Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. AGÚST, 1941 3 og rekið til herbúðanna, eins og fénaður á sölutorg, en hin heil- aga Sofíu-kirkja var gjörð að drykkjukrá og hesthúsi fyrir hesta riddaranna. Líkneskin voru rænd öllu skrauti og brot- in, messuskrúði prestanna var brúkaður sem áklæði á hestana, ölturun notuð sem drykkjuborð og krossarnir voru krýndir með Jonitskara-húfum; þessu líkt fór fram í öllum kirkjum og klaustrum borgarninar, og 60,000 manns voru fluttir úr borginni til herbúðanna, sem þaðan voru seldir i þrældóm viðsvegar um lönd. Meðan þessu fór fram, hafði flest hið tatneska fólk er í borginni var flúið út á skip- in er lágu fyrir sundinu og lok- uðu þvi fyrir Tyrkjum, sömu- leiðis Galata-menn, sem höfðu verið i einhvers konar hlutleysis sambandi við Tyrki, meðan á umsátinu stóð, sáu nú loksins hvar þeir voru staddir; þeir af- réðu þvi að flýja sem fyrst út i skipin sem lágu á höfninni, og áður þeir yfirgáfu borgina (Gialata) kveiktu þeir í henni og brendu til ösku. Venesíu- og Galata-menn sigldu skipum sínum út úr Marmarahafinu, án þess að Tyrkir gætu heft för þeirra. Þeir urðu hinir fyrstu til að bera til Vestur-Evrópu fregnirnar um þessa stórkostlegu viðburði: fall Konstantínópel og hins Byzant- iska ríkis, í hendur Tyrkja. Klukkan tvö eftir hádegi reið soldáninn inn í borgina, með landstjórum sínum, jörlum og hersihöfðingjumí umkringdur öflugum lífverði. Hann hélt rak- leitt til Sofiu-kirkjunnar, þar sté hann af hesti sinum. Hann horfði lengi með undrun og að- dáun á hina skrautlegu bygg- ingu, og hina stórfengleglu sldn- andi hjálmhvelfingu. Hann hafði áskilið sér allar byggingar í borginni, sem sinn hluta her- fangsins, og fyrirbauð stranglega allar skemdir á byggingum borg- arinnar. Þegar hann gekk inn í Sofiu-kirkjuna, sá hann hvar einn hermannanna var að brjóta hið dýra marmaragólf, sem þykir vera eitt hið mesta listaverk i byggingalist, að fornu og nýju. Gólfið átti að tákna hin fjögur fljót í Paradís, þau sýndust sem koma frá uppsprettu undir hverju horni kirkjunnar, og renna ölil að sama ósi, þau voru sitt með hverjum lit, sem um leið táknuðu árstíðirnar; soldán- inn hjó þennan mann banahögg með eigin hendi öðrum til við- vörunar um að skemma ekki byggingarnar, sein nú voru allar hans eign. Því næst lét hann kalla hina trúuðu til bæna. Kallarar voru sendir upp í hæðstu turna kirkj- unnar, sem hrópuðu með þrum- andi röddu, svo heyrðist langar leiðir: “Það er einn Guð, og Mohamed er spámaður hans!” — Sotldáninn Igljörði bæn sína standandi uppi á háaltarinu og herforingjar hans og höfðingjar krupu í kring í bænargjörð. Þannig féll Konstantínópel, hin gamla höfuðborg kristin- dómsins i hendur Tyrkjuin, fyr- ir sundrung og ósamkomulag hinna kristnu þjóða, og Sofíu- kirkjan, þetta merkilega ininnis- mark frumkristninnar var gjört að höfuðkirkju Mohamedstrúar manna. Nataros, sem var einn af voldugustu höfðingjum borgar- innar, hafði sagt. Heldur vil eg sjá Turban Mohameds en páfans Tiara eða kardínála hatt innan múra Konstantínópel-borgar.” Honum varð að ósk sinni, og hafa Tyrkir nú setið í borginni um 500 ára skeið, til hins mesta sársauka hinum kristnu þjóð- um í Evrópu, hvernig sem nú kann að skipast. -------V-------- V Gibraltar Frá Nemó-félaginu á Gimli. Þegar komið er vestan af At- lantshafinu og stefnt er inn í sundið sem aðgreinir Evrópu og Afríku, kemur maður innan skainms auga á tignarlegan klett, sem skýtur sér upp úr haf- inu líkur risa, er heldur vörð við þetta þrönga sund, og það er einnig risi, sem inikið kveð- ur að, og svo ógurlegur að eng- ar likur eru til að á hann verði ráðist. Þegar svo litlu seinna að komið er inn á víkina við Gíbraltar og skipinu stýrt upp undir klettinn, sannfærist mað- ur lirátt um að náttúran, hyggju- vit mannsins og þrautseigja hafa gjört þenna litla kalksteinsklett — er haldið er að skotið hafi upp úr sæ í eldsumbrotum — að einhverju traustasta kletta- vígi í heimi. í Gíbraltar-höfðanum skiftasl á lögi af gráum marmara, rauð- um sandsteini og hörðum kalk- steini. Þar finst mikið af stein- runnum skeljum, og auk þess steindar leifar af fílum, björn- um, uxum, hestum og mörguin öðrum dýrum, sem nú eru út- dauð. Þótt að svo megi heita, að klettahöfða þenna vanti öll skilyrði fyrir jurtagróðri, hefir náttúran þó á óra tíma fram- leitt mikinn gróður, og með ó- þreytandi erfiði og aðflutningi af mold hafa ibúarnir framleitt töfrandi garða og gangstígi með ljómandi ræktuðum trjám til lieglgja handa. Til þess að gefa hugmynd um hversu blómgrasa ættin er auðug, er nægilegt að segja að þar þróast 5000 blóm- jurtir og buskar og þar á meðal plantan lberis Gibralteriea, er sérstaklega á þar heima og ein- kennir höfðann. f höfðanum eru margar gjár og hellar. Stærstur er hellirinn St. Michael og um leið merkast- ur, er hann 1100 fet yfir sjávar- mál og að sjá í fljótu bragði lítill, en þegar leiðsögumaður- inn hefir tendrað ljósin skilst hve hann er markverður, þá gefur að líta ofan í höll eður gimald, sein er 200 fet á lengd og 70 fet á hæð, og studd af traustum dropsteina súlum. Hversu langt að gímald þetta nær veit enginn, þó oft hafi verið gerðar tilraunir til þess; iað vita menn þó að hann langt niðri skiftist í marga ganga, en hvar þeir þrjóta er engum ljóst. Þar hefir fundist mikið af stein- runnum beinum dýra og manna. Eldgömul saga segir að Gibraltar hellirinn endi i gangi, er nái alla leið undir sjávarbotni og yfir í Apafjallið, sem er Afríku megin við sundið, og þá leið hafi aparnir komið, er þeir fluttust yfir í Gíbraltar-klettinn og uku þar kyn sitt. Fjölgaði >eim þar svo, að þeir eyðilögðu ávextina í görðunum, sem þræða meðfram rótum bjargsins og horfði til vandræða. Lét þá virkisstjórinn fara að skjóta þá, hélt því áfram til þess þeir voru að ganga til þurðar; var þá frið- un lýst yfir þeim, en þá var það orðið um seinan. Nú eru þeir sagðir innan við 20 og þrifast illa; þykir nú mikil nýlunda, ef api fæðist ogi þess getið í blað- inu sem merkis viðburðar. Gíbraltar dregur nafn sitt af máriskum höfðingja, sem hét Tarik-Ibu-Zeyad, sem tók höfð- ann í þjónustu sina 711 e. Kr. og skírði hann Gebal-Tarik (Tariks-fjall). Þau verk, sem Tarik lét eftir sig voru aukin og endurliætt af síðari höfðingjum, sem héldu þarna til og stunduðu rán meðfram ströndunum. Árið 1309 var í fyrsta sinn sezt um kastalann og loksins hertekinn af Ferdinand IV. Spánarkóngi, en árið 1339 hepnaðist þó Már- unum að ná virkinu aftur, og halda því til þess 1462 þegar hertoginn Medina Sidonia, eftir harða og langa urnsát, vann kastalann og flæmdi Márana burtu eftir 726 ára yfirráð. Eft- ir það var virkið í höndum Spánverja til þess Sir George Rooke, herforingi Englendinga, tók það eftir þriggja daga skot- hríð af skipum. Síðan hefir enska flaggið blaktað frá múr- um þess. Spánverjar reyndu þó að ná þvi aftur sama árið og enn 1727 og 1779. Þá sátu þeir um virkið frá 11. júlí s. á. til 12. marz 1783, þegar fréttirnar komu að friður væri saminn milli landanna. Um Gíbraltar hefir verið setið 14 sinnum, en engin umsátin svo löng og grimm sem sú seinasta. Loftslagið er indælt í ná- grenninu við Gíbraltar 8—9 mánuði ársins, en mikið lakara í höfðanum sjálfum, einkum fá útlendingar oft svonefndan “Rook-fever.” Austanvindurinn, sem er höfuðáttin blæs þá 7 mánuði af hverjum 12 á ári, og er mjög ónotalegur. Loftið er þungt af raka og verkar deyf- andi á menn. Jafnframt er efri hluti höfðans hulinn austan skýjuin og frá þeim stafar rak- inn. Hafi vindstaðan verið hin sama margar vikur, og vindur- inn svo snúið sér í vestur með þýðri golu er sem ihver maður verði að nýjum manni. Bærinn er meðfram rótum höfðans og skiftist af torginu (Ala Meda) í verzlunarbæinn með höfninni og suður hlutann (The South) þar sem eru íbúð- anhúsin og garðarnir. Hér er það sem annarsstaðar er Englendingar ráða yfir, að bærinn vekur eftirtekt á reglu og þrifnaði og hefir góð áhrif, einkum komr maður frá spönsk- um bæ, sem ekki er nein fyrir- mynd í þessu efni. Það dylst ekki, að maður er kominn í setuliðskastala, þar sem á sér stað strangasta regla og eftirtekt. Engum er hleypt inn d kastalann áður hann hefir sagt til nafns síns og þjóðernis og fengið prentaðan aðgöngumiða, þá fær hann að vera í virkinu til sólarlags. Beiðist hlutaðeigandr eftir að fá að dvelja yfir nótt- ina verður hann að hafa sótt um leyfið til lögreglunnar, áður en fallbyssuskotin uppi á höfð- anum giefur til kynna að þá skuli hliðinu lokað. Við hvert spor rekst maður á eitthvað er minn- ir á hvar maður er staddur, her- mannafjöldinn, hermannaskál- arnir og varðhúsin og óteljandi varðmenn, sem eru á verði um allan bæinn, en bæjarbúar og gestir sýnast ekki veita þessu eftirtekt. Allstaðar er mikil um- ferð og allsstaðar heyrist ótelj- nadi mállýskum blandað saman. Bæjarbúar tala ensku og spönsku. Márar eru fjölmennir og tala arabisku, svo koma sjó- mennirnir af öllum skipunum, sem koma til Gíbraltar til að byrgja sig að kolum, vatni og matvælum, en það mun vera frá öllum löndum Norðurálfunnar. Það sem vekur mesta eftirtekt ferðamannsins er markaðurinn, skotvirkin, svalirnar víðfrægu og mörkjastöðvarnar. Markaðurinn er svipaður öðrum sölutorgum >ar í kring, en þrifalegri. Eftir árstímunum fást þar allskonar ávextir, svo sem þrúgur, banan- ar, appelsínur, sítrómur, kastani- ur, epli, ferskjur, granat epli, melónur og ógnar stórar vatns- melónur, svo eru garða-ávextir, sem eru lítt þektir í Norður- Evrópu. Fiskisölutorgið er mjög ólíkt. Þar liggur fiskurinn á marmaraborðum, og skvett á hann stöðugt köldu vatni. Þar fást allar tegundir fiska, frá feitum höfrungum og ungum há- körlum, til silfurgljáandi sardína og Salmanatus, sem líkist gutl- fiskúm, og margt annað er mað- ur sá ekki fýr. Þá er fuglamark- aður en honum og eyggjasölu allri ráða Márar frá Tanger. Auðvelt er að fá keyrslu í þægilegum opnum vagni eftir bænum endilöngum að sölutorg- inu. Sé það fyrstu mánuði árs- ins er blómskrautið óviðjafnan- legt, þar eru trjárunnar og gang- stígir, en beggja vegna ljómandi tré, sem maður gat ekki gert ráð fyrir á jafn gróðurlausuin klett- um. Þetta er lika skeintigata Gíbraltarbúa og því engin furða þótt setuliðið hafi unnið að þess- ari almennu og einu vegabót, sem er þar til. Þar er mynda- stytta af Elliot foringja, sem varði virkið i síðustu umsát- inni. Meðfram þessum friðsama gönguvegi eru skotvirki með 18 tonna þungum fallbyssum frá Armstrong og háir hlaðar af kúl- um, sem eiga við þær. Það er þarflaust að minnast á sérstök skotvígi, þar sem kastal- inn allur er eitt afarmikið skot- virki með 700 fallbyssum; sum- ar dyljast þar er mann grunai sízt. Enginn depill er sá á vik- inni á sundinu né í grend við strönd Spánar, að ekki sé hægt að skjóta á það úr þessum eld- gígum og ihverri fallbyssu ætlað sitt hlutverk. Skotvirkin eru í tveim röðum, neðri og efri. 1 efri röðinni eru svala-gangarnir og skotvirkin, sem hæst eru á klettinum, sem eiga að verja landræmuna sem liggur úr höfð- anum til meginlands Spánar og svo merkjastöðin. Neðri virkja- röðin innibindur öll virkin með- ifram klettunum, sem eiga að hreinsa sjóinn af óvinaskipum. Við þessa röð er ekkert eftir- tektarvert. Það er röð af byrgj- um með fallbyssum af öllum stærðum, og sumár þær stærstu sem til eru. Svalargangarnir eru öðruvísi. Þar hafa verið unnin tröllaverk, sem allir hljóta að undrast, einkum ef það er jafnframt tekið með í reikning- inn tæki þau, sem notuð voru á þeim timum og menn áttu völ á, t. d. að höggva háan og breið- an gang í klettinn, þar sem með skömmu millibili að koma þyrfti fyrir 2—3 fallbyssum og skotgötum. Þar eru einnig stór- ir hellar, sem heita “St. George” og “Cornvallis”; þar er þeim byssum komið fyrir sem eiga að verja innganginn að kastalan- um yfir eiðið frá Spáni. Til þess hefir farið ógnar vinna, fyrst að sprengja klettinn, svo að slétta og höggva sjálfan gang- inn, færa burtu stórgrýtið og flytja svo þessi helja skotbákn svona hátt upp í klettana og koma þeim fyrir. Þegar við höfum skoðað þessi göng, stígum við á bak ösnunum og ihölduifi áfram upp með merkjastöðinni. Vegurinn er frennir góður og við komum bráðlega þangað sem er annar og næst hæðsti staður höfðans. Héðan er skifst á merkjum við öll skip, sem koma í (ljós, og héðan er liægt að komast i sam- band við öll skip, sem sigla frain hjá. Héðan sjást skip í góðum sjónaukum i 40 enskra mílna f jarlægð. Hæsti kollur höfðans er 1408 fet yfir sjávar- mál, en merkjastöðin 1255 fet. Héðan blasir við Gíbraltarvíkin, Spánarströndin, Rondo-fjöllin, Sérra Nevada, dökkblátt Atlants- hafið, Atlatfjöllin i Afríku, Centa, Apafjallið og ströndin á Morokko; Alt er sem lagt við fætur manns, skipin eru sem skeljar er fljóta á ómælis haf- inu. Hér á hæðsta tindinum eru einnig skotvirki með sex byss- um, er þeim skotið til að gefa merki, svo sem kvöld og morgna, J>egar það skal opnað eður lokað. Héðan liggur vegur suður á syðsta odda höfans, hann er nefndur “Evrópu-tangi.” Á honum er bygður viti fyrstu tegundar, það er blikviti. Á dimmum nóttuin bendir hann skipum sem koma austan að hvar sundið byrji, sama gerir og einnig sá viti, sein er á Sparel- höfða Afríku megin. Höfðinn er aflöng hálfeyja frá norðri til suðurs, og er 3 ensk- ar mílur á lengd en % mílu á breidd en hringmálið 7 mílur. Að norðan er hann snarbrattur og á sumum stöðum standberg ofan i sjó. Að austan er svo litið undirlendi við Catalon-vík- ina, og þar hefir hniprað sig ofurlítið fiskimannaþorp. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Af þessu leiðir að allar varnir í norður og austur eru óþarfar, þvi úr þeim áttum er höfðinn ógengur og sjálfvarinn. Frá norðvestri hefir verið lögð djúp og breið tröð, og eini aðgangur að höfðanum frá landi, það er langur og þröngur vegur, sem verkfræðingar geta lokað á augnabliki. rI\ær eru leiðir til sjávar, eður lendingar, önnur aðeins fyrir báta, þvi stærri skip geta ekki lent og verða að hlað- ast úti á höfninni. Hin leiðin er rýmri og aðeins fyrir herskip, sem geta lagst við hafnargarð eður öldubrjót, sem myndar höfn fyrir 3—4 brimvarin herskip Englendinga er byrgja sig þar af kolum. Gíbraltar hefir afar mikla þýðingu fyrir enska flotann, en vafi getur leikið á því, hvort honum ber með fullum rétti að heita lykillinn að Miðjarðarhaf- inu (the key to the Mediter- ranean), kringumstæður allar hafa tekið miklum stakkaskift- um, síðan gufan og stálbrynj- urnar hafa breytt skrautlegustu siglandi herskipum í fljótandi kastala, og vafamál hvort fall- byssur frá Gibraltar geta lokað allri umferð um sundið án að- stoðar frá enska flotanum. Setuliðið er 6,000 menn, en samanlagður mannfjöldi 27,000. Bærinn getur ekki stækkað, því er engum leyfð landvist svo löng að hann verði borgari. Með barnsfæðingum er haft strangt eftirlit og það er títt að konur sem giftar eru öðrum en Eng- lendingum eður innfæddum, verða að fara úr bænum eða eru fluttar til Spánar áður en þær fæða. Það eru engar nýjar bygging- ar er veki eftirtekt, en í þeirra stað er gömul rúst (The Moorish Castle). Eftir þeim sögum sem geymst hafa, á bygging þessi að hafa verið reist litlu eftir að Márar tóku klettinn 711, og af letrinu, sem er yfir dyrunum hefir henni verið lokið 725, und- ir stjórn Abul Hazes. Múrarnir eru afar þykkir og byggingin öll í upphafi hin ramgjörfasta, að því sem rúðið verður af leyfum þeim af borgum, sem enn eru til. Byggingin var reist á þeim tímuin sem kastspjót voru höfð í hernaði, jafnniliða bogum og örfum, og svo er sagt að enn finnist þar örvaroddar í grjót- inu. Seinna þegar púðrið fanst og þeir upprunalegir múrveggir reyndust ekki nógu traustir til að standast fallbyssukúlur, bættu þeir öðrum múrvegg innan á þann eldri. íþróttin við þá við- bót eður þekking á efninu, sem þeir notuðu er nú týnt; einnig nafnið “Tapía” er eftir ásamt múrnum eður grjóthrúgunni, sýnir að það er hart sem tinna. Ytri múrveggirnir bera mörg merki eftir umsátrin, sem ,hafa lagt byggingar þessar í evði, en minna á horfna tíma. Til að nota rúmið eru innan við þessar byggingaleifar bygð ýms hergagnbúr. Niðri i bæn- um eru levfar af gamalli kirkju máriskri. — (Fra Alle Lande). (Þetta er eina lýsingin, sem eg hefi séð og þó hún sé gömul er hún betri en ekkert, ef þar gerðust atburðir í framtíðinni). Erl. Guðmundsson þýddi. ------V-------- SKRÍTLA Mark Twain sagði þessa skritlu í sambandi við skriffinsku, sem ætti sér stað á Englandi. Hermaður gekk eftir mála sin- um (kaupi sínu) fyrir júlí og Vinnur fyrstu verðlaun í bogfimi Ungfrú Helga Árnason Við samkepni í bogfimi, sem fram fór á íslendingadeginum á Gimli þann 4. þ. m„ undir for- ustu hr. Halldórs M. Swan, vann ungfrú Helga Árnason fyrstu verðlaun, og er það í annað skiftið sem henni hlotnast sú sæmd. Þessi stúlka er dóttir séra Guðmundar Árnasonar á Lundar og frú Árnason. -------V------- SEEDTIME& a/nc£ HARVEST' Sí?'- Bv Dr. K. W. Neatby ' > Diredor, Affricvltural Departmcnl North-West Line Elevators Assocíatíon GRAIN STORAGE Beyond a doubt, the safest place to store grain is in a licensed country or terminal elevator. However, it is not unlikely that considerable quantities will, of necessity, be stored on the farm. If sound weather-proof farm stor- age is inadequate, information on suitable inexpensive structures will be welcome. An excellent bulletin entitled “Storing Grain on the Farm” -has been issuéd by the Manitoba Depart- ment of Agriculture and Immigra- tion, Winnpeg. Several types of temporary and permanent structures are described and illustrated, to- gether with details on construc- tion. There are few, if any, farmers to whom this bulletin will not be of use. Morris bins, snow fence bins and woven wire bins are not costly and, if properly constructed, wiU keep grain in good condition. They must, of course, be covered with hay, straw or sheaves. Circular No. 34, distributed by the Agricultural Extension Service, De- partment of Agriculture, Edmonton, also contains a number of useful suggestions, particularly respecting coverings for temporary bins and protection aganst damage to grain at bin bottoms caused by soil mois- ture. It is unwise to leave grain on the field in unprotected piles. It can be protected at very small cost by methods described in the two above mentioned publications. A special problems information can be obtained from Departments of Agricultural Engineering at the Universities of Alberta, Saskatche- wan and Manitoba (Edmonton, Sas- katoon and Winnipeg, respectively). (23) ágúst mánuð. Til þess að kröf- unni yrði sint varð hann að sanna að hann hefði verið lifandi báða þessa mánuði. Hann hafði óhrekjandi sönnun fyrir þvi að hann var lifandi í ágústmánuði, en enga sönnun fyrir júli mán- u8i. Hann fékk þvi kaup sitt fyrir seinni mánuðinn, en ekki fyrir þann fyrri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.