Lögberg - 05.08.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.08.1926, Blaðsíða 4
BU. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 5. ÁGÚST 1926. IJógberg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimari N-6327 oi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskriít til blaðsinc: THB eOlUHBIA PHESS, Itd., Box 317Í, Wlnnlpog. Mari. Utanáskrift ritatjórans: íDiTOR 10CBERC, Bos 3171 Winnipag, N|an. The "I.egberg” ls printed and publlahed by The Columbia Pross, Limited, ln tha Columbla Building, 696 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Ríkisstaða Canada ræddá þingi Breta. Þjóðræðisbrot það, sem framið var í Ottawa, er Mackenzie King bað landstjórannn um þing- rof í s.l. júnímán. og var neitað um það, hefir vekið afar-mikla eftirtekt um ,alt hið brezka veldi, — svo mikla, að málið er komið inn á þing Breta og þess þar krafist af J. H. Thomas, leið- toga verkamanna, að stjórnin brezka gefi ský- laust svar um stöðu Canada í ríkinu brezka, svo allur heimur fái að vita, hvort Canada sé sjáf- stætt sambandsríki, eða nýlenda Breta. Maður sá, sem svaraði fyrir hönd stjóm- arinnar, var Lieut. Col. L. C. M. Amery, ný- lenduritari Breta, og sökum þess að svar hans, sem líka er svar stjómarinnar brezku, er mjög þýðingarmikið, eins og nú stendur á í Canada, þá er það hér birt orðétt. Mr. Thomas gaf einn- ig í skyn í hrezka þinginu, að sá orðrómur hefði lieyrst, að Bretar mundu máske skifta við Bandaríkin á Canada og sknld sinni við þau, það er, láta Canada upp í 'þá skuld. Svar Mr. Amery við báðum þessum atriðum hljóðaði þannig: “iSlík atriði sem þessi- snerta grundvallar- lög hlutaðeigandi aðilja eingöngu og við (það er stjómin breztka) höfum engan meiri rétt til þess að ráðleggja sambandsþjóðum okkar hvað þær skuli gjöra í málum, er þær sjálfar snertir, heldur en að þær hafa til þess að leggja okkur iáð, þegar um alvarleg stjóraarskrárspursmál væri að ræða, segjum á milli efri og neðri mál- stofu Brezka þingsins. ” Þetta svar Mr. Amery sýnir skýlaust, að álit hrezku stjórnarinnar er, að Canada sé sjálfstætt sambandsríki — eins sjálfstætt í sínum málum og Bretland sjálft er í sínum, og að sambandið á milli ríkjanna byggist eingöngu á ábyrgðar- tilfinning og innbyrðis velvilja Canadaþjóðai*- innar til Englands. Hagkvæmum samtökum og samvinnu. Þessi yfirlýsing Mr. Amery sviftir í burtu því eina hálmstrái, sem talsmenn Meighens og afturhaldsins höfðu til að halda sér í og rétt- læta með hið svívirðilega þjóðræðisbrot, er framið var á Canadaþjóðinni, þegar að hinum löglega talsmanni hennar, Hon Maokenzie King var neitað um þingrof, af umboðsmanni ríkisvaldsins brezka. 1 sambandi við þessa yfirlýsingu nýlendu- ritarans brezka, sem hann gjörði á þingi Breta í síðustu viku, á vel við að minnast á nmmæli eins1 af viðurkendustu ríkisréttarfræðingum, sem nú era uppi, Berriedale Keiths, kennara við Edinborgar háskólann á Skotlandi.. Hann segir í blaðinu Manchester Gnardian: “Byng lávarður, með því að neita um þingrof í Canada, þegar Mackenzie King bað um þau, hefir ótvíræðiltga haslað völl kenningunni um jafnræði samveldanna við ríkið brezka, og hef- ir sikýlaust fært Canada undir nýlendulögin, sem við þó öll trúðum að hún hafi verið vaxin upp úr. Þessi verknaður hans nær ekki að eins til Canada, þvf í stjórnarskrá Ira er tekið fram, að Canada skuli vera fyrirmyndin, sem “Irish Free State” hagi sér eftir, og þrátt fyrir á- kvæðið í írsku grandvallarlögunum, þá er land- stjóranum nú gefinn réttur og lagaleg fyrir- mynd til þess að virða að vettugi hendingar og ráð Free State ráðherranna. Svo þetta atriði er þá líka orðið alvöru spursmál hér heima hjá oss.” Svo heldur Mr. Keith áfram og bendir á, að samkvæmt nýlendu hugsunarhætti og nýlendu- lögum, þá hafi tiltæki Byngs lávarðar verið lögum samkvæmt. “En,” bætir hann við, “öll afstaða Mr. Kings gagnvart Byng lávarði og Mr. Meighen, sem afstöðu sinnar vegna er nauðbeygður til að verja úrskurð lávarðarins, byggist á því, að Canada sé vexin upp úr nýlendu ástandinu og nýlendulögunum og að breytni landstjórans í Canada ætti og eigi að stjóraast af sömu við- teknum reglunum og gildandi eru á Bretlandi sjálfu. Spursmálið er því um það, hvort að hægt sé að réttlæta framkomu Byngs lávarðar samkvæmt brezkum ríkiskipunarreglum. Lmmæli Mr. Asquiths eru aðal gögn þeirra manna, sem eru að réttlæta gerðir landstjórans. Það er ljóst, að Mr. Asquith taldi það ekki ósennilegt, að konungur Breta mundi neita Mr. MaeDonald um þingrof, ef hann bæði um þau, — að minsta kosti þar til að konungur væri viss um, að enginn annar stjóramálaflokkur í þiginu gæti myndað stjóm. Þessi aðstaða virð- ist mér vera algjörlega gagnstæð lögbundnum þingvenjum og mótmæli mív, gegn henni þá, era fyllilega réttlætt með gjörðum ikonungsins, þeg- ar að því kom, að um þingrof var beðið. Undir nýlendu stjórnarfyrirkomulaginu, þá hefði þingrof ekki verið veitt fyr en bæði Mr. Asquith og Mr. Baldwin hefðu samkvæmt ósk konungs verið búnir að reyna að mynda stjórn, en ekki getað. En hans hátign konungurinn tók nmyrða- og skilyrðislaust ,til greina ráðleggingar forsætis- ráðherra síns, og staðfesti með því frumreglu þá, sem löghlýðni okikar byggist á til konungs- ins, — nefnilega þeirri, að hann stjórni ávalt lögum samkvæmt. Það tilfelli er ekki óhugsanlegt, að konung- urinn yrði að skella skolleyram við slíkum ráð- leggingum, sem hér um ræðir, en sára lítil lík- indi eru til þess, að það komi nokkurn tíma fyr- ir hér í landi, og engum dettur í hug að halda því fram í alvöru, að atburður, slíkur sem varð í Canada nú, hefði getað komið fyrir á Bretlandi —að konungurinn hefði hikað við að veita for- sætisráðgjafa sínum rétt til að rjúfa þing, sem hann hefði beðið um, eftir grandgæfilega at- hugun. Þar við bætist þungi allrar venju síðan á samríkjafundinum árið 1911, þegar samlendur Breta í fyrsta sinni nutu viðurkends jafnréttis við Bretland, er svo gjörsamlega andstæður ákvæði Byngs lávarðar. Árið 1914 bað forsætis ráðherrann í Ástral- ín, Sir E. Munro Eerguson, sem þar var land- stjóri, um þingrof. Forsætisráðherrann hafði eins atkvæðis meiri hluta í neðri deild þingsins, en var í allmiklum minnihluta í efri deildinni, og hann bað um þingrof í báðum deildum þings- ins. Ef Sir Munro Ferguson hefði stuðst við nýlendulög eða nýlenduvenjur, þá hefði hann neitað um þingrof. En hann tók til greina ósk og ráðlegging forsætisráðherra síns, þrátt fyrir ákveðin mótmæli frá mótstöðuflokknum í þing- inu. Kjósendumir með atkvæðum sínum for- dæmdu framikomu forsætisráðherrans. En öll- um kom saman nm, að landstjórinn hefði breytt lögum samkvæmt og í fullu samræmi við stöðu fullveðja ríkis. Afríka og Nýja Sjáland hafa síðan 1911 haldið sig við þá stéfnu og þær venjur, og það' er mjög alvarlegt, að Byng lávarður skyldi þannig einskisvirða stöðu samveldanna, sem félaga innan veldisins brezka. Afleiðingarnar af þessu óhappa spori ero sýnilegar í hinu aumkvunarlega ástandi, sem hann hefir verið neyddur til að taka þátt í, að stjómardeildum hafa menn orðið að veita for- stöðu, sem ekki hafa löglega verið settir í em- bætti sín, sökum, þess, að þeir máttu ektki úlr þingsalnum fara á meðan að þeir leituðu kosn- inga lögum samkvæmt. Hvað svo sem segja má yfirleitt um fram- komu Byngs lávarðar í þessu máli, þá er það ljóst, að honum hefir yfirsézt í þeirri frum- skyldu, að sjá um að lögum væri framfylgt og siðvenjum þeim, sem stjórnarskráin krefst.” Tollrannsóknarmálið. Eitt af málum þeim, sem leiðtogi afturhalds- flokksins í Canada leggur hvað mesta áherslu á og ætlar auðsjáanlega að gjöra að aðal :kæru á hendur frjálslynda flokiknum, er tollrannsókn- armálið. Engum manni dettur í hug að fegra um skör fram aðstöðu frjálslynda flokksins, eða King- stjórnarinnar til þess máls/og réttlátt er, að sú stjóm sæti átölum fyrir það, sem hún vanrækti í því máli, eða hefir illa gjört í öðrum málum. En þau toilsvik, sem komust upp við rannsókn þá, sem gjörð var síðastliðinn vetur, gefa ekki ágtæðu til þess að skella skuld þeirrri, sem þar er um að ræða, eingöngu á Kingstjórnina; enda lét nefnd sú, er þá rannsókn hafði með höndum, sér ekki detta það í hug. Hún, sem kynt hafði sér málið betur en nokkrir aðrir, sá, að þessi ó- regla hafði átt sér stað til margra ára, að meiru og minna leyti, og progressive þingmennimir hafa sjálfir viðurkent, að þeir hefðu ekki séð sér fært að áfella Kingstjóraina fremur en þá stjórn, sem á undan henni var, fyrir ávirðingar þær, sem átt höfðu sér stað í þessu efni, og í nefndarálitinu, þegar það kom fram í þinginu, vhr ekkj einn einasti stafur, sem sa'kfeldi frjáls- lyndu stjórnina í því máli. Það hafði komið fram við rannsókn málsins, að King-stjómin hefði gert alt sem hún hefði getað, til þess að greiða fyrir rannsókninni frá byrjun, og þegar að tollmálaráðherranum þótti ganga seint, tók hann málið í sínar hendur og fékk leyni lögregluþjóna til þess að rannsaka það, með það eitt fyrir augum, að bæta úr óreiðu þeirri, sem hann og aðrir vissu að á var, en mennimir, sem fengnir voru og voru launaðir starfsmenn hans, sviku, og lögðu öll gögnin sem þeir náðú í, í hendur mótstöðumanna hans og Kingstjómarinnar, svo þeim gafst færi.á að snúa vopnum, sem stjórnin var að nota, ti) þess að bæta úr því, sem að var, áTana sjálfa, og Mr. Stevens tækifæri til þess að kæra King-stjóm- ina um aðgerðarleysi og ósóma í samhandi við tollmáin, áður en hún sjálf hafði fengið að vita um sannanagögn þau, sem hennar eigin starfs- penn höfðu fundið. Hér er því auðsjáanlega ekki um neitt veglyndi að ræða frá hálfu afturhaldsmanna, hvorki til andstæðinga sinna, sem ef til vill var ekki að vænta, og ekki heldur til lands og þjóðar, hedur að eins var um að ræða tudda- bragð á mótstöðumenn, til þess að fella þá og ná í völdin sjálfir. Frá réttlætisins sjónarmiði var ekkert unn- ið. Kingstjórnin hafði tekið vægðarlausum tökum á ávaxtasölufélögunum í Vesturlandinu og ekki skilist við þá, yr en þeir voru orðnir sekir fyrir lögbrot og réttvísin búin að sekta þá fyrir brot sín. Hún hafði ráðist á móti því miskunnarlausasta og ægilegasta afli, sem þekt er í þessum hluta heims og sem haldið hefir í greipum sínum verzlunarlífi Canada, eimskipa- samkundunni brezku, og reynt til að brjóta þau á bak aftur, að því er þau snertu Canada; og hún hefði gjört til 'sama við þessa tollsvikara í Canada, ef að menn þeir, sem hún treysti, hefðu ekki svikið hana og málefnið í hendur aftur- haldsmönnum. Eitt atriði í sambandi við þessa afstöðu aft- urhaldsmanna er sérstaklega eftirtektarvert. Þeir leituðust við af öllum mætti að flækja toll- máaráðherra Kingstjómarinnar, sem þá var, Mr. Boivin, inn í þetta tollsvikamál, fyrir þá skuld, að skömmu eftir að hann tók við því em- bætti í fyrra haust, af Jacques Bureau fyrir- rennara sínum, þá kom maður að nafni Robi- caud, til hans og bað hann að láta lausan mann, sem Moses Aziz hét og settur hafði verið í varð- hald í sambandi við tollsvik. Mr. Boivin, sem var nýr í embættinu, leitaði ráða til aðstoðar- manns síns, sem sagði að það mundi vera hættu- laust, að verða við þeirri bón. Fyrir þetta atriði fanst afturhaldsmönnum, að Boiviji væri óferjandi og óalandi, þrátt fyrir það, þó nálega hver einasti þingmaður úr þeirra hópi, eins og hinna, hefðu gjört tilraunir til þess að fá leysta menn úr fangelsum og undan refs- ingu, er smyglað höfðu víni á óleyfilegan hátt, eða á annan hátt orðið sekir við tolllögin, frá hafi til hafs í landinu. Finst mönnum pú ekki, að það hljóti að vera fremur fínt um feita drætti fyrir Mr. Meighen og flokksmönnum hans, þegar þeir geta ekkert fundið til þess að styðja málstað sinn við, sem þeim sjálfum er meiri sómi að, en þetta toll- sviikamál ? I Kirkjumálin í Mexico. ii. Eitt af merkustu tímaritum í iBandaríkjunum, “Current History”, hefir boðið málsaðilum í deilu- málinu mikla í Mexico, að setja skoðanir sínar og afstöðu fram fyrir almenning, og sökum þess að sá kafli stjórnarskrárinnar, sem vakið hefir deilu þessa á ný, hefir verið birtur í Lögbergi, þá fin-st oss rétt að gefa yfirlit yfir ástæðu þessara manna líka, svo lesendur b'laðsins geti betur áttað sig á málinu, og í því yfirliti styðjumst vér við afstöðu hinna mál- svara málsins, eins og hún kemur fram í áminstu riti. Maður sá, sem reifar málið fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar, heitir Constantine E. MteGuire, og er doktor í heimspeki við Harvard háskólann. Mál sitt byrjar hann með því, að taka upp kafla úr ræðu eftir Luis Cabera, sem var einn af þeim, er aðal þáttinn áttu í að semja þessa umræddu stjórnarskrá Mexico- rikis frá 1917, og^hann flutti í Philadelphia á fundi “Political Academy” og “Social Science” manna. þar sem hann rekur kirkjusöguna í landi sínu að nokkru og tekur fram, að í raun réttri sé ekki um neitt kirkjuspursmál að ræða í Miexico. Aðhald það, er Spánverjar hafi veitt kaþólsku kirkjunni þar, verið afnumið árið 1860, og kirkjan þá svift öllum rétti til eigna í ríkinu og eignarréttur hennar á fast- ^ignum þá afnuminn og hið veraldlega vald hennar. Hann bendir einnig á, að í stjórnartíð Diaz hers- höfðingja, þá hafi kirkjan náð aftur nokkru af því valdi, sem hún misti 1860, með opinberum og leyni- legum meðölum, og ná aftur sumu af eignum þein> er hún hafði mist. “Og,” bætir hann við, “sumir af kaþólsku leiðtogunum eru áfjáðir í að ná undir sig því valdi nú, er þeir mistu 1860. iStefna byltingar- stjórnarinnar er að aðskilja ríki og kirkju í Mexico, og varna prestum frá að ná í sínar hendur valdi því, er þeir höfðu, en láta þá og kirkjuna alfrjálsa, að því er trúmálin sjálf snertir.” “Hið ótakmarkaða klerkavald,” segir Dr. Con- stantine að sé slagorð — höfuð kæran, sem færð sé gegn kaþólskú kirkjunni í Mexico, og orð það grípi einn af annars manns vörum og bergmáli, án tillits til persónlegrar þekkingar, og án þess að ákæran sé bygð á óháðri rannsókn og réttsýni. Hann tekur fram, að hann tali ekki sem mál- svari kirkjunnar, heldur sem fræðimaður, til þess að andmæla missögnum, t.d. eins og þeirri, að kaþ- ólska kirkjan í Mexico sé alfrjáls að því, er trúmál og meðferð þeirra snertir, og einnig mótmæla því, að nokkur þjóð hafi rétt til þess að gjörast yfirráðandi í Mexico, eins og Bandaríkin hafi óbeinlínis gerst með þvr að demba ógrynni af herútbúnaði, sem var alþjóðar eign, í hendur þeirra Obregons og Calles í Mexico árið 1924. t Auk þess að draga undir sig borgaralegt vald í Mexico, þá hefir kaþólsku kirkjunni verið borið á brýn, að hún hafi brugðist skyldum sínum í fræðslu- málum, sem hún hafði á hendi þar ein og eingöngu í meir en þrjú hundruð ár. Því svarar Dr. Constan- tine með því að segja, að ákærum, sem bornar séu fram án raka, megi neita án frekari orðálengingar. Fram að átjándu öld voru það einstaklingar, eða trúarbragðafélög, sem fyrir þeirri mentun, er þá þektist, stóðu. í México var það kaþólska kirkjan ein á öllu nýlendu tímabilinu, og eftir það í sveitum landsins og á meðal Indíána, og alt, sem gert var í líknarstofnana áttina fram í byrjun 19. aldarinnar. var líka verk þeirrar kirkju, og á þeim hundrað ár- um, sem kaþ. kirkjan hefir verið ofsótt þar, þá hefir það, verið hún, og hún ein, sem unnið hefir að því verki þar í landi. Að kaþólska kirkjan hafi fundið til þeirrar skyldu sinnar og leitast við að rækja hana, segir Dr. Constantine að sé deginum ljósara, og sem órækan vott þess, vitnar hann til orða Joels Poinsetts, sem var fyrsti sendiherra Bandaríkjanna í Mexico, þar.sem hann segir í skýrslu sinni til stjórnarinnar í Washington, að skóla hafi hann. séð jafnvel í smáþorpum. Áður en almenni latínu- skólinn í Boston var bygður, voru latínuskólarnir í Mexico búnir að halda fimtíu ára afmæli sitt. “Þeir sem láta sig æðri mentun kvenna varða, ættu að lesa sögu kaþólsku kirkjunnar í Mexico. Áður en nýlendu tímabilinu lauk, hafði kaþólska kirkjan í Mexico stofnsett þar tvo háskóla, og í sam- bandi við þá báða lækna- laga- og guðfræði-skóla. Þrjátíu aðra háskóla og fleiri hundruð af barna- skólum.” Eg Iæt mér nægja það, sem að ofan er ritað í sambandi við valdafíkn og aðgerðir kaþólsku kirkj- unnar í mentamálum. Menn geta leitað, og það á- rangurslaust, eftir einu einasta tilfelli, þar sem kirkjan hefir reynt að draga undir sig ríkisvald eða það, sem við nefnum bráðabyrgðarvald. —IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU | SKREYTIÐ HEIMILIÐ. | ZZ Það er á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. SS Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. | HREINSAÐ OG LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. | Fort Garry Dyers andCieaners Co. Ltd. = W. E. THURBER, Manager. = | 324 Young St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 f = Kallið upp og fáið kostnaðaréætlup. Ti 111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ ■ 1111 ■ ■ ■ i > ■ 1111111111 n 11111111111111111111111111 ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK í)uit^nn^in^ €omiíöttg. INCORPORATEO 2-« MAY 1670. ÞRJÁR MILJÓNIR iKRA í MANI rOBA, SASKATCHEWAN OG ALBERTA ÁBÚDARLÖND TIL SÖLU OG BEITILÖND TIL LEIGU LEYFI TIL HEYSKAPARog SKÓGARHÖGGS Sanngjörn kjör AUar frekari upplýsingar gefur HUDSON’S BAY COMPANY, Land Dcp.rttn.nt, Winnipe. or Edmonton Fé kaþólsku kirkjunnar í Mexico og hvernig því er varið. Dr. Constantine segir, að eign- ir kaþólsku kirkjunnar í Mexico hafi numið um $60,000,000 auk kirkjubygginganna sjálfra. Fé það segir dr. Constantine að kirkj- aln hafi lánað aðallega til bænda þar í landi, við lægri vexti og hag- kvæmari kjör, en völ var á nokk- urs staðar annars staðar, og þeg- ar ríkið sló eign sinni á það sam- kvæmt skipun Charles IV. Spán- arkonungs, þá hafi það verið bændurnir, sem sárast höfðu kvartað og þeim hafi þá tekist að fá framkvæmd þess ákvæðis frest- að, en þeir Campomanes og Javel- lanos hafi lagt sig fram til þess að eyðileggja þá aðal stoð Mexi- co bændanna, án þess að hafa nokkuð annað til þess að setja í staðinn. Einum fimta parti af fé þessu var kirkjan svift á árunum 1804 —S og það leið ekki á löngu, áður en hún var neydd til þess að lána mest af því sem eftir var, til ýmsra stofnana í ríkinu og ríkis- þar.fa. Árið 1856 sjó ríkið eign sinni á nálega alt, sem eftir var og árið 1861 tók ríkið í sínar hendur öll hæli, sjúkrahús og líkn- arstofnanir, sem áður hijfðu ver- ið í eign og umsjón kirkjunnar. Þrátt fyrir það, þó kirkjan misti þannig allar eigur sínar aðrar en kirkjubyggingarnar sjálfar, sem hún hafði aflað sér á tvo hundr- uð árum, þá hélt hún áfram starfi sínu í þarfir umkomulauss fólks borgum, bæjum og sveitum, og innan tvö hundruð ára eftir að hin svo kölluðu umbótalög voru leidd í gildi,,þá hafði kirkjan aft- ur komið sér upp allmörgum há- skólum, /jölda af barnaskólum, sjúkrahúsum og barnaheimilum, með fjármunum þeim, sem henni gáfust víðsvegar að. Á þessu tímabili gengust leið- togar kirkjunnar fyrir fundum, sem haldnir voru um alt land og fengu sérfræðinga í hinum ýmsu greinum, sem þjóðinhi voru til uppbyggingar, til þess að tala til hennar og kenna henni nýjustu aðferðir í sambandi við atvinnu- vegi hennar og allan menningar- legan þroska. Beinar afleiðingar af þeirri fræðslu eru landbúnaðarbank- arnir í Mexico, sem eru sniðnir eftir því hagkvæmasta fyrir- komulagi, sem þekt er í Evrópu- löndunum. Verkamanna spursmálið hefir kaþólska kirkjan ekki látið af- skiftalaust í Mexico. Það var fyr- ir tilstilli Faðir Daniels Galvón, að fyrsta félag verkamanna í Mexico, til þess að búa til skó, var stofnað, og var sá maður síðan skotinn til dauðs af einum af J valdsmönnum Carranza. Um áhrif og verk kaþólsku kirkjunnar til þroska Mexico- manna, ritar dr. Constantine all- langt mál, og bendir á, að óvil- hallir sagnritarar hafi sannað ó- mótmælanlega, að í hvert sinni sem kaþólska kirkjan hafi gengið inn á samninga við ríkisstjórnina, sem stjórnirnar hafi ekki ávalt haldið, en smeygt sér undan, stundum með viðsjárverðum með- ulum, þá hafi kirkjan ávalt haft ilt af því. Ofsótt í hundrað ár. 1 meir en hundrað ár hefir kaþólska kirkjan verið ofsótt og átt í vök að verjast í Mexico,” seg- ii dr. Constantine. “Og í sjötíu ár hefir hún orðið að þola andúð frá mótstöðumönnum, sem náði hámarki , sínu með stjórnar- skránni frá 1917. Þær ofsóknir hefir kirkjan þolað án þess að beita sömu vopnum og hún var beitt — treyst því, að guðs for- sjón mundi mestu um ráða í því sem öðru. Sumir af kirkjunnar mönnum hafa þó hreyft því, að réttast hefði verið, að kirkjan hefði varist árásunum — mælt of- sóknarmönnum í sama mæli og þeir mældu kirkjunni, eins og til- vera hennar væri undir því kom- in. Við kaþólskir menn í Banda- ríkjunum, þó við séum fáir, hefð- um aldrei getað sætt okkur við einn fimta partinn af óréttlæti og svívirðing þeirri, sem kirkjan hef- ir orðið að þola í Mexico. Síðan árið 1875 hafa mótstöðu- menn kaþólsku kirkjunnar í Mexi- co., haldið úti blöðum, með styrk ríkisstjóðs, sem sýknt og heilagt hafa ráðist á móti kirkjunni með hinni lúalegustu aðferð. Mót- stöðumenn kirkjunnar hafa kom- ið því til leiðar, að einstakir söfn- uðir hafa orðið að borga stórfé, til þess að þeir fengju að halda kirkjum sínum opnum. Þeir hafa rænt kirkjurnar og lætt þýfinu norður yfir landamerkjalínuna, og selt það þar. Þeir hafa brent fleiri bókasöfn, sem kirkjan áttí, en eyðilögð voru í þrjátíu ára stríðinu. Og að síðustu hafa þeir bannað syndajátningar manna með stjórnarskránni frá 1917 og lagt við dauðahegning, ef út af er breytt. Þeir hafa hrifsað kirkjur í sínar hendur og gjört þær að nautaskýlum og hermannaskálum, neytt kirkjurnar til að loka dyrum sínum alla daga nema nokkrar klukkustundir á sunnudögum. Svift prestana atkvæðarétti, bann- að kristilega mentun, forboðið með lögum að mótmæla einu ein- asta af þessum ákvæðum laganna og svift menn þá, sem sakaðir eru um lagabrot í þessu sambandi, að fá að láta mál sín koma í kvið- dóm.” “Engin lög mega stofna lífi þjóðarinnar í hættu,” sagðí Aris- totle forðum, “og engin stjórnar- skrá eða lög, sem hefta trúarþrá fólksins, geta lengi haldist, sér- staklega þar sem, eins og í M'exi- co, aé' mest af lögum er óform- legt, samkvæmt þingreglum þjóð- þingsins sjálfs, og þar sem stjóm- arskráin, eins og þessi Mexico- stjórnarskrá frá 1917, hefir aldrei verið borin undir þjóðina í heild.” Islendingadagurinn. (Framh. frá 1. bls.) ykkar við mig, og klippið ekki sundur þá strengi, sem frá mér til ykkar liggja. Færið ykkur í nyt það, sem eg hefi fram að bjóða. Tungutak mitt og barna minna, lífsreynslu mína gegn um aldirn- ar, þrautseigju og staðfestu, og vermigeisla óbilandi vona, um að geta ætíð um síðir náð takmark- inu — hámarki æskudraumanna. Alt þetta er ómissandi til að gera ykkur stór 'og þjóðina, sem þið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.