Lögberg - 01.09.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.09.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGT.NN, 1. SEPTEMBER, 1949 Hogberg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskri/t ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfrani The “Löyberg’' is printed and publiehed by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa VIÐSJÁR í FINNLANDI Eins og Lögberg vék að í fyrri viku, voru þá viðsjár nokkrar í Finnlandi vegna ískyggilegra verkfalla, er kommúnistar voru sakaðir um að vera valdir að, og er ástæðulaust að efast um að svo hafi verið, því áróður- inn hefir jafnan verið þeirra aðalvopn. Verkamannasamtök Finna telja eitthvað um þrjú hundruð þúsundir meðlima; stéttarfélag timburtekju- manna mun vera ein allra öflugasta stofnunin, og það var einmitt það félagið, sem fyrst reið á vaðið og stofn- aði til verkfalls. Eins og svo víða annars staðar, höfðu verkfalls- menn lagt niður vinnu vegna þess að þeir fengu eigi framgengt kröfum sínum um launahækkun, allra sízt án fullnægjandi fyrirvara; ríkisvaldið vildi koma ágrein ingsefnunum í gerðardóm, þar sem allir aðiljar nytu sömu aðstöðu; nokkrir hinna reyndari og gætnari verka lýðsforingja töldu það ráðlegast, að fallast á uppá- stungu stjórnarinnar um gerðardóm, en þá urðu komm ■ únistar hamslausir, bitu í skjaldarrendur eins og frá er sagt í fornsögum, og kórónuðu svo meistaraverkið með því, að ásaka stjórnina um brot á friðarsamningunum við þá háu herra í Moskvu; fyrir óp og atbeina komm- únista sló einn daginn í brýnu milli lögreglunnar og verkfallsmanna, er leiddi til þess að tveir menn biðu bana, en eitthvað um tuttugu voru fluttir á sjúkrahús, er sætt höfðu meiri og minni áverkum. Er hér var komið sögu lét stjórnin handsama tutt- ugu og sjö básúnumeistara úr flokki rauðliða, sem nú bíða dóms og laga; stjórnin fór ekki dult með það, að aðfarir kommúnista væru hvorki meira né minna en skipulögð uppreisn gegn ríkisvaldinu og þar af leiðandi mundi hún láta kné fylgja kviði unz yfir lyki. Að því er síðustu fregnir frá Finnlandi herma, varð áminst verkfall hvergi nándar nærri jafn umfangsmikið og kommúnistar höfðu látið í veðri vaka og gert sér vonir um; í stað þess að til allsherjarverkfalls kæmi, mun niðurstaðan hafa orðið sú, að einungis tuttugu af hundraði legði niður vinnu. Finska þjóðin hefir oftar en einu sinni átt um sárt að binda af völdum Rússa, og mun hún þess langminn- ug verða; hún ann lýðræði og hatast við einræði hvað- an, sem það kemur, hvort heldur það birtist í mynd Hitlers eða Stalíns; hún vill búa að sínu og á líka fulla heimtingu á því svo sem sæmir frelsisunnandi og sið- mannaðri þjóð. Finnski Alþýðuflokkurinn, sem nú fer með völd í landinu, átti fimmtíu ára afmæli þann 17. júlí síðast- liðinn. ■f ♦ -f > DRAMATÍSKUR VIÐBURÐUR Winnipegborg varð þungt fyrir brjósti, er það kom á daginn í vikunni, sem leið, að Cansoflugvél með 21 farþega innanborðs, hefði brunnið um 80 mílur austan við Norway House, og áhöfn og farþegar látið lífið; sex hinna látnu voru úr þessari borg, en hinir úr ýms- um 4ttum, og sami þunginn hefir að sjálfsögðu lagst yfir heimili þeirra. Flugvél þessi var á líknarflugi norðan úr landi, en þangað fór hún til að sækja Eskimóa, er lömunarveiki hafði hneppt í dróma; flugvélinni stýrðu fræknir menn, sem lifað höfðu af rammagaldur síðustu heimstyrjald- ar og nú störfuðu að friðsamlegri iðju heima fyrir, þar sem þeir voru bornir og barnfæddir; með flugvélinni fórst ung hjúkrunarkona frá Toronto, er boðið hafði fram þjónustu sína í þágu sjúkra Eskimóa, og nú var hún á heimleið til að gifta sig; hún kom heim liðið lík og fórnaði lífinu í þjónustu þeirrar háleitu köllunar, að líkna þeim einangruðu og umkomulitlu, er af sjálfsdáð gátu enga björg sér veitt, eins og raunar gildir um flest mannanna börn þegar heilsan bilar. — Þessa drama- tíska viðburðar verður lengi minnst með klökkvabland- inni þakkarkend. ♦ ♦ ♦ ♦ SKIPT UM RÁÐHERRA Forsætisráðherrann í Canada, Louis St. Laurent, hefir kunngert, að tveir ráðherrar hafi verið skipaðir í dómaraembætti í Quebec, þeir Ernest Bertrand og Joseph Jean, en í þeirra stað hafi tekið sæti í ráðu- neytinu Hughues Lapointe og Edouard Rinfret; báðir eru menn þessir tæplega fertugir að aldri, er getið hafa sér góðan orðstír á þingi, því þar áttu þeir sæti síðast- liðið kjörtímabil; hinn fyrrnefndi er sonur stjórnmála- skörungsins þjóðkunna, Sir Ernest Lapointe, er gegndi dómsmálaráðherraembætti í ráðuneyti Mackenzie Kings, en hinn síðamefndi sonur T. Rinfrets, dóm- stjóra í hæstaréttti Canada. Telja má víst, að val hinna nýju ráðherra styrki ráðuneytið til muna. LONDON AREA VEGETABLE YIELD IS GREATEST IN THE WORLD In the area around London. England, horticultural producers average greater yields per acre than anywhere else in the world. Crops worth up to £500 to the grower are taken from a single acre in a year. Cucumbers and tomatoes grown under glass often reach 100 and 70 tons per acre respectively. This picture shows what is believed to be the greatest area of glass in the world. It is part of 1,000 acres of greenhouses which stretch up the Lea Valley to the north-east of London, only about 12 miles from the City. Nýtísku Galdramaður Menn koma þráfaldlega til Bob Nelson og spyrja: „Hvað viltu fá mikið fyrir það að komia á stað reimleikum í húsi?“ Þetta er ekki sagt til þess að móðga hann. Mönnum er alvara. Þetta eru viðskifti eins og hvað annað. Og ef ekki er um neinn sviksamlegan og ólög- legan tilgang að ræða, þá selur Nelson þeim ýmsar brellur, sem koma á stað draugagangi, svo sem höggum í þiljur, braki í stigum, fótataki og þess háttar. : Ráðstefnu um frið- un Faxaflóa frestað TREGAR UNDIRTEKTIR BRETA 10. ágúst—Svo sem kunnugt er, hefur alþjóða-hafrannsóknaráðið lagt til, að Faxaflói verði triðað- ur með milliríkjasamningi, segir í frétt frá ríkisstjóminni. Bauð því ríkisstjórn Islands á s.l. vori öllum þeim þjóðum, sem sæti eiga í ráðinu að senda full- trúa á ráðstefnu í Reykjavík um miðjan þennan mánuð, til þess að reyna að ná samningum um málið. Löndin, sem boðið var að senda fulltrúa, eru þessi: Belg- ía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Irland, Noregur, Pólland, Portúgal, Spánn og Svíþjóð. Jákvæð svör hafa einungis borist frá ríkisstjórn Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar. Ríkisstjórn PVakklands tilkynnti að hún mundi aðeins senda áheyrnar- fulltrúa og ríkisstjórn Bretlands telur að meðferð málsins eigi að fara fram í ráðgjafnefnd, sem gert er ráð fyrir í alþjóðasamn- ingi þeim, er undirritaður var í London 5. apríl 1946, um möskvastærð o. fl., en íslenzk stjórnarvöld hafa ekki staðfest, þar sem óvíst þykir að þátttaka í honum samræmist framkvæmd laga nr. 44.5 apr.l .1948, um vís- indalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Önnur ríki hafa ekki á þessu stígi viljað taka þátt í samning- um um þetta mál. Að svo vöxnu máli taldi ríkisstjómin þýðing- arlaust að halda ráðstefnu þessa a. m. k., að sinni. Hefir henni því verið aflýst, en stjórnin hefur til athugunar, ásamt sérfræðing- um, hvernig máli þessu og frið- un fiskimiða landsmanna yfir- leitt verði best framhaldið. Mbl. 12. ágúst Húsin við Bústaðaveg Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, skýrði frá því á bæjar- stjómarfundi í gær, að bæjarráð hefði á fundi sínum þann 8. júní samþykkt að fela borgarstjóra að semja við byggingafélögin Brú og Stoð um byggingu íbúð- arhúsanna við Bústaðaveg. Er húsin voru boðin út, komu 12 tilboð. Var óskað eftir tilboð- um í tvennu lagi. — I fyrsta lagi að steypa 'húsin, gera þau fok- held og setja í þau glugga. 1 öðru lagi tilboð í að fullgera húsin. Eins og venja er til voru þar und- anskilin hreinlætistæki, raf- mangs- og ihitalagnir. Fyrra tilboðið var að gera 25 hús með 100 íbúðum, samtals fokheld fyrir kr. 4,100,000, en að fullgera hundrað íbúðnirnar á að kosta kr. 8,367,000. Þessi til- boð eru mjög nærri því, sem gert var ráð fyrir að húsin ættu að kosta. Eftir þessum tilboðuni á hver íbúð með rafleiðslu, hitalögnum og öllu saman að kosta um 100,- 000 kr. Eg vil taka það fram, sagði borgarstjóri, að allir bæjarráðs- menn vom samþykkir því að taka þessum tilboðum. Bygginganefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt teikningarnar og skipulagsnefnd og bæjarráð sam- þykkt skipulagið. Gert er ráð fyrir 240 íbúðum alls á þessu svæði, en þar á auk þess að vera svæði fyrir leikvöll og smábarnaleikvöll, sparkvöll dagheimili, bílastæði og bílskúra. Mælingum og staðsetningu húsanna er lokið. — Er gert ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist innan skamms. Mbl. 22. júlí Nelson hefur um 2500 skyn- hverfinga brellum yfir að ráða, og margir loddarar, sem þykjast vera miðlar, huglesarar, spá- menn og dáleiðarar, sækja alt til hans, og þá ekki síður sjónhverf- ingamenn. Einu sinni fekk Nelson þetta bréf: „Frændfólk okkar kom í skyndiheimsókn fyrir mánuði, og situr hér enn. Kötturinn okkar flýði heimilið á öðrum degi, og nú hótar konan að gera hið sama. Eg hef heyrt að þér getið hjálp- að mönnum þegar þannig stend- ur á . . . “ Nelson sendi manninum nokk- uð af töfrum sínum. Þremur dögum seinna fekk hann annað bréf: „Þakka yður kærlega fyrir sendinguna. Eg fór nákvæmlega eftir fyrirmælum yðar, og frændfólkið flýði í nótt, án þess að kveðja . . .“ Þegar Nelson sagði frá þessu spurði einhver: „Hvemig stóð á þessu?“ Hann glotti: „Það var ofur ein- falt,“ sagði hann. „Hinir þaul- sætnu gestir vöknuðu upp um miðja nótt við ámátlegt óp inni í svefnherberginu. Það stafaði frá ofurlitlu sigurverki, sem var stilt eins og vekjaraklukka. Og þegar gestirnir spruttu upp með andfælum og litu í kring um sig, sáu þeir grænleita drauga skrumskæla sig í hverju horni. Þessu var þannig fyrir komið, að maðurinn hafði málað þessar myndir á veggina með litlausu efni. Og myndirnar voru alveg ó- sýnilegar bæði í myrkri og björtu, þangað til sigurverkið byrjaði að æpa, en um leið kom straumur á það, sem sendi frá sér útbláa ósýnisgeisla, og við það urðu draugamyndirnar sýni- lgear. En auðvitað hurfu þær jafnskjótt og fólkið kveikti Ijós . . .“ Nelson hefur skrifað 30 bæk- ur um töfra og sjónhverfingar og selur þær sjálfur. En í bókabúð hans eru líka öll töfur hans og mun tæplega jafn mikil aðsókn að öðrum sýningargluggum en hans. Hann kennir mönnum líka að fara með töfrin. Menn byrja á því að „framleiða“ margar billiardkúlur út af einni, láta blóm spretta upp af engu, fleygja sígarettum út í loftið svo að þær hverfa o. s. frv. Sjónhverfinga- menn koma þangað til þess að fá sér fatnað, sem hægt er að hylja í margar lifandi dúfur, spil, egg o. s. frv. Og á bak við búðina hef- ur Nelson sýningarsvið, þar sem hann lætur menn æfa sig í alls konar töfrabrögðum og kennir þeim að fara með galdra sína á sviði. En á bak við sýningarsviðið er mest að gera. Þar eru afgreiddar pantanir í töfragripir. Þeir fara í allar áttir, en aðallega til skottu- miðla, falsspámanna og þess konar fólks. Nelson er þó lítt um skottumiðlana gefið. Hann er sannfærður um að annað líf sé eftir þetta og hægt sé að hafa samband við það. Og hann gerir það stundum að gamni sínu að koma upp um svíkamiðla. Hann fer á fundi til þeirra og afhjúpar svikin. Einu sinni kom hann á fund hjá einum slíkum svika- miðli. Þar kom högg í þilið á bak við miðilinn. „Þetta er andi manns, sem myrtur var í þessu húsi,“ sagði miðillinn. En í sama bili dundu bylmingshögg um alt herbergið, í alla veggi og loftið. „Hvað er þetta?“ spurði Nelson. „Eg veit það ekki,“ sagði miðill- inn og var nú auðheyrt að hann var hræddur. „O, þetta er ekki annað en ofurlítið leikfang, sem kostar 3.50 dollara,“ sagði Nelson. Þeir voru tveir bræðurmr og hétu Lawrence og Bob. Þegar í æsku byrjuðu þeir að æfa sig í alls konar töfrabrögðum og hug- lesarar komu þangað sem þeir áttu heima og heldu sýningu. Þeir buðu hverjum manni 10 dollara, sem gæti leikið hugsanalestur eftir sér. Bræðurnir gáfu sig fram. Fyrst í stað gekk alt vel, og trúðarnir voru orðnir hrædd- ir um að missa 10 dollarana. Þá fundu þeir upp á því, að bundið skyldi fyrir augun á þeim bræðr- um, og síðan ætti þeir að segja hvaða tölur þeir skrifuðu á spjald. Þetta var gert. En til allr- ar hamingju sá Lawrence ofur- lítið undan bindinu. — Hann hafði lítinn vasaspegil á sér náði í hann og helt honum þannig í lófa sínum að hann gat séð hvað þeir skrifuðu á_ spjaldið og las það upphátt jafnharðan. — Eng- inn vissi hvernig hann fór að þessu, en áhorfendur klöppuðu honum lof 1 lófa og trúðarnir urðu að borga 10 dollara. Seinna skildu þeir bræður. Lawrence gerðist sjónhverfinga- maður og ferðaðist til að leika listir sínar, en Bob setti upp verslun með töfur. Einu sinni veðjaði Bob Nelson um það, að hann gæti sagt fyrir hverjar yrði aðalfyrirsagnir í blöðum eftir þrjá daga. Hann skrifaði þá fyrirsagnirnar á miða, miðanum var stungið í flösku, flaskan var látin innan í brauðdeig og brauðið bakað. Síð- an var það geymt hjá lögregl- unni. Eftir þrjá daga var brauðið brotið og flaskan opnuð. I henni voru þrír miðar. Og það stóð heima — á tvo miðana voru skráðar fyrirsagnir, sem voru í blaðinu „Pittsburg Sun Tele- graph“ þann daginn, en þriðja fyrirsögnin var þann dag í „Pittsburg Press“. Þar var sagt frá flugslysi, og skakkaði því einu, að Nelson hafði skrifað „16 menn farast,“ en í blaðinu stóð að það hefði verið 15 menn. Einkennilegast þótti að ein fyr- irsögnin var um mannslát, en sá maður hafði verið við góða heilsu þegar Nelson skrifaði á miðana. Ekki eru allir galdrar Nelsons yfimáttúrlegir. Einu sinni kom til hans ungur maður og tjáði honum raunir sínar. Kærastan hefði svikið sig vegna þess hvað hún hefði orðið hrifin af hug- lesara nokkrum. Bað hann Nel- son nú ráða og aðstoðar til þess að fletta ofan af huglesaranum, því að hann væri áreiðanlega loddari. Ekki taldi Nelson það ráð, „en vera má að ég geti kent þér, svo að þú verðir honum snjallari.“ Það vildi piltur alls hugar feginn og svo kendi Nel- son honum. Næst þegar huglesarinn sýndi listir sínar á samkomu, var pilt- urinn þar. Alt í einu stökk hann á fætur og hrópaði út yfir fjöld- ann og kvað þetta alt loddara- skap. „Eg get sjálfur gert miklu bet- ur,“ sagði hann, „og nú skal ég sýna ykkur það. Hugsið ykkur eitthvert lag og ég skal segja ykkur hvað það er.“ Þetta þótti mönnum matur og vildu allir endilega að hann reyndi. Hann skrifaði þá eitt- hvað á blað og rétti það að aldr- aðri konu. Hún las það, brosti og sagði: „Jú, það er alveg rétt, ég var að hugsa um ítalska þjóð- lagið „Santa Lucia“ og ég hélt að enginn kynni það hér.“ Þetta þótti öllum stórmerki- legt, ekki síst stúlkunni, og hún sneri þegar baki við huglesaran- um og tók piltinn sinn í sátt. Lesb. MbL Frá Mountain, N.D. íslenzka kennslan í N. Dakota 1949 íslenzk deildin í N. Dakota, „Báran“, fékk í sumar, til að koma hingað suður og segja börnum og unglingum til í ís- lenzku, frú Hólmfríði Daníelson, frá Winnipeg, Man. Kom hún til Mountain þann 7. júní og byrjaði daginn eftir, 8. júní, og kenndi hér í byggðunum til 14. júlí. Kenndi hún í tvo daga í viku að Mountain, tvo daga í viku að Gardar og tvo daga í viku að Hallson. Sóttu skólann 22 börn að Mountain, 28 börn að Gardar og 14 börn til Hallson, alls voru það 64 börn, sem sóttu skólann. Fjórar konur hjálpuðu Mrs. Danielson við kennsluna að Mountain, fjórir kvenmenn hjálpuðu henni við kennsluna á Gardar og þrjár á Hallson. Gekk allt starfið mjög vel á öll- um stöðunum og vill fram- kvæmdanefnd Bárunnar þakka öllum, sem þátt tóku í starfinu, fyrir ágætt verk og öllum börn- unum fyrir að sækja skólann og fyrir að vera þæg og góð um skólatímann. Áður en skólanum var sagt upp hafði frú Hólmfríður sam- komur með börnunum, aðra á Gardar 11. júlí og hina á Moun- tain 14. júlí, voru báðar þessar samkomur ágætlega sóttar og öllum til mikillar ánægju, sem sóttu þær. Það var stór og mynd arlegur hópur, þegar 64 börn röðuðu sér á pallinn í samkomu- húsinu og sungu öll saman úr þessum 3 plássum, sem kennslan fór fram, Gardar, Mountain og Hallson, var það tiikomumikill og fagur söngur, svo var ein- söngur tvísöngur og framsögn, sem 10 ára drengur hafði um hann Bósa sinn og gerði það mjög vel. Báðum þessum samkomum stjórnaði G. J. Jónasson, for- seti Bárunnar og gerði það vel og myndarlega. Svo var íslenzk (Frh. & bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.