Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 Geymið peningana á öruggum stað Stofnið spari-innstæðu við Royal Bank of Canada, og sparið mánaðarlega. Peningar yðar eru öruggir (trygðir með öllum eignum bankans, sem nema $950,000,000). — Þeir geta hvorki týnst né orðið stolið, og þér get-ð notað þá, er þér þarfnist. Það borgar sig að spara. THE ROYAL BANK OF CANADA --Eignir yfir $900,000,000 — - — Ferðaminning Eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. (Herganga æskulýðs í Flensborg á Þýzkalandi, 1936) Þeir komu eins og sigrandi sveitir og sungu hergönguljóð, dökkhærðir “ariskir” drengir af dæmdri og kúgaðri þjóð. Sem líkfylgd liðinna vona, löng eins og hundrað ár, fylkingin þunglega þrammar, þögull er bærinn og grár. Þeir eru ennþá svo ungir, aðeins vandræða börn, og Evrópu angistar draumar um óvita sókn og vörn. Þeir “koma og sjá og sigra” hvern sannleik og frelsisþrá, menningu margra alda, hvern mann, sem hugsjón á. Þeir blanda ólífis eitri í Evrópu hjartasár, sem fengu að gróa í friði um fáein dapurleg ár. bera hana ofurliði, því að það kom svo margt fyrir sem reyndi á sálarþrek hennar. Eg þekki engann, sem að eg gæti ímyndað mér að gæti, undir sömu kring- umstæðum, sýnt eins mikið þrek og viljafestu eins og hún hefir gert. Oft undraðist eg yfir því hvað rólega hún sýndist taka því sem að höndum bar, og hvað auðveldlega hún hóf huga sinn yfir það hversdagslega. Nú veit eg hvað það var, sem örvaði huga hennar og gaf henni styrk tii að mæta hverjum degi með ró og djörfung. Þessi síðari ár hefi eg átt því láni að fagna að kynnast Mrs. Sigurdson ýtarlega. Eg lærði að þekkja hennar hetju. lund, og í mínum augum er hún ímynd sannkristinnar konu, sem hefir farið sigurför í gegnum hreinsunareld reynslunnar. Nú lifa Sigurdsons hjónin i bænum með dætrum sínum. önnur dóttir þeirra, Snjólaug, hefir áunnið sér frama á vegum lújómlistarinnar, en hin, Mar- garet, hefir öðlast fasta stöðu við kenslusörf í bænum. Einn sonur þeirraí Franklin, vinnui austur í námum, og Carl vinnur í búðinni, sem bróðir hans stjórnar. Og nú lifir Arnthór, elzti sonurinn, með fjölskyldu sinni, á hinu fagra heimili, sem foreldrar hans bygðu. Áður en þau Sigurjón og Jóna Sigurdson fluttu frá Árborg voru þau heimsótt og kvödd með hlýj- um orðum og gjöfum, og eg veit að ákaflega margir sakna þeirra og minnast með klökkvum huga þess sterka og göfuga máttar, er þau ófu inn í félagslíf bygðar- innar okkar í Árborg. Sella Johnson. ATHS.-—Grein þessi barst Lög- bergi í fyrri viku rétt þegar blað- ið var að fara í pressuna, og varð þar af leiðandi að bíða til yfirstandandi viku..—Ritstp ------------- —y--------. Flúði frá franska Marokka í lítilli kœnu Æfintýri sjómanna eru marg- vísleg á þessum dögum, svo margir sem lenda í ýmsum hrakningum, að telja má, að það sé algengara en hitt, að alt fari fram sfem á friðartímum’. Þannig leit ungur Reykvík- ingur, Gunnlaugur Ingvarsson, á það mál, er hann í gær kom inn á skrifstofu blaðsins og sagði kafla úr ferðasögu sinni. Hann er nýkominn hingað. Hann var bryti á norska flutningaskipinu Kari, 4,000 smálesta, þegar Noregsstyrjöldin hófst. Var skip- ið þá að leggja af stað frá Eng- landi til Noregs, en sneri við til sama lands og var sent með kol til Gasa Blanca í frönsku Mar- okko á norðvestanverðri Afríku- strönd. Áður en skipið komst þaðan höfðu Frakkar gefist upp. Þá var kyrsettur þar fjöldi skipa. í*ar var þá og mikið herskipa franskra, komu þangað í heil- um lestum frá Frakklándi. Gunnlaugur segir svo frá: —Vegna þess að ekki var rúm. fyrir hin kyrsettu skip í höfn- inni var þeim skipað upp í fljótsmynni eitt nálægt borginni. Þar voru þau innikróuð og varð- skip úti fyrir mynninu, til þess að varna þvi að skipin strykju. Mér þótti vistin daufleg á Kari undir þessum kringumstæðum og framtíðarhorfur dapurlegar. Það var í september, sem skipi okkar var lagt þarna. Enginn mátti yfirgefa skipin. Ef ein- hver gerði tilraun til að flýja var hann fluttur á sinn stað eða settur í fangabúðir. Kæmist það upp að maður gerði ítrekaðar tilraunir til að flýja, þá var ekk- ert annað framundan en fanga- búðirnar. í október gerði eg fyrstu til- raunina til að flýja, ætlaði að komast með járnbrautarlest að þorpi einu, sem er 30 km. frá landamærum spönsku Marokko. Ætlaði að reyna að komast fót- gangandi þaðan til spönsku Mar- okku. Þá var eg óheppinn. Eg þurfti að spyrja mig fyrir í hvaða lest eg ætti að fara, er eg var kominn nokkuð af leið- inni. Maðurinn, sem eg spurði, reyndist vera leynilögreglumað- ur. Hann spurði mig hvort eg hefði leyfi lögreglunnar til að ferðast. Eg varð að viðurkenna að svo væri ekki. Þá var eg tek- inn og hafður í 3 daga i haldi, en síðan slept í skipið og tók upp mín fyrri störf þar. Nú leið til jóla. Vistin var sæmileg í skipinu. Þó varð altaf erfiðara með hverjum mánuði að fá nokkuð almennilegt fæði. Fiskurinn morkinn, kjötið úldið, smjörlíki þrátt, o. s. frv. Við vorum 8, sem höfðum sammælst að reyna að flýja á jólanóttina. Glatt var á hjallu í Kari þá nótt. Eins og var i fleiri skipum þarna. Eg var einn af Kari, en hinir af dönsku skipi. Þeir félagar mínir hnupluðu á- gætum björgunarbát. Skipsmenn þar svo ölvaðir að þeir urðu þess ekki varir, að björgunarbáti var hleypt á flot. Enginn sjófær bátur mátti vera á floti á fljót- inu. Lögregla sá um það. Þetta var ágætur bátur. En þegar við komum niður í fljótsmynnið fór að kárna gamanið. Þar sem fljót og sjór mættust var svo mikil alda, að báturinn var rétt kominn á hvolf hvað eftir ann- að. Við komumst ekki út á rúmsjó, urðum að snúa við, fela bátinn milli skipa, svo ekki sæ- ist að morgni til hans, og fara hver heim til sín við svo búið. Eg tók þátt í annari flóttatií- raun þ. 4. janúar. Þá vorum við 7. Enginn var þar úr fyrra hópnum nema eg. Hinir fengu nóg á jólanóttina. Við höfðuin varðmann tvo undanfarna daga niðri við sjó, til þess að sjá á hvaða tíma bezt væri að leggja út úr fljótinu, svo við kæmumst út á liggjandanum. Þetta gerði gæfumuninn. En nú var ekki björgunarbát að fá. Nú höfðum við ekki nema bátkænu, 4 metra langa, sem hafði fengið að vera á floti. Hún ekki talin sjófær. — Við smeygð- um okkur frám hjá varðskipinu og komumst út á rúmsjó. Kæn an var lek. Hana fylti hvað eftir annað. Við höfðum mat til tveggja daga og vatn til lengri tíma. Ferðinni var heitið til Gíbraltar. Tvo síðustu dagana höfðum við ekki nema 7 sardínudósir til matar, og urðum að nota úr þeim olíuna á áttavitann. Við urðum fegnir er við komumst í vitaskipið, sem lá fyrir utan Gíbraltarhöfn. Þar var okkur vel tekið, og þaðan fluttir í vél- bát inn til staðarins. Er þang- að kom fengum við ókeypis vist á sjómannaheimili, og alt, sem við þörfnuðumst. Þar vorum við í 2Vá mánuð. Þaðan fórum við í skipalest til Belfast í frlandi. Vorum 17 daga á leiðinni. Komum þangað tveim dögum áður en hin mikla loftárás var gerð á þá borg. Eg var á dansleik er hún dundi yfir. Það var óskemtileg nótt. Árásin byrjaði kl. 11 um kvöldið og stóð til kl. 4 um morguninn. Eg skaust milli húsa frá dansstaðn- um út í skipið, sem lá við hafn- argarð. Þar var eg síðan. Oft var loftþrýstingurinn svo mikill af sprengjunum, að maður varð að ríghalda sér til að ráða sér. Skemdir allmiklar í borginni. —Hvernig var í Marokko? Ber á þýzkum áhrifum þar? —Ekki voru þau mjög áber- andi. En maður varð þeirra var. T. d. þekti eg pilt á norsku skipi, sem fyrirhafnarlítið fékk farar- leyfi af því hann var sonur nazistaleiðtoga í Bergen. Sagt var okkur að þýzlcir hershöfð- ingjar hefðu eitt sinn komið þangað í flugvélum. Hvort þeir fóru nokkurntima til baka viss- um við ekki. Og skipunum er þar haldið, til þess að Bretar geti ekki fengið notið þeirra. Mikið var þar af frönsku her- liði, sem eðlilegt er, vegna þess hve margt er þar af frönskum herskipum. En mjög virtist okk- ur hermennirnir mvndu vera fús. ir á að berjast gegn Þjóðverjum. Eitt sinn sá eg franskan liðsfor- ingja í margmenni fyrir framan kvikmyndahús reita af sér öll einkennismerki franska hersins. Maður, sem með mér var og skildi frönsku, sagði að liðsfor- inginn hefði hrópað upp yfir mannfjöldaiin, að hann vildi ekki vera i franska hernum, ef Frakkar héldu ekki áfram að berjast. Þarna var líka mikið af Araba hersveitum. En ekki sýndist mér þær þesslegar að þær ættu erindi í nútíma hernað. Mikill armóður virtist vera meðal Arabanna er bjuggu þarna í nágrenni skipalegunnar. Heim- sótti eg Arabatjald eitt, með kunningja mínum. Við komum í tjald hans að kvöldi dags, þar sem hann sat við eld með konur sínar tvær. Önnur þeirra átti 12 ára son, en sonur hinnar var 4 ára gamall. Þau höfðu teketil yfir eldinum. Teið, sem þau drukku var daunilt. Næsta kvöld komum við í tjaldið. Þá sátu þau þar í sömu stellingum og kvöldið áður. En þá hafði yngri konna barn á brjósti, sem hún hafði alið um nóttina. Þetta þótti okkur einkennilegt. Hún gekk um og sinti störfum sínuro eins og ekkert hefði komið fyrir hana. Þegar við reyndum að gera þessu fólki skiljanlegt, að með okkar þjóðum væri það sið- ur að konur lægju % mánuð á sæng, ætlaði fólkið aldrei að trúa því. Viðurværi þessa fólks er mjög lélegt. 3 skipsbrauð, er það fékk hjá okkur, var þeim mik- ill fengur. Nautpening hafa Arabarnir. En mjólkin er svo léleg, að hún er verri en undan- renna hér. —Hver var svo ferðasagan frá Belfast? —Þaðan fórum við til Liver- pool, síðan til London. Þar vorum við settir í sama varð- hald og kommúnistarnir, er héð- an voru fluttir. Eg var farinn er þeir komu. Fékk vegabréf eftir nokkra daga og varð frjáls ferða minna. —(Mbl. 11. júlí). ------—V---------- —Hefirðu nú aftur skrifað langa skáldsögu? —Já, mjög langa. Eg er enga stund að þessu, síðan eg lærði á ritvélina! Þingeyskar fréttir Þingeyskur bóndi skrifar blað- inu nýlega: Þingeyska mæðiveikin mun nú vera komin í flesta hreppa milli Skjálfandafljóts og Jökulsár og er veikin drepsótt réttnefnd. Hver sauðkind er dauðadæmd, sem veikina tekur svo að á henni sjái. Og þar sem hún kemur i hjörð, smátæk í fyrstu, gengur hún á röðina og seigdrepur eina kind af annari, þar til yfir lýkur. Bændur eru að bræla húsin og féð, sumir þeirra, og nota cúpersbaðduft, í þeim vænduin, að nokkurn veginn heilbrigðar skepnur kunni að sigrast á veik- inni. En aðrir þora eigi að bjóða lambfullum ám svo harða kosti. Árangur þessara tilrauna kemur í ljós á næsta hausti og vetri. Ef svo réynist, að þetta sé lækning, eða vörn við veikinni, mega dýralæknarnir roðna andspænis bændunum ólærðu, sem reynt hafa þessa úrlausn og fundið hana. Dýralæknarnir (Sigurður og Bragi) hafa gert sig seka um fullyrðingar í mæðiveikimálun- um, sem gert hafa bændur átta- vilta í þessum vandamálum. Þeir fullyrtu, að mæðiveikin væri inn- lend, gömul veiki. Og í þeirri trú lifðu bændur hér um slóðir svo að árum skifti og fékk drep- sótt þessi tóm til að grípa um sig og breiðast út, meðan full- vissu skorti um eðli veikinnar og aðferð. Ef fyrri hefði verið grip- ið í varnarstrenginn, meðan veikin var á fáum bæjum, var í lófa lagið að stemma stigu fyrir þessum vágesti. Það sætir furðu, að lærðir menn skuli hafa full- yrt, að þessi veiki sé gömul og algeng lungnaveiki. Lungu þess- ara kinda villa þó ekki á sér heimildir, þegar veikin er orðin banvæn. Lungun verða þá lík lifur að sjá og átekta, stór og þung. Gamlar, innlendar teg- undir lungnaveiki gera lungun- um önnur skil og er þessi mis- munur leikmönnum auðsær, þeim, sem hafa opin augu og heilbrigð skilningarvit. Eg,- sem þetta bréf rita, varð samferða í hitteðfyrrahaust dýralækni Austurlands í bíl sunnan úr Rvík. Garna- og mæði- veikin bar á góma. Hann bar bændum þá sögu, að þeir stæðu þversum fyrir aðgerðum dýra- lækna, eða tilraunum þeirra til að vinna bug á garnaveikinni. Og um mæðiveikina fullyrti hann, að af henni væri til aðeins ein tegund, sú borgfirzka. Þessi úrskurður hans kom “úr sauðar- leggnum” vegna þess að eg lét í veðri vaka þá getgátu, að í Þingeyjarsýslu mundi vera mæði- veiki, náskyld þeirri borgfirzku og þó frábrugðin. L æknirinn stökk svo að segja upp á nef sér yfir því, að tala um þessi mál, eins og þeir bæru ekki skyn á þau. Nú hefir Guðmundur gerla- læknir Gíslason skorið úr þessu máli til staðfestu þeim getgátum, sem hugboð mitt leiddi í ljós við dýralækninn. Eg sagði við hann, að þó að eg væri leikmaður og bóndi, vissi eg það þó, að í mann. heimi og í öllum deildum dýra- ríkisins væru d'eildir og tegundir, sem dýr og menn og sýklar skift- ust í. Það væri undarlegt ef úti- lokað væri, að mæðiveiki gæfi alls ekki verið háð lögum, sein væru algeng í náttúrunnar fjöl- breytta veldi. Til dæmis skiftust kvefpestir í innflúenzu, kvef og spönsku veikina. Sá, sem lær- dómsvizlcuna þóttist *bera til brunns, sneri sér frá mér og lét sem hann sæi ekki bóndann, það sem eftir var samferðarinnar. Dýralæknar landsins eiga mikla sök á því feikna böli og tjóhi, sem mæðiveikin bakar bændastéttinni. Þeir voru því samþykkir, að karakúlféð var flutt inn í landið. Magnús sál. dýralæknir barðist gegn þess háttar áhættutafli. En þegar hans misti við, komu grautar- heilar í staðinn fyrir vitsmuna- höfuð. Og því fór sem fór. ís- lands óhamingju verður alt að vopni. —(Dagur 5. júni). Suðræn aldin úr íslenzkri mold Þessir ávextir eru ekki frá sirðrænum og sólheitum löndum. Þeir eru ræktaðir í okkar eigin landi — íslandi. Ingimar Sigurðsson, garð- yrkjufræðingur í Fagrahvammi, hefir ræktað þá. Hann lítur ekki eins svörtum augum á ræktunar- möguleikana hér og margir ís- lendingar hafa áður gert og gera enn. Hann talar af reynslunni. — Reynsla Ingimars bónda i Fagra- hvammi er fjölþætt og bendir langt áleiðis um íslenzka rækt- unarmöguleika. En út í það skulum við ekki fara t bili. Við skulum heyra sögu ávaxt- anna, sem þið sjáið hérna á fat- inu. Það eru fjórar tegundir, sagði Ingimar er blaðið átti tal við hann um þá. Þarna eru nú fyrst apricosur. Þrjú ár eru liðin síðan eg fékk plönturnar, sem þær eiga rót sína að rekja til. Þessi tré bera ekki ávöxt fyr en á þriðja ári. í vor bar svo eitt þeirra ávöxt og fékk eg. af því 2—3 kg. af apricosum. Þær eru ræktaðar í gróðurhúsi. Svo eru þarna perur. Þær verða sennilega ekki ræktaðar i gróðurhúsum. Eg fékk örfá stykki af einni plöntu, -sem eg hafði í jurtapotti. Eru tvö ár liðin siðan eg eignaðist hana, en sennilega er hún 5—6 ára gömul. Þriðja tegundin eru vinber. Af þeim hefi eg fengið töluverða uppskeru, líklega um 6—8 hundruð kg. Fyrir þremur ár- um fékk eg 3 plöntur frá Þýzkalandi og síðan hefir ræktin færst þetta í aukana. Vínberin eru prýðilega þroskuð. Tel eg vist að þau megi rækta hér 7—8 mánuði ársins í gróðurhúsum. og það í stórum stíl. Fjórða og síðasta tegundin eru jarðarber. Þau má rækta úti. Eg hefi ræktað þau í sólreit, en án jarðhita. Fékk eg um 50 kg. uppskeru. Þetta segir Ingimar í Fagra- hvammi um uppskeru sína. Von- andi eiga fleiri íslenzkir rækt- unarmenn sömu sögu að segja er tímar líða. —(Morgunbl. 16. júli). “Sigurinn vinát með dví að allir færi •, • »» rormr ívar Guðmundsson blaðamað- ur við Morgunblaðið flutti er- indi í íslenzka útvarpið í London á sunnudaginn var. Hann talaði m. a. um þá frá- bæru gestrisni og alúð sem ís- lenzku blaðamönnunum hefir verið sýnd í Englandi, jafnt af æðri sem lægri. Sagði hann, að vinsemd í garð íslendinga hefði ekki einasta komið fram hjá þeim áhrifamönnum, sem sér- staklega hafa tekið á móti blaða- mönnunum, heldur og meðal verkamanna og almúgafólks, sem blaðamennirnir hittu af hendingu. Hvarvetna kom i ljós innileg ósk um, að ísland fengi í framtiðinni að vera sjálfstætt fullvalda riki. Ræðumaður lýsti ýmsu þvi, er þeim blaðamönnunum hefir ver- ið sýnt. Hafa þeir skoðað flug- vélar og flugvélaverksmiðjur og annan hergagnaútbúnað. Þeir hafa kynst æfingum og starfi heimavarnaliðsins, komið á eina æfingastöð þess og séð hvernig fólk frá öllum starfs- sviðum og á öllum aldri notar allar frístundir sínar við æfing- ar þessar. Því, sagði hann, þó Bretar séu vissir um sigur sinn, treysta því, að þeir sem fyr vinni “síðustu orustuna”, þá vita þeir líka, að þeir vinna ekki sigur i þetta sinn, nema hver einasti einstaklingur þjóðarinnar færi fórnir. Það er þessi fórnarlund, samhugurinn og æðruleysið, sem er sterkasta vörn brezku þjóðar- innar í þessari styrjöld. Ræðumaður sagði m. a. frá því er þeir blaðamennirnir gengu á fund Anthony Eden, utanríkis- málaráðherra, um veislur er þeim hafa verið haldnar og um það hve brezku blöðin hafa getið nákvæmlega um ferðir þeirra og það, sem fyrir þá hefir borið. Hefir för blaðamannanna til Englands sýnilega orðið hin á- gætasta.—(Morgunbl. 15. júlí). Námsskeið! Námsskeið! Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um eftir aðgangi að verzlunarskólúm borgarinnar; enda sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss að máli eða skrifa oss viðvikjandi verzlunarskóla námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi, sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug- leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs! IHE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.