Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL # J. J. BÍLDFELL, þýddi. 1. KAPÍTULI í fylling lífsins Sólin baðaði haf og hauður og djúp þögn hvíldi yfir í náttúrunni um mið- sumarskeið. Dimmblár snjórinn í fjörð- unum er lágu langt fyrir neðan fjall- veginn sem vatt sig í bugðum eftir f jalls hlíðunum, var sléttur eins og spegil- gler, og það bærðist ekki eitt lauf á grenitrjánum sem klæddu hlíðar fjall- anna. Það var eins og að öll náttúran hvíldist í ró og helgum júní-friði og þögnin var djúp eins og þögn næturinn- ar, þegar stjörnurnar glitra í himin- hvolfinu, og hver einasti vindblær hefir felt vængi að síðum sér og sefur. John Stent, sem var á ferð, akandi eftir fjallveginum í þessu dásamlega veðri, ásamt ungri konu sem hann var ný-giftur, og var í huga sér að bera sam- an sumarið, við sitt eigið líf, að hvoru tveggja hafi náð hámarki sínu, og var ekki laust við, að hugsunin gerði hann angurværann. Hann gat ekki hrundið þeirri tilfinningu úr huga sér, að hann mundi aldrei aftur lifa slíka stund. Eftir margra ára stríð og strit, í stærstu og hávaðamestu verzlunarborg heimsins, veittist honum nú loks næöi til að njóta góða lífsins, en hann hafði biðið lengi eftir því; hann var nú orðinn við aldur, og lífið er stutt þegar bezt lætur og honum fanst að samkvæmt eðlilegum lögum náttúrunnar, að hann mundi ekki geta notið þeirra gæða lengi. Hann gat aðeins vonað,*að það sem eftir kynni að vera, yrði honum unaðsríkt. Hann vaknaði upp af þessum dag- draumi sínum og leit hýrum augum til konu sinnar. Hún var engilbjört álit- um, prýðilega búin í hvítann kjól úr dýru efni, með fellingum, og hvítan hatt á höfði, borðalagðann, með linum börðum, sem slúttu niður, og settum róshnöppum sem hendur meistarans hafði fjallað um. íessi engilbjarta kona var að hugsa um það mótlæti, að öll þessi fegurð hennar og prýði, skyldi þurfa að hverfa í hinni risavöxnu og hrikalegu náttúru Noregs, þar sem enginn virtist að veita henni eftirtekt, nema einstaka augna- sljóir, norskir bændur, og eiginmað- urinn hennar, sem hún eftir þriggja vikna sambúð með; var nú farin að hálf þreytast á. Þögnin var líka þreytandi og einangrunin í þessu broshýra landi. Mable Stent var ekki frásneydd því að geta metið náttúrufegurð, en hún hafði séð svo mikið af dölum, fjöllum og foss- um upp á síðkastið að hún var búin að fá-fylli sína á*slíku. Ó, að eg væri komin til Parísar borg- ar þó ekki væri nema eina klukkustund” hugsaði hún um leið og hún leit með tregðu á fjörð er framundan þeim lá og maður hennar vildi fá hana til að dást að. — Vesalings John, hann var brjóstum kennanlegur fyrir það hve lítilsigldur að hann var. Aðdáun hans var jöfn á öllu. Allt var “fagurt” “stórkostlegt” og “mikilfengt”. Nú jæja! Svo var í raun- inn alt sem fyrir augum bar þarna; en þegar menn eru gengnir úr skugga um, að svo sé, þá má það liggja á milli hluta, en er óþarft að vera alltaf að stagast á því. Mable Stent leit ólundarlega yfir út sýnið, og frá því, á hinn alþýðlega og ráð vandlega mann sinn, og þessi óheiðar- lega hugsun braust fram í huga hennar. “Eg gæti verið ánægð hér, og unað mér með honum Willie.” Hún reyndi til að reka hugsunina um Willie burt úr huga sér. Hún var gift kona og vissi að henni bar að ynna af- hendi skyldur þar sem þeirri stöðu fylgdu, og að hún yrði að leggja haft á hugsanir sínar. En sambúðin við eigin manninn var þreytandi fyrir hana og svo hafði Willie Montrose sem var aðil- borinn, laglegur og karlmannlegur, en ekta slæpingur verið trúlofaður henni í meira en ár þegar að hún sleit tryggð- um við hann, til þess að giftast John Stent, sem var miljóna mæringur, er rutt hafði braut sína sjálfur og var eig- andi að Breiðavatns, Kastalanum og Breiðavatnslendunum. Lengst ofan í dalnum fyrir neðan veginn sá Mable mann við stangar veiði, í á, sem þar rann, og bendi athygli sinni að honum, því veiði skapur hefði einmitt verið upp á halds iðn Willie þegar að hann hafði ekki eitthvað sem var enn óþarfara fyrir stafni, svo hún misti algjörlega þráðinn í tali hins hvers dagslega og óskemti- lega skrafi manns síns. “Hvert ætlaði hr. Mulready að fara?” spurði hún hvat skeytislega og áður en maður hennar gat lokið við það sem hann var að segja. Það hafði verið dálítil misklíð á milli hjónanna í 3ju viku hveitibrauðsdaga- reisu þeirra einmitt út úr honum. Mul- ready var framsækinn lögfræðingur, af gyðinga ætt eins andlits svipur hans bar með sér, óheflaður og nokkuð aðsúgs- mikill sem John Stent hafði tekið ást- fóstri við af einhverjum ástæðum. Hann ♦ hafði haft einhver lögfræðistörf í Lund- únum á höndum fyrir milljónamæring- inn, og fundum þeirra hafði borið óvænt saman í Bergen, og John Stent boðið honum með sér til Þrándheims á listiskipinu Eygnet, sem miljónaeig- andinn hafði leigt til þessarar skemti- ferðar sinnar. Hann átti eitthvað óum- talað við hann, um atriði er þeirra fór á milli. Frú Stent hafði verið þessu mótfall- in í fyrstu, mest megnis fyrir þá sök að hún var mjög vandlát með ferðafélaga sína og nærvera hr. Mulready’s var henni mjög á móti skapi, án þess þó, að hún gæti nokkuð sett út á hann annað en að hann væri í gulröndóttri skyrtu og Lundúnamálisku hans, og í þriðja lagi var henni áhugamál um að sýna, að vilji hennar væri gildandi lög, en hún komst brátt að þeirri niðurstöðu, að slíkt var henni ofraun. John Stent hafði verið ákveðinn einvaldsmaður yfir mönnum sínum, og hann var ákveðinn og einarður. Hr. Mulready hafði farið með þeim til Þrándheims, og frú Stent varð að sætta sig við ósigur sinn. “Hvert fór hr. Mulready?” endurtók hr. Stent. “Eg held að hann hafi ætlað sér að skoða sig um í nokkra daga, eftir að hann var búinn að ljúka erindi sínu í Þrándheimi. En eftir á að hyggja, Mable. Eg sé eftir að ég var svo hvass- yrtur áðan, þegar að við vorum að tala um Mulready”. Útlit John Stent var eins og útlit iðr- andi syndara, er hann sagði þetta. — Hann var í huga sér að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig hann hefði dyrfst að ávíta aðra eins engilpersónu og hann trúði að Mable væri. Frú Stent var dauðhrædd um að hann mundi fara að sýna sér ástarat- lot og til að koma í veg fyrir það, flýtti hún sér að segja: “Þú hefir ekkert til að ásaka þig um. Við skulum ekki minnast á þetta meir”. En hitinn, rykið og deyfðin hafði komið henni í illt skap, og andúðin í viðmóti hennar gat ekki farið fram hjá manni hennar. “Mér þykir sannarlega fyrir að ég skyldi sýna Mulready þennan smá kurteisisvott, ef hann hefir orðið til að ergja þig”, sagði hann. “En hann gerir okkur engin óþægindi til lengdar, og í sannleika þá er hann allra virðingaverð asti maður. Eg er búinn að lifa nokkuð mörg ár í heiminum, Mable, og ég held að ég megi stæra mig af því. að vera sæmilegur mannþekkjari. Eg er Eng- lendingur að sönnu, en lengst af ævi minnar hefi ég átt heima í lýðræðis- landi, þar sem menn eru metnir eftir þeirra eigin verðleikum, og þar sem að menn láta sér standa á sama um, hvort forfeðurnir voru riddarar eða lítilmót- legir verkamenn. Mulready er einn þeirra ungu manna sem mér líkar við. Maður, sem er að berjast áfram og upp á við, eins og ég varð að gera, þeg- ar að ég var á hans aldri. Eg ber virð- ingu fyrir hæfileikum og tápi, og svo eru það nú aldrei fötin sem gera menn að mönnum.” Frú Stent sárnaði slíkt hversdags- hjal, en stilti sig og sagði: “Eg er þér alveg sammála”; en hugur hennar dvaldist aftur við manninn, sem þó hann væri klæddur hinum auðvirði- legustu lurfum, yrði ávalt mannborlegri heldur en hr. Mulready, hvað spjátr- unglega sem hann væri búinn, og aftur þrengdi sú hugsun sér fram í huga hennar, að hún gæti búið lánsömu lífi með Willie. Þau færðust hærra og hærra upp eftir fjallshlíðinni, og sólroðið umhverfið varð æ líkara litríkri málvél í augum frú Stent og hinar sí þvingandi áminn- ingar manns hennar um að alt væri svo “mikilfengt og dásamlegt”, að hún nærri ærðist út af ergelsi og ímigust. Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta væri hitanum að kenna, að sér væri ilt, að þungi miðdags þagnarinnar hefði áhrif á taugarnar og gerði þær óstyrkar; en hún komst ekki fram hjá þeirri vitund, að það var nærvera John Stent sem var hinn beizki dropi í bikar hennar. Þau voru illa saman valin — hún skildi það nú og skildi líka að það hefði verið heimskulegt að hugsa að auðurinn myndi gera hana ham- ingjusama. Hún hugsaði um framtíðar líf sitt og sá í huga sér það liggja inn í skuggagöng lífsins, og þar við hlið sér John Stent gamlan, sí malandi. venju bundinn, áminnandi, hótfyndinn, og valdbjóðandi. “Ef ég hefði getað eignast pening- ana og fengið að ráða mér sjálf”, hugs- aði frú Stent, “þá hefði ég getað verið ánægð. Og hversu miklu góðu hefði ég þá ekki getað komið til leiðar! Og þá hefði ég máske getað endurreist vesal- inginn hann Willie Montrose!” Willie aftur! Hvers vegna þurfti hann að vera að þrengja sér fram í huga hennar? Hún hafði breytt lúga- lega gagnvart honum, þegar að hún brá heiti sínu við hann til að krækja í auð- ugann mann, enda þótt að faðir henn- ar, séra Anastasíus Milloghby, hefði aldrei gefið samþykki sitt til þess, að hún giftist úrkastinu úr aðalsfjölskyldu, sem sjálf hafði engum dygðum að miðla. En hún var nú orðin tuttugu og fjögra ára og því nógu gömul til að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hún hefði átt að halda trygð við Willie. Þrekvaxni, norski hesturinn þramm- aði áfram upp hlíðarbrautina sem var svo mjó, að það var aðeins rúm fyrir kerruna, en öðru megin, þeim meginn sem að dalnum vissi, var snarbratt hengi-flng alla leið ofan í dalinn. Frú Stent leit ofan í dalinn og sá mann vera við veiðar í ánni sem rann eftir dalnum, 'og öfundaði hann af ró einverunnar og hinum viðfeldna nið árinnar, sem þó , ekki náði til eyrna hennar. “Eg ætla að ganga dálítinn spöl”, sagði hún, því hún gat ekki lengur þol- að aðdáun manns síns á útsýninu, og sté út úr vagninum. Vesalings John Stent! Hann hafði verið svo önnum kafinn við að græða þeninga alla sína æfi, að hann hafði ekki fundisj; að hann mætti vera að, að taka sér frístundir frá því. Það var ekki fyr en nýlega, að hann hafði vaknað til meðvitundar um, að heimurinn hefði ósegjanlega mikið af fegurð að bjóða, og það væri fleira, sem eftirtektavert væri fyrir mennina, en verðbréf, eigna- bréf og fasteignir. Aðdáun þessa auð- uga manns á fegurð náttúrunnar var blönduð viðkvæmnisþrungnum söknuði. Hann sat í vagninum hljóður og horfði hugfanginn á hina töfrandi náttúru- mynd, sem við augum hans blasti og sólin gylti. Mamble týndi nokkur blóm sem við veginn uxu, og var að hugsa um, hvort hún mundi verða nokkuð hamingjusamari þegar að hún væri búin að koma sér fyrir og orðin bústýra í Breiðavatns-kastalanum, hinu mikla heimili sem að John Stent hafði keypt fyrir fimm árum, og þar sem heimili föður hennar stóð skamt frá og hún sjálf var alin upp á æskuárum sínum hafði hana dreymt um að verða ein- hverntíma húsmóðirin á hinu mikla Breiðavatns-kastala, heimilishúsmóðir í húsinu mikla, eins og það var vana- lega kallað af nágrönnunum, en saman við draum Mable var altaf ofin töfrá- mynd af aðalbornu glæsimenni sem þar átti að ríkja með henni, svo aðeins helmingur draums hennar hafði ræzt. Ofurlítið kvak heyrðist við og við úr grasinu við veginn. Að öðru leyti grúfði miðdagsþögnin yfir öllu. John Stent var að hugsa um dauð- ann. Hann hafði aldrei hræðst hann, á meðan að hann sótti fram í f jölmenn- inu, en nú, þegar hann hafði öðlast fyll- ing lífsins, og hafði nægann tíma til umhugsunar, þá gat hann ekki varist þess að hugsa um dauðann — gat ekki hjálpað því, að fara að hugsa um ,að hann væri orðinn gamall maður —- meira en sextíu ára, og að hann hefði ekki gefið sér tíma til að njóta þeirra beztu gæða sem lífið á, og getur veitt; þar til nú, að svolítill tími væri eftir fyrir hann að njóta þeirra. Það var þunglyndiskend í jafnvægi hugsana hans, sem máske stafaði frá hinum heilögu þagnar áhrifum náttúrunnar. “Eg held að eitthvað hafi bitið hest- inn. Hann er að verða svo órólegur!” kallaði John Stent til konu sinnar sem var lítinn spöl á veginum á undan. Frú Stent stansaði og sneri sér að hálfu leyti við. Hún sá að vagninn var út á brúninni á veginum sem að dalnum og hengifluginu vissi. Skyndilega, og að því er hún síðar sagði, án hugsunar, þá opnaði hún gulröndótta silki-sólhlíf hér um bil faðmslengd fyrir framan hestinn. óttakend aðvörun braust fram af vörum John Stent. Frúin rak upp angistaróp. “Náðu í beislið og reyndu að halda hestinum,” hrópaði John Stent ótta- sleginn. Hann stóð upp í vagninum og bjó sig til að stökkva út úr honum, þeg- ar hesturinn fór aftur á bak út á berg- brúnina. Frú Stent hljóðaði upp, hjól vagnsins öðru megin, voru komin út af bergbrún- inni. Hún sá mann sinn henda sér út úr vagninum, en um seinan, og vagninn, hesturinn og John Stent fóru fram af bergbrúninni og í opinn dauðann. Sólin helti heitum geislum sínum niður á veginn þar sem Mable Stent stóð, í engil-persónugerfi, með gulrönd- óttu sólhlífina yfir sér. Hún lokaði augunum. Þetta hlaut að vera draumur, og þegar að hún opnaði þau aftur, þá hlyti maður hennar að vera þarna á veginum og aka áfram í hægðum sínum eins og áður. “John!” hvíslaði hún, “John!” Mið- dagsþögnin var ægileg. Eftir litla bið skjögraði hún fram á bergbrúnina og leit með angistarhuga ofan fyrir, niður á flatlendið í dalnum. Langt fyrir neð- an sig sá hún, brotinn vagn og hest sem lá hreyfingarlaus í brotunum. Þar skammt frá lá mannslíkami, hreyf- ingarlaus. Með opnum munni og starandi aug- um, horfði Mable á þessa hreyfingar- lausu díla. Svo leit hún upp frá dal dauðans, og skildi, hvað komið hafði fyrir. Menn mæta dauða sínum á marg- víslegaann hátt. Gulröndótt sólhlíf og styggur hestur hafði orðið John Stent að fjörlesti. Frú Stent trúði vörmum svalanum sem loks lék léttur og þýður um hlíð- arnar fyrir því, að þetta hefði verið slys, og mitt í hræðslu hennar og sturlun út af þessum atburði, sem svo skyndilega bar að höndum, vaknaði í huga hennar meðvitundin um, að nú væri hún auðug og frjáls. Eftir litla stund kom hópur ferðamanna líka herbergið hennar á skipinu, eftir veginum undir umsjón leiðsögumanns, og sáu sér til mestu furðu, prúðbúna konu, standa á veginum, sem virtist vera utan við sig og óróleg. Ferðin til baka þangað sem lystiskip hennar var, fjölmennið og moldrykið, var henni næstum óþolandi, svo var lfka hergergið hennar á skipinu, eftir að hún kom um borð í það. Hún þráði að komast í burtu frá landi sorgarinnar. Hún var óvön að vera í námunda við dautt fólk og hið föla andlit manns hennar fylti huga hennar kvalafullum kvíða. Henni fanst, að sú hugarraun mundi minka, eða máske hverfa, ef hún kæmist heim til sín þar sem umhverfið var henni hugþekt. Þetta land með hrikalegu, dökku fjöllin og djúpu fjörð- unum, var sorgarinnar land. Hún þráði að f áað sjá hinar tilkomu minni engjar Englands. Svo eftir að ljúka erindi í Þrándheimi, sigldi Eygnet heim aftur með fánann dreginn í hálfa stöng, heim aftur með brúðgumann liðið lík, til greftrunar. í Þrándheimi er sönghöll sem sérstak lega er ætluð enskum söngmeisturum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.