Lögberg - 12.01.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.01.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1928. Sogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talsimara N-6327 o$ N-6328 Einar P. Jónsson, Editor OtanSskrih til blaSsins: Tt(£ eOLUMtBI^ PfjESS, Ltd., Box 3171. Winnlpeg. Utan&skrift ritstjórans: COlTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, MJan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho "Uögbers' U prlntad and publUhed by The Coluntbla Prass, LAmltod, ln ths ColumbU •iutldlns. €Bt ttaratent Are., Wlnnlpeg, Manltoba. Námarekstur og hlutasala. Flestum þeim mönnum, bæði í Ontario og Manitoba, er við námarekstri gefa sig ber nokkurn veginn saman um, að núgildandi hlutasölu-lög, séu alt annað en >heillavænleg fyrir námuiðnaðinn bér í fylkinu. Má meðal annars á það benda, að í því falli að fésýslumenn eystra, svo sem í Ontario-fylki, kynnu að.vilja leggja peninga sína í námafyr- irta'ki í Manitoba, þá er ekki um annað fyrir þá að géra, en leita leyfia eða löggildingar til sam- bandsstjórnarinnar í Ottawa. En af þvi leiðir að sjálfsögðu það, að yfirumsjón starfitekslnnn- ar flvzt út úr fylkinu, og er þá ver farið en heima setið. Eins og nú standa sakir, er helzt svo að sjá. sem Ontario-búar brenni einir inni með allan sannleikann, hvað viðvíkur námum! og náma rekstri í Manitoba, og reyndar í Vesturlandinu yfirleitt. Toronto blöð flytja viiku eftir viku, og mánuð eftir mánuð, skilmerkilegar og sannfær- andi ritgerðir um hina 'feykilegu málmauðlegð Sléttufylkjanna, meðan íbúar þeirra sofa svefni hinna andvaralausu, eða láta sér nægja yfir- borðs upplýsingar hinna og þessara námu spekúlanta, er lítið skynbragð bera á máls- kjarnann sjálfan. Með hinum nýju hlutasölulögum, Sale of Shares Act, er gerð til þess nokkur tilraun, að tryggja fylkisstjórninni fullveldi, ef svo mætti að orði kveða, yfir félögum, sem innan vébanda fylkisins starfa ag hlutasölu hatfa með höndum, hvort heldur þau njóta fylkis-, eða sambands- stjórnar löggildingar. Hefir þetta stundum valdið árekstri, og sett hinum efnaminni félög- um, eða einstaklingum stólinn fyrir dyrnar. Þarft er það að vísu og sjálfsagt, að lög- gjöf sé við hendina, er komið geti fram á- byrgð á hendur félögum, er sek gerast um rangar upplýsingar, eða falskar skýrslur. Hafa í þeim efnum helzti lengi tíðkast þau hin breiðu spjótin, að slíkt athæfi væri liðið átölu- laust, eða vægð auðsýnd, þar sem ekki var á- stæða til. A það hefir verið drepið oftar en einu sinni, að heppilegt og holt gæti það reynst núverandi fvlkisstjórn í Manitoba, að taka sér til fyrir- myndar námalög Ontario-fylkis, sem sniðin eru að flestu leyti eftir kröfum nútímans, en jafn- framt bygð á margra ára reynslu. Námulög Ontario-lfylkis, eru afarströng. Verður sérhvert námafélag þegar í upphafi, að gefa stjórninni ábyggilegar, staðfestar skýrsl- ur, um líklega kosti náma þeirra, er vinna skal. Gerist námueigandi sekur um villandi upplýs- ingar, í þeim tilgangi að greiða fyrir hlutasölu, skal hann tafarlaust >sæta þungri hegningu. Gildir hið sama um umboðsmenn hans, eða aðra embættismenn hlutaðeigandi námafélags. — Engum manni skyldi líðast að taka að sér hlutasölu í námufyrirtækjum, nema að áður- fengnu skýrteini frá hlutaðeigandi stjórnar- völdum. Aður en slíkt leyfi er véitt, ætti skrif- stolfa námamálanna, að hafa í höndum sínnm vottorð um ráðvendni umsækjanda. Eins og gefur að skilja, veltur á því eigi alllítið, að hutabréfasali þekki persónulega inn á vöru þá, er hann hefir til framboðs, því áhrif hans geta orðið næsta víðtæk, hvað viðkemur hinni fjárhagslegn hlið námarekstursins. Það mun því miður engin nýlunda, að illa mentur, en tungumjúkur farandsali, hafi vélað fólkið til að kaupa hluti í námum, og þá jafn- fmrnt hinum og þessum fyrirtækjum, sem litlar líkur voru til að veita mundu nokkru sinni nokkuð í aðra hönd. Olíubornar loddaratung ur eru ávalt tvíeggjuð sverð. Undirhyggju verður aldrei til 'fullnustu útrýmt með lögum. En sjálfsagt virðist, að endurkölluð séu um- boðssöluleyfi þeirra manna, er brotið hafa 1 hága við alment velsæmi með afskiftum sínum af hlutasölu, hvort heldur um námafélög eða önnur fyrirtæki var að ræða. Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru, segir gamalt máltæki, er flestir munu kannast við. En það er engan veginn fullnægj- andi að menn hafi trú á vöru þeirri, er þeir hafa til íframboðs. Þeir verða að hafa full- komna þekkingu á gildi hennar og ókostum líka. Kunnugra mun það vera en frá þurfi að segja, hve margir góðir menn hafa oft og ein- att fallið marflatir fyrir hinum og þessum vöruskrumaranum, og þá ekki hvað sízt þeim, er hlutabréfasölu hafði með höndum. Það er engin ný bóla, að heyra hina og þessa strætis- horna legáta halda því að Pétri og Páli, að með því að kaupa vonina í hinu og þessu námafyrir- tækinu, þá geti >þeir auðveldlega tífaldað inn- lags/fé sitt á fáum mánuðum. Flestir menn munu vera með því markinu brendir, að vilja verða ríkir, og þá helzt sem allra fljótast og fyrirhafnarminst. Yér erum ekki í noikkrum minsta vafa um það, að mikill meirihluti hlutabréfasala, séu ráðvandir og samvizkusamir menh. En á lxinn bóginn má það ekki gleymast, að oft er misjafn sauður í möi’gu fé, er gjalda verður varhuga við. Eitt einasta athugaleysis augnablik, getur skipað manni á þann krókbekk í lífinu, er eigi verður auðveldlega úr komist. Það hlýtur að renna sérhverjum góðum dreng til rifja, að sjá samborgara sína flegna inn að skyrtunni. Þó er sú sorgarsaga drjúg- um tíðari, en margan grunar. Vafalaust er mörgum íslendingum enn í fersku minni, saga Farmer’s Packing félagsins alræmda, félagsins, er gera átti bændur stór- ríka á svipstundu, en sökti þeim í þess stað, of- an í grængolandi skuldafen. — Er þar aðeins um að ræða, eitt dæmi af mörgum. Hvað viðkemur námarekstri hér í norð- vestur landinu, þá er þar eftir öllum eykta- mörkum að dæma, um stórfenglegan framtíðar- iðnað að ræða, er reynast mun almenningi sönn lyftistöhg til aukinnar velmegunar.— Það er síður en svo, að vér séum því mót- fallnir, að menn leggi fram til þess fé ,að grafa málma úr jörðu, því gilægð mun af þeim í landi hér. Er slíkt bein skylda. En liitt er oss á- hugamál, að í þessum efnum sem öðrum, sé fullrar varúðar gætt, og skift sé aðeins við þá menn, er þekkingu hafa á námum og náma- rekstri. Slíkir menn eru að sjálfsögðu náma- verkfræðingarnir, er helgað hafa námuiðnað- inum óskifta æfikrafta. Þjóðrœknismál. r. Eins og vestur-íslenzkum almenningi þegar er kunnugt, varð það að ráði á síðasta ársþingi Þjóðræknisfélagsins, að Brynjólfur söngkenn- ari Þorláksson, skyldi til þess fenginn, að æfa söngflokk meðal íslenzkra barna og unglinga í Winnipeg-borg, með líkum hætti og hann hefir gert undanfarin nokkur ár, í hinum ýmsu ný- bygðum vorum hér vestra. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve glæsilegan árangur starfsemi Brynjólfs á þessu sviði hefir borið. Nægir í því sambandi, að benda á þátttöku söngflokka hans í landnáms- hátíðinni á Gimli, sem og á þjóðminningardegi íslendinga í Vatnabygðunum. Epn er tiltölulega skamt um ljðið, frá því er Brynjólfur kom að heiman,—aðeins rúm þrett- án ár. Þó hefir hann reynst liðtækur land- námsmaður á sviði þjóðræknismálanna, eignast mörg ítök í landnáminu fegursta* sem unt er að hugsa sér, landnámi hins saklausa barnshjarta. Við gróðrarmold heilbrigðs hjartalags| eru tengdar allar vorar dýrustu vonir um langlífi íslenzks þjóðernis í Vesturvegi. Um sérhver þau mál, er einhuga æska beitir sér fyrir, er óþarft að örvænta,—hún tekur við- fangsefnunum, hvTersu erfið sem þau annars kunna að vera, með óblöndnnm fögnuði, sann- færð um sigurmátt eigin eðlis, með ólgandi blóðið af lolckandi átaksþrá. Að sjálfsögðu, er hér einungis átt við heilbrigða æsku, er mótast t hefir við arineld kærleiksríkra heimila, þá a skn, er skilur sjálf og þráir að gera öðrum skiljanlegt, að því aðeins megi framtíðarmust- erin trygg reynast, að í undirstöðu þeirra sé lagt það nothxpfasta úr fortíð og samtíð. Slík- an hyggjum vér lífsskilning vestur-íslenzkrar æsku, og þessvegna bíðum vér ókvíðnir kom- anda dags. Vér hö'fnm ávalt staðið bjartsýnis megin í lífsbaráttunni, hveniig svo sem að viðrað hef- ir, og munum svo enn gera, bæði hvað þjóð- ræknismálið snertir, sem og önnur mál. Meira en nóg af hrakspámönnum samt. Verksvið vestur-íslenzkrar æskn, er afar- víðtæk. Það er hún, sem á að bera hita og þunga dagsins, þegar fram í sækir, og vernda helgustu minjar uppruna vors og ættar Vér höfum ávalt trúað á æskuna. Hún er trúnð sjálf,—trúuð á alt, nema vantraustið! Uað hlýtur að verða sérhverjum, íslenzkum foreldrum í þessari borg óblandið fagnaðar- efni, að eiga þess nú kost, að veita börnum sín- um ókeypis kenzlu um þriggja mánaða skeið í fögrum íslenzkum söng, þar sem saman fer á- gæti ljóðs og lags. Sönglistin hefir ýmist köll- uð verið drottning listanna, eða dí^ hins heil- aga samræmis. Er hvorttveggja vafalaust réttnefni. “Alt á að mætast á efsta stað, alt að samhljómnum stefnir. Hvern sem að vann um æfi þar að eilífa lífsbókin nefnir. Fagur söngur er einn dásamlegasti sáttn- semjarinn, er enn hefir þekst á vorri jörð. Hann er grundvallaður á eilífðar samræminu milli Guðs og manna.— Um nálcvTæma tilhögun kenslustarfs Bryn- jólfs Þorlákssonar, er oss ekki að fullu kunn- ugt. En þó mun það ákveðið að kenslan fari fram til skiftis í báðum íslenzku kirkjunum hér í borginni. Þjóðræknisfélagið á almennar þakkir slcyld- ar fyrir afskifti sín af þessu nauðsynjamáli, sem og þeir mætu menn, er komu því til leiðar á þinginu, að kenslan skyldi ekld kosta félagið grænan túskilding.— Fólk verður að láta sér skiljast, að með söngkenslu þeirri meðal barna og unglinga, er hér um ræðir, er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Það er með henni verið að byggja upp máttarstoðir framtíðarinnar undir íslenzkan félagskap í álfu hér, þegar hinir eldri eru horfnir út yfir móðuna miklu. II. Tíðindum þótti það sæta, er stofnaður var í fyrra undir forystu Halldórs Thórólfssonar, söngflokkur sá, er Icelandic Choral Society nefnist. Fyrir frábæra alúð söngstjórans, sem og þeirra annara, er að málum stóðu, gat flokk- urinn sér þegar á hinu fyrsta starfsári, hinn ágætasta orðstír. Má í því sambandi minnast bljómleika þeirra, er liann hélt í Fyrstu lút- ersku kirkju, mörgum hundruðum manna til ó- gleymanlegs yndis, sem og þátttöku flokksins í hljómlistarsamkeprfi Manitoba-íylkis í tfyrra. Frá því er flokkurinn hóf æfingar f haust, hefir hann starfað af kappi miklu, og ráðgerir að efna til tveggja hljómleika á yfirstandandi vetri. Fyrri hljómleikasamkomunni hefir þeg- ar verð ráðstafað, og fer hún fram í Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudagskveldið þann 7. febrúar næstkomandi. Aðgöngumiðar verða ekki seldir að þessari samkomu, en samskota verður leitað, er renna skulu í mentasjóð Björgvins Guðmundssonar. Hljómleikar þeir, er her um ræðir, koma til með að hafa hreint enga smáræðis þýðingu, frá sjónarmiði íslenkks þjóðernis. Hver einasti liður söngskrárinnar fer fram á íslenzku, ein- söngvar jafnt sem kórlög. Þar að auki skal þess getið, að lögin öll, að tveimur undanskild- nm, eru eftir íslenzk tónskáld, austan hafs og vestan. Svona hljómleika hefir fólk vort ein- mitt verið að drejuna um í háa herrans tíð. Söngfélag þetta er nýgræðingur enn, og ný- græðingurinn þarf jafnan á nærgætni og sam- úð að halda. Það er bein siðferðisskylda vor íslendinga, að láta félaginu í té allan- þann stuðning, er framast má verða. Tilgangur þess er slíkur, að ógleymdnm ágætum starfs- kröftum, að mikils má af því vænta í framtíð- inni, íslenzlcu þjóðerni til sæmdar.— III. Einn þeirra manna, sem um þessar mundir er að flytja hróður íslenzkrar listar, “eins víða og vorgeislar ná,“ er hinn djúpgáfaði og víðfrægi landi vor, Emile Walter. Hefir list- ar hans fyrir nokkru svo rækilega minst verið hér í blaðinu, ásamt erfiðleikum hans og sigr- um á hinni örðugu braut listarinnar, að litlu er þar við að bæta á þessu stigi málsins. Málverk hans eni nú að heita má, komin út um allan binn mentaða heim, og hafa vakið í hvívetna aðdáun mikla. Mr. Walter er eigi aðeins framúrskar- andi listmálari, heldur og jafnframt sannur sonur íslenzks þjóðernis, er veg þess vill í öllu. Mr. Emile Walter veit og skilur af eigin reynd, líklegast manna bezt, hvað það er, að fara um- komulaus út í heiminn og berjast aleinn fyrir takmarki sínu upp á líf og dauða. Það sannar hin litbrigðaríka saga hans svo afdráttarlaust, þótt eigi sé löng enn. A'f stuttu samtali, er vér áttum við hann síðastliðið haust, urðum vér þess skjótt áskynja, hve mikið kappsmál hon um það var, að geta orðið ungum, efnilegum ís- lenzkum listnemum að liði, og hann hefir ekki látið lenda við orðin tóm. Hið síðasta, er vér vitum nm starfsemi hans á því sviði, er það, að hann hefir þegar útvegað tveim ungum list- nemum námsstyrk, og er á leiðinni með að afla hinum þriðja stuðnings. Þeir tveir ungu menn, er Mr. Walter þegar hefir greitt götu, eru Jón M. Jónsson og Stefán Grandy. Hefir hinn fyr- nefndi hlotið, að tilstuðlan Mr. Walters, náms- styrk frá Tiffany stofuninni í New York, en hinn síðarnefndi frá Art Institution í Chicago. Eru báðir þessir ungu menn, sagðir að vera frábærum listhæfileikum gæddir. Þriðji mað- urinn, sem Mr. Walter gerir sér góðar vonir um, að geta útvegað námsstyrk frá áðurnefndri Tiffany stofnun, er Haukur Sigurbjörnsson frá Leslie, Sask., bráðgáfaður, ungur maður og framúrskarandi listrænn. Það er gott að eiga menn eins og Emile Walter, er eigi aðeins hafa komist hátt sjálfir á braut lærdóms og listar, heldur vaka jafn- íramt á verði yfir veg og gengi hinna yngri, er skemra eru komnir áleiðis, en í brjóstum bera heilagan eld þjóðlegrar, lífrænnar listar. Bjartari horfur. , Við lok hins nýliðna árs, voru f jármál hinna ýmsu þjóða komin í drjúgum betra horf, en ár- ið þar á undan. Norðurálfuþjóðirnar, flestar hverjar, eru jafnt og þétt að ná sér, eftir styrj- öldina miklu, og gefa nú út gulltrygða seðla, í stað þess að hrúga á markaðinn seðlabunkum, er ómögulegt var að átta sig á hvort nokkuð gildi hefðu til’ frambúðar, eða ekki. Síðasta þjóðin, er nú hefir tekið sér fyrir hendur, að gulltryggja seðla sína, er Italía, og mun þess ekki langt að bíða, að Frakjdand geri hið sama. Mun slíkt leiða til þess, að greiða fyrir cana- diskum viðskíftum að drjúgum mun. Eins og gefur að skilja, hafa þjóðir þær allar, er eigi höfðu gulltrygða seðla, átt a'far- erfitt með að gera viðskifti erlendis, og þá að sjálfsögðu við Canada líka. Verður hinni canadisku þjóð, breyting þessi því enginn smá- ræðis hagur, er tekið er tillit til þess, hve feyki- legar vörubyrgðir hún hefir árlega til útflutn- ings. Breytingar þær á fjárhagsástæðum Norður- álfuþjóðanna, er nú hafa nefndar verið, verða að sjálfsögðu öllum þjóðum gleðiefni, en þó ekki hvað sízt þjóðinni canadisku, er framleið- ir umfram heimanotkun, margfalt meira en nokkur önnur þjóð, og þarf því að sama skapi á víðtækari erlendum markaði að balda. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. PÁLL JÓNSSON, frá Breiðuvík í Reyðarfirði. Eftirmæli. V Þú girtnist aldrei auglýsinga- frægð; um æfi vanst með trúleik sér- hvert starf, og fagurt dæmi framtíð gafst í arf, því fremd hvers lands er mæld í slíkra gnægð, Á kvarða auðs þín auðna reikn- ast smá; í aurum talldir þú ei gengin spor, en drenglund sanna, dáðríkt hetjuþor þú dýrri perlum virtir mönn- um hjá. Þú dáðir slíkt; þeim dygðum prýddur varst; við dagsins lok er jafnan bjart um hann, er auðnugull úr grjóti þrauta vann; sem göfug hetja æfiraun þú barst. Þú girntist aldrei auglýsinga frægð; um æfi vanst með trúleik sér- hvert starf; eg veit ei neinn á foidu fegri arf, hve farsælt land, er eignast slíkra gnægð! Richard Beck. Canada framtífrarlandið í þeim hluta Suður-Alberta- fýlkis, þar sem mest er um bland- aðan búnað, og eins á svæðunum milli Calgary og Edmonton, er timothy ein allra algengasta og jafnframt bezta heytegundin. Aðr- ar grastegundir — ágætar til fóð- urs, má nefna, svo sem Kentucky blue, broome gras, rúg, alsike og smára. Jarðvegurinn í Alberta er eink- ar vel fallinn til garðyrkju. Enda er þar framleitt afarmikið af jarðeplum, næpum, rófum og því um líku. Nautpeningsræktin í Alberta, hefir ávalt verið mjög þýðingar- mikill atvinnuvegur fyrir fylkis- búa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í Vestur- landinu. Fram að aldamótunum síðustu, var nautgriparæktin höf- uð atvinnuvegur íbúa suðurfylk- isins. f norður- og miðfylkinu var þá einnig all mikið um gripa- rækt. Er fram liðu stundir, fóru bænd- ur að leggja mikla áherzlu á framleiðslu mjólkurafurða, og er smjörgerðin þar nú komin á afar- hátt stig. Hefir stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bænd ur og veita þeim upplýsingar í öllu því, er að kynbótum nautpen- ings lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og korn- yrkjan, sé stunduð jöfnum hönd- um. Á býlum þeim, er næst liggja borgunum, er mjólkurframleiðsl- an að jafnaði mest. Enda er mark- aðurinn þar hagfeldastur. Á sléttum suðurfylkisins, var griparæktin mest stunduð, lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. Víða í fylkinu er mikii timbur- tekja, og í flestum ánum er tals- verð silungsveiði. í hæðunum, svo sem tuttugu og firnm mflur suður af High River, keypti prinzinn af Wales mikið og fagurt býli. Hefir þangað ver- ið flutt mikið af nautpeningi, af Shorthorne kyni, einnig af sauðfé og Dartmoor hestum, frá brezku eyjunum. Hinu kjarngóða beitilandi er það að þakka, hve sláturgripir i Alberta eru vænir. Veðráttufar- ið er heilnæmt öllum jurtagróðri. Saggaloft þekkist þar ekki. Gripa- ræktunarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kynbótanaut, svo sem Shorthorne, Heresford og Aberdeen-Anguk. Gripir af þessu kyni hafa selzt> við hinu allra hæsta verði á Chicogomarkaðin- um. f Peace River héraðinu, er griparæktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurn eftir góðu nauta- kjöti hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið meiri og meiri áherzlla lögð á griparækt- ina. í mið- og norður-fylkinu, er að jafnaði til skýli fyrir allan bú- pening, en í Suður-Alberta ganga gripir sumstaðar úti allan ársins hring og þrífast vel. Bændur hafa lagt og leggja enn, afarmikla rækt við kynbætur hjarða sinna. Eru kynbótanaut í afarháu verði. Hefir það komið fyrir, að kálfar af bezta kyni, hafa selzt fyrir fimm þúsund dali. Algengasta nautgripa tegundin j Alberta, er Shorthorne, en víða er talsvert af Heresfrds einkum í Suðurfylkinu. En Aberdeen- Angus, er að finna á víð og dreif um alt fylkið. Eifis Oig áður hefir verið getið um, er mjólkur- og smjörfram- leiðslan á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slíkrar framleiðslu, eru hin beztu. Akuryrkjumáladeild- in hefir í þjónustu sinni sérfræð- inga, er hafa eftirlit með smjör- framlleiðslunni. Markaður fyrir Alberta smjör, er orðinn feykimikill í austur- hluta Bandaríkjanna. Eru það einkum heildsöluhús í Toronto, Montreal og Vancouver, er ann- ast um söluna. Alls eru í fylkinul fimtíu og þrjú sameignarrjómabú, þrettán, sem eru einstaklings eign og all- mörg í flestum hinna stærri bæja. Sameignarfélögin voru þau fyrstu og átti stjórnin allmikið í þeim þá og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með rekstri þeirra. Nú eru; það bygðarlögin, eða sveitar- félögin, er rjómabú þessi eiga, en umbo«smaður stjórnarinnar, eða starfsmenn hans, ’hafa með þeim stöðugt eftirlit. Rjómanum er fitsk í 1234566 1234566 778....0 skift í flokka eftir því hve mis- munandi smjörfitan er. Flokkun- in er bygð á lögum, er kallast The Dairymen’s Act of Canada. Rjómabúin í borgunum kaupa eigí að eins rjóma, heldur og ný- mjólkina og selja hana síðan til borgarbúa. Rjómabuin í Edmon- ton—The Edmonton City Dairy— er hið stærsta í öllu landinu. Það kaupir rjóma úr öllum áttum, stundum úr þrjú hundruð mílna fjarlægð. Hefir það einnig all- mörg útibú og býr auk þess til osta og ísrjóma. Það selur ár- lega yfir tvær milj. punda af smjöri og hálfa miljón punda af osti. Sextíu og fimm hundraðs- hlutar af öllum rjómabúum í fylk- inu, eru norðan við Red Deer. Ostagerðinni í fylkinu hefir, enn! sem komið er, miðað tiltölu- lega seint áfram. Bændur nota allmikið af mjólkinni til gripa- eldis og kjósa fremur að selja rjómann. Það enda að öllu sam- anlögðu, hentugra og auðveldara. Þrettán Qstagerðarhús eru allls í fylkinu. Ferð til Minnesota. Eftir G. J. Oleson. Frá barnæsku hafði eg heyrt mikið orð fara af íslenzku bygð- inni í Minnesota, og oft hafði mér leikið hugur á því, að heimsækja þá bygð, sérstaklega fyrir það, að þar bjó og býr enn, móðurbróðir minn, S. S. Hofteig, og stór frænd- bálkur, og svo hefi eg á liðnum árum kynst mörgum íslendingum þar, sem eg hafði gaman af að heimsækja, auk þess að kanna ó- kunna stigu. En það var ekki fyr en í sum- ar sem leið, að eg fór alvarlega að hugsa um þetta. Gekk eg með það í huganum nokkurn tíma, og tilhneigingin um þetta ferðalag ágerðist. Konan ihvatti mig líka til þessa, því hún vissi að mig langaði til þess. Hún sagði r “Frændi þinn er orðinn aldur- hni&inn og fyrsti tími er beztur. og þið hafið báðir gaman af því.”' Svo þegar mér var trygð góð sam- fylgd, afréði eg að fara. Það var ekki kominn dagur, föstudaginn 23. október, þegar eg ileit út um gluggann til veðurs. Mér sýndist veðrið gott, þó dimt væri og fór strax á fætur. Það er ekki frítt um það, að sumir ná- búar mínir hafi stundum viljað ófrægja mig með því, að eg væri rúmlatur, og færi seint á fætur á morgnana. en hvað sem satt kann að vera í því, þá rak eg nú af mér

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.