Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 3
3 inni í frostlausri norðaustan vindblöku og þokufoki, og það í bezta gangfæri, en þín bóndi, fyrir gestrisni þína og alúðleg viðvörunarorð til mín, skal eg ætíð minnast með virðingu.” Þegar við vorum búnir að borða, kvöddum við heimilisfólk- ið og héldum af stað. Eg hafði ekki verulega skoðað Sigurbjörn að vallarsýn, eða vaxtarútliti, fyr en við gengum upp brekkurnar að heiðrabrún- inni, hann var hár vexti, enn- fremur grannvaxinn og hold- skarpur, skréfhár og alílmikill í liðum, toginleitur, dökkhærður með lítið kögurskegg á vöngum og höku. Á heiðarbrúninni stóð hálf- hrunin grjótvarða, við hana stansaði Sigurbjörn og lagði göngustafinn, sinn á ská upp við hana, gekk svo að efri enda stafs- ins, sem reis nokkuð hærra en varðan, stakk svo þumalfingri vinstri handar að gagnauganu, handarjaðrinum í vindáttina leit á göngustafinn þar sem hann lá á ská við vörðubrotið, og sagði, eins og við sjálfan sig: “Það er þá svo sem eyktabii milli vindstöðunnar, og stefn- unnar, sem þarf að fara og rata,” svo þreif hann göngustafinn, og sagði: “Við skulum fara héðan.” Mér er það enn í fersku minm hvað maðurinn hóf göngu sína snarlega burtu frá þessu vörðu- broti, teinréttur stikaði hann austur á hjarnbreiðuna, og var svo langstígur að eg sá mér þann kost beztan að reyna að teygja dálítið úr limunum ef eg ætlaði að vera förunautur hans þennan spöl. Við höfðum gengið nokkuð lengi með sama hraða, þegar við komum að öðru vörðubroti, við það stansaði förunautur minn ekkert, bonum hefur líklega litist það lélegur stefnuvottur, við höfðum gengið enn alllengi þeg- ar við komurn að þriðja vörðu- brotinu, þar stansaði ferðafélagi minn, og pjakkaði snjóinn, sem lá upp með því að austan, kom þá í ljós svartur steinn. “Þú ert þá hérna enn greyið,” sagði hann Eg vissi að hann sagði þetta við steininn en ekki mig, svo eg þagði þá líka eins og steinn- inn. Þegar við höfðum gengið nokkra nokkra faðma frá þess- um svarta steini, spurði eg. “Heldurðu að við séum á réttri leið?” “Eg held aldrei neitt,” svaraði hann, “sumir menn halda þetta og hitt, að halda eða gizka á eitthvají, hvorugu því orði fylgir vizka eða vissa. Þessum orðum kastaði hann til mín yfir herðar sér, án þess að líta til mín eða stansa nokkru seinna kastaði hann þessum orð- um til mín: “Ertu orðinn lúinn?” “Nei,” svaraði eg. “Við erum nú staddir hérna stuttann spöl frá heiðarkotinu Múla.” Þessi orð skullu í eyru mín yfir axlirnar á honum, þó þessi orð förunautar míns væru ekki mörg, þá sögðu þau mér greini- lega þá því, að þá lægi helm- ingur heiðarinnar fyrir aftan hælana á okkur, þaðan sem við vorum þá var rétt stefna. Norðan við áðurnefnda Múla, og þaðan austur í Einarsskarð. Við héld- um áfram austur með Múlunum, en ekki höfðum við gengið lengi þegar við urðum þess varir að vetrarvofan, allra veðra von, var komin í veginn fyrir okkur, Þriggja dægra þokukólga lauk þarna upp kjaftinum og spjó á okkur dimmviðris hríð, það hvesti meira um leið og hríðar- bylurinn skall á sjálf hjarnbreið- an, sem við gengum á ýskraði undan veðurofsanum, ekki virtist mér ferðafélaginn gefa þessari veðurbreytingu nokkurn gaum, teinréttur stikaði hann hjarnið með sama hraða, stundu seinna kyrði vindinn dálítið, það var eins og við gengum inn í kvos eða dæld, að vísu þótti mér vænt um þessa kyrð, iþó virtist mér hríðin mikið dimmri og þykkri, meðan við vorum staddir í þessu aðhaldi, eftir stundar gang kom- um við út úr þessu afdrepi, þar mætti hríðarskesson okkur aftur, Það var eins og ferðamanns snillingurinn Sigurbjörn fagnaði samfundum unnustu sinnar með því að snúa stefnunni beint í fangið á henni. Á móti þessum hvítu og köldu klæðum náttúr- unnar gengum við þar til við heyrðum árnið skamt frá okkur, þar breytti Sigurbjörn stefnu og tók vindstöðuna á vinstri hlið þessa stefnu gengum við iitla stund éður en mér virtist land- inu halla undan fæti, áin hafði um stund fylgt okkur og kveð- ið öræfaljóð sín, en nú var hún þögnuð, hún hefur sjálfsagt þagn að þar, sem hún rann undir ís- inn niður á jafnsléttunni. Nú vorum við líka komnir niður á sléttlendi, smáir snjóskaflar sem hríðin hafði vistað þar á hjarn- breiðunni mættu okkur með litlu millibili, þeir voru víst lagðir þar til að mýkja undir skófta okkar, ekkert sáum við eða heyrðum í kringum okkur ann- að en hríðina og veðurgnýinn, nú stansaði Sigurbjörn, snéri sér í áttina til mín, og sagði. “Þú spurðir mig að því í dag, hvort eg héldi að við værum á réttri leið, þá svaraði eg þeirri spurningu þinni önugt og ómak- lega. Eg bið þig nú að misvirða það ekki við mig. En segðu mér nú hvar við erum staddir.” “Eg veit það ekki með neinm vissu,” svaraði eg. “Giskaðu þá á eitthvað, sem þér þykir líklegast,” sagði hann. “Eg held við séum staddir ein- hversstaðar í Garðsdalnum,” svaraði eg. “Jæja, sjáum til, Vitlausara gat svar þitt verið,” sagði hann. “Má eg nú giska á og segja, að við séum staddir svo sem sextíu faðma vestan við túnið á bænum Garði í Þistilfirði.” Þessi orð Sigurbjörns reynd- ust vissa en engin ágizkun, því eftir örstutta stund stóðum við á bæjarhlaðinu að Garði, þar gistum við um nóttina, við beztu gestrisnu atlot hjónanna þar og allra heimilismanna, fólkið virt- ist vera undrandi yfir því að við skyldum leggja á heiðina í því veðurútliti, sem þar hefði verið um morguninn. Skrafdrjúkt varð þeim bónd- anum og Sigurbirni um slys þau og dauðsföll, sem þeir röktu til Axarfjarðarheiðar, seinast mint- ist bóndinn á Ásmund Ásmunds son, sem þangað átti að rekja öll sín lífstáðar örkuml, vinstra handleggs missir um olnboga og báða fætur neðan við kné, þetta mun hafa skeð veturinn 1870— 1871. Eftir þetta hörmulega slys, var hann almennt nefndur Ás- mundur fótalausi, hann fluttist til þessa lands, bjó í Argyle- bygðinni og dó þar, hríðinni hafði slotað urn nóttin^, sem við gist- um í Garði, næsta morgun var bjart veður. Við Sigurbjörn kvöddumst þar á bæjarhlaðinu, því þar vár sam- leið og samfundum okkar lokið, við sáumst aldrei eftir það. En síðan hefur árlega stafað unaðshlýum bjarma inn í hug- skot mitt frá endurminningun- um um ratvísina, eða ratviss- una hans Sigurbjörns Þorgríms- sonar. Finnbogi Hjálmarsson. William Lloyd Garrison (1805 —1879), einn mesti forvígismað- ur um afnám þrælasölunnar, hafði nokkuð óþægilaga hug- mynd um skríl og skotvopn. í veislu, sem breska andþræla- sölufélagið hélt honum, var han- um gefið vandað vasaúr. “Heiðraða samkoma”, sagði hann. “Ef þetta hefði verið fúl- egg, hefði eg vitað, hvað eg ætti að gera við það, en þar sem þetta er gullúr, get eg ekkert gert.” LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 LADY MESTER STANHOPE Einhver allra eftirtektarverð- asta kvennpersóna, sem kemur fram í sögu Breta á síðari öld- um er Lady Hester Stanhope. Kona þessi eða réttara sagt yngisstúlka, því hún giftist aldrei, var fædd á Englandi 12. marz 1776, faðir hennar var Chárles Stanhope jarl, þriðji jarlinn með því nafni. Móðir hennar var Lady Hester Pitt, systir Williams Pitt hins yngra, er mikið kvað að í stjórnarráði Breta, tvo síðustu áratugi 18. ald- arinnar, og hin fyrstu ár 19. ald- arinnar og haíði á hendi ium hrið stjórnarformensku, sem kunnugt er, en hann dó 1806. Hester Stanhope var þvi stór- ættuð í báðar ættir, hún átti systur tvær, sem voru yngri en hún, hétu þær Griselda og Lucy Raehel, voru * þær vel gefnar, sem Hester, en lítið bar á þeim í samanburði við hana. Hester misti móður sína þegar hún var* fjögra ára gömul, og hefur hún óefað búið að þeim missi alla ævi. Sagt er að faðir hennar hafi gifst aftur skömmu síðar. En sagan segir að stjúpmóðir- in hafi ekki lagt mikla rækt við hana og faðir hennar því síður, hann var mikilhæfur maður hvað hæfileika sína snerti en sem heimilisfaðir var hann þverúð- ugur harðstjóri, jafnvel svo að fólk hans gat tæpast búið í sama húsi, hröktust börnin því bur,, eitt eftir annað er tækifæri gafst. Hester fór að heiman er hún gat ekki lengur haldist þar við og fór til ömmu sinnar, Lady Ohetham, sem átti heimili : Somersetshire. Þegar hún kom til London, vakti hún feýkna eftirtekt strax, hún var stórgáfuð, fríð sýnum og prýðisvel máli farin, varð hún fljótt leiðtogi í félagslífi aðals- ins í höfuðborginni. William Pitt, móðurbróðir hennar varð snemma átrúnaðar- goð hennar, batt hún við hann þeim kærleikaböndum, sem aldrei slitnuðu meðan þau lifðu bæði. Pitt dáðist að þessari gáf- uðu og glæsilegu frænku sinm, og þegar amma hennar dó og hún varð heimilislaus, þá tók Pitt hana heim til sín og hafði hún síðan bústjórn á heimili hans þar til hann féll frá. Lífið lék nú við hana, þarna var hún umkringd af tígnustu mönnum og mestu gáfumönnum samtíð- arinnar, og í slíkum félagsskap var hún í essinu sínu, 'hún hafði nógar gáfur og snild til þess að ganga á hólm við alla gáfu og glæsimerisku samtíðarinnar. Hún var lífið og sálin í öllu sam- kvæmislífi, og tók ekki lítinn þátt í stjórn ríkisins. Svo áð jafnvel þegar frændi hennar var ekki heima, tók hún forustuna í sínar hendur og varð ekki skota skuld úr því að leysa vandasöm störf af hendi. 1803 geysaði ófrið- ur milli Englands og Frakklands undir Napoleon mikla og ótti mikill var í fólki, að Frakkar mundu senda her inn á landið, ferðaðist hún fram og aftur um landið með Pitt til að líta eftir landvörnum og sjá heræfingar, og eitt sinn er Pitt var á ferða- lagi, hafði hún yfirstjórn á sjálf- boðadeild, sem Pitt hafði stofn- að, og fórst henni það eins og flest er hún lagði hönd á mjög sköruglega og myndarlega. Eins og áður er getið hafði Pitt óbilandi trú á frænku sinn;. Eitt sinn sagði maður við Pitt að hann gerði ráð fyrir að Hester færi að gifta sig, en Pitt svar- aði: “Eg geri ráð fyrir að hún bíði þar til hún fær mann, sem er henni jafn snjall, en þó hygg eg að hún muni aldrei giftast”. Og þessi spádómur Pitt’s rættist, hún giftist aldrei. Pitt kom því til leiðar stuttu áður en hann dó, að henni voru veitt eftirlaun frá Brezka þing- inu, sem nam 1,200 pundum, eft- ir fráfall hans var hún einstæð- ingur og átti eiginlega hvergi skjól, og varð nú stór munur a högum hennar frá því sem var meðan hún lifði í glæsimensku og allsnægtum hirðlífsins, en hún var ekki sparsöm, og tekjur hennar hrukku ekki til þess að mæta þörfum hennar. Árið 1809 tók hún þá ákvörð- unað setjast að í Wales og lifa þar rólegu lifi, var hún mjög einmana eftir fráfall Sir John Moore, sem var besti vinur henn- ar, var talið að þau hefðu verið trúlofuð, og hafði hún við orð að þau hefðu ætlað að giftast. Sir John Moore var einn af glæsilegustu herforingjum Breta og foringi berzka hersins í Portugal, vann hann sér ódauð- lega frægð er hann kom brezka hernum úr klóm franska hers- ins á Pyrenea skaganum. Hélt hann undan með herinn um 200 mílur uns hann náði að sjó, háði hann orustu við Soult marskálk við Coruma og vann sigur og kom hernum á skipsfjöl, en féli sjálfur, eins og Wolfe á Abra- hams völlum. Er hann lá að dauða kominn, er sagt að hann hafi ávarpað bróður Hester, er með honum var og beðið hann að bera systur hans sína síð- ustu kveðju. Skömmu eftir að Hester kom til Wales kom henni í hug ad ferðast til útlanda. var ferðinni •heitið til Sikileyjar með bróður sínum, fneð henni fór maður, sem Sutton hét, sem var bilaður á heilsu, og máski af þeim á- stæðum, var með leiðangrinum læknir, sem Dr. Meryon hét, og allmikið kom við sögu hennar upp frá því. 1 febrúar 1810 sigldi hún frá Englandi og England sá hún aldrei framar. Hún var stutta stund á Sikiley en fór til Malta og var þar um tíma, frá Malta sigldi hún til Aþenuborg- ar á Grikklandi, og þar kyntisc hún Byron skáldi, og varð á milli þeirra litlir kærleikar, með Hester og Michael Crawfora Bruce, sem var með leiðangrin- um vonu all-miklir kærleikar, svo í því tilliti þótti vinum hennar hún ganga feti framar en sæmi- legt var. Hún hélt áfram ferð- inni til Miklagarðs, þar komst hún í ónáð hjá brezka ræðis- manninum, Stradford Conway út af makki hennar við franska sendiherrann, hún vildi komast til Frakklands, en stríð var þá á milli ríkjanna Englands og Frakklands og það var forboð- ið að nokkurt samband ætti sér stað milli þegna ríkjanna, en Hester fór ekki að lögum, hún komst í samband við franska sendiherrann og hann vildi lið- sinna henni og útvega henni vegabréf, en þar sem þau gátu ekki opinberlega mættst í Mikla- garði vegna stjórnmála kredd- unnar, þá sömdu þau með séf að mætast á afskektum stað fyr- ir austan Bosphorus sundið. Einn af spæjurum Conways komst á snoður um þetta, og sendiherr- ann varð æfur og hótaði að skrifa brezku stjórninni um þetta Hester var ekki kjarklaus og hún skrifaði hertoganum af Wellington en fékk aldrei svar, og vegabréf fékk hún ekki. Frá Miklagarði fór hún með sveit sína til Egyptalands, voru þeir Bruce og Dr. Meryon med í förinni, skipið rakst á klett ná- lægt Rhodes eyjum og varð ó- sjófært, eftir miklar þrautir og hörmungar komst flokkurinn samt til Rhodes í skipsbátunum, þar tóku Tyrkir yel á móti þeim og auðsýndu þeim gestrisni, og veittu þeim klæðnað eftir þörf- um. Hester varð þar mjög hrif- in af fegurð tyrkneska búnings- ins, lagði hún niður enska bún- inginn, en klæddist jafnan upp frá því tyrkneskum karlmanna- búningi, mjög skrautlegum, því hún var skrautkona mikil og smekkvís, en þetta tiltæki henn- ar var mj ög vítt af löndum henn- ar, en hún kærði sig kollótta. Flokkurinn dvaldi ekki lengi á Rhodes, en ferðinni var haldið áfram til Egyptalands, þar heim- sótti hún jarlinn Mehemet Ali, sem tók á móti henni, sem tígn hennar sæmdi, lét hana vera við- stadda heræfingar og gaf henni að lokum reiðhest, hinn bezta grip. (Frh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Physioian &, Surgeon 60 2 MEDICAL ARTS BLDQ. Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway Slml 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 6 06 SOMERSET BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Frá vini Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suBur af Bannlnjc) Talstmi 30 877 • ViCtalstími 3—6 ©. h. Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Office Phone Res. Phone 94 762 • 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEJDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p m. and by appointment DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimaslmi 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 40 6 TORONTO GEN. TRC8T8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. lslenzkur lyfsalt Fólk getur pantaB meBul og annaC meC pðsti. Fljðt afgreiBsla. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaBur sá beatl. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Ulei/ers Studios (argetl PMoifctwhicOioattijaitmTk Canmt OtfanijaUmJk Ctutmm otre Dame- HALDOR HALDORSON hyggingaineistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 J. J. SWANSON &. CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgo, bffreiðaábyrgC, o. s. frv. Phone 97 538 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St. Slmi #8 291 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm slundvíslega afgreldd m ROSERY m, Stofnað 1906 427 Portage Ave. Simi 97 466 Winnipeg. Phone 49 469 Radio Servlce Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. Ai Man. Dlr. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slmi 95 227 Wholasale Distributors of FREBH AND FROZEN FIBH 6UNDRY & PYMORE LTB. British Quality — Fish Nettla* 60 VICTORIA STREBT Phone 98 211 vVInnlpeg Hanager, T. R. THORYALDBOM ifour patronage wlU b* ippreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. 1. H. Page, Managing Diractor Wholesale Distributors of Fresh and Frozen F1»h. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla I he'.ldsölu með nýjan og froslnn flsk. 303 OWENA ST. Skrlfatofuslml 25 355 Helmaslml 55 463 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES ITNANCE CORP. LTD. Licensed Lenders Established 1929 408 Time Bldg. Phone 21 439

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.