Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 --------iosbers -— GMll ðt hvem flmtudjL* at THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 885 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utaji&skrtft rltstjörans: BDITOR LÖGBERQ Mt BtLTfnt Avo., Winnipeg, M&n Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON VerC $3.00 um árið—Borgist fyrirfram Th* "Lörberr’' ls prlnted and pubiished by Ths Columbta Preas, Limlted, 696 Sarrent Aranua. Wlnnlpe*. Manltoba, Canada Authorized as.S jcond Class Mail, Poet Office Dept., Ottawa. PHONB 11 t«4 Aldarminning hins mikla sálmaskálds Þann 1. febrúar síðastliðinn var lið- in öld frá fæðingu hins mikla og ástsæla sálmaskálds, séra Valdimars Briem vígslubiskups; var atburðarins minst í flestum kirkjum íslands þar sem veður- far eigi hamlaði guðsþjónustum; lítt afsakanleg vanræksla hefði það verið, ef aldarafmælið hefði legið með öllu í þagnargildi og ekkert verið aðhafst í virðingarskyni við minningu þessa and- lega höfðingja, er næst Hallgrími Pét- urssyni, hafði í hinum fögru sálmum og trúarljóðum sínum, sungið sig inn í vit- und og hjartalag þjóðarinnar, og veitt henni styrk á stundum hinna dýpstu sorga; það er hin trúarlega birta sem einkennir andleg ljóð séra Valdimars öðru fremur, og gerir þau ástsæl með heilii þjóð. Til sígildra sálma séra Valdimars, mun jafnan verða talinn sálmurinn “í fornöld á jörðu”, og “Eg horfi yfir haf- ið”, en þar haldast í hendur hið feg- ursta ljóðform og djúpstæð andagift. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigur- geir Sigurðsson, minnist séra Valdi- mars fagurlega í Kirkjublaðinu þann 2. þ. m., þar sem víða er komið við og’mörg sérkenni hins mikla kirkjuhöfðingja og ljóðskálds krufin til mergjar. Það lætur að vonum um jafn hjarta- hreinann mann og séra Valdimar var, að hann með árum og aldri yrði við- sýnn í trúmálum og fyndi til sársauka yfir helstefnum ýmissa stéttarbræðra sinna og annara samtíðarmanna; um þenna þátt sálarlífs séra Valdimars, farast Sigurgeiri biskupi þannig orð í áminstri minningargrein: “Ef til vill bar hann ekki sérlega af sem prédikari. En það var hlustað með með athygli á ræður hans; þær voru mildar og og fagrar og bjart yfir þeim eins og sálmum hans. Hann var víð- sýnn og frjálslyndur í trúarefnum og kom það berlega.fram í boðskap hans. í einni af jólahugvekjum sínum segir hann: “En hinir ströngu, sem hafa þá trú, að þótt Frelsarinn sé fæddur mönn- um, þá muni þó aðeins fáir hólpnir verða, allur fjöldinn muni eftir sem áð- ur glataður eilíflega. Hvernig geta þeir haft gleðileg jól, sem slíku trúa? Það getur verið erfitt að hugsa sér sanna jólagleði samfara slíkri trú, því að það hlýtur að skerða gleði hvers góðs manns, að vita öðrum líða illa þó hontim sjálfum líði vel, hvað þá, ef um óendanlegar kvalir er að ræða, ef til vill fjölda niannkynsins”. Séra Valdimar Briem var borinn í þennan heim að Grund í Eyjafirði þann 1. dag febrúarmánaðar árið 1948, sonur þeirra Ólafs timburmeistara Gunnlaugs sonar Briem og konu hans Dómhildar Þorsteinsdóttur, er þar bjuggu. Valdi- mar var ungur að aldri, er foreldra hans misti við, og fór hann þá í fóstur til föð- urbróður síns, séra Jóhanns Briem í Hruna; þaðan var hann settur til menta, lauk stúdentsprófi í Latínuskól- anum 1869, en tók embættispróf í guð- fræði við Prestaskólann 1812. Alli sína prestsskapartíð þjónaði hann söfnuð- um í Crnessýslu, við vaxandi virðingu og traust, og var jafnan kendur við Stóra-Núp; hann var kvæntur frænku sinni og fóstursystur Ólöfu Jóhanns- dóttur frá Hruna; þau eignuðust tvo sonu, og var annar þeirra séra Ólafur, um hríð aðstoðarprestur föður síns á Stóra-Núpi og síðar eftirmaður hans á staðnum. Séra Valdimar var mikill maður að vallarsýn og eftirminnilegur að hátt- prýði; “þótti mörgum, er hann sáu”, segir Sigurgeir biskup, “sem þar væri heilags manns ásýnd”. íhygiisverð ummæli um Byron Johnson Það er ekki langt síðan að íslending- urinn Byron Johnson tók við stjórnar- forustunni í British Columbia og þess vegna er heldur naumast við að búast, að hann hafi getað sýnt mikið af því, sem í honum býr; hann er nú svo að segja nýkominn heim úr viku heimsókn til Ottawa; fann Mr. King að máli og ýmsa aðra ráðherra og forustumenn Liberalflokksins; hann var fámáll og vildi ekkert láta hafa eftir í viðtali við blaðamenn; þó urðu menn engu að síð- ur varir við návist hans og sannfærðúst nokkurn veginn ábyggilega um það, að þar væri maður á ferð, sem vissi hvað hann vildi. Maclean’s Magazine, eitt allra vand- aðasta tímaritið, sem gefið er.út í þessu landi með hliðsjón af löggjöf, sem lengi hefir verið á döfinni varðandi aukið fé- lagslegt öryggi canadisku þjóðarinnar, kemst meðal annars þannig að orði: “Úrslit þessa mikla velferðarmáls, eru í raun og veru undir Mr. King sjálf- um komin; berjist hann fyrir framgangi málsins, hefir hann litla ástaéðu td að óttast andspyrnu af hálfu flokksbræðra sinna. En það er vitað að þeim fylkingar armi Liberalla, er telja að löggjöf um samfélagsöryggi þoli ekki lengri bið, hefir að minsta kosti bæzt einn nýliði þar sem í hlut á Byron Johnson forsæt- isráöherra British Columbia-fylkis. Mr. Johnson er auðugur byggingarmeistari, algerlega sjálfmentur maður, er ruddi sér braut á vettvangi stóriðjunnar með framsýni og frábæru vújaþreki; vinir Mr. Johnson halda því fram, að höfuð- ástæðan til þess að hann tók að gefa sig að opinberum málum, sé engin önn- ur en sú, hve ant hann láti sér um það, að almenningi verði trygð læknishjálp og öldruðu fólki viðunandi lífeyri; hann segir að sér sé ókleift að átta sig á því, hversvegna hið opinbera sætti sig við lægri öryggisgreiðslur, en mörg einka- félög, að meðtöldu hans eigin fyrirtæki; hann hefir haft margt fólk í þjónustu sinni, og sannfærst um hve miklu góðu einkafyrirtæki geti til vegar komið, eins og t. d. Blue Cross samtökin, sem greiða sjúkrahúsvist og læknishjálp fyrir þús- undir manna í British Columbia fylki, sé viturlega á haldið. Vitaskuld er Mr. Johnson það ljóst, að þó einkafyrirtækj- um í þessu vestlæga strandfylki hafi unnist nokkuð, þá verði þó á sínum tíma málið að verða lýst á alþjóðarvett vangi, þar sem sambandsstjórn verði ábyrg um megin framkvæmdir. Fyrir mörgum árum var að verki hér í Manitoba, stórmerkur og vitur íslend- ingur, Thomas H. Johnson dómsmála- ráðherra, er hafði djúptæk áhrif, eigi að eins á hag íbúanna í þessu fylki, held- ur og á löggjöf og velfarnan þjóðarinn- ar; það var hann er undirbjó og hratt í framkvæmd löggjöf um skaðabætur verkamanna; hann átti einnig frum- kvæði að löggjöfinni um ekknastyrk, löggjöf um sjálfvirku símastöðina og og margar aðrar endurbætur í þjóðfé- laginu. Thomas H. Johnson safnaðist til feðra sinna um aldur fram á svipuðtt reki og nafni hans, forsætisráðherrann í British Columbia. Hver veit nema, eins og gefið er í skyn í ofanskráðu greinarkorni, að á- hrifa Byrons Johnson eigi eftir allveru- lega að gæta í stórmálum hinnar cana- disku þjóðar og mun þá bjart verða um nafn hans í framtíðinni, þessari þjóð til blessunar og ættþjóð hans til sæmdar. Byron Johnson er ættaður frá Hrúta- firði; þar var alinn faðir hans Ólafur Johnson, en móður hans, Guðrún Arn- finnsdóttir, er ættuð úr Snæfellssýslu. > -»• > Hættulegir sjúkdómar Hjartasjúkdómar eru orsök fleiri dauðsfalla í Canada, en nokkur annar sjúkdómur. Síðustu skýrslur hafa leitt í ljós, að tvöfalt fleiri deyja úr þessum sjúkdóm en nokkrum öðrum — um 245 af hverju hundrað þúsund manns. — Krabbamein er anríar skaðvænasti sjúkdómurinn, en þó deyja helmingi færri úr honum en úr hjartasjúkdóm- um. Gegn þessum tveim sjúkdómum hafa vísindin enn ekki fundið óbrigðula vörn. Hinsveger er nú berklaveikin, sem áður fyr var svo útbreidd, í rénum, en aldrei má þó slá slöku við að beita öllum mögulegum varúðarráðstöfunum gegn þessum skæða óvin. Allir borgar- búar ættu að færa sér í nyt X-geisla skoðun þá, sem um þessar mundir fer fram í Winnipeg-borg. Á hundrað ára afmæli séra Valdimars Briem 0 Hátt við himinn gnæfir heilagt andans merki. Lofgjörð þaðan ljómar ljós frá skáldsins verki. Undir kærleiks krossi kirkju Guðs þú byggðir. Þar hlaut andinn þroskann: þínar fögru dygðir. Sjáum sigurmerkin sjálfum þér upp reistir; lesum þar og lærum ljóð, sem Guði treystum. Krýndi hugans heiminn höndin alvizkunnar, vígði þig og veitti vöxtinn trúarinnar. Sæðið Guðs þar greri, gróandinn útbreiðist arð í ljóðalínum líf sem aldrei eyðist. Æskan jafnt og ellin einnig gleði og sorgin að sér ljúfast laðar lífs þíns friðarborgin. Að mér hef ég andað ást frá brjósti þínu. Guðsmaðurinn góði gaf frá ríki sínu. Vinir Guðs sér velja Valdimars trúarljóðin. Auðlegðina erfir íslands kristna þjóðin. Þjóni Drottins þökkum, þökk í verki reynist. musterið Guðs mæta minning þín ei gleymist. Ingibjörg Goodman. Dánarfregn Mánudaginn 23. febrúar andað ist, eftir stutta legu á heimili sínu á Lundar, húsfreyjan Sig- ríður Borgfjörð. Hún var fædd 10. nóvember 1872, að Hofi, í Öræfum í Austur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Eiríkur Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir. Þau komu til Canada árið 1888, dvöldu á ýmsum stöðum, við Manitoba- vatn, síðast Lundar. Sigríður varð þá eftir á íslandi. Á stórbýlinu, Egilsstöðum á Völlum, í Suður-Múlasýslu kyntist hún Sigfúsi Sigfússyni frá Gilsárvalla-Hjálegu í Borgar- firði eystra. Þau tilheyrðu bæði starfsliði heimilisinS. Sá kunn- ingsskapur varð æfilangur. Þau giftust þar árið 1897, en voru þar áfram nokkur ár. Síðan fóru þau að hugsa til vesturferðar. Það varð niðurstaðan að hún færi til Canada, árið 1900 með tvo drengi þeirra, Sigfús og Gísla; en hann fór 1902 með elzta son þeirra, Eystein. Þegar vestur kom tóku þau nafnið Borgfjörð. Hér í Manitoba áttu þau fyrst eitt ár heima í Riverton síðan á ýmsum stöðum í grend við Mani- toba-vatn, meðal annars all- mörg ár. á Asham Point, og síðustu 15 árin í Lundar-bæ. Árið 1945 var þeim haldið veg- legt gullbrúðkaup, en þá höfðu þau verið 51 ár í hjónabandi. Fyrir 30 árum varð Mrs. Borg- fjörð fyrir meiðsli í fæti, sem varð svo slæmt, að fótinn varð að taka af. Þótt hún fengi hjálp af tilbúnum fæti, varð þetta henni til mikilla-erfiðleika. Ell- in flutti henni dvínandi krafta. Snemma í febrúar fékk hún slag, sem endurtók sig og leiddi hana að viðskilnaðarstundinni. Hún var jarðsungin, sunnu- daginn 29. febrúar, að viðstöddu fjölmenni. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti kveðjumálin í Lútersku kirkjunni á Lundar, en jarðað var í Lundar-grafreit. Eiginmaður hennar, 83 ára að aldri, lifir konu sína. Þau hjónin eignuðust 9 börn, og eru fjögur þeirra dáin: Sigfús, Gísli, Kristín og Anna. Á lífi eru: Eysteinn, kvæntur Láru Melsted, að Riverton, Man.; Rafn kell, kvæntur Bertha Delaronde, Campbell River, B. C.; Margrét, Mrs. McCarthy, Lundar; Sigur- jón, kvæntur Sigríði Sigurdson, Campbell River, B. C.; Anna, Mrs. Hallson, að Lundar. Barnabörnin eru * 23, og 1 barna-barna-barn. Bræður hennar á lífi eru: Jón í Winnipeg, annar Jón á Lundar, Rafnkell á Lundar, en Gísli bróðir, dó í Campbell River. Mrs. Borgfjörð var einstaklega vel látin, sannkristin kona, skyldurækin, velviljuð, hjálp- söm. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka, sérstaklega ljóð- mælum. Var hún sjálf hagmælt og túlkaði trúarhugsjónir í vel sömdum ljóðum. Listi af gefendum til íslenska elli heimilisins í Blaine Washing- ton, safnað af Þjóðræknisdeild- inni, "Vestri", Seattle, Wash. 18. nóvember, 1946, til 3. desember, 1947 Mr. og Mrs. Jón Magnusson, $50.00; Mr. og Mrs. J. J. Middal, $25.00; Mrs Bjorg Thordarson, $50.00; Mr. og Mrs. J. Karason, $15.00; Mr. og Mrs. Arni O. Anderson, $50.00; Mr. og Mrs. K. Thorsteinson, $25.00; Mr. og Mrs. S. L. Johnson, $50.00; Mr og Mrs. J. Gillis, $100.00; í minningu um Thordísi og Magnús-' Gíslason; Mr. og Mrs. Isak Johnson, $10.00; Mr. og Mrs. H. E Magnusson, $25.00; Mr. og Mrs. S. H. Chris- tianson, $100.00; Mr. og Mrs. Paul Olson, $10.00; Mr. C. V. Christianson $25,00; Mr. and Mrs. M. E. Brown $25,00; Mr. Gilbert Björnson $50,00; Miss Anna G. Björnson $10,00; Mr. and Mrs. J. A. Björnson $25,00; Mr. and Mrs. Chester Oddson $10,00; Mrs. Dyrfinna Thorfinnson $10,00; A friend $10,00; Mr. and Mrs. Oddie Hallson $25,00; Mrs. Thor unn Hafliðason $25,00; Mr. S. S. Thordarson $25,00; Miss Gunn- laug Thorlaksson $10,00; Mr. and Mrs. Th. Palmason $25,00; Mrs. Halldóra Smith $25,00; Mr. and Mrs. Gutti Olason $20,00; Mrs. Alfred Albert $25,00; Mr. and jyirs. J. H. Straumfjord $10,00 Mrs. Sigrun Runolfson $25,00 Mr. and Mrs.’Dennie Page $10,00 Mr. and Mrs. Gisli G. Arnason $200,00; Mr. and Mrs. J. A. Jo- hannson $50,00; Mrs. Eliztbet Ruher $5,00; Dr. S. T. Magnússon 25,00; Margaret and Melvin Wandrey $20,00; Mr. and Mrs. Grimsi Hallson $10,00; Mr. Jonas Tryggvi $10,00; Dr. Carl Tryggvi $25,00; Mrs. Sigurlaug Johnson $15,00; Mr. and Mrs. S. Sigurds- son, Calgary, Alberta, Canada $100,00; Mr. Theodore Samuelson $20,00; Mrs. Emma Goucher $25,00; Mr. and Mrs. A. S. Olson $10,00;' Mr. and Mrs. Dan C. George $5,00; Mr. and Mrs. Clark Goodman $5,00; Mr. and Mrs. Leslie Reed $20,00; Mr. and Mrs. Karl Frederick $25,00; Mr. and Mrs. Geo. Peterson and family $15,00; Mr. and Mrs. Robert Magnússon $5,00; Mr. and Mrs. Th. Toskey $15,00; Mr. and Mrs. Hannes Kristjánson $10,00; Mr. and Mrs. Björn Björnsson, í minningu um Helga og Berg Thorbergsson, $100,00; Rev. and Mvs. Harald S. Sigmar $25,00; Rúnólfur Marteinsson. I— Samtals $1640.00. Intportant to US 9 is mSBusmess) Ferðamannastraumur í Manitoba varðar YÐUR sjálf! Peningar ferðamanna í Manitoba verða öllum að gagni, jafnt bændum sem viðskiftafröipuðum. Ferðamannadollarinn stuðlar að því, að hjálpa yður til við skattgreiðslu. Já, ferðamannastraumurinn léttir undir með öllum. 1. Skrifið vinum yð- ar í United States og Canada — og hvetjið þá til sum- ardvalar í Mani- toba 1948. 2. Sendið nöfn og heimilisföng vina í U. S. til The Tra- vel Bureau. Við sendum þeim ó- keypis bæklinga. Nú er rétt að hefjast handa áður en vinir yðar gera aðrar ráðstafanir. Vegna þarfar Canada á amerískum dollurum er ferSa- maannastraumurinn aldrei mikilvægri en nú. Þér leyeiö vandamál Canada meS fjölgandi ferSamönnum f Manitoba. — .1 -I - --- --- — --- 'I - THE TRAVEL AND PUBLICITY BUREAU Dept. of Mines and Natural Resources 101 Legislative Building - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.