Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER 1928 '4' ogbcrg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TalNÍmari N-6S27 og PÍ-6S28 Einar P. Jónsson, Editor Utan&skrift til blaðsins: THE eOLUHlBI^ PRESS, Ltd., Box 317*, Wlnnlpeg, «íar|. Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipeg, N|an. Verð $3.00 um árið. Borgitt fyrirfram The “Lögberg" le prtntsd and publlahed br The Columbla Preae, Ldmltel, Ln the Coiumbla Butldlnc, 666 tíar*ent Ave Wlnnlpeg, ManKoba. Ein sönnunin enn. Staðið hefir yfir í Ottawa undanfarnar vik- ur, rannsókn í sambandi við tollverndun á steinlími, er vakið befir feikna eftirtekt nm land alt. Eins og nú standa sakir, nýtur steinlím það, er kent er við Portland, átta eenta tollverndun- ar á hundrað pundin. Hefir íbúum Vestur- landsins, þótt tollvernd þessarar framleiðslu tegundar ískyggilega há, og þessvegna varð það úr, að leitajð skyldi á fund nefndar þeirrar í Ottawa, er tollvemdunarmálin sérstaklega hefir með höndum, með það fyrir augum að komast fyrir allan sannleikann í málinu. Rit- ari akuryrkjuráðsins eaftadíska, Mr. A. E. Dar- by, sótti málið fyrir hönd lágtolla manna, en prófessor Gilbert Jackson, mætti á fundinum af hálfu verksmið.jueigenda. og gerði til þess allar hugsanlegar tilraunir, sem vænta mátti, að fegra tollverndunar farganið, og þá að sjálf- sögðu ekki hvað sízt, 1 sambandi við steinlíms framleiðsluna. Rannsóknin í máli þessu, er sögð að vera ein sú allra nákvæmasta, er nokkru sinni hefir haldin verið í Ottawa, og má óhætt fullyrða, að margt gott muni af henni leiða, fyrir við- skiftalíf þjóðarinnar í heild. Fjögur eftirgreind atriði, leiddi rannsóknin sérstaklega í ljós, er öll virðast þess eðlis, að vænta megi alvarlegrar íhlutunar af hálfu stjómar og þings. Fyrst skal á það bent, að starfræksla stein- líms verksmiðjanna virðist hafa verið slík, sem um fylztu einokun væri að ræða. Og þetta á sér stað í landi, þar sem frjáls verzlun er opinber- lega viðurkend! Annað atriðið, sem rannsóknin leiddi í ljós, var það, að steinlíms verksmiðjumar rökuðu saman árlega stórfé, og þyrftn þessvegna und- ir engum kringumstæðum á tollvernd að halda. 1 þriðja lagi, neyddist málsvari téðs verk- smiðju iðnaðar, til að viðurkenna það afdrátt- arlanst, að jafnvel þótt vemdartollurinn á steinlími yrði afnuminn með öllu, þá væri það síður en svo, að iðnaðinum yrði með því stofn- að í nokkra sérstaka hættu. En mikið vill meira. Og þar af leiðandi lagði prófessor Jaekson á það mesta áherzluna, að eigi skyldi hróflað við tollvemdunarkerfinu, nema þá sem allra minst, því þegar til lengdar léti, hlyti stóriðnaðurinn að bíða við það mikinn halla, ef verndartollamir yrðu lækkaðir, auk þess sem traust þjóðarinnar út á við, myndi veikj- ast að sama skapi. Röksemdafærsla, sem þessi, er ekki ný, en hlægileg fjarstæða er hún engu að síður. 1 f jórða lagi kom það skýrt og ákveðið fram, að stórkostlegur verðmunur á sér stað á stein- lími, eftir því hvort selt er í samkepni, eða það gagnstæða. Var í þessu tilliti á það hent, að í Calgary, þar sem steinlímsverksmiðjur era svo að segja við handarjaðarinn, selst steinlím við hærra verði, en í Edmonton, þar sem fram- leiðsla frá sömu verksmiðjunni gengur kaupum og sölum við drjúgum lægra verði. En þar fer verzlunin fram í frjálsri samkepni, og það ríð- ur baggamuninn. Á hinum staðnum. heldur einokunin þessari tegund framleiðslunnar í heljargreipum, og þessvegna er verðið eins hátt og rann ber vitni um. Mr. Darby, ritari akuryrkjuráðsins, krafð- ist þess óhikað, að tollvernd sú á steinlími, sem nú hefir nefnd verið, skyldi með öllu afnumin. Sýndi hann fram á það með ljósum rökum, að tollverndun á þessn sviði, sem svo víða annars- staðar, auðgaði aðeins þá auðugu, en gerði al- þýðu manna að sama skapi örðugra fyrir með húsagerð. Steinlím væri nauðsynja vara, sem almenningur gæti ekki án verið. Undir nú- gildandi fyrirkomulagi, væri verð á steinlími óhæfilega hátt, og það svo mjög, að öllum þorra hænda og búalýðs, ank verkamanna í bæjum, reyndist lítt kleift að koma npp viðunanlegn skýli yfir höfuð sér. Slík ósvinna mætti undir engum kringumstæðum lengur viðgangast, og þessvegna yrði stjómin tafarlaust að skerast í leikinn. Mr. R. J. Deachman, forseti þess félags- skapar, er Consnmers League of Canada nefn- ist, tók í sama streng, og fór afarhörðum orð- um um einokun þá á steinlími, er ríkja virtist í Canada um þessar mundir. Kómst hann meðal annars svo að orði: “Reynt hefir verið að hamra það inn í almenning, að afnám verndar- tolls á steinlími, myndi koma þeirri framleiðslu- tegund í landi hér fyrir kattarnef, og það á mjög skömmnm tíma, með því að ógtrvnnum öllum yrði hrúgað á markaðinn af samskonar vöm snnnan frá Bandaríkjunum. og ef til vill annarsetaðar frá. Þessi viðbára er ekki ný. Henni hefir verið hampað hátt á lofti í flest- um kosningum til sambandsþings. og hún hefir hvergi nærri verið kveðin í kútinn enn. Eg er einn í þeirra tölu, sem hágt eiga með að leggja trúnað á slíkt kenningakerfi, og eg þykist þess fullvís, að skoðanahræðram mínum sé altaf að fjölga. “ Verksmiðjueigendur vorir hafa árlega rakað saman stórfé. Það sanna hagskýrslur vorar ölln öðru fremur. Þó em þeir að reyna að hamra það inn í okkur, að þeir séu þess ó- megnugir að standast frjálsa samkepni. Það er eins og hugarfar þeirra sé stíflað af æfa- gömlum erfðavenjum, er útiloka með öllu að- streymi nýrra hugsjóna og nýrra stefnubreyt- inga á sviði viðskiftalífsins. Hví getur ekki verksmiðjueigandinn horfst í augu við heiminn. líkt og canadíski bóndinn, án þess að falla í stafi út af óttanum við erlenda samkepni? Hversvegna er það, að hann varpar öllum á- hyggjum sínum upp á verndartollana? Hinn canadíski bóndi, er ekki minstn vitund hræddur við erlenda samkepni. Honum skilst það fyllilega, að fleiri menn eigi rétt til lífs- ins, en han sjálfur. Og því minna sem er nm tollvernd, þess öruggari þykist hann um sinn hag.” Rannsókn sú á steinlíms framleiðslunni í Canada, sem nú hefir nefnd verið, hefir eigi aðeins sannað að nokkrn leyti, heldur beinlínis fullsannað, hvlík fjarstæða það er, að hag þjóð- arinnar verði betur horgið með hækkuðum tollvemdunarmúmm, en frjálsri og óhindr- aðri verzlun. " - ■ sem fjöldi bænda þar 1 fylkinu, telur óréttláta og af handa hófi. Hepnist nefndinni að koma á'viturlegri og sanngjarnari flokkun, en hingað til hefir viðgengist, hefir hún ekki unnið fyrir gíg, og mun að launum hljota þjóðarþökk. Barnabækur. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve þarft nýmæli það var, að hrinda af stað eftirliti með kvikmyndum, og reyna þar með að koma í veg fyrir það tjón. sem af því getur stafað, eigi aðeins fyrir börn og unglinga, held- ur og fullorðið fólk, að horfa á æsandi og sið- spillandi kvikmynda óhroða. Með því var stigið þýðingarmikið spor í rétta átt, sem seint verður of metið. En hvað er nm bækurnar, sem almenningur fær til lestrar! Hefir sömu skyldunnar verið gætt þar? Núna fyrir skemstu, hefir verið stofnað til samtaka í Montreal, með það fyrir augum, að veita almenningi, og þó einkum og sér í lagi börnunum, aðgnng að hreinni og heilnæmari bókum, en venja hefir verið til fram að þessn. Þeir, sem frumkvæði eiga að þessari þörfu nýj- ung, eru menn úr öllum stéttum, er fyrir brjósti bera engu síður andlega velfarnan þjóðfélags- ins. en þá líkamlegu. Að sjálfsögðu verða það þó frömuðir mentamálanna,, er yfiramsjón fyrirtækisins hafa með hðndum, því þar, sem annarsstaðar verður sérþekkingin óumflýjan- leg. Sá tími er nú fyrir löngu nm garð genginn, er nm lítið sem ekkert var annað að ræða, en munnlega fræðslu. Nú er þetta alt á annan veg. Yfir mannfélagdnu flögrar nú á dögum þvílík skæðadrífa blaða og bóka, að mörgum verður óhægt um vik, er til þess kemur að velja og hafna. En þar em einmitt vegamótin, sem mest veltur á. Það er engan veginn fullnægjandi, að geta stautað, eða verið það sem kallað er bænabók- ar fær. Fylgi lestrinum ekki viðeigndi gagn- rýni á gildi eða vangildi þess, sem lesið er, get- nr hann orðið beinlínis hættulegur. Mönnum verðnr að skiljast, að lestur bóka, hefir annað og meira gildi, en það að drepa tímann. Hann er óaðskiljanlegur hluti allrar sannrar menn- ingar. Það liggur þessvegna í angum uppi, hve afar áríðandi það er, að vandað sé val þeirra bóka, er æskan á að teyga lífsþrótt sinn af. Það er hlutverk heimilanna, sem og skóla og kirkju, að verja barnssálina gegn spillingu. Og slíkum tilgangi verður með fáu betnr náð en lestri hreinna og heilnæmra bóka. Þessvegna er það skylda hvers þjóðfélags, að hafa ávalt á tak- teinum hreinar og heilnæmar barnabækur, æsk- unni til yndis og uppbyggingar. Hver skyldi nokkm sinni fá til fullnustu metið það dásamlega verk, er séra Friðrik Friðriksson vann fyrir íslenzkan æskulýð, með útgáfu Æ’skunnar? Er ekki þörf á hliðstæðri starfsemi, meðal íslenzks æsknlýðs hér? Hvað hngsar Þjóðræknisfélagið fyrir sér í þeim efn- um? Er canadískt hveiti að tapa sér? Einn af þeim starfsmönnum sambands- stjómarinnar, er eftirlit hafa með frætegund- nm, Mr. George H. Clarke, telur á því allmikla hættu. að canadískt hveiti sé að tapa sínum upprunalegu gæðum, og hvetur bændur til þess að vanda til hveitiræktarinnar margfalt betur, en við hafi gengist í liðinni tíð. Leggur hann á það mikla áherzlu, að meira sé komið undir gæðum uppskerunnar, en því, hve mikil hún sé að vöxtunum. Er hér augsýnilega á ferðinni alvörumál, er verðskuldar almenna athygli. Landbúnaðarráðgjafii samhandsstjómar- innar, Hon. W. R. Motherwell, sem nýlega er heim kominn úr Evrópuför, telur nú svo komið, að nema því aðeins, að hveitiframleiðslan verði vönduð stóram betur, en nú á sér stað, sé- á því raunveruleg hætta, að hveitið tapi því góða á- liti á Evrópu-markaðinu, sem það fram að þessu hefir notið, og sé það þá ófyrirsjáanlegt, hve stórkostlegt tap hljótist af. Eina megin ástæðuna fyrir hnignnn hveitisins, telur Mr. Motherwell vera illgresið, sem víða geri hinn tilfinnanlegasta usla. Auk þess telur hann það óheppilegt, hve .margar mismunandi -teg- undir séu ræktaðar, með ólíkum gæðum til brauðgerðar. Ninia sv« að segja nýverið, héfir stjómin í um, að rannsaka núgildandi flokkun hveitisr. .... . — Ingólfsmálið. Það er, ef til vill, ekkert mál, sem Vestur- ís- lendingar hafa látið sig skifta, sem þeir hafa orðið eins samhentir um, eins og mál það, sem kent er við Ingólf Ingólfsson. Eg fyrir mitt leyti vil ekki eiga neinn þátt í því, að það verði gert að opinberu deilu- máli, og í s'líkum deilum dettur mér ekki í hug að taka nokkurn þátt. Samvinna mín við nefndina var hin ánægjulegasta, og eg vissi ekki betur, en að nefndin hefði litnð þannig á, að eg hefði leyst hlut- verk mitt vel og samvizkusamlega af hendi og ráð- lagt nefndinni heilt eftir því sem eg hafði bezt vit á. Mér fanst það því ekki nema sanngjarnt að búast við því, að ur þeirri átt kæmu engar árásir á mig í sam- bandi við starf mitt í þessu máli. En hér hefir, því miður, orðið ein undantekning. Einn nefndarmanna, hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, hefir látið sér sæma, að birta í dálkum Heimskringlu hvert nafn- lausa níðkvæðið á fætur öðru um mig í sambandi við Ingólfsmálið. Það læt eg mér liggja í léttu rúmi. Það meiðir mig ekkert og auglýsir aðeins hans eigin andlegan og siðferðislegan þroska, að gera sér þetta að góðu og álíta annað eins boðlegt lesendum blaðs síns. En það eitt hefir hann ekki látið nægja. Hann er nú þrívegis þúinn að ráðast á mig í ritstjórnar- dálkum Heimskringlu. Það getur því ekki Verið af- sakað með því að álíta það fljótfærni. Hann ritar þetta sem ritstjóri og upp á ábyrgð blaðsins, og því sjálfsagt með vilja og vitund húsbænda sinna. Und- an því ætla eg ekkert að kvarta. Það er mannlegra að segja ósatt um náungann opinberlega, heldur en í laumi, því þá gefst kostur á að leiðrétta það. Að því leyti eru þessi skrif hr. Sigfúsar Halldórs frá Höfnum þakkarverð, þó hann misbjóði sannleikan- um á mjög áþreifanlegan hátt. Sumu af því, er hr. Jónas Pálsson frá Norður-Reykjum þegar húinn að fletta ofan af. Eg ætla aðeins að taka fyrir það, sem snertir mig persónulega. Það fyrsta, sem eg vil taka fyrir, er það atriðið, sem Heimskringluskáldin öll syngja um og hr. Sig- fús Halldórs frá Höfnum tekur undir með, og það er, að mér hafi verið ofborgað fyrir mína fyrirhöfn. Um það atriði dettur mér ekki í hug að deila við hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, né neinn annan, sem engin skilyrði hefir til þess að dæma um það, jafn- vel með 611 gögn í höndum, og því síður við þá, sem ekkert vita um það, hvað eg lagði á mig í sambandi við þetta mál. Eg vil aðeins benda á það, að þegar eg sendi nefndinni reikning minn í fyrstunni, þá bauðst eg að fyrra bragði til þess að leggja fram sundurliðaðan reikning, ef þess væri óskað, og leggja hann svo undir úrskurð þess embættismanns, sem • • i ■ 1 til þess er settur, undir umsjón dómaranna, að skera úr um réttmæti reikninga þeirra, sem lögmenn sénda skjólstæðingum sínum. Á þann hátt var hægt að útkljá þetta eitt skifti fyrir öll, alveg þykkjulaust og hávaðalaust, og þá leið hefði nefndin að sjálf- sögðu átt að fara, bæði sjálfrar sín vegna og eins vegna mín, ef hún áleit kröfu mína ósanngjarna. Betur gat eg ekki boðið, og hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum hefði því átt að segja til í tíma, eða þegja síðar. Hafi mér verið borgað of mikið, hvílir því skuldin á nefndinni, og situr því illa á hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfnum að vera að auglýsa það nú, að hann hafi annað hvort verið ótrúr í sinni stöðu og hlutverki sínu ekki vaxinn, eða þá, að hann sé nú að fam með vísvitandi slúður og gabb. í stað þess að fetta nokkuð fingur út í reikning þann, sem eg sendi nefndinni, borgaði hún hann að fullu eftir tvo daga með bankaávísun, sem hr. Hjálmar Gíslason færði mér og þakkaði mér um leið með handabandi fyrir alt mitt verk. Hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfnum til minnis, til- færi eg hér kaflann úr bréfi mínu til nefndarinnar þessu viðvíkjandi. Hann hljóðar þannig: “If the Committee is not entirely satisfied with the amount of my charges, I shall be very glad to have the amount of my bill referred to Mr. G. H. Walker, K.C., for taxation. He is the senior taxing officer of the Court of King’s Bench at Winnipeg and without a doubt the most competent authority on all matters-relating to costs that there is in the Province of Manitoba. If the Committee decides to 'have my bill taxed, I, however, reserve the right to withdráw the enclosed bill and to submit a more de- tailed and higher bill. If the result of such taxation is to reduce my fees below the sum of $2,500.00, I shall without question accept the amount fixed by Mr. Walker as payment in full of my fees to date in connection with this case. On the other hand, it will have to be understood that, if on such taxation Mr. Walker allows me a larger amount than $2,500.00 for my fees, the Committee will abide by the result of such taxation and pay such larger amount.” Lauslega þýtt hljóðar þetta þannig á íslenzku: ----“Ef nefndin er ekki að öllu Ieyti ánægð með þá upphæð, sem eg hefi ákveðið fyrir verk mitt, þá skal eg með ánægju ganga að því, að það sé borið und- ir herra G. H. Walker, K. C., til úrskurðar. Hann er yfirmatsmaður yfirréttar í Winnipeg og, án efa, allra manna Ihér bezt að sér viðvíkjandi kostnaði fyrir slík verk. Ef nefndin ákveður að láta dæma um gjaldið, þá áskil eg mér það vitanlega, að taka til 'baka innlagðan reikning, og leggja fram betur sundurliðaðan og hærri reikning. Verði árangurinn af þeirri virðing sá, að ákveða mér lægri upphæð en $2,500, þá skal eg að sjálfsó'g:ðu hlt'ta úrskurði herra Walkers, og taka það, sem hann úrskurðar mér, sem fullnaðargjald í sambandi við málið upp að þessum tíma. Hins vegar verður það að vera Ijóst, að ef herra Walker ákveður gjaldið hærra . $2,500 fyrir starf miít, þá 'verður nefndin að sætta sigudð þann );úrs^u^^ 'bor*a að fullu samkýæöt NáfivæSftm hans.” Hvað heiðarleg framkoma hr, Sigfúsar Halldórs frá Höfnum er gagnvart mér í þessu efni, legg eg fúslega undir dóm allra sann- gjarnra manna. Eitt af því, sem hr. Sigfús • Halldórs frá Höfnum ber fram því til sönnunar, að lngólfssjóðurinn sé eign Þjóðræknisfélagsins, er þetta: “Og að auki hyggjumst vér muna það rétt, að Mr. Bergman lagði áherzlu á það, á fundi, er hann hafði með nefndinni á skrif- stofu sinni, er hann tók málið að sér, að hann héldi stjórnarnefnd- inni ábyrgri fyrir öllum kostnaði, er hann taldi óhjákvæmilega myndi verða mikinn, hvað sem samskotunum liðL” (sbr. Heims- kringlu 14. nóv.). Ritstjórann hefir hlotið að dreyma þetta, því þessi staðhæfing er tómur tilbúningur, sem ekki Ihefir íhið minsta sannleikskorn að geyma. Eins og ritstjórinn ætti að muna, þá var eg kosinn á al- mennum borgarafundi í Winnipeg til þess að taka að mér Ingólfs- málið, en var alls ekki ráðinn af nefndinni. Eg bað um umhugs- unarfrest til næsta dags. Daginn eftir kom séra Albert Kristjáns son, formaður nefndarinnar, einn til mín að sækja svarið, og eg til- kynti honum þá, að eg hefði ráðið við mig að taka málið að mér Þetta gerðist ekki á nefndarfundi, og hr. Sigfús Halldórs frá Höfn- um var hvergi nálægur og “man” því ekkert um það, sem okkur séra Alþert þá fór á milli. Hvorki í sam- tali mínu við séra Alhert né á nefndarfundi né nokkurs staðar annars staðar hefi eg sagt, að eg héldi stjórarnefndinni ábyrgðar fullri fyrir öllum kostnaði, hvað sem samskotunum liði. Eg fór ekki fram á neitt slíkt, og nefndin gekk aldrei inn á nein.a slíka skilmála. ISéra Albert sagði mér hreinskilnislega frá því, að nefnd- in hefði ekki yfir neinu fé að ráða í sambandi við þetta mál ððru en því, sem inn kæmi í þeim al mennu fjársamskotum, sem hún væri að leita, og það vissi eg mæta vel. Nefndin hafði ekki einu sinni nóga peninga til þess að leggja fram fyrir ferða- kostnaði minn til lEdmonton, þeg- ar eg fór þangað 27. desemher 1924, og eg lagði því það fé fram sjálfur. Fyrstu peninga, sem eg fékk frá nefndinni, fékk eg 5. janúar 1925, eftir að eg kom að vestan, og þá aðeins $200.00. Aðra $300.00 fékk eg frá nefndinni, daginn áður en eg lagði af stað til Ottawa, og svo ekkert meira fyr en eftir að eg kom að austan. Eg bauð nefndinni aldrei byrginn, hvorki hvað fjármálin snerti né á nokkurn annan hátt. Það kom aldrei til þess, því samkomulagið var ágætt og samvinnan öll hin ánægjulegasta. Mér þykir því leitt, að þurfa að lýsa hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum ósanninda- mánn að staðhæfingu þeirri, sem hér er um að ræða. Annað, sem hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum segir, er, að hr. Jónas Pálsson færi “meðal ann- ars til síns máls skjal, sem hann víst hefir fengið afrit af hjá Mr. Bergman, er vér vissum ekki bet- ur en að væri lögmaður Þjóðrækn- isfélagsins, er hann reit það bréf ’ (sbr. Heimskringlu 14. nóv.). Hér er átt við bréf það, er nefndin sendi dómsmálaráðherra Canada, og hr. Jónas Pjálsson hirti í Lög- ihergi 8. nóvember. Eins og það hréf ber með sér, er það ritað hér í Winnipeg 16. janúar 1925, og undirritað af hr. Gísla John- son, sem settum skrifara nefnd- arinnar. Það bréf staðhæfir hr. Sigfús Halldórs frá Höfn- um að eg hafi ritað, og gefur einnig 4 skyn, að hr. Gísli John- son hafi skrifað undir það fyrir áeggjan mína og á móti vilja sín- um. Hér er einnig um ósannindi að ræða, bæði hvað viðvíkur því, sem sagt er, og einnig hinu, sem gefið er í skyn. Hugmyndina um, að reyna að fá Ingólf fluttan til Stony Mountain, átti nefndin, en ekki eg. Bréfið sjálft ritaði eg ekki, og eggjaði hr. Gísla Jöhnson ekk- ert á að undirrita það. Bréfið var ritað hér í Winnipeg fimm dögum eftir að eg lagði af stað til Ott- awa og var eg iþví í 1300 mílna f jar- lægð, þegar það var ritað. Mér var sent bréfið til Ottawa af nefndinni, og eg var beðinn að framvísa því. Það gerði eg, eins og skýrsla mín til nefndarinnar tekur fram. Allar staðhæfingar hr. Sigfúsar Halldórs frá Höfnum í þessu sambandi, eru því tómur heilaspuni og tilhúningur, og koma hvergi nærri sanmleikanum. Að eg hafi verið lögmaður Þjóð- ræknisfélagsins í sambandi við Ingólfsmálið, er miskilningur hjá hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfnum. Mál þetta hefir aldrei komið Þjóð- ræknisfélaginu neitt við. Félag- ið, sem félag, tók þetta mál aldrei á neinn hátt að sér. Stjórnar- nefndin var kosin á almennum borgarafundi í Winnipeg, til þess að standa fyrir samskotum, til styrktar hinum sakfelda, Ingólfi Ingólfsyni. Frá þeim sama fundi fékk eg umboð mitt til þess að gegna lögmannsstörfum í sam- bandi við þetta mál, og hvorki eg né nefndin bárum að neinu leyti ábyrgð gagnvart Þjóðræknisfé- laginu. Nefndin átti því alls ekki að skila af sér til Þjóðræknisfé- lagsins, né afhenda því sjóðinn. og með tilhlýðilegri virðingu fyrir yfirburða lagaþekkngu hr. Sgfús- ar Halldórs frá Höfnum, vil eg staðhæfa það í hróðerni og fullri alvöru, að Þjóðræknisfélagið eigi ekki sjóðinn og hafi ekki nokkurn minsta lagalegan rétt til þess að ráðstafa honum á nokkurn hátt. Um það, hvort eg hafi réttan skilning á lagahlið þessa máls eða ekki, er þýðingarlaust að deila í blöðunum, og eg ætla því ekki að fara lengra út í þá sálma hér. Eg ætla aðeins að nota þetta tæki- færi til þess að mótmæla því op- inberlega, að afgangur Ingólfs- sjóðsins gangi í byggingarsjóð Þjóðræknisfélagsins, eða sé not- aður á nokkurn annan hátt en í þarfir Ingólfs. Fyrst að afskifti mín af Ing- ólfsmálinu hafa verið gerð að op- inheru blaðamáli af hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, sem átti sæti í nefnd þeirri, er eg starfaði með, finst mér ekki nema sann- gj^rnt, að íslenzkur almenningur fái að vita,hvað eg lagði til við nefndina að gert yrði frekar í því máli. Hvað annað, sem annars verður um mig sagt, held eg, að flestum komi saman um, að eg megi eiga það, að eg ráðleggi skjólstæðingum mínum eftir beztu vitund og samvizkusamlega. 1 bréfi til nefndarinnar 19. feb- rúar 1925, sagði eg þetta: “I would respectfully call the attention of your Committee to the statements as to the mental condition of the prisoner contain- ed at pages 10 to 12 of my letter to the Minister of Justice of January 19th, which is referred to albove and is enclosed herewith. I am thoroughly convinced that the prisoner is mentally deficient. He may or he may not be insane in a legal sense. That can be deter- mined only by a proper examina- tion by a competerit medical man. I feel very strongly that the Com- mittee will not have discharged its full duty towards the prisoner and towards the donors to the De- fence Fund unless it has this mat- ter thourougly gone into. It has ample funds at its disposal for that purpose. These funds have been donated for a special object and are trust funds. In my opin- ion they cannot be properly em- ployed for any purpose other than the relief of Ingolfson. It seems to me that a medical examination of the prisoner to determine whether he is or is not sane is called for. If it could be definite- ly established that he is insane, it would definjtely remove from the name of the prisoner and from the Icelandic race the stigma caused by his conviction even in the minds of those who may believe that he did in fact kill McDermott. On the other hand, even if such examination did not disclose that he was insane in a legal sense, it would at least give the Committee deftnite and reliahle information as to his exact mental condition and thus assist it in determining in what manner it could best pro- mote his welfarei during his term of imprisonment.” Lauslega þýtt hljóðar þetta þannig á íslenzku: “Eg vil virðingarfylst leyfa mér að draga athygli nefndarinnar að staðhæfingum viðVíkjandi hug- arfarslegu ásigkomulagi fangans, sem birtust á 10. til 12. blaðsíðu í biéfi mínu til dómsálaráðgjafans, þann 19. janúar og vitnað er til hér að ofan, og látið er fylgja þessu hréfi. Eg er fyllilega sannfærður um, að fanginn er ekki með fullu ráði. Um það skal ekki dæmt, hvort hann sé brjálaður eða ekki, í laga- legum skilningi. Það verður ein- ungis leitt í Ijós með fullkominni skoðun læknis, sem til þess er fær. Það er fullvissa mín, að nefndin

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.