Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT S1LVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954 NÚMER 37 Dr. Richard og Bertha Beck komin heim úr íslands- og Norðurlandaför Kveðjur fró North Dakota Dr. Richad, Beck og forsœtisráðherra, Noregs Oscar Torp Svo sem vitað er, heimsótti Dr. Richard Beck ásamt frú sinni Noreg að áliðnu sumri og varð heimsóknin þeim hjónum með öllu ógleymanleg. Á myndinni sézt Dr. Beck á skrifstofu norska forsætisráðherrans, Oscars Torp, þar sem hann flytur honum og norsku þjóðinni kveðjur frá North Dakotaríkinu, en þar er búsettur fjöldi fólks af norskum stofni; forsætisráðherra þakkar kveðjurnar. Varnarbandalagi komið á fót vegna Suðaustur-Asíu Dr. Richard og Bertha Beck komu heim til Grand Forks úr íslands- og Norðurlandaferð sinni síðastliðinn fimmtudag eftir rúmra þriggja mánaða ferðalag. Höfðu þau alls staðar aft frábærum viðtökum að fegna, og ferðin um allt verið hin ágætasta, eins og þegar er að nokkru kunnugt af blaða- íréttum. Þau dvöldu seinni part sum- arsins á Norðurlöndum, lengst af í Noregi, og mun síðar sagt nanar frá dvöl þeirra á þeim slóðum. En seinustu viku ferða- ^gsins dvöldu þau heima á ís- Hylf- af heilli þjóð Sá sögufrægi atburður gerðist a fimtudaginn var, að 16 ára stúlka, Miss Marilyn Bell, synti yfir Ontariovatnið milli New Yorkríkis og Torontoborgar án Þess að henni yrði meint af og Var þó ærið kalt í vatninu; hún Var á sundi í 20 klukkustundir °g 56 mínútur, en vegalengdin Var 45 mílur. Svo sem vænta mátti hefir canadiska þjóðin hylt þessa ttnklu sundhetju sína, en gjafir Þ^er, sem henni þegar hafa bor- lst, eru metnar á sextíu þúsundir dollara. Maetir í Washington fyrir hönd Manifobabænda Mr. J. T. Monkhouse Hinn 7. þ. m., hófst í Washing- f°n, D.C., fundur með það ^harkmið fyrir augum, að reyna a® komast að niðurstöðum um hverni ghelzt mætti selja þ^r ofbirgðir mjólkurafurða, Sena safnast hefðu fyrir vítt um heim. Fyrir hönd samtaka þeirra, Sem ganga undir nafninu Mani- t°ba Federation of Agricultur and Co-operation, sótti fundinn ^r- J. T. Monkhouse, sem í á- ^instum efnum er viðurkendur Serfræðingur og rak fyrir eigin reikning stórbú í grend við Elie 1 Manitoba fram til síðasta árs; 1 nýlegu viðtali komst Mr. f°nkhouse meðal annars þannig að orði: »Áminstur fundur var mikils- Verð tilraun til þess af hálfu s^ipulagðra búnaðarsamtaka að raða fram úr þeim vandkvæð- Um> sem af ofbirgðum landbún- aðarframleiðslu stafa, einkum þó míólkurafurða“. ,^r- Monkhouse var hlyntur ð^ðurgreiðslu smjörverðs, þar ®ern lágmarksverð yrði trygt rainleiðendum, en hámarksverð neytendum. landi, og var þar aftur, sem fyrri í sumar, afburða vel tekið og margvíslegur sómi sýndur af hálfu ættingja og vina og opin- berra aðila, áður en þau lögðu af stað heimleiðis með Loftleið- um mánudagskvöldið þann 6. september. 1 boði borgarstjóra Reykja- víkur, herra Gunnars Thorodd- sen, skoðuðu þau hitaveitu borgarinnar og Sogsvirkjunina, og fannst mikið til um þau mannvirki. Síðasta föstudagskvöldið, sem þau hjón dvöldu í Reykjavík, hélt dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra þeim veglega kveðjuveizlu, og þakkaði þeim, í nafni ríkisstjórnarinnar, kom- una, og dr. Beck margþætt kynningar- og fræðslustörf hans, en fyrr á sumrinu höfðu þau, ásamt fleiri Vestur-lslendingum, setið boð forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, og frúar hans að Bessastöðum, og einnig boð forsætisráðherra íslands, Ólafs Thors, og frúar hans að heimili þeirra. í boði biskups íslands, dr. Ásmundar Guð- mundssonar, fóru þau einnig fyrr á sumrinu til Gullfoss, Geysis og Þingvalla, en á vegum Eysteins Jónssonar ráðherra fóru þau síðasta sunnudag sinn á íslandi í ferðalag til Strandar- kirkju, Keflavíkur og Hafnar- fjarðar. Laugardaginn áður en þau hjónin hurfu heimleiðis, héldu íslenzkir Goodtemplarar þeim virðulegt« kveðjusamsæti og leystu þau út með stórgjöfum; var dr. Beck við það tækifæri afhent skrautritað ávarp þess efnis, að hann hefði verið kjör- inn heiðursfélagi í stúkunni „Framtíðinni“ í Reykjavík í viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu bindindis- og menn- ingarmála. Síðasta laugardagskvöld sitt á íslandi kvöddu þau hjónin land og þjóð í ríkisútvarpinu og þökk- uðu hinar framúrskarandi ástúð- legu viðtökur, sem þau höfðu hlotið. Öll dagblöðin í Reykja- vík birtu einnig viðtöl við þau hjónin. Fórust „Tímanum“ meðal annars þannig orð í viðtali sínu: „Hingað voru þau hjónin mikl- ir aufúsugestir, ekki aðeins vin- um og ættingjum, heldur og þjóðinni allri. Islendingar þakka þeim fyrir komuna og óska þeim fararheilla. Þau munu ætíð verða velkomnir gestir til ís- lands á ný.“ Annars staðar hér í blaðinu er birt viðtal við þau hjónin, er kom í „Morgunblaðinu“, en í hinum blaðaviðtölunum var mjög slegið á sömu strengi. Átta þjóðir úr austri og vestri, áttu nýlega fund með sér í borg- inni Manila á Filippseyjum og hrundu af stokkum varnar- bandalagi til öryggis þeim þjóð- um, er Suðaustur-Asíu byggja; fundurinn stóð aðeins yfir í þrjá daga og hafði þá náðst fult sam- komulag um öll grundvallar- atriði; að sáttmála þessum eða bandalagi standa, Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Ástralía, New Zealand, Thailand, Pakistan og Filippseyjar. Að fyrirmælum sáttmálans geta fleiri þjóðir orðið öryggis hans aðnjótandi fullnægi þær settum grundvallarskilyrðum og telji sig þurfa á utanaðkomandi aðstoð að halda; sáttmálinn bindur sig að engu við varnir Formosa. Aminstur varnarsáttmáli er í sex meginliðum: 1. Hernaðarlegt bandalag til að verjast sameiginlegri hættu á þeim svæðum, sem sáttmálinn nær yfir. 2. Samstarf hlutaðeigándi þjóða varðandi efnahags- mál og stjórnarfarslega samvinnu. 3. Stofun ráðs, er kvatt geti með skömmum fyrirvara til funda ef þörf krefst og vanda ber að höndum. 4. Ákveðnar merkjalínur verndarsvæðisins. 5. Að vaka jafnan á verði yfir sameiginlegum vel- ferðarmálum og hnekkja ^ illkvitnislegum áróðri utan- aðkomandi skaðsemdarafla. 6. Órofatrúnaður við sáttmála sameinuðu þjóðanna. Brezk stjórnarvöld hafa þegar lokið miklu lofsorði á þenna nýja varnarsáttmála. Suður- Kórea leggur lítið upp úr hon- um, en Rússar og Kínverjar telja hann móðgun við Asíuþjóðir. Hörmungar þjaka kosfi Algeríubúa Hinn 9. þ. m., varð lands- skjálftakippur, er aðeins stóð yfir í nokkrar sekúndur, ellefu hundruðum manna að bana í Norður-Algeríu, auk þess sem þúsundir standa uppi án skýlis yfir höfuð sín. Algería lýtur yfir- ráðum Frakka og hafa frönsk stjórnarvöld þegar leitað ásjár Bandaríkjanna varðandi líknar- ráðstafanir og hafa amerísk stjórnarvöld sent til slysastöðv- anna fatnað, meðöl og sjúkra- umbúðir; telja má víst, að fleiri þjóðir bregðist vel við um stuðn- ing við hinn þjakaða lýð. Borgin Orleansville, er taldi um þrjátíu og tvær þúsundir íbúa varð einna harðast úti og er í rauninni öll flakandi í sár- um. Veðurstofan í Strasbourg telur landsskjálftakipp þenna hinn skæðasta, er Norður- Algería hafi upplifað á síðast- liðnum fjörutíu árum. Eignatjón varð svo gífurlegt, að ókleift hefir fram að þessu reynst að meta það með nokkurri nákvæmni. Andrew Daníelsson Merkur maður lútinn Nýlátinn er í Blaine, Wash., Mr. Andrew Daníelsson, fyrrum ríkisþingmaður, atorkumaður mikill og höfðingi heim að sækja; hann lætur eftir sig konu sína, sem er móðursystir Páls Kolka læknis á Blönduósi. Vafalaust verður þessa merka manns frekar minst við fyrstu hentugleika. Fyrrum húskóla- rektor lótinn Dr. A. H. S. Gillson Síðastliðinn föstudagsmorgun lézt að heimili sínu í Fort Garry fyrrum rektor Manitobaháskól- ans, Dr. A. H. S. Gillson, eftir langvarandi vanheilsu, mikilhæfur menningarfrömuður, fæddur 4. desember 1889. Útför hans var gerð á mánudaginn. Sjá minningargrein á bls. 4 eftir Finnboga prófessor Guðmunds- son. Vill rýmka um alþjóðaviðskipti Eisenhower forseti, sem und- anfarið hefir dvalið sér til hvíld- ar og hressingar í grend við borgina Denver í Coloradorík- inu, hefir átt þar svo annríkt, að um li'tla eða jafnvel enga hvíld hefir verið að ræða; á sunnudaginn boðaði forseti á fund sinn utanríkisráðherrann, Mr. Dulles, er þá var svo að segja nýkominn af Manilaráð- stefnunni, auk þess sem hann í sömu ferðinni heimsótti Tokyo og Formosa; einnig kom þá um daginn til fundar við forseta öryggisráð hinnar amerísku þjóðar vegna þess breytta við- horfs, er skapast hafði í tilefni af árás kínverskra kommúnista á eyjar, er liggja skamt undan ströndum Kína, en eru í höndum Nationalistanna á Formosa. Þessu jafnframt tók forseti til alvarlegrar íhugunar við gesti sína aðstæðurnar til aukinna við- skipta þjóða á milli með það fyrir augum að útrýma tollmúr- um hvar helzt, sem slíku yrði viðkomið. Heimboði hafnað Verkalýðssamtök Rússa, sem ráða sér ekki nema þó að nafn- inu til, fóru þess nýlega á leit við verkamannaflokkinn brezka, að hann sendi erindreka á þing áminstra verkalýðssamtaka á Rússlandi nú í haust; samtök brezkra verkamanna héldu fjöl- mennan fund og höfnuðu heim- boðinu með geisilegu atkvæða- magni og létu þannig ummælt, að verkalýðssamtök Rússa væru eins og viljalaust verkfæri í höndum rússneskra valda- manna. íslcnzkukennsla við hóskólann Islenzkukennsla hefst við há- skólann 20. september að lokinni innritun dagana 15.—18. septem- ber. Nemendur þeir, er hyggja á íslenzkunám í vetur, eru beðnir að koma til viðtals, áður en þeir láta innrita sig. Mun ég verða í skrifstofu minni innritunardag- ana, herbergi nr. 207 í Arts- byggingunni. Finnbogi Guömundsson Þögnin fær seinasta sönginn Ég kveð úti á mínum kvisti og kæri mig lítt um það ef drottinn hlýðir á hljóminn. þó hlust leggi fálr að. Sem þrösturinn glaði ég þreyti við þögnina mína raust, og þögnin fær seinasta sönginn, því senn er nú komið haust. Ef mey hefur reikað um rjóður og rödd minni hlýtt um stund og gengið síðkveldis sælli á svefnsins og draumanna fund. Ég hóf ei til'einskis úti í eyðiskóginum raust, því geng ég, er gránar vangur, glaður á fund við þig haust. Páll Guðmundsson Ferjan yfir Mjósundin senn iekin í noikun Nú er svo komið, að innan skamms tíma verði hin mikla ferja yfir Mjósundin (The Narrows) á Manitobavatni tekin til reglubundinna afnota,, en slíka samgöngubót hafa íbúarnir norður þar lengi þráð; frá dagsetningu, er ferjan tekur til starfa, hefir enn eigi verið skýrt. Myndina hér að ofan, sem The Interlake Weekly Observer góð- fúslega lánaði Lögbergi til birtingar, tók Mrs. Stína Goodman á Lundar, og sézt ferjan ásamt umhverfi að Steep Rock. Þingmaður St. George kjördæmisins í fylkisþinginu, Mr. Chris. Halldórsson, barðist djarflega fyrir framgangi þessa máls og þarf eigi að efa að árvekni hans í þessu efni verði að makleikum metin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.