Lögberg - 11.09.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.09.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 5 WWWWVVVV'WWWVVWVWWW* AHK-AMAL KVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON FYRIRLESTUR OG VEFNAÐARSÝNING FRÚ SOFÍU WATHNE í MINIOTA Á laugardaginn 23. ágúst hélt Women’s Institute handiðnaðar- sýningu í Miniota; sóttu hana konur úr bænum og frá Arrow Creek, Benlah, Crandal og Two Creeks; var frú Marja Björn- son aðal driffjöðrin í þessu, hafði hún fengið frú Sofíu Wathne frá Winnipeg til að flytja ræðu, og rakti ræðukon- an sögu vefnaðarlistarinnar og sýndi ýmsa muni er hún sjálf hefir ofið, en frú Sofía er víð- kunn ekki einungis fyrir þennan fagra listiðnað sinn heldur og fyrir langa starfsemi sína í Manitoba-deild Canadian Handi- crafts Giuld og ræðuhöld og sýningar víðsvegar í þeim til- gangi að vekja áhuga fyrir alls ☆ konar handiðnaði. Þegar frú Marja átti heima í Ashern og síðar í Oak River, flutti frú Sofía erindi og sýndi vefnað á báðum þessum stöðum að hennar beiðni. Frú Sofía telur ekki eftir sér ómökin, sérstaklega ef um er að ræða að kynna listiðnað; kveldið áður en hún fór til Miniota að- stoðaði hún frú Önnu Ásmunds- dóttur Torfason við handiðnað- arsýningu hennar í Fyrstu lút- ersku kirkju og sá einnig um auglýsingarnar í dagblöðunum varðandi þá sýningu. Miniota-sýningin og fyrirlest- ur frú Sofíu var vel sótt og þótti með ágætum. hafa gott uppeldi og sæmilega menntun. Við höfum þörf fyrir hjúkr- unarkonur, sem geta sagt lands- mönnum sínum hvernig þeir eiga að gæta heilsu sinnar, hvernig þeir eiga að forðast sjúkdóma og sömuleiðis er þörf fyrir ungar stúlkur til að sinna þeim sjúku. Þetta er fyrsta takmarkið. Því næst reynum við að fá hvert heilbrigðismálaráðuneyti til að ráða sérstakan ráðgjafa, því læknar og embættismenn eru ekki ávallt nægilega fróðir um þau vandamál, sem eru menntun hjúkrunarkvenna samfara. Slík- ir ráðgjafar eru þegar starfandi, m. a. 1 Sýrlandi, og hefir náðst góður árangur af starfi þeirra. Egyptaland hefir nú í ráði að koma upp hjúkrunarkvenna- skóla og verða kennarar fengn- ir frá heilbrigðismálastofnun- inni. Munu hjúkrunarkonur frá Evrópu og Ameríku starfa við skólann, en aijk þess fá nem- endurnir tækifæri til að auka við menntun sína erlendis. —A.B. Fréftir frá ríkisútvarpi íslands ☆ ☆ ÞÁ VAR ÉG UNGUR (petta yndislega kvæði er eftir Magnús Stefánsson — ÖRN ARNARSON — hefir vlst ekki áður birzt í blöðum vestanhafs og ljððabók hans mun vera i fárra manna höndum; ég leyfi mér pví að birta kvæðið í þessum dálkum. petta er síðasta kvæði skáldsins, en hann dð 1942; það er hann orti), er talið með því fegursta, Hreppsómaga-hnokki hírðist inni á palli, ljós á húð og hár. Steig hjá lágum stokki stuttur brókarlalli, var svo vinafár. Líf hans var til fárra fiska metið. Furðanlegt, hvað strákurinn gat étið. Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín etuddi mig fyrsta fetið. Mér varð margt að tárum, margt þó vekti kæti og hopp á hæli og tám. — Þá var ég ungur að árum. — „En þau bölvuð læti,“ rumdi ellin rám. Það var eins og enginn trúa vildi, að annað mat í barnsins heimi gildi.' Flýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín grát og gleði skildi. Lonta í lækjarhyli, lóan úti í mónum, grasið grænt um svörð, fiskifluga á þili, fuglarnir á sjónum, himinn, haf og jörð — öll sú dásemd augu barnsins seiddi. Ótal getum fávís hugur leiddi. Spurði ég þig,. móðir mín, og mildin þín allar gátur greiddi. Út við yztu sundin — ást til hafsins felldi — undi löngum einn, leik og leiðslu bundinn. Lúinn heim að kveldi labbar lítill sveinn. Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga, af litlum herðum tókstu dagsins þunga. Hvarf ég til þín, móðir mín, og mildin þín svæfði soninn unga. Verki skyldu valda veikar barnahendur. Annir kölluðu að. Hugurinn kaus að halda heim á draumalendur, gleymdi stund og stað. „Nóg er letin, áhuginn er enginn.“ Ungir og gamlir tóku í sama strenginn, allir nema móðir mín, því mildin þín þekkti dreymna drenginn. Heyrði ég í hljóði hljóma í svefni og vöku eitthvert undralag. Leitaði að ljóði Framhald af bls. 4 fundarins er Kristindómurinn og nútímamaðurinn. ☆ Á sunnudaginn var vígt nýtt félagsheimili í Nesjum 1 Horna- firði, og hlaut það nafnið Mána- garður. Húsið er stórt og vandað, aðalsalurinn 120 fermetrar og leiksviðið 48 fermetrar. Eins og það er nú, mun húsið kosta um hálfa milljón króna, en eftir er að múrhúða að utan á þrjá vegu. Ýmis félagasambönd sveitarinn- ar hafa staðið að byggingunni, en drýgstan þátt á þar Ung- mennafélagið Máni. ☆ ■ Tíundi aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna var haldinn á ísafirði fyrir skömmu og voru þar rædd ýmis rafmagnsmál og erindi flutt. Lagðar voru fram skýrslur, sem sýndu, að í árslok 1951 nutu 81 af hverju hundraði landsmanna rafmagns. Á næsta ári á sambandið 10 ára afmæli og er þá ráðgert að efna til sam- eiginlegs fundar formanna og Þyrilvængjum flogið í fyrsta sinn austur yfir Atlantshaf Tvœr amrískar þyrilvœngjur komu við í Keflavík á leið sinni til Vestur-Þýzkalands lærði að smíða stöku og kveða kíminn brag' Ekki jók það álit mitt né hróður. Engum þótti kveðskapurinn góður. Þú varst skjólið, móðir mín, því mildin þín vermdi þann veiká gróður. Lífsins kyngi kallar. Kolbítarnir rísa upp úr öskustó. Opnast gáttir allar, óskastjörnur lýsa leið um lönd og sjó. Suma skorti verjur og vopn að hæfi, þótt veganestið móðurhjartað gæfi. Hvarf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín fylgdi mér alla ævi. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga — sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga — þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. ☆ Arabískar konur vinna að heilbrigðismálum Konurnar í Arabaríkjunum og öðrum löndum Litlu-Asíu vinna um þessar mundir brautryðj- endastarf á sviði heilbrigðis- mála, segir danska hjúkrunar- konan ungfrú Eli Magnussen, sem undan farin tvö ár hefir ver- ið ráðgjafi á sviði sjúkrahjálpar við deild alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) í Alexandria. Alls staðar, þar sem ég hef verið — í Pakistan, íran, írak, Transjórdaníu, Sýrlandi, Líba- non, Egyptalandi og Abyssiníu, — hef ég hitt konur, sem vinna markvisst að því að bæta heil- brigðisástandið meðal lands- manna sinna. Starf þeirra er tíðum unnið við erfið skilyrði, en viljinn er fyrir hendi, bæði hjá hinum einstöku ríkisstjórn- um og heilbrigðisyfirvöldunum, sem gera sér ljóst, að endurbóta er ekki von nema því aðeins að góðu hjúkrunarkvennaliði sé í að skipa. Alþjóða heilbrigðismálastofn unin reynir að hvetja ríkisstjórn irnar til dáða með því að koma upp hjúkrunarkvennaskólum hverju landi — skólum, sem laða að sér ungar stúlkur, sem fengið Það var merkilegur viðburður í þróunarsögu flugsins, þegar hinar tvær þyrilvængjur lentu á Keflavíkurflugvelli 29. júlí síðast liðinn eftir 9 stunda og 50 mín- útna flug frá Bluic West I flug- velli á Grænlandi. — „Nú höfum við að baki okkar erfiðasta á- fangann á leið okkar frá Banda- ríkjunum til Wiesbaden í Þýzka- landi,“ sagði flugstjórinn, Vin- cent McGovern, sem er upphafs- maður þeirrar hugmyndar, að fljúga þyrilvængju yfir Atlants- hafið og jafnframt fyrsti maður, sem hefir framkvæmt það. McGovern skýrði fréttamönn- um frá því, að tilgangurinn með lessum flugleiðangri væri að reyna hæfni þyrilvængjanna í langflugi og ganga úr skugga um iað, hvort heppilegra sé að fljúga þeim yfir hafið eða flytja þær með skipi, en að förinni lok- inni verða þyrilvængjurnar af- hentar björgunarsveitum ame- ríska hersins í Þýzkalandi. Innan um ísjaka Þyrilvængjurnar tvær lögðu af stað frá Bandaríkjunum 15. júlí og gekk ferðin tafarlaust til Goose Bay á Labrador, en þar urðu þeir veðurtepptir í níu daga. Þrisvar voru gerðar til- raunir til að halda áfram förinni til Grænlands, en þær urðu að snúa aftur vegna storma og dimmviðris. Á sunnudaginn var svo lagt aftur af stað áleiðis til Grænlands. Fyrri helrning leið- arinnar var veður gott, en er eftir var tæpur helmingur leið- arinnar skall á þoka og var þá ekki hægt að njóta aðstoðar fylgdarflugvélanna, en frá þeim fengu þyr ilvæng j urnar jafnan upplýsingar um stefnu. „Stund- um vorum við ekki nema um tíu fet frá öldutoppunum og milli ísjakanna,“ sagði McGovern og var flughæðin oft um 50 fet og skyggnið um einn kílómeter. Lentu á smáhðTma Þegar nálgaðist Bluie West, tilkynnti loftskeytastöðin þar að þar væri ekki hægt að lenda vegna þess að skyggni væri ekki nema um 100 metrar, en í þann mund sáu flugmennirnir loft- skeytastengurnar á Bluie West 3, en loftskeytamennirir þar, sem heyrðu í þyrilvængjunum, gátu ekki komið auga á þær, svo svört var þokan. Þyrilvængjurnar lentu því á litlum hólma í firðinum og voru flugmennirnir sóttir á vélbát. — Frá Grænlandi var svo haldið til íslands á þriðjudag og gekk sú ferð betur en búizt hafði verið við og voru þyrilvængjurnar á undan áætlun þrátt fyrir það að þær urðu að taka á sig krók og fara suður fyrir Farvel-höfða, þar eð þær komust ekki yfir jökulinn. Næsti áfangi er Prest- wick á Skotlandi, en þaðan er svo ráðið að fljúga til Þýzka- lands. Gœtu farið þetta á 5 dögum Sagði flustjórinn, að ef engin töf yrði vegna veðurs, gætu þyrilflugur farið þessa leið á fimm dögum. Flugtími þeirra frá Bandaríkjunum til Islands var 33 stundir. Lengsti áfanginn er frá íslandi til Skotlands og er búist við að það sé um 10 stunda flug. þyrilflugurnar geta verið á flugi í samfleytt 13 stundir og var það gert mögulegt með því að setja í þær auka brennslu- forðann með varabenzíngeym- um. í hvorri þyrilvængju, sem eru af gerðinni Sikorsky H-19, eru aðeins tveir menn. Með Vincent McGovern er aðstoðarflugmað- ur Harry C. Jeffers og ber flug- vél þeirra nafn leiðangursins “Hop-a-long,” en hin þyrilvængj- an heitir “Whirl-o-way“. Flug- stjórinn er Harold W. Moore og aðstoðarflugstjóri Georg O. Hambrick. Fylgdarfluvélin Þyrilvængjunum til aðstoðar er fylgdarflugvél af gerðinni B 17. Leggur hún að jafnaði klukkustund síðar af stað, en fylgist svo með þeim það sem eftir er leiðarinnar. Flugvél þessi hefir meðferðis björgunarbát, sem hægt er að láta síga niður í fallhlíf. Flugmennirnir á þyril- vængjunum eru búnir björgun arbeltum og vatnsþéttum gúmmí búningum. McGovern sagði að förin hefði gengið að óskum, þrátt fyrir veðurtöfina og sagði að þyril- vængjurnar hefðu reynzt vel við trfið skilyrði. Hann hefir langa leynzlu að baki sér í stjórn þyrilvængja í Kóreu, þar sem hann hefir flogið þeim í björg- unarleiðangrum. Sagði hann að þyrilvængjur hefðu gefið mjög góða raun í þeim tilgangi. —Alþbl., 1. ágúst ritara rafveitusambanda Norður landa, ef tök verða á. ☆ Sumarslátrun dilka var leyfð á föstudaginn og mun slátrun þá hafa byrjað á 20 stöðum. Verð á dilkakjöti er 29 krónur kíló- grammið í sihásölu. ☆ Unnið er að undirbúningi þess að lengja eystri hafnargarðinn á Akranesi, en hann er framan við athafnasvæði væntanlegrar sementsverksmiðju. 1 fyrra var gerður þar grjótgarður og fram- an við hann á að koma lítið steinker, en síðan verður bætt við stóru steinkeri, sem keypt var til landsins 1949. Það ker er 62 metra langt. Nýlega er kominn til Reykja- víkur hópur ballett-dansara frá þremur leikhúsum á Norður löndum og ennfremur indversk dansmær, og hefir Þjóðleikhús stjóri, Guðlaugur Rósinkranz, fengið flokk þennan hingað til danssýninga. Sýnd eru ýmis at- riði úr sígildum ballettum, og nýlega samdir dansar. Frumsýn- ing var á föstudagskvöldið og var dansfólkinu mjög vel tekið. Héðan fer það aftur á laugar- daginn. 1 hópnum eru m. a. Margrethe Schanne frá Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn, Gunnel Lindgren frá Kon- unglegu óperunni í Stokkhólmi, Inga Berggren frá Bæjarleikhús- inu í Malmö, og dansmærin Lilawati frá Kashmir, sem dans- að hefir í flokki Ram Gopals. ☆ íþróttafélag Reykjavíkur hefir keypt skemmtigarðinn Tívolí í Reykjavík og hyggst hafa þar fé- lagsheimili og hefir fengið lof- orð um íþróttasvæði skammt þaðan. Þórunn Jóhannsdóttir hefir haldið hljómleika víða um land að undanförnu við góða aðsókn. Hún fer aftur til náms í Eng- landi. ☆ Samtök listamanna, er nefnast Septembersýningin, opnuðu í gær sýningu í Listamannaskál- anum í Reykjavík, og sýna þar málverk og höggmyndir eftir 12 málara og myndhöggvara. ☆ 1 vikunni, sem leið, fluttu flug- vélar Flugfélags íslands 12 berklasjúklinga frá Angmagsa- lik í Grænlandi til Álaborgar í Danmörku. Katalínu-flugbátur sótti fólk þetta til Grænlands og var í för með því danskur lækn- ir, hjúkrunarkona og aðstoðar- maður. Hér gistu sjúklingarnir á Vífilstöðum og var flogið með þá til Danmerkur daginn eftir. ☆ I júnímánuði s.l. lentu flug- vélar samtals 499 sinnum á Reykjavíkurflugvelli, þar af millilandaflugvélar 17 sinnum og um völlinn fóru nær því 3800 farþegar. ☆ Bæjarkeppni í Bridge var háð á mánudaginn milli Stokkhólms og Reykjavíkur og hafði sveit Bridgemanna frá Stokkhólmi komið daginn áður til Reykja- víkur til keppninnar. Úrslit urðu þau, að Stokkhólmur vann með 127 stigum, en Reykvíkingar hlutu 84. ☆ Akurnesingar og Reykvíking- ar þreyttu bæjarkeppni í knatt- spyrnu og lauk þannig, að Reyk- víkingar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. ☆ Nýlega áttu þeir sextugsaf- afmæli Freysteinn Gunnarsson skólastjóri Kennaraskólans og dr. Björn Karel Þórólfsson skrá- setjari Þjóðskjalasafnsins í Reykjavík. Fjölbreyttari starfshættir Vinnu skólans en nokkru sinni fyrr 1 Vinnuskóla Reykjavíkur starfa nú hátt á þriðja hundrað nem- endur, þar af eru 150 stúlkur og sem næst 120 piltar. Vinnuskólinn er í ár rekinn með fjölbreyttari vinnubrögð- um en nokkru sinni fyrr. Meðal annars má geta þess að samn- ingar hafa fyrir nokkru tekizt milli Reykjavíkurbæjar annars- vegar og Garðyrkjuskóla ríkis- ins í Ölfusi hinsvegar um það, að þangað yrðu sendir vinnuflokk- ar til náms og starfa, eina viku í senn hver flokkur. Þarna eystra hafa nemendurnir fengið að vinna við gróðurhúsastörf, að flokkun á grænmeti og að öðru því er lýtur að alhliða garðrækt og framleiðslu garðávaxta. 1 Garðyrkjustöð Reykjavíkur- bæjar í Reykjahlíð hafa nem- endur Vinnuskólans verið látin vinna að ræktunarstörfum, í Heiðmörk hafa þeir unnið að út- plöntun og vegagerð, og loks hafa tveir flokkar starfað austur á Úlfljótsvatni, en þá jörð á Raf- magnsveita Reykjavíkur svo sem kunnugt er. Auk þessa alls hafa nemend- urnir unnið að ýmsum störfum, sem venja hefir verið að láta þá inna af höndum hér í bænum, eða í nágrenni hans svo sem framræzlu, nýbroti á landi, hirð- ingu leikvalla og skrúðgarða og vinna við sjóbaðstaðinn í Naut- hólsvík. Af nýmælum má geta þess ennfremur að Guðmundur Þor- láksson magister hefir verið ráð- inn til þess að segja til og leið- beina um plöntusöfnun og hvers konar aðra fræðslu á sviði nátt- úrufræði sem vinnuskólanem- endum mega koma að gagni. Til- raun þessi virðist hafa tekizt prýðilega m. a. í því að vekja raunhæfan áhuga og skilning unglinganna á náttúrufræði yfir- leitt, sem er mjög þýðingarmikið atriði. Vinnuskólanefnd Reykjavíkur bæjar sér um starfrækslu skól- ans, en ræktunarráðunautur bæjarins, E. Malmqvist hefir daglega skipulagningu og stjórn skólans með höndum. —VISIR, 8. ágúst — NAFNAGÁTUR — 1. Einn er þar sem eldar loga 2. Annar býr á þiljum voga 3. Þriðji vekur ítum und 4. Fjórði er úr flagi skorinn 5. Fimmti heim af kletti borinn 6. Sjötti trúa senn bar lund 7. Er sjöundi aldrei heima 8. Áttunda má falinn geyma 9. Níundi kom norðan frá 10. Er tíundi allur þveginn 11. Ellefti úr loga dreginn 12. Tólfti fjöllum efst er á. Ráðningar á bls. 8 OPPORTUNITY CALLS In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commcnce Your Business Training immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.