Far þú af stað í friði drottýis, ráðvönd fram í raunaheiminn, það sem brestur á þessar reglur, upp bið eg finni andi Drottins. Það sikal mínum moldarauka æra og gleði, að þú gangir á Guðs vegi allla daga, og upp rísir hrein á efsta degi. Guð sá, sem þig gjörði í fyrstu, afturkeypti og endurfæddi, ávaxti þig í öllu góðu, til heiðurs sínu heilaga nafni. Svo þú vaxir að vizku og árum, Guðs vináttu og góðra manna, og svo þú verðir alla daga þér til heiðurs í Ihúsi Drottins. Hann, sem hefir mitt hæli verið, mildilega frá móðurknjánum, og leikið við mig sem ljúfur faðir, taki við þig trj-gðafóstur. Varni slysum, verndi og hlýfi, ráð á leggi og raunum bæti, styrki vel í stríði öllu, og sendi hjálp á hentugum tíma. Og þá loksins ertu komin að takmarki ára þinna líknsamur þig láti finna hóp útvaldra í himnaríki. Allra Drottins barna bænir eitt í amen yfir þig falli, í frægu nafni föður og sonar, hér með líka heilags anda. Nú hefi eg vandað þér vöggukvæði, en skil það á þig í .skemtunarlaunin, að það gejrmir, ef gefst þér aldur,-ihvort eg er lífs eða lík í rnoldu. Bréf til Sólskins. Leslie, Sask., Box 78, 25. febr. 1919. Herra J. J. BILDFELL, Winnipeg, Man. Hr. ritstjóri! í dag meðtók Sigríður litla dóttir okkar bréf og tíu dali, frá herra J. J. Bíldfell, ritstjóra Lög- bergs og sólskins. Dalirnir eru verðlaun fyrir ritgjörð, sem hjín sendi bamablaðinu Sólskin fyr- ir nokkru síðan. Með bztu þökk. Rannveig K. G. Björnsson. Sigurður Sigbjörnsson. Leslie, Sask., Box 78, 26. febr. 1919. Herra ritstjóri Sólskins! * 1 gær tók eg á móti 10 dölum frá þér, sem fyrstu verðlaun fyrir ritgjörð, sem eg sendi Sól- skini. Eg þakka þér kærlega fyrir sendinguna., Við systur sendum hér með 5 dali í Sólskinssjóð- inn. Pabbi og mamma senda þér kvittun um leið. Eg ætla að senda Sólskini fáeinar línur seinna. Vinsamlegu3t. S. G. SigHður Sigbjörnsson. Sex ritgjörðir. Um Canada. Eg er ekki vel kunnugur til að lýsa Canada, en eftir því sem mér er sagt er þar víða gott að vera. Þar eru spegilfögur vötn með mörgum tegundum af fiski, grænir og fallegir skógar með allskonar dýrum, engjar og akrar, enda hefir fátækum inn- flytjendum gengið þar vel, og eiga fiskivötnin mikinn þátt í því og tel eg þau með fremstu kost- um Canada. UM Vestwr-lslendinga. Þó Vestur-lslendingar séu fáir í samanburði við aðra þjóðflokka, mætti margt skrifa um hvað þeir hafa komist vel áfram í öllu sem þeir hafa tek- ið f jrrir. Fjaldi af þeim eru hámentaðir og skipa góðar og vandasamar stöður, svo sem þingmenn, læknar, lögmenn, prestar, skólakennarar og margt fleira. Að vera góður drengur. Góður drengur getur gert margt gott. Honum ber að heiðra föður og móður. Hann á að gera alt sem hann getur til að gleðja fátæklinga og mun- aðanleysingja. Drengir geta hjálpað inni í húsi eins og úti í fjósi. Það sem mest er umvert fyrir clrengi að gjöra, er að hlíða foreldrum sínum og gjöra alt sem þau biðja þá um, og meira til. Um lifsgleði. Sú rnesta lífsgleði er að gjöra fátæka og þá sem bátt eiga glaða og ánægða, svo að lesa guðs- orð og góðar bækur. — Á sumrin getur maður skemt sér í sólskininu, en á veturnar í snjónum. Maður getur ekki verulega notið Hfsgleðinnar nema að maður sé frískur. Þær manneskjur sem eru lasnar og þrevttar geta ekki glatt sig og verið eins ánægðar í Hfinu eins og þær sem eru frískar og ólúnar. Svo ætti maður alt af að vera glaður ef maður erVrískur. Ef einhver ættingi eða vinur er kallaður burt, þá getur maður fundið að ekkert gekk að manni áður og hafði enga ástæðu til að vera óánægður. En manni ihættir svo oft við að sitja út í horni í mjrrkrinu, en ekki í sólargeislanum eins og sólskins börn eiga að gjöra. • Um ólund. \ / Ólund ætti ekki að eiga sér stað neip staðar. Ef illa liggur á mér, þá segir mamma að eg líti ekki sem bezt út. — Það er auðvitað leiðinlegt að skrifa um ólund, en eg verð nú að lýsa sjálfum mér. — Mamma segir að eg verði lieldur súr á svipþm og neðri vörin á mér hangi niður á bringu, svo bf illa liggur á mér, þarf ekki annað en að nefna ‘vörina’ •þá er eg orðinn góður. Nærri má geta, ef ólund er í manni, hvemig fólkinu líður í kringum mann. Ef illa liggur á einhverjúm vil eg gjöra mitt bezta til að gjöra hann ánægðan. Nú er nóg komið um ólund. , AJ hjálpa mömmu. Sú mesta hjálp sem liægt er að sýna mömmu er að vera henni góður og hlíðinn, reyna að gjöra henni alt til ánægju. Yið getum sótt/vatn, borið inn eldivið, gefið fuglunum bæði vatn og mat, svo getum við þvegið upp og sópað gólfin og gert smá- vik svo mamma verði ekki eins þreytt.. Við get- um fundið hvað mamma er búin að gera mikið fyrir okkur, og er búin að þreytast okkar vegna. Þess vegna ættum við að gera alt sem við mögulega getum til að hjálpa mömmu. Jón Brandur Scheving, :0 ára, Box 53. Gardar, N. Dak. Canada. Canada liggur í norður parti Norður Ame- ríku. Canada er ungt land, hefir það um átta miljón íbúa. Þegar hvítir menn komu til landsins var það bjrgt af Indíánum. Fj-rstu rnenn, sem komu til landsins voru Frakkar og settust þeir að í austur parti landsins. Svo kornu Englendingar og var stríð milli þeirra og Englendingar sigruðu. Seinna kom upp ófriður milli Indíána og hvátra manna, af því að hvítu mennimir voru að reka þá lengra og lengra vestur í landið, þangað til þeir vom orðnir svo fáir að þeir gátu ekki barist lengur. Núna veitir stjórnin þeim smá parta af landi til að búa á, og nú búa þeir friðsamlega undir brezkri stjóm. panada er með mestu hveiti löpdum heimsins. Miðpartur landsins er sléttlendi og er það ræktað hveiti og öðrum korntegundum. Mörg fiskivötn era í landinu ög á vetumar hafa menn atvinnu við að fiska. Fjöll eru ekki mörg í Canada, en oitt af stærstu fjöllum heimsins eru í vestur Canada, eru það Klettafjöllin. Það eru töluverðar námur í Kletta- fjöllunum. Canadaþjóðin samanstendur af því nær öllum þjóðum heimsins. Fjölmennastir eru Englending- ar og Frakkar. I>egar stríðið byr.jaði 1914 tók Canada mikin þátt í því. Fóru mörg þúsund menn til að benjast og stúlkur til að hjúkja saárðum mönnum. Margir a‘f mönnunum sem fóru særðust eða féllu. Margir komu lieim svo meiddir að þeir verða aumingjar alla sína æfi, og sumar hjúkrun- arkonurnar voru meiddar og sumar dóu af sárum, og sambandsmenn sigruðu þetta mikla stríð. Ingibjörg Bjarnason, 309 Simcoe St., Winnipeg. Að vera góður drengur. Að vera góður drengur, er að vera hlýðinn bæði Guðs- og manna lögum; hjálpa þeim sem bágt eiga, að svo miblu leyti sem manni er unt, og að vera góður við allar skepnur, smáar og stórar. Valdimar H. Jónssov Churöhbridge. Um lífsgleði. Það er ánægjulegt að geta verið glaður, þó eitfhvað gengi á móti, og ef maður er glaður, lífg- ar það mann sjálfan upp og alla, sem eru í kring- um mann. Gleðin kemur með sólskin og yl, en ó- lund m'eð þoku og kulda. — Maður á að vera hlýð- inn við>kennara og foreldra sína, og elska þau og virða; vera góður við systkini sín og gamalmenni, og alla sem bágPeiga. Þetta alt eykur Hfsgleði og gjörir æskuárin sannarlega ekki of löng. Ruth Jónína Scheving. Mountain N. I). ------------- - Lífsgleði. Einu sinni sá eg tvær myndir af sama barninu. Á annari var barnið brosandi, en á hinni var það grátandi; og var það mikil mismunur, á þeirri, sem það var brosandi, það skein út úr því lífs- gleði; og ættu öll börn að venja sig á að vera glöð og gjöra aðra glaða, því þá líður manni vel. Arnbjörg Gíslason. Geysir P. O., Man. Canada. Heiðraði ritstjóri Sólskins! Eg sá það í blaðinu í haust, að þú gjörðir börn unum tilboð um að gjöra ritgjörðir um þessi málefni: Ganada. Vestu r-Islendinga. Vera góður drengur. Um að hjálpa mömmn. Ólund. , Lífsgleði. Mig langar ósköp til að rej’na, eins og eg veit að mörg önnur böm gjöra, þó það liafi lítið gildi að öllum Hkindum; sem eg skrifa um. 1 Canada er eg fædd, og um það hefi eg’ mest lært af því litla sem eg hefi lært í skóla. Um Canada. Canada hefir níu fjdki; þau heita: British Columbia. Höfuðstaðurinn þar er Victoria. 1 British Columbia eru ræktuð epli og allskonar ber. 2. Alberta. Höfuðstaðurinn er Edmonton. 1 Al- berta eru miklar hjarðir af nautgripum og sauð- fé. 3. Saskatöhewan. Ilöfuðstaðurinn er Rogina. 1 Saskatchewan er ræktað korn af öllum tegund- unl. 4. Manitoba. Höfuðstaðurinn er Winnipeg, og jxangað hefi eg komið einu sinni og þótti þar margt og mikið að sjá. 1 Manitoba er framleitt korn og hey í stórum stíl. 5, Ontario. Stærsta borgin Toronto. Á einum stað í Ontario eru nikkel- og koparnámur. 1 Ontario er líka borgin Ottawa, höfuðstaðurinn í Canada. 6. Quebec. Höfuðstaðurinn heitir líka Quebec. 1 Qdebec er St. Lawrence fljótið, og í Quebec eru miklir skóg- ar, og eru þeir höggnir og farið með viðinn til sög- unarmylnu og þar er hann sagaður niður til búsa- gjörðar. New Brunswick. IIöfuðstað\ipinn er Fredericktown. í New Brunswick er ræktað te lk og allskonar garðávextir. 8. Nova Scotia. Höf- uðborgin er Halifax. 1 Nova Scotia erujárn- og koparnámur. 9. Prinee Edward Islaniþ Höfuð- staðurinn er öharlottetown. 1 Prince Edward Island er stundaður landbúnaður, og þar er Hka ræktað korn og allskonar garðávextir. 1 Canada eru stór vötn: Superiorvatuið er stærsta vatn heimsins; Mioliiganvatn, Iludson- vatn, Erilvatn, Ontariovatn, Winnipegvatn, Mani- tobavatn, og úr þeim síðastnefndu vötnum kemur meiri fiskur heldur en «úr nokkrum öðrum vötn- iim, — Frá Canada, voru mennimir, sem bezt reyndust. í hinu mikla stríði, seni nú er um garð gengið. Svo segi eg eins og eldra fólkið: Lengi lifi Canada! Húrra fyrir Canada! Margrét Ólafsson. Maryhill, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.