Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 19.39 3 Þannig leið vikan. Urti 70 gestir sóttu Sæludal heim þá viku. Næsta sunnudag var niður- röðun hlutverka nokkuð önn- ur en virku dagana á undan. Tvent fór fram þann dag. Kl. 2 var haldin guðsþjónusta. Séra Bjarni Bjarnason stýrði, séra Rúnólfur Marteinsson prédikaði, séra Egill Fáfnis söng sóló, og söngflokkur unga fólksins söng sérstakt lag auk sálmanna. Um 200 manns sótt þessa guðsþjónustu. Var þar fólk frá Gimli, Árborg, Riverton og viðar að. Kven- félögin í Árborg og Geysir lögðu til góðgjörðir handa öll- um, sem þar voru. Hið annað þann dag, var samkoma, sem síðar verður igetið. Alt starfsfólkið, það sem hafði umsjón á hendi viðvíkj- andi móti þessu vann verk sitt vel. Séra Egill Fáfnis var samkomustjórinn. Hann stýrði fyrirtækinu með festu, still- ingu og áhuga. Hann ávann sér hylli þeirra er mótið sóttu. Hann var úrræðagóður í því að fylla eyður í athafna- skránni og breyta til með nrð- urröðun þar sem þurfti. Séra Sigurður ólafsson var um- sjónarmaður eða leiðtogi drengjanna. Hann er alþektur unglingavinur. Hann leiðir unglingana ineð því að vera félagi þeirra, en félagi, sem hefir eitthvað meira að gefa en félagsskap. Betri maður hefði vart fengist til að hafa eftirlit með drengjunum en hann. Miss Kristín Skúlason, nú kennari í Mikley, leysti sama verk af hendi fyrir stúlkurnar. Var það í þessu tilfelli meira verk, því þær voru töluvert fleiri en dreng- irnir. Miss Skúlason hefir fengið mikla æfingu við kenslu. Hún var stúlkunum á mótinu ágætur leiðtogi. Mrs. H. F. Danielson var skrásetj- ari mótsins, las upp nöfn allra þátttakenda á hverjum morgni og leit eftir því að aðsókn væri eins og krafist var. Hún var einnig féhirðir fyrirtækis- ins, og ennfremur æfði hún söng hæði fyrir guðsþjónust- ur og kvöldsamkoinur. Rögg- semi og myndarskapUr ein- kendu öll störf hennar. All starf unga fólksins í sambandi við kvöldsamkomurnar var unnið undir leiðsögn hennar. Miss Sylvia Thorsteinsson, kennari á Gimli, kom nokkr- um sinnum á mótið til að kenna söng. Hún er alþekt að því að styðja góð málefni af alefli. Hún leiðir söng með smekkvísi, alvöru og óvana- lega miklu lífi og fjöri. Það er eins og öll persónan sé á valdi sönglistarinnar. Mr. Árni Sveinsson, hljómlistar- kennari frá Baldur, var organ- istinn við allar guðrækni- og guðsþjónustustundir. Hann er einstaklega áhugasamur stuðn- ingsmaður kristindóms og kirkju, mjög ysamvinnuþýður i starfi og fús til að láta öðr- 11 ni í té sína miklu hljómlist- arhæfileika og þekkingu. Miss Dlive Oddleifson lék undir- spil á píanó í sambandi við margt af því sem sungið var á samkomunum, og fórst úonni það vel lir hendi. Fólkið sein nefnt hefir ver- ið annaðist að miklu leyti um andlega hvatningu; en líkam- inn þurfti einnig endurnær- ingu. Fólkið sem annaðist þau skyldustörf vann af engu minni trúmensku. Miss Pet- rína Jónasson frá Winnipeg var matreiðslukonan. Hún er alþekt fyrir snild í því starfi og engu síður að óeigingjörn- um fúsleik til að vera öðrum að liði. Mrs. S. O. Bjerring, einnig frá Winnipeg, annað- ist borðhaldið og innkaup. Dugnaður, ósérhlífni og vinnu- lægni eru sum af einkennum hennar, enda sómdi hún sér vel í þeirri stöðu. Mrs. Flo- rence Paulson frá Árborg, var hjúkrunarkonan í sambandi við þetta mót. Þótt maður vonaði að ekki yrði þörf á þessháttar starfi þar, varð það samt reyndin, og voru þeir, sem á þeirri hjálp þurftu að halda, sannarlega hepnir, að Mrs. Paulson var þar nota- leg, þýð og hæf eins og hún er í starfi sínu. Síðast en ekki sízta nefni eg konu, sem á einni samkom- unni var sögð að vera móðir þessa móts. Það var Mrs. Ingibjörg ólafsson, forseti Bandalags lúterskra lívenna. f þessum félagsskap mun hún eiga hugmyndina um þesshátt- ar námsskeið. Barðist hún ó- sleitilega fyrir því að koma hugmyndinni í framkvæmd. Með sterkum áhuga, óþreyt- andi elju, dáðríkri hugsun og þróttmiklum bænum hefir hún unnið að þessu máli. Á mót- inu sjálfu fylgdist hún ineð öllu sem gjörðist, alstaðar bætandi og blessandi. Alt þetta fólk vann kaup- laust og borgaði ferðakostnað sinn sjálft. Eg hefi jafnvel heyrt að ein starfskonan hafi borgað fyrir veru sína þar á staðnum. Nemendur eða þátttakendur í námsskeiðinu voru 45, og má það heita hin ágætasta byrjun. Þeir voru frá Gimli, Árhorg, Winnipeg, Geysir, Víðir, Hnausa, Riverton, Mountain, N.D., Baldur, Cypress Ríver, Hecla, Toronto, Önt., Langruth og Glenboro. Hvað hafðist þá þetta unga fólk að meðan á þessu móti stóð? f fyrsta lagi sótti það allar kenslustundir, guðsþjón- ustur og kvöldsamkomur. Á öllum kenslustundum hlustaði unga fólkið vel og margt skrif- aði niður hjá sér það sem hverjum fyrir sig þótti mark- verðast í ræðunum. Það tók þátti í skemtunum og líkams- æfingum með ánægju og á- huga. Nemendurnir leystu af hendi nokkurn hluta af «ióts- starfinu. Meðal annars þjón- uðu ávalt; einhverjar af stúlk- unum að borðum. f byrjun var hópnum skift í flokka og hverjum hóp ætlað tiltékið starf á ákveðnum tíma. Á hverju kvöldi var haldin samkoma, sem unga fólkið annaðist undir leiðsögn Mrs. Danielson. Á mánudagskvöld- ið var þetta starf að miklu leyti skipulagt. Þá voru kosn- ar 5 nefndir. Tvær þeirra áttu að inna af hendi það starf að semja útdrátt úr ræðunum, sem fluttar voru af kennurum eða ræðumönnum mótsins. Varð svo þetta þáttur af kvöldsamkomum. Þriðja nefndin átti að undirbúa ræð- ur um tiltekin efni. Ein ræð- an var um skemtiförina, sem hópurinn fór til Camp Morton. önnur ræðan var um ung- mennafélögin í Argyle-bygð, prestakalli séra Egils Fáfnis. Þriðja ræðan var um “Sælu- dalinn okkar.” Fjórða nefnd- in fékk það hlutverk að undir- búa upplestur nokkurra kvæða og varð það að framkvæmd. Þrjú kvæði voru æfð og lesin. Fimta nefndin átti að athuga eitthvað i áttina til leikrita, en tími vanst ekki til neinna framkvæmda. Ungmennafélagið á Gimli annaðist samkomuna eitt kvöldið. Meðal annars kom þar fram góð frásögn um starf og áhugamál þess félags- skapar.,. Á einni þessari sam- komu flutti Miss Josephine ólafsson frá Árborg ágætt er- indi á íslenzku, um nauðsyn á kristilegum áhuga. Sömu- leiðis flutti Miss Lilja Gutt- ormson frábært erindi um kristindómskenslu í alþýðu- skólunum. Hún er æfður kennari og hefir tínnið fyrir Bandalag lúterskra kvenna, að því að kenna börnum kristin- dóm, úti í prestlausum bygð- um. Þessi þátttaka unga fólksins í mótinu jók fjöl- breytni og gagn þessa mann- fundar að stórum mun. Síðasta samkoma mótsins var haldin á sunnudagskvöld (20. ág.). Þar söng söng- flokkur mótsins nokkur lög á íslenzku og á ensku.. Mrs. Guðrún Johnson frá Winni- peg flutti ræðu. Miss Olive Oddleifsson og Mr. Árni Sveinson léku saman á pianó. Baldur Danielson flutti ræðu til að þakka Bandalaginu fyr- ir það að stofna til þessa móts og fyrir það, sem þar hafði verið borið fram. Séra Egill Fáfnis flutti kveðjuræðu. Enn- fremur ávarpaði séra Sigurð- ur ólafsson samkomuna og sömuleiðis forseti Bandalags- ins, Mrs. Ingibjörg ólafsson. Gjaldið, sem sett var nem- endum var lægra en það sem aðrir setja fyrir samskonar hlunnindi, að minsta kosti við Winnipegvatn, en samt auðn- aðist að borga allan kostnað, að meðtaldri leigu fyrir stað- inn. Enskt mál var að mestu leytl notað við þetta mót. Tvær ræður voru fluttar á ís- lenzku og sungið var allmikið af íslenzkum söngum. Eftir því var tekið, að unga fólkið hafði mikla ánægju af ís- lenzku söngljóðunum. Ein ræðan flutti nokkra fræðslu um íslenzk mál, og virtist fögnuður ríkjandi yfir því að vita meira um ísland. Eg hygg. að vel mætti á næsta móti auka nokkuð hin is- lenzku áhrif. Þörf væri á meiri kenslu eða leiðsögn í leikfimi eða þessháttar iþróttum. Eg skal kannast við, að eg hefi átt í allmiklum erfiðleik- um með nafn á þessu fyrir- tæki. Á ensku er þessháttar nefnt “camp.” Þegar svo far- ið er í orðabókina finnur maður “tjaldlniðir” eða “her- búðir.” Hvorugt orðið á við þessa stofnun. Hér voru eng- in tjöld, heldur hús, timbur- hús alt saman. Hér var held- ur enginn hernaður, nema þá hernaður á móti vanþekkingu og villutrú; en samt hygg eg að almenningur fengi skakka hugmynd um tilgang þessarar samkomu með því að nafna staðinn herbúðir. Gott væri því að einhver skapandi ís- lenzkur andi vildi gefa okkur gott orð yfir “camp.” Eg hefi í þessu hér að framan notað orðið “Sæluda'lur” og finst mér það orð gefa nokkuð til kynna hvað var um að vera á þessum stað dagana sem Bandalag lúterskra kvenna réð þar húsum. “Þó hafði eg ekki frétt helminginn,” sagði Drotningin (Framh. á bls. 7) $usincs0 DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 - 906 047 Consultation by Appointment Oniy • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdðma. ViStalstimi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tœgi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • Pœgilegur og rólegur búsiaður i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar málttðir 40c—60c Free Parking for Guests DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 ’ THORVALDSON & ’ EGGERTSON islenzkir lögfrœöingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. SlMI 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Aliur útbúnaður sá bezti. Ennfremur seiur hann allskon&r minnísvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 501 562 BORGIÐ LÖGBERG Nú ÞEGAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.