Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 3 Gat lesið Njólu en skildi síður íslenzkt blaðamól — Við lítum svo á, að nútíma- mál okkar sé hið sama, eins og er á sögunum, nema hvað sagna- málið er æði mikið vandaðra. Ung sænsk kona, frú Gun Nilson magister, er komin hingað fyrir nokkru, til að verða sænskur sendikennari hér við Háskólann. Hún byrjar kennslu í sænsku á morgun. Er sú kennsla að sjálfsögðu heimil öllum og ókeypis. Þeir sem óska eftir að njóta þessarar sænsku kennslu, komi í 2. kennslu- stofu Háskólans á fimmtu- dagskvöld klukkan 8.30. Þeir útlendingar, sem leggja stund á íslenzkt mál, eru oftast nær fólk, sem ber það með sér, að þeir eru hálfgerðir forn- fræðingar. Ég varð meira en lítið hissa, þegar frú Gun Nilson ávarpaði mig á lýtalausri ís- lenzku, með réttum beygingum og framburði, eins og hún hefði a. m. k. öðrum þræði lifað í ís- lenzku andrúmslofti frá blautu barnsbeini. Ég hitti hana á einu íslenzk- asta heimili í Reykjavík, hjá Sigurði Nordal, prófessor, en þar hefir hún fengið veturvist. — Hvað er langt síðan þér komuð hingað, spyr ég frúna. — Ég kom hingað fyrir mán- uði, segir hún, og hef síðan ver- ið norður á Akureyri. En ég var á norrænu námsskeiði við Há- skólann sumarið 1948 og hef síð- an haft hug á því að koma hing- að aftur. Satt að segja bauðst mér sendikennarastaða við Ár- ósaskóla. En samtímis var mér tjáð, að ég gæti fengið þetta starf hér, og kaus það heldur. Leggur slund á veslnorræn danskvæði. Frú Nilson lauk prófi í nor- rænu í Uppsölum árið 1944, en hefir lesið íslenzku mikið síðan. Er hún að undirbúa sig undir að taka licentiatpróf, og hefir valið sér að verkefni, til þess Prófs, vestnorræn danskvæði, færeysk og íslenzk. Hún var um tíma í Færeyjum árið 1948, til að kynnast færeysku danskvæð- unum. Sænskan og hin málin. I Við ræddum um, hversu fáir íslendingar það eru, sem hafa lært sænsku svo vel sé. Því menn treysta því hér, að þeir geti komist fram úr sænsku með því að kunna dönsku og íslenzku. En þegar íslendingar, sem al- drei hafa dvalið í Svíþjóð, ætla sér að skilja hvert orð í sænsku, bóka- eða blaðamál, þá reka þeir sig óþyrmilega á það, að sum orð í sænsku, sem eru í raun réttri sömu orðin, og eru í dönsku, eða norsku, hafa allt aðra merkingu í sænskunni en í hinum Norðurlandamálunum. T. d. eins og orðið „rolig“ þýðir skemmtilegur í sænskunni, en hefir allt aðra merkingu í hin- um málunum. Ég ætla að byrja með að gera grein fyrir þessu, segir frú Nilson. Fyrirlesirar um ljóðskáld. Auk kennslunnar í sænsku, ætlar frú Nilson að flytja nokkra fyrirlestra við Háskólann fyrir jól, um sænsk nútíma ljóðskáld, svo sem Hjalmar Gullberg, Par Lagerquist, Birger Sjöberg o. fl. En íslendingum eru að nokkru kunn ljóð þessara skálda, af þýð- ingum Magnúsar Ásgeirssonar. Við ræddum stundarkorn um Islendingasögur, en frú Nilsson hafði lesið nokkrar þeirra undir Síomach Sufferers? Stomach Pains? Stomach Dis- orders? Acid Indigestion? Gas? Nervous Sour Stomach? Gas- tric, peptic stomach disorders. Por real relief —take “Golden Stomach Tablets” — Quick' Effective! 55, $1.00; 120, $2.00; 360, $5.00. At all drug stores, drug departments or direct from Grolden Drugs, St. Mary’s at Hargrave, 1 block south of Bus Depot, across from St. Mary’s Cathedral, b a c k of Eaton’s Mail Order, Winnipeg. kandídatspróf. Hún sagðist hafa bæði gagn og gaman af því að kynnast því, hvernig íslenzkir fræðimenn líta á aögurnar með öðrum hætti, en hún hafði van- ist við námið í Uppsölum. Þar sagði hún, að sögurnar væru al- mennt lesnar meðal norrænu- nemenda sem textabækur til að læra af þeim tunguna. En hér væri um þær talað, og þær út- skýrðar eftir bókmenntalegu gildi þeirra. Og það væri mun skemmtilegri meðferð en þær hljóta í Svíþjóð. Núlímamál og sögurnar. — Þér hafið þá haft þann kunnleika á íslenzku áður en þér komuð hingað, að þér hafið getað lesið málið. — Já, Njálu, en ekki Morgun- blaðið. Hlutfallslega eins mikið í Höfða- hverfi. Verið að laka upp þrátt fyrir öklasnjó. Búizt var við, að kartöflu- uppskeran á Svalbarðs- strönd yrði að þessu sinni um sex þúsund tunnur, enda hefir spretta verið þar með ágætum. En nú er kominn öklasnjór nyrðra, og enn eftir að taka upp um fimmt- ung uppskerunnar. 220 þús. króna virði. Sé reiknað með því, að um 1200 tunnur séu enn í jörðinni á hinum miklu kartöfluekrum bænda á Svalbarðsströnd, lætur nærri, að framleiðsla, sem er nær 220 þúsund króna virði sé í voða. Geri verulegt frost verða þessar kartöflur allar ónýtar, og er það gífurlegt tjón fyrir fá- mennt byggðarlag, er stór hluti af afrakstri iðju fólksins verð- ur þannig að engu, þegar að því er komið að njóta hans. — Stöku menn eru þó búnir að ná öllum kartöflum, en þeir, sem mest eiga óupptekið, eiga kar- töflur í allt að tveimur dagslátt- um — sennilega 240 tunnur. Höfðahverfi. 1 Höfðahverfi hefir kartöflu- ræktin mjög aukist gíðustu ár, og eru þar einnig miklar kar- töflulendur, þótt ekki séu þær eins stórar og á Svalbarðsströnd. En hlutfallslega mun sízt vera búið að ná upp meira af kartöfl- um þar. Vélum ekki komið við. Ástæðan til þess, hve menn hafa orðið seint fyrir með kar- töflurnar er sú, að illa^hefir gengið að koma við vélum við upptökuna, sökum þess, hve jarðvegurinn er blautur eftir hin langvinnu votviðri. Auk þess höfðu óþurrkarnir það í för með sér, að menn voru lengur en ella að fást við hey og reyndu að nota þær stundir, er til létti til þess að koma því heyi inn, er þeir áttu úti. Verið að vinna að upplöku. Þrátt fyrir öklasnjó var í óða önn verið að taka upp í gær. Er snjórinn f r o s t la u s, svo að skemmdir eru ekki orðnar í kar- töflunum. En kaldsamt verk er að vinna að þessu, tilfinnanleg mannfæð, er vélum verður ekki beitt, og dagur orðinn stuttur. En unnið er myrkranna á milli og hefir verið gert frá því að menn gátu snúið sér að því að taka upp. Vona menn, að þeir geti bjargað meginhluta upp- skerunnar, þótt horfur séu ann- ars tvísýnar. Víða svipað ástafl. Það er þó ekki aðeins á Sval- — Það getur verið. En þér verðið að taka til greina, að orðaforði í Sögunum er ekki sér- lega mikill. Sandur af orðum i nútímamálinu, sem kann að hafa verið í fornmálinu, en sem al- drei koma fyrir í fornsögunum. Þegar maður hefir lesið eina sög- una, þá er ekki mikill vandi að lesa hinar. — Allir sænskir norrænufræð- ingar, segir hún, hafa áhuga fyr ir því að koma hingað til íslands. Þykist ég mega fullyrða að marg ir þeirra leggi leið sína hingað á næstu árum, segir þessi kven- legi fræðimaður að lokum, sem ætlar að vera hér í vetur og kenna mönnum sænskuna og nota tímann um leið til að kynn- ast íslenzku máli ög menningar- lífi. barðsströnd og í Höfðahverfi, sem kartöflur hafa ekki náðst upp. Víða um Eyjafjörð er enn mikið af kartöflum í jörðu, og svipaða sögu er að segja austan af Héraði. Orsakirnar eru hinar sömu: Menn hafa orðið að nota hverja þurra stund í haust til þess að bjarga heyjunum, sem úti voru, svo að ekki hefir unn- izt tími til þess að sinna kartöfl- unum. —TÍMINN, 11. okt. Eina sanna gjofin Eftir hinum fræga hugsuði og menntamanni, Ralph Waldo Emerson, eru höfð þessi orð: „Hringir og skrautmunir eru ekki gjafir. Slíkt er aðeins af- sökun fyrir hinni einu sönnq gjöf. Hið eina, sem kallazt getur gjöf, er hluti af þér sjálfum“. Hve mikið getum við gefið af okkur sjálfum? Hve mörgum getum við útbýtt einhverju? Oft hef ég hugsað út í það, sem danski rithöfundurinn segir, eða sagði fyrir mörgum árum, það er ekki víst að hann segði það nú. Hann sagði þá, að þegar hann sæti við skrifstofuglugga sinn og horfði á strauminn af ungum stúlkum, sem hjóluðu árla dags eftir Vesterbrogade, þá færi hver og ein með eitt- hvað af hjarta sínu. — Vafa- laust hefir þó hjarta háns verið jaffistórt eftir sem áður. Hann, gat ekki skrifað öllum ungu stúlkunum og sagt þeim þetta hverri og einni, en hann var þjóðkunnur rithöfundur og setti þetta í eina bók sína og þar lásu ungu stúlkurnar það. Veit nokk- ur, hvað það hefir verið þeim mikils virði? Þegar ég las það, sem Emerson segir um gjöfina, þá hrökk ég við. Mér varð hugsað til hinna mörgu góðu og uppörfandi bréfa, sem ég hef fengið frá hin- um mætustu mönnum, körlum og konum, sem hafa verið óspar- ir á uppörfandi orð, samúð og góðhug. Þetta er öllu öðru betra. Þetta eru sönnu gjafirnar. Þetta er að gefa af sjálfum sér, og sumir geta alltaf gefið og gefið svo óspart. En ég fór þá líka að spyrja sjálfan mig, hvort ég gæfi nokk- uð af sjálfum mér, hvort ég skrifaði góð og uppörfandi bréf og greinar? Hvort ég gerði yfir- leitt nokkuð, sem verið gæti öðr- um fengur? Því gefum við ekki ríflega á þenna hátt? Alls stað- ar eru vinir og kunningjar, og einnig ókunnugir, sem meta mikils slíkar gjafir: vingjarnleg orð, samúð, uppörfun, viður- kenningu, ofurlítið skynsamlega útilátið hrós, en alveg satt? V. St. -Mbl. 11. okt. Um 1200 tunnur af kartöflum enn í jörð á Svalbarðsströnd History of lcelandic Poets, 1800-1940 Þessi merka og mikið umtal- aða bók dr. Richards Beck pró- fessors fæst nú í bókaverzlun Davíðs Björnsson, The Bjorns- son Bookstore, 702 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., og kostar $5.00 í ágætu bandi, póst- frítt. Bók þessi, sem er stærðarrit (250 bls. í stóru broti) er gefin út af Cornell University Press, og er hin vandaðasta að öllum frágangi. Hún er einnig braut- ryðjandarit á sínu sviði, fyrsta heildaryfirlit yfir þau skáld og það tímabil í sögu íslenzkra bók- mennta, sem hún fjallar um. Hún hefir einnig fengið ágæta dóma í blöðum beggja megin hafsins, og má hvað það snertir minna á lofsamlegar umsagnir þeirra dr. Stefáns Einarssonar, dr. Alexanders Jóhannessonar, prófessors Watson Kirkconnells, Einars P. Jónssonar ritstjóra, dr. Sigurðar J. Jóhannessonar og séra Benjamíns Kristjánssonar, sem birtar hafa verið eða endur- prentaðar í vestur-íslenzku viku- blöðunum. Aðrir blaðadómar hafa verið jafn lofsamlegir. Með- al annars fórust ritdómaranum í „Winnipeg Tribune“ þannig orð um bókina: „A thoroughly competent, comprehensive survey of one of the most rewarding fields of poetic achievement, this volume is obiously destined to rank as the standard and definitive work on the subject“. Amerískir sérfræðingar í nor- rænum fræðum, svo sem prófes- sor F. P. Magoun, Harvard Uni- versity, prófessor Adolph B. Benson, Yale University, pró- fessor Joseph Alexis, University of Nebraska og aðrir, hafa einn- ig farið hinum lofsamíegustu orðum um bókina; gildir hið sama um íslenzka sérfræðinga í þeirri grein, eins og dr. Sigurð Nordal, dr. Steingrím J. Þor- steinsson, Jakob Jóh. Smára magister, að nokkrir séu taldir úr þeim hópi. Business and Professional Cards Við mennirnir misskiljum hver annan. Við, sem tölum og skrifum meira en hver og einn, erum misskildir allra mest. Oft halda menn, að ádeila okk- ar á ósiði og lesti, sé runnin frá kaldlyndi og( að við séum þar með að níða menn. Þetta er al- rangt. Prédikarar segja, að Guð elski syndarann, en hati synd- ina. Foreldrar elska börnin sín, en hata það, sem getur óprýtt þau eða skemmt á einhvern hátt. Það er hægt að hata rang- sleitni, en hafa samúð með þeim, sem rangindin fremur. Drykkju maðurinn á samúð skilið, en drykkjuskapurinn er ljótur löst- ur. Ósiðir eru andstyggilegir, en þeir geta loðað við hinar elsku- legustu mannverur. Faðirinn agar þann son, sem hann elskar. Kaldlyndir og kærulausir menn eyða sjaldnast kröftum sínum í aðfinnslur og siðavendni. Það eru einmitt hin- ir með viðkvæmu tilfinningarn- ar og hlýju hjörtun, sem verð- ur það á að reyna að halda uppi aga, af því að allt hið ljóta og ósnotra særir sálir þeirra. Þessu megum við ekki rugla saman. Aðfinnslur og agi eiga rétt á sér, en hinn bjarti engill lífsins, er samúðin. Á hana er- um við of spör. Því ekki að gefa meira af okkur sjálfum? Það verður alltaf nóg eftir fyrir það. Við getum skrifað hinum og öðr- um, þakkað og viðurkennt. Það er svo margt sagt, skrifað og gert, sem er hrósvert. Við viður- kennum þetta oft með okkur sjálfum, en segjum það ekki. Gjöfin er aldrei send, aldrei gef- in. Það er yfirsjónin. Það má rækta góðviljann eins og margt annað, og því fleiri sem rækta hann, því meira verður af hinu góða andrúmslofti í kringum okkur öll, og það er hin mikla meinabót og hamingjugjafi. P.S. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aö rjúka út með reyknum — Skrifið símið tii KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeg Just norrth of Portage Ave. Simar: 33-744 — 34-431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Si. Winnipeg Phone 924 624 JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optxcian (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE 447 Portage Ave. Also - 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated &Jdin« — Repalrs Conntry Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSHT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 926 826 HelmiUs 404 «30 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofustmi 923 851 Helmasíml 403 794 HAGBORG FUEL PHOME 21531 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 líanager T. R. TBORVALDBON Your patronage will be appreclated G. P. Jonasson, Pres. Sc Mac. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Simi 926 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t Mary’s and Vaughan. Wp*. Phcme 926 441 Phone 927 018 H. J. H. Palmason, C.A. H. I. PALMASON * CO. Chartered AccountanU 605 Confederation Llfe Bldg. Wlnnlpeg Manltoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanssou 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 5«1 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. 9 OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE « — 652 HOME ST, Viðtalstlml 3—5 efUr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINB STREET Selkirk, Man. Ofíiee nrs. 2.30—« p.m Phones: Office 26 — Res. 281) SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICB DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. Phone 926 952 WINNIPEG Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Phone 928 291 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Office 933 687 Res. 444 389 S. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. ». frv. Phone 927 638 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Uanaging Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukklstur og annast um «t- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 324 HeimlUs talsimi 26 444 Phone 23 99« 7«1 Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hoapltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants NeU Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.