Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAI, 1947 --------logberg---------------------- Oeflö út hvem flmtuda.gr af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 1 'argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG !95 Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögrberg-” ia printed and published by The Columbia Prees, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnipegr, Manitoba, Canada Authorized as-Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. . PHONE 21 804 Þungur róður en ekki vonlaus Fjórveldafundinum í Moskvu sleit síð- astliðinn föstudag, án þess að til fullra úrslita kæmi um nokkur þau megin mál, er tekin voru til meðferðar, og kom þetta í rauninni engum á óvart; fundurinn hófst þ. 10. marz síðastliðinn og hafði það hlutverk fyrst og fremst með hönd- um, að reyna að komast niður á fastan grundvöll varðandi friðarsamninga við Austurríki og Þýzkaland; þetta lánað- ist ekki, nema þá helzt að því leyti til sem aðiljum er það nú ljósara en áður, hvað í rauninni á milli ber, og er það út af fyrir sig, engan veginn smávægilegt atriði. Það kemur ekki flatt upp á nokkurn mann, þótt lítið yrði ágengt varðandi friðarsamninga við Þýzkaland á þessu stigi málsins, því úr v.öndu var að ráða; yfir Þýzkalandi í rústum ráða nú fjórir aðiljar með mismunandi starfsaðferðir og mismunandi skoðanir á því, hvernig þýzku þjóðinni verði hyggilegast og tryggilegast stjórnað í framtíðinni, þannig, að henni reynist ókleift að stofna til árásarhernaðar á ný með heimsdrotnun fyrir augum; allir vilja, af skiljanlegum ástæðum fá eitthvað fyrir snúð sinn og snældu, eitthvað, sem munar um; en er til þess kom að ræða um upphæðir og aðferðir við innheimtu, skapaðist elfur, sem örðugt reyndist að brúa. Rússar voru engan veginn smá- tækir í skaðabótakröfum sínum á hend- uT* Þjóðverjum; þeir kröfðust 10 biljón dollara í skaðabótum og lögðu á það ríka áherzlu að sú upphæð yrði skilyrðislaust að greiðast af núverandl framleiðslu Þýzkalands; þessu voru sendifulltrúar Breta og Bandaríkja með öllu andvígir og töldu skaðabótaupphæðina fremur bygða á slumpareikningi en íhuguðum staðreyndum, auk þess sem hitt væri miklu nærtækara og sanngjarnara, að Þjóðverjum yrði fyrst af öllu dæmt að greiða af yfirstandandi framleiðslu, andvirði þess matar, klæðnaðar og að- hlynningar, er bandamenn hefðu látið þeim í té til þess að halda í þeim lífinu; . greiðslur aðal-skaðabótakrafanna yrðu að bíða betri byrjar, eða þar til gleggri heildarsýn hefði fengist yfir viðhorf málsins frá öllum hliðum; þetta sýndist sanngjarnt, viturlegt og mannúðlegt, en þó hafði það engin minstu áhrif á Molo- tov hinn rússneska, er tíðum lét í veðri vaka, að í rauninni hefði engum veru- lega blætt nema Rússanum, og þess vegna ættu kröfur þeirra að sitja í fyrir- rúmi; vitaskuld var árás Þjóðverja á Rússland um alt hin svívirðilegasta og vitaskuld blæddi Rússanum mikið, en slíkt hefir enginn útmálað á öfgafyllri hátt en Molotov, er hann, sællar minn- ingar, lét sér þau orð um munn fara, að rússneska þjóðin hefði í síðustu styrjöld úthelt meira blóði, en vatnsmagnið í öll- um ám og fljótum í Canada næmi til samans! Vert er að þess sé getið, að fram um elleftu stundu, eða í raun og veru fram í lok fjórveldafundarins.. kröfðust Rúss- ar þess, að fá í sínar hendur vissan skerf, vafalaust bróðurhlutann, af öll- um þýzkum eignum í Austurríki; ekki fengu þeir þó kröfu sinni í þá átt fram- gengt, og fór þá svo fyrir harðfylgi brezka utanríkisráðherrans, Mr. Bevins, að Molotov slakaði til, að gagnger könn- un á innstæðum og heildareignum Þjóð- verja í Austurríki skyldi fara fram, og niðurstöðurnar lagðar fyrir framhalds- fund viðkomandi fjögurra stórvelda, er ákveðið var að saman kæmi í London í nóvembermánuði næstkomandi. Sínum augum lítur hver á silfrið, segir hið fornkveðna, og þetta kemur berlega í ljós þá um það er rætt, hvers konar stjórnskipulag Þjóðverjum henti bezt, og tryggi jafnframt bezt heimsfrið- inn í framtíðinni. Molotov vill þröngva upp á þýzku þjóðina “sterkri miðstjórn”, er vafalaust skuli sniðin eftii rússnesk- um, hernaðarlegum einræðisreglum, en Vesturveldin eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar, að viturlegra sé og heilla- vænlegra fyrir alla aðilja, að stofnað verði á Þýzkalandi til fylkjasambands með líkum hætti og viðgengst í Canada, því með því séu meiri líkur til, að takast megi að kveða fyr niður hinn þýzka ofurmensku og ofbeldis anda, en á nokkurn annan veg; það sýnist nú í rauninni ekki neitt sérstaklegt vanda- mál, hvora leiðina beri að velja, því ekki var Þýzkalandi komið á kné með það fyrir augum, að þar yrði endurreist við fyrstu hentugleika hernaðarlegt ein- veldi. Sá maðurinn, sem að öllu athuguðu, lagðistf þyngst á árar á áminstum f jór- veldafundi, var Mr. Bevin, enda er hann enginif nýgræðingur á vettvangi stjórn- málanna; hinn nýi utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, Mr. Marshall, gat líka verið harður í horn að taka, ef því var að skifta; og ekki er óhugsandi, að fund- urinn hafi að einhverju leyti fært Molo- tov heim sanninn um það, að hernaðar- legri einræðisstefnu Rússa verði litlu betur fagnað þegar alt kemur til alls, en öð'rum hliðstæðum yfirgangsstefnum, hvaða nöfnum sem þær nefndust eða nefnast. Minningabrot úr ísiandsíörinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Hofteigur var miðstöð okkar þann tíma, sem við dvöldum á Jökuldalnum; dagarnir liðu fljótt og voru hver öðrum yndislegri. Sigurjón bróðir minn var jafnan með okkur; kona hans var í Reykjavík hjá tveimur sonum þeirra, og hið sama var að segja um hina tengda- systur mína, konu Gunnars, hún var líka í heimsókn hjá börnum sínum fyrir sunnan, og eg hitti þær ekki fyr en við komum úr Austurlandsförinni . til Reykjavíkur; við skyldmennin sátum veizlu mikla á Fossvöllum, en þar býr nú stórbúi bróðursonur minn, Ragnar Gunnarsson og frú hans Sigríður; þau eignuðust þríburadætur fyrir nokkrum árum, og þótti okkur gaman að kynnast þessum frjálslegu og lífsglöðu telpu- hnokkum. Fossvelli má telja til hinna meiri- háttar bújarða austanlands og hafa þeir komið mjög við sögu Austfirðinga; þar voru lengi haldin framtalsþing og þar var kjörstaður til margra ár; eg hafði nokkrum sinnum komið þangað áður og jafnan þótt þar fagurt um að litast; en nú fanst mér, án þess þó að geta gert mér fyrir því verulega glögga grein, um- hverfið fegurra og tilkomumeira en nokkru sinni fyr; nú var eg. eins og vita- skuld annarsstaðar á ferðalaginu, gest- ur heima, og sá flest með gestsauga. Eg kom auga á hvítmáluð hús með rauðum dreglum niður með ánni og spurði Ragnar frænda hvað húsa það væri, og svaraði hann mér því til, að þetta væri slátrunarhús, er Kaupfélag Héraðsbúa hefði látið reisa; margra daga f járrekstrar til kaupstaða á haust- in, eru nú úr sögunni; nú er slátrað þarna á haustin fé svo mörgum þúsund- um skiptir og afurðir fluttar á stórum flutningabílum ýmist á .Seyðisfjörð eða Reyðarfjörð, einkum þó til hins síðar- nefnda kaupstaðar; hefir þessi ný- breytni, að því er mér var sagt, orðið bú- endum í nærliggjandi bygðarlögum til mikilvægra hagsbóta. Á laugardagskvöldið, sem við dvöld- um í fagradal endurminninga minna, var okkur hjónunum boðið á skemti- samkomu á Skjöldólfsstöðum; grunaði okkur að þar myndi verða harla gest- kvæmt, því mannreið var mikil um alt héraðið, eins og getur í fornum sögum, allan liðlangan daginn; og það var held- ur ekki um að villast, að svo yrði, er á staðinn kom, því eftir því sem eg bezt veit, hafði hópast saman á Skjöldólfs- stöðum mannsöfnuður, er numið mun hafa nálægt fjórum hundruðum; þar var saman komið fólk af flestum bæjum Jökuldalsins, Jökulsárhlíð, Hróars- tungu, Eliðaþinghá, Fljótsdal og Fellum og eitthvað úr Vopnafirði; vitaskuld þekti eg ekki persónulega nándarnærri alt þetta blessað fólk, sem var svo hlýtt og elskulegt í viðmóti, en um ættir flestra var mér þó að einhverju leyti kunnugt; þarna hafði ný, frjálsmann- leg kynslóð haslað sér völl. og þarna var eg langtum frændfleiri, en eg í fyrstu hafði gert mér í hugarlund; margt unga fólkið þekti eg undir eins af ættar- % FRÁ FISKIMÁLARÁÐI CANADA (Ottawa 25. apríl 1947) Á öðrum ársfimdi fiskimála- ráðs Canada, sem lokið var hér í gær, voru þeir G. F. Jónasson, Keystone Fisheries Limited og T. B. Collins, Booth Fisheries Limited, báðir frá Winnipeg, kosnir í meðráðanefnd, sem máls- svarar fiskiveiðasamtakanna í Sléttufylkjunum. Mr. Jónasson, er sæti átti í yfirstjórninni í fyrra, var endurkosinn í þá stöðu. Fundinn sóttu yfir fimtíu erindrekar og samstarfsmenn frá hinum níu fylkjum; kom þar meðal annars til umræðu mikil- vægt málefni, er laut að gagn- breytingu Atlantic, Inland og Pacific Fisheries frá stríðs- til friðartíma starfrækslu. í viðbót við þá Mr. Jónasson og svipnum og þurfti aðeins að spyrja það að heiti; eg held að allir, jafnt ungir sem aldnir, hafi boðið okkur hjónin innilega velkom- in heim; handtökin voru hlý og ávörpin ástúðleg; mér hitnaði um hjartaræt- ur, er ung og fögur stúlka, dóttir Jóns heitins Snædal frá Eiríksstöðum, kom til mín og sagði við mig eitt- hvað á þessa leið: “Vertu hjartanlega velkominn, EJinar, heim í bygðina okk- ar, bygðina þína; nú vildi eg að pabbi minn hefði ver- ið með okkur.” Kvöldstundin á Skjöld- ólfsstöðum vakti hjá mér margar ljúfar, nokkrar sársaukablandnar, en um fram alt, viðkvæmar end- urminningar, er þeir einir til fullnustu skilja, sem eftir langa útivist koma heim í faðm æskustöðva og vina. Frú Elín Maack kona Vilhjálms Snædal stýrði skemtiskrá, og fagnaði okkur hjónum með yndis- lega fallegri ræðu; frú Elín er tíguleg kona og vel til foringja fallin; eg kom alla leið sunnan úr Reykjavík sumarið 1908 til þess að sitja brúðkaup þeirra frú Elínar og Vilhjálms, sem haldið var á EXríksstöðum með slíkri viðhöfn, er seint fyrnist yfir í sögu Austfirð- inga; eg veit fyrir víst, að konan mín hneikslaðist ekki á Vþví, þó frú Eiín í votta viðurvist, byði mig velkominn með kossi. — Á g æ t u r söngflokkur skemti á samkomunni, er vakti mikla hrifningu; þetta voru tærar Aust- fjarðaraddir, studdar af fimbulbassa Jökulsúr á Dal; eg gleymdi mér á augna- blikinu, og sál mín rann í eitt við heimatóna bernsku- stöðva minna Við hjónin ávörpuðum bæði samkomugesti, þökk- uðum ástúðlegar og hjarta- heitar viðtökur, og báðum Jökuldalnum, bygðinni okk- ar beggja, blessunar guðs. Á Skjöldólfsstöðum er margt breytt frá því, sem áður var; nú er meðal ann- ars búið að reisa þar vegleg an heimavistarskóla fyrir börn; er byggingin úr stein- steypu og stendur vestan vert Garðár; þessi stór- bygging setur mikilúðugan svip á Skjöldólfsstaða heimilið, sem þó var jafn- an auðugt að menningar- brag. Gnótt var veitinga á Skjöldólfsstöðum þetta á- minsta kvöld, og dans stig- inn þangað til albjart var af degi; við hjónin gistum þarna um nóttina, eða það, sem eftir var nætur, því klukkan var nálega fjögur, er við gengum til hvílu. —Framh. Mr. Collins, mættu einnig á fund- inum fyrir hönd Sléttufylkjanna G. H. Streuber, H. E. Erickson, Winnipeg, og Leonard Waite frá Big River, Saskatchewan. A. M. Shinbane, K C. frá Winnipeg, sótti fundinn, sem lögfræðilegur ráðunautur Sléttufylkjasamtak- anna. Horfurnar varðandi fiskiðnað- inn í Mið-Vesturlandinu voru teknar til alvarlegrar íhugunar, og fram á það farið, að sam- bandsstjórn hrindi í framkvæmd The Fisheries Prices Support lög- unum. Mr. Jónasson hélt því fram á fundinum, að fiskimenn Sléttufylkjanna verðskulduðu stöðuga atvinnu og sanngjarnan arð iðju sinnar, á hliðstæðum grundvelli við landbúnaðinn; hann mælti með því, að sá fjár- hagsstuðningur, er áminst lög- gjöf gerir ráð fyrir og stjórnað verður af þar til kjörinni nefnd, yrði eigi einskorðaður við stuðn- ing við megin framleiðendur, heldur einnig með það fyrir aug- um, að auka heima fyrir neyzlu fiskafurða; hann sagði ennfrem- ur, að eins og nú hagaði til, næmi fiskneyzla á mann árlega í Canada 8V2 pundi, en með víð- tækri fræðslustarfsemi mætti auka slíka neyzlu upp í 13 pund, framleiðendum og neytendum jafnt til hagnaðar. í ræðu, sem G. H. Streuber, skrifari fiskiveiðasamtaka Sléttu fylkjanna flutti á fundinum, hvatti hann þessa iðnaðargrein til allrar hugsanlegrar vöruvönd- unar til innanlands neyzlu jafnt sem útflutnings. W. Stanley Lee, Halifax, var kjörinn forseti yfir tímabilið 1947-48, en Olive Planta, Ottawa, endurkosinn í skrifarastöðu. •f -f ♦ SKIPSSKAÐI í geisilegum stórsjó, sem skóf um strendur Bretlands í fyrri viku, fórst olíuflutningaskipið Samtampa, 7,000 smálestir að stærð, og þykir nú sýnt, að öll áhöfnin, 42 menn, hafi týnt lífi; vindhraðinn var 86 mílur á klukkutímanum. GAMAN 0G ALVARA Eftirfarandi frásögn bendir til þess, að fólk sofi fast í hinni mjög auglýstu sólskinsveðráttu í Florida. Þjófur læddist inn í svefnherbergi manns nokkurs, Johnsons að nafni, og stal 10 doll- urum og marghleypu, sem geymt var milli rúmdýnanna, sem mað- urinn svaf á. •f Sölumaður nokkur var að reyna að fá bónda til að kaupa reiðhjól. Bóndinn: “Eg vil held- ur eyða peningum mínum fyrir kú.” “En sjáðu til,” sagði sölumað- urinn, “það væri bjánalegt af þér að láta sjá þig ríðandi á kú um allan bæinn.” Bóndinn: “Ekki nærri eins bjánalegt, eins og að láta sjá mig mjólka reiðhjól.” •f “Seztu niður,” sagði maður við son sinn, sem honum þótti bald- inn. “Nei ” “Stattu þá — eg vil, að þú hlýð- ir mér.” ♦ \ Svo vildi til í bænum Albany í Bandaríkjunum, að Stanley 911ison, 16 ára gamall piltur, sem var akandi á bifhjóli, rakst á járnbrautarlest. Tveir vagnar lestarinnar fóru út af teinunum, en piltinn sakaði ekki. •f Maður nokkur í Chicago, Frank Brown að nafni, kom hetjulega fram, en það varð honum nokkuð SÍEDTIME o/tlcC HARVEST .W Bjr Dr. F. J. GREANEY,^1 Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba. Grasshopper and Sawfly Warnings Forecasts, made by Dominion entomologists and provincial field crop officials, indicate that crop losses from grasshoppers and wheat stem sawflies are like- ly to be heavy this year in the southern and central portions of Alberta and Saskatchewan. Farmers in these areas are urged to make full use of the following officially recommended “Control Measures”. Grasshopper Conirol (1) Use poison bait early before any serious outbreaks get underway. (2) Keep a close watch on field margins, roadsides, ditches, etc.} for concentrations of young grasshopp>ers. Poison the savages! (3) Repeat baiting as needed for crop protection. (4) Use good, clean summerfallow methods. (5) Shallow cultivate all stubble (not deeper than 2 inches), par- ticularly' field margins, as early as possible this Spring. (6) Re- member that early and timely baiting is exceedingly important in grasshopper control. Wheaí Síem Sawfly Conírol. Crop losses from sawfly damage in 1947 are likely to be heavy in central and south-western Sas- katchewan and in certain dis- tricts of south-central Alberta unless the following effective control measures are exercised. (1) Use sawfly traps. Seed a strip or two of early wheat in last year’s wheat stubble. Destroy these wheat strips not later than the first week of July. (2) Do not seed wheat on wheat stubble. (3)Plant resistant crops such as oats, barley and flax. (4) Delay seeding wheat as long as pos- sible — preferably until after May 15th. (5) In no case should the main wheat crop be seeded before the wheat in the sawfly strips has appeared above ground. (6) Remember that very shallow, early spring tillage is effective in controlling both saw- flies and grasshoppers. For further information see your Agricultural Representa- tive, or write to the Dominion Entomological Laboratory at Lethbridge, Saskatoon, or Bran- don. Gefið lil Sunrise Lutheran Qamp— Mrs. Kristian J. Backman, $10.00; Mrs. Steinunn Valgarðs- son, Hnausa P.O., Man., $5.00; Mr. og Mrs. B. J. Lifman, Arborg, í minningu um Mrs. Ólínu Theo- doru Erlendson, frá Hálandi við Arborg, $5.00. Meðtekið með innilegu þakklæti, Clara Finnsson, 505 Beverley St. ýrt. Hann tapaði nefnilega eski sínu með 400 dollurum (um 400 krónum), er hann bjargaði remur drengjum frá drukknun, egar heimatilbúnum bát þeirra volfdi úti á Michigan-vatninu. Maja við Möggu: “Heyrðir þú m, hve óttasleginn Georg var á rúðkaupsdegi sínum.” “Ó, já, eg var þar. Eg sá hana.” Öll egg innihalda 90% af vatni. The Swon Manufocturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIF Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.