Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRÍL, 1933 Mlacklin kapteinn — Endurminningar ha/ns. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. . E,g sagði ihonum að eg héldi að á þann 'hátt væri peningunum mjög vel varið. Þetta mundi leiða til þess, að þeir sem nú væru herfangar vorir, muncþi fljótlega verða okkar beztu vin- ir. “Það er svo sem sjálfsagt,” sagði Aiken. “Ef þessir fyrverandi stjómarhermenn, sem eru þarna uppi í f jöllúnum með AlVarez bara vissu, að við vildum borga þeim peninga, þá mundu þeir flýta sér svo mikið til okkar, að flestir þeirra mundu hálsbrjóta sig á leiðinni. En þetta er ekki það sem eg er að hugsa um. Hvað er um okkur sjálfa? Hvað fáum við fyrir þetta! Höfum við ekki verið að herjast í þrjá mánuði bara til þess að þeir, sem hafa barist á móti okkur gætu fengið alla þessa peninga? Eg held forsetanum væri nær að byrja á okkur. Þér fáið yðar reglulegu laun, eða er ekki svo?” surði eg. “Eg þ^rf ekki að svelta,” sagði Aiken og glotti. * “Ekki meðan eg held þessari stöðu. Það er hægt fyrir mann í minni stöðu, að komast yfir tpluvert.” “Það er nú best fyrir yður að hafa engin lagabrot í frammi meðan eg held mínu em- bætti. ’ ’ “ Ja, hvað lengi verður það?” sagði Aiken. “Það er bezt fyrir yður að hafa mín ráð og reyna að komast yfir peninga meðan þér hafið tækifæri til þess. Ef eg væri í yðar sporum gæti eg komist yfir tíu þúsundir á einum degi hjá kaupmönnunum, en í þess stað gangið þér um bæinn á nóttunni til að sjá ef biiðardymar eru lokaðar hjá þeim. Það er bezt að láta þá gera það sjálfa. Við höfum unnið og við ætt- u mað njóta þess í eiuhverju. Við ættum að eta og drekka og vera glaðir, því á morgun deyjum við.” “Eg vona ekki,” svaraði eg og hljóp niður tröpfcurnar á leið til herskálans. “A morgun deyr þú,” hagði eg upp fyrir munni mér hvað eftir annað, en lét þá hugsun ekki mikið á mig fá. Eg treysti á gæfu Royal Macklins. Eg var nú samt ekki neitt of öruggur. Ef það var rétt, að Fiske væri svona góður skot- maður, eins 0g af honum var látið, þá var svo sem ekki ólíklegt, að hann hitti mig. Eg var alveg viss um, að hann mundi gera það, og eins var eg viss um, að eg mundi skjóta upp í loftið. Eg vissi ekki hversvegna eg hélt þetta, eg bara hélt það. Það voru þrjú löng borð í borðsalnum í gistihúsinu. í þetta sinn sátu ökkar fyrirlið- ar við eitt þeirra. Fiske og hans lið, var við það borðið, sem fjarst okkur var, en kaup- menn og konsúlar og allra handa annað fólk við þriðja borðið. Eg gat séð hana þegar þýski konsúllinn beygði sig yfir matardisk- inn sinn. Hún var bæði föl og þreytuleg, en í fallega hvíta kjólnum með silkileggingunum sem hún var í, var hún eins fögur eins og túlnskinsnóttin úti. Það kom aldrei fyrir að hún liti í áttina til mín, en eg gat hinsvegar ekki af henni litið. Kaupmennirnir og konsúl- arnir nutu sjáanlega máltíðarinar með á- nægju. Þeir hlóu og töluðu mikið, en við hin borðin var mjög lítið sagt, svo lítið að þjón- arnir gerðu meiri hávaða heldur en við, þar sem þeir gengu berfættir eftir steingólfinu. Þegar brennivínið kom, fyltu allir við okk- ar borð glös sín og drukku mér til án þess að segja nokkurt orð. Hið sama fór fram við hitt borðið, það sem fjær var okkur, nema hvað þeir voru jafnvel enn varfæmari við það borðið, vegna gamla Fiskes. Þetta, eins og alt annað í sambandi við einvígið, varð mér óánægjuefni. Hversvegna var Fiske að hætta lífi sínu í mínar hendur? Eg átti ekki að ábyrgjast líf hans. Hann átti ekki einu sinni sjálfur fullan rétt á því, að minsta kosti ekki að kasta því frá sér. Þegar þeir voru farnir og okkar fyrirliðar höfðu tekið í hendina á mér og farið svo hver á sinn stað til að gegna sínum skyldustörfum, ]>á fór eg út á svalirnar og settist þar. Ain, sem skifti borginni í tvent, rann rétt neðan við gistihúsið og þarna gat maður alt af hlustaði á árniðinn. 1 tunglsljósinu gat eg vel séð reykinn frá herstöðvum Alvarez, uppi í fjöllunum. Bærinn var fallinn í svefn og í gistihúsinu var eins kyrlátt eins og í kirkju. Eftir alt sem á hafði gengið undanfarna daga, var mér þessi kvrð sérstaklega kærkomin. Eg sat þarna í þægilegum stól og eg hlýt að hafa sofnað, eða þar um bil, því þegar eg leit upp aftur, sá eg að Miss Fiske stóð þarna ekki nema svo sem tuttugu fet frá mér. Hún stóð upp við einn stólpann og mér fanst töluvert kuldaleg, þar sem hún stóð þarna í tunglskin- inu. Hún vissi ekki að nokur væri þarna og þeg- ar eg hreyfði mig og sporarnir mínir komu við steingólfið, þá varð henni sjáanlega dá- lítið hverft við og liún leit í áttina þangað sem eg var. Meðan á máltíðinni stóð, hafa þeir hlotið að segja henni hver af okkur það væri, sem ætlaði að berjast við bróður hennar, því hún kannaðist við mig og færði sig fjær mér. Ekki vildi eg að hún héldi, að eg væri nokkuð að reyna að ná samtali við hana, svo eg stóð upp og gekk í áttina til dyranna, en áður en eg kæmist burt, talaði hún til mín. “Eruð þér Malklin kapteinn?” spurði hún. Mér varð svo mikið um þetta og þótti svo vænt um að hún skyldi tala til mín, að eg gat ekki annað gert en taka ofan hattinn, og eg horfði á hana og var sjálfsagt ósköp heimsku- legur. “Macklin kapteinn,” endurtók hún. ‘ ‘ Seinni partinn í dag, reydi eg að koma í veg fyrir einvígi milli bróður míns og yðar, og mér er sagt að mér hafi þar farist óttalega heimskulega. Eg vildi fegin reyna að leiðrétta það. Þegar eg var að tala um það hvað bróðir minn væri góður í einvígi, þá átti eg aðeins við það hve fimur hann er með skammbyss- una. Eg gerði ráð fyrir að þér vissuð'ekkert um það, og eg hélt að ef þér vissuð það, þá munduð þér sjá hve heimskulegt og ranglátt þetta einvígi er. Eg get ekki séð að af því geti nokkuð gott leit, og eg vil koma yður í skilning um, að svo getur ekki verið.” Hún þggnaði sem snöggvast og eg dróg líka þungt andann, rétt e^ins og eg hefði verið að tala í mesta ákafa. Rödd hennar var þvl lík- ust, að hún væri að lesa á bók, eða þá að eg væri skóladrengur og hún kennarinn, og væri að reyna að koma mér í skilning um eitthvað, sem eg vissi ekki en þyrfti endilega að læra og skilja. A West Point heyrði eg konur sumra kennaranna tala eitthvað líkt þessu við þá, sem lægra voru settir heldur en þeirra menn. Það varð altaf til þess, að þessir menn gátu ekkert sagt. En Miss Fiske virtist ekkert af því vita, í hvaða tón hún talaði. “Eftir að eg hafði sagt þetta, sem eg hefði líklega aldrei átt að segja,” hélt hún áfram í sama tón, “sögðu þeir mér að þér hefðuð fengið orð fyrir það í þessu landi, að vera mjög ótrauður og hugaður maður. Þeir sögðu mér að þér hefðuð jafnvel sagt yðar eigin mönnum að skjóta ýður, ef þeir þyrðu, og af ýmsum hreystiverkum yðar hafa þeir sagt mér. Þar sem hugrekki yðar er nú orðið svo alkunnugt og hreysti, þá sé eg ekki að þér þurfið að auglýsa það frekar, og sízt af öllu með heimskulegu einvígi. Þér getið ekki auk- ið mikið við það frægðarorð, sem af yður fer með því að berjast við bróður minn og ef þér særið hann liættulega—* þá særið þér aðra jafnframt.” “Eg fullvissa yður um það—” byrjaði eg “Fyrirgefið þér,” sagði hún og rétti upp hendina, en talaði í sama tón og áður. “Lofið þér mér að skýra þetta fyllilega. Þessir vin- ir yðar sögðu svo eg heyrði, að þeir kærðu sig ekki um að þetta einvígi færi fram. Mér skilst því, að einmitt vegna þess sem eg sagði, sé nú ekki hægt að komast hjá því. En það er ekki ómögulegt að komast lijá því. Þér og vinir yðar þurfið ekki að færa yður þetta g'lappaskot í nyt, og nota það eins og afsökun fyrir þessu einvígi. Setjum svo að bróðir minn særðist alvarlega, eða félli, þá væri mér um að kenna. Alla æfi mundi eg kenna sjálfri mér um það. ’ ’ Nú fyrst kendi nokkurrar til- finningar í röddinni. “Mig langar til að biðja yður um að berjast ekki við hann. Mig langar að biðja yður um að hætta alveg við þetta einvígi. ’ ’ Eg varð afveg ráðalaus. Aldrei fyr hafði slík höfðingjadóttir sem hún var talað við mig. Þar að auki var hún tvímælalaust fall- egasta og tilkomumesta konan, sem eg hafði nokkurntíma séð. Nú var hún að biðja mig um nokkuð, sem mér var alveg ómögulegt að veita henni og hún var jafnframt að tala um þá hreysti 0g hugrekki, sem eg hefði sýnt og talaði um þetta eins og nokkuð, sem væri full- komlega viðurkent, og enginn vafi gæti leikið á. Að vísu var hún ekki að biðja mig um annað en það, sem eg sjálfur vildi, en hún gerði það á þann hátt, að hugur minn stæltist mjög til mótþróa. Eg gat ekki skilið hvernig hún fór að biðja mann, sem hún fyrirleit, eins og hún vafalaust fyrirleit mig, um að gera annað eins og þetta. Mér fanst hún ætti eiginlega ekki að tala við mig, en ef hún gerð það og bað mig að leggja heiður minn í veð vegna bróður hennar, þá fanst mér hún ætti þó ekki að gera það í sama tón og hún mundi biðja kaupmanninn um reikning yfir það, sem hún kynni að hafa keypt af honum. Mér var á allan hátt mjög erfitt að svara henni. Eg gat þó einhvernveginn sagt, að það sem hún væri að biðja um, væri alveg ómögulegt. “Eg veit ekki fyrir víst,” 3tamaði eg út úr mér, “hvort eg ætti nokkuð að tala um þetta við yður. En þér skiljið ekki aðjiað var ekki bara eg, sem bróðir yðar móðgaði. Hann fór líka óvirðingarorðum um herdeild mína og hershöfðingja, og það er einmitt þessvegna, að eg verð að berjast við hann.” “Svo þér neitið þessu þá?” sagði hún. ‘ ‘ Eg á ekki annars kost, ’ ’ svaraði eg, ‘ ‘ hann gefur mér ekki kost á neinu öðru. ’ ’ Hún færði sig dálítið fjær, en liorfði enn á mig kuldalega. Það ógeð, sem hún hafði á mér meiddi mig f jarskalega. Áður en hún tók til máls, liafði mig aðeins langað til að sýna henni alla virðingu og alla góðvid og ef hún 'hefði talað við mig eins og sæmdi jafn göfugri konu, eins og mér virtist hún vera, þá var eg í því skapi, að eg mundi næstum hafa lagt út í hvað sem var til að þóknast henni. Vitanlega hefði eg háð ein- vígið, en eg hefði heldur brent af mér hendina, en að vinna bróður hennar nokkurt tjón. Nú eftir að hún hafði talað við mig, voru það von- brigðin ein, sem fyltu huga minn. Þáð var sár- grætlegt, að svona falleg og göfugmannleg stúlka, skyldi vera svona ósanngjörn. Hvaða fordóma sem hún kynni að hafa á móti mér, þá átti hún ekki að lítilsvirða þau réttindi, sem eg að sjálfsögðu hafði í þessum efnum. Hún hafði engan- rétt til að tala við mig, eins og mann, sem enga sjálfsvirðingu hefði, og enga gtöfuga hugsjón, en væri bara rudda- menni, sem væri að neyða menn út í að berj- ast við mig, bara til að svala minni eigin hé- gómagirni. Hún liafð stórlega sært mínar hégómlegu tilfinningar, en samt fann eg meira til með henni en sjálfum mér og þegar hún tók aftur til máls hlustaði eg með mestu athygli og vonaði að hún mundi segja eitthvað sem bætti eitthvað úr því, sem liún hafði áður sagf. En hún bætti ekkert úr þessu hvorki fyrir sér né mér. “Ef eg get fengið bróður minn til að biðja afsökunar á því, sem hann sagði um herdeild- ina,” hélt hún áfram, munduð þér þá gera yður ánægðan með það ? Eg held nú reyndar varla að hann muni gera það, en ef þér viljið ganga inn á þetta, þá skal eg nú strax biðja hann um það.” “Þér þurfið ekki að hafa fyrir því,” svar- aði eg. “Eins og eg hefi áður sagt, þá er þetta ekki mín vegna gert. Það er viðkom- andi mínu fólki — mörgu fólki. Mér þykir fyrir þessu, en það verður að hafa sinn gang.” Nú brosti Miss Fiske í fyrsta sinn, en það var samskonar bros, eins og lék um varir hennar þegar hún ætti okkur í fyrsta sinn á strætinu. 1 * “Eg skil þetta fullvel,” sagði liún og brosti enn. “Þér þurfið ekki að fullvissa mig um það, að þetta komi mörgum mönnum við.” Hún sneri sér við, eins og samtalinu væri lok- ið, en fór þó ekki langt. Hún hafði fært sig þangað sem tunglsljósið skein bjartast, og nú sá eg liana í allri hennar dýrð. “Eg veit að þetta kemur mörgum við,” sagði liún. “Eg veit að þetta er bara einn liðurinn í svikakeðju gegn föður mínum. ” Eg svaraði þessu engu, en mér alveg of bauð að heyra það. “Eg veit það alt saman.” hélt hún áfram. “Mr. Graham hefir sagt mér frá öllu, sem þið ætlið að gera. Eg var heimsk að biðja yður um þetta, eða tala um þetta við nokkurn ykk- ar. Það er sjáanlega ásetningur ykkar allra, að gera föður mínum alt það tjón, sem þið getið og þið munuð ekkert spara til að gera' það, en eg hafði samt ekki hugsað, að þið mynduð ganga svo langt að myrða son hans.” Eg 'hrökk frá henni, rétt eins og liún hefði slegið mig í andlitið. “Miss Fiske!” hrópaði eg, en það var eig- inlega alt, sem eg gat sagt. Þessi ásökun var svo ósanngjörn og svo fjarri öllu lagi, að það var þýðingarlaust að svara henni. Eg gat ekki látið mér skiljast að hún liefði í raun og veru sagt þetta, trúði naumast að eg hefði heyrt rétt. Eg gat ekki komið því fyrir mig, að svona glæsilega falleg og göfugmannleg manneskja, gæti líka verið svona skilnings- laus og fram úr öllu hófi ósanngjöm. Ákærur lxennar voru svo fjarri öllu sönnu, að þær tóku engu t&li og þetta olli mér svo mikilla vonbrigða, að tárin komu fram í aug- un á mér. Eg setti aftur upp liattinn, kvaddi hana á hermannavísu og reyndi að hraða mér burt sem mest eg mátti. “Macklin kapteinn,” sagði hún. “Hvað hefi eg gert? Hvað hefi eg sagt?” Hún rétti út hendurnar í áttina til mín, en eg þóttist ekki sjá það, en hélt mína leið. “Macklin kapteinn,” kallaði hún aftur og það í þeim tón, að mér fanst eg neyddur til að stanza og líta við. “Hvað ætlið þér að gera? Jú, eg sé hvernig þetta er. Eg skil hvernig þetta lætur í yðar eyrum. Þér ætlið að hefna yðar á mér fyrir það sem eg hefi sagt, með því að níðast á bróður mínum. Þér ætlið að láta liann líða fyrir mína skuld. Þér ætlið að drepa hann! En eg sagði þetta vegna þess, að hann er bróð- ir minn, eini bróðirinn, sem eg á. Getið þér ekki skilið hvað það þýðir fyrir mig? Skiljið þér þá ekki hyersvegna eg sagði þetta?” Við stóðum þarna og horfðum hvort á ann- að. Mér leið illa og hún var móð, rétt eins og hún kæmi að harðahlaupum. “Nei,” svaraði eg í hásum róm og átti afar erfitt með að tala. “Nei, eg get ekki skilið það.” Eg tók aftur ofan og stóð með hattinn í hendinni rétt hjá henni. “Því treystuð þér mér ekki?” spurði eg í bitrum róm. “Hvernig gátuð þér efast um hvað eg mundi gera ? Eg treysti yður. Þegar við mættumst ríðandi á strætinu, þá þakkaði eg Guði, að hann hefði lofað mér að sjá svona fagra konu. Eg lofaði Drottinn fyrir að hafa skapað svona mikla fegurð.” Eg þagnaði, því eg sá að erm hafði eg sagt eitthvað sem henni mislíkaði. Hún færði sig f jær mér og hún leit til mín rétt eins og eg hefði gert mig líklegan að taka á henni með höndunum. Eg endurtók sömu oúðin, sem eg vissi að liöfðu móðgað hana. “Já,” sagði eg, “eg þakaði Guði fyrir að mega sjá svona göfuga og fagra konu. Mér gat ekki til hugar komið að þér gerðuð nokk- uð annað en það, sem gott er og göfugt. En þér. Þér fellið yðar dóm yfir mér, áður en þér vitið einu sinni hvað eg heiti. Þér sögðuð að eg væri dóni, sem gengi vopn- aður og réðist á vopnlausa menn. Þér hélduð að eg væri raggeit, sem hægt væri að hræða með öðrum eins hégóma eins og þeim, að þessi bróðir yðar hefði verið nokkuð góður að skjóta til marks í einhverjum leikskálum í París. Þið ættuð að sjá 'hvernig eg stóð mig í þeirri list á West Point. Fyrst var eg dóni og raggeit, en nú er eg orðinn leigður morð- ingi. Frá því fyrsta hafið þér og bróðir yðar bara gert háð að mér og því sem mér viðkem- ur, en eg hefi þar á móti óskað þess eins, að þér væruð það, sem þér sýndust vera, og það gladdi mig að hugsa til yðar. Eg vildi treysta yður og hugsa alt hið bezta um yður. Því voruð þér að sýna mér eigingirni yðar og ó- sanngirni. Það eruð þér sem skiljið ekki. Þér skiljið svo lítið, að eg kenni einlæglega í brjósti um ýður. Eg segi yður alveg satt, að eg kenni í brjósti um yður.” “Hættið þér þessu,” sagði hún í skipunar- róm. Eg gekk nokkur fet aftur á bak, og við stóðum þarna hvort á móti öðru, en bæði þögðu. “Og þér eruð kallaður hugrakkur maður,” sagði hún loksins og hún talaði hægt og stilli- lega og það var eins og hún væri vandlega að velja hvert einasta orð. “Það er ekki neitt hetjulegt samt, að móðga kvenmann, vegna þess að hún vill hjálpa bróður sínum og frelsa líf hans. ’ ’ Eg leit upp og eg fann að andlitið á mér var eldheitt. “Ef eg hefi móðgað yður, Miss Fiske,” sagði eg, “eða ef eg hefi nokkumtíma móðg- að nokkurn kvenmann, þá vona eg að Guð gefi að 'bróðir yðar drepi mig á morgun. ’ ’ Þegar eg var kominn fram í dyrnar leit eg við og sá að hún stóð upp við'einn stólpann og huldi andlitið í höndum sér og grét beisk- lega. Eg reið aftur til herskálans og eyddi nokkr- um klukkustundum í það að skrifa Beatrice langt bréf. Eg fann afar mikla þörf á því að tala við hana. Það sótti að mér óánægja og ógleði. Ekki lét eg samt á því bgra í bréfinu og ekki mintist eg á einvígið, en það veitti mér frið 0g gleði að skrifa Beatrice og mér leið miklu betur meðan eg var að því. Það var gott til þess að vita, að slík kona, sem Beatrice var, var til í veröldinni. Eg bar liana saman við stúlkuna, sem eg hafði verið að tala við þá um kveldið, og eg skellihló. En samt vissi eg, að hefði eg sagt Beatrice frá samtali mínu við Miss Fiske, eins og það var, þá hefði hún vafalaust fundið einhverja afsökun fyrir hana. “Hún var að reyna að hjálpa bróður sínum og hún skildi ekki hvernig þessu var varið,” mundi hún liafa sagt. En í mínu eigin hjarta gat eg engar afsakanir fundið. Hún hafði ekki annað gert mér en ilt eitt, og hennar fólk. Vegna þess að faðir hennar vildi ekki borga réttmæta skuld, hafði eg verið særður tvisvar og oft komist í mikinn lífsháska. Bróðir henn- ar hafði barið mig með svipu fyrir allra aug- um á strætinu og sjálf hafði hún kallað mig öllum illum nöfnum, svo sem dóna og morð- ingja og annað því líkt. Eg hafði því ekkert gott til Fiske fjölskyldunnar að segja. Hún átti ekkert gott skilið af mér. En þrátt fyrir alt sem eg hafði á móti fjöl- skyldunni, sem var bæði margt og mikið, þá hafði eg nú satt aJð segja altaf gert mér býsna háar hugmyndir um þessa f jölskyldu og mér gekk ekki sem bezt að losna við þær hug- myndir. Miljónir gamla mannsins höfðu haft sín áhrif á mig, og glæsimenska barna hans. Vegna þeirra hafði mér kannske orðið á að gera heldur lítið úr sjálfum mér og þeirri stöðu, sem eg var í. Þegar eg hugsaði til allr- ar glæsimensku Fiske fjölskyldunnar, varð mér að líta nokkuð smáum augum á mína eig- in félaga. < I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.