Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1956 Úr borg og bygð Steindór J. Steindórsson yfirkennari við Menntaskól- ann á Akureyri, flytur erindi á vegum Þjóðræknisfélagsins og sýnir tvær stuttar hreyfi- myndir frá íslandi í sam- komusal Fyrstu lútersku kirkju, á miðvikudagskvöldið kemur, 17. okt. kl. 8.30. Öllum heimill aðgangur. —Samskota verður leitað. ☆ Deildin FRÓN hefir ákveðið að halda næsta skemtifund sinn í Sambandskirkjunni, Sargent og Banning á mánu- dagskvöldið hinn 5. nóvember næstkomandi. — Vönduð skemtiskrá. Frekar auglýst síðar. ☆ Gefin saman í hjónaband að prestssetrinu í Selkirk, 403 Superior Ave., laugard. 6. okt. Robert William Bedard og Carol Jean Fingler, bæði til heimilis í Selkirk. Svaramenn voru Miss Violet Edna Burling og Mr. James William Grove. Séra Sigurður Ólafs- son gifti. ☆ Mr. Leifur Hallgrímsson lögfræðingur frá Ottawa kom til borgarinnar á föstudags- kvöldið var og dvaldi hjá móður sinni, Mrs. T. L. Hall- grímsson, 805 Garfield St., en á mánudaginn fór hann vestur til Calgary og Edmonton í er- indum fyrir tekjuskattsráðu- neytið, en hann er, sem kunn- ugt er, fulltrúi við lögfræð- ingadeild þess. ☆ Mr. og Mrs. Ed. Stephenson frá Morden, lögðu af stað í heimsókn til sonar síns á Eng- landi, sem þar stundar fram- haldsnám, að loknum upp- skeru önnum í bygðarlagi sínu. ☆ Mr. H a r a 1 d Stephenson deildarstjóri hjá T. EATON félaginu í Montreal, kom til borgarinnar í lok fyrri viku í heimsókn til móður sinnar, frú Önnu Stephenson og eins í erindum félags síns; hann hélt heimleiðis á mánudaginn. ☆ — DÁNARFREGN — Látinn er nýlega í Árborg John Holm 58 ára að aldri; hann var jarðsunginn af séra Sigurði Ólafssyni presti Sel- kirksafnaðar. ☆ Tvö herbergi til leigu að 626 Agnes St. — Nánari upp- lýsingar gefur Mrs. Brian Thorgrímsson. Sími SP 5-2654. í kveðjuljóðinu til séra Braga Friðrikssonar og frúar eftir Mr. V. J. Guttormsson, sem nýlega var birt hér í blaðinu, slæddist inn prent- villa í þriðju ljóðlínu ellefta erindis, en þar stóð: Eg skal það lá þo langi ykkur heim, en á að vera: „Ei skal það lá þó langi ykkur heim til landsins kæra og vinafjöldans góða.“ ☆ Þann 18. þ. m. eiga hjónin Halldóra og Guðmundur Bjarnason, Ste. 17, Moorgate Apts., Winnipeg, Man., 50 ára giftingarafmæli. Börn þeirra hafa ráðgert að minnast þessa dags með því að bjóða vinum og kunningjum til samfunda með foreldrum sínum að heimili sonar þeirra og tengda dóttur, Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason að 1010 Garfield St., Winnipeg — frá kl. 2,30 til 5 og 7.30 til 10 e. h. fimtu- daginn 18. okt. 1956. ☆ Mr. Benedikt Ólafsson mál- arameistari kom heim úr þriggja vikna ferðalagi ásamt frú sinni og dóttur um miðja fyrri viku eftir að hafa heim- sótt Seattle, Wash., og ýmissar fleiri borgir í Bandaríkjunum. ☆ Þeir bræður Oddur Ólafs- son, fyrrum fylkisþingmaður, og Kristján bróðir hans frá Riverton, voru staddir í borg- inni á föstudaginn var. ☆ Athygli skal hér með leidd að því, að í fréttagreininni, sem birt var í Lögbergi 6. september s.l., „Hátíðleg at- höfn í lútersku kirkjunni að Silver Bay“, höfðu fallið úr nöfn þeirra, sem gáfu altarið, en það voru Gíslason’s-syst- kinin, er það gerðu í minn- ingu um Björn bróður þeirra. ☆ Séra Eric H. Sigmar, séra Ólafur Skúlason og Mr. Ray Vopni, ásamt frúm þeirra, lögðu af stað á fimmtudaginn s.l. bílleiðis til Harrisburg, Pennsylvania til að sitja þing United Lutheran Church 9.—17. Þar kemur til móts við þá Mr. Hálfdán Thorláksson, og eru þeir allir fulltrúar ís- lenzka kirkjufélagsins á þingi. Þeir eru væntanlegir til baka 20. október. ☆ Mr. Elías Elíasson tré- smíðameistari frá Vancouver, B.C., sem dvalið hefir hér um slóðir síðan um íslendinga- daginn á Gimli, hélt heimleið- is síðastliðinn fimtudag; heim- sótti hann fjölda vina hér í MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir Samskotin við báðar guðs- þjónusturnar í Fyrstu lút- ersku kirkju næstkomandi sunnudag, 14. okt., renna í byggingarsjóð elliheimilisins Betel á Gimli. ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heights — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, October 14th: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14 október: Ensk messa^kl. 11 árd. Umtalsefni: Elliheimilið Betel og þarfir þess. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólaísson borg og eins í Nýja-lslandi og kvaðst haft hafa ósegjanlega ánægju af dvölinni hér eystra. ☆ — DÁNARFREGN — Sunnudaginn 30. september síðastliðinn lézt á Royal Jubilee sjúkrahúsinu í Vic- toria, B.C., Mrs. María Kristín Gunnlaugsson, ekkja Björns Gunnlaugssonar, 3920 Shorn- cliffe Road, Victoria, fyrrum til heimilis í Winnipeg. Hún lætur eftir sig dóttur, Mrs. M. A. Paulson í Victoria og barnabörn, Raymond og Maríu. Útförin var gerð á miðviku- daginn 3. október kl. 2 síð- degis frá Thomson Funeral Chapel. Rev. C. C. Janzow flutti kveðjumál. Jarðsett var í Royal Oak Burial Park. ☆ — CORRECTION — to Betel Building Fund published in Lögberg Issue September 27th 1956. Rev. S. Ólafsson, Selkirk, Manitoba, $30.00. Should be: Rev. S. Ólafsson, Selkirk, Manitoba, $50.00. The Women’s Association of tþe First Lutheran Church will hold their Annual Coffee Party and Tea in the Eatons Assembly Hall Monday Oct. 15th, from 11.30 A.M. to 4.30 P.M. General Convenors: Miss H. Josephson and Mrs. J. Ingi- mundson. Tea Table Captains: Mrs. P. Goodman, Mrs. L. Johnson, Mrs. E. H. Isford. Home Cooking and Cooked Meata: Mrs. H. Benson, Mrs. H. Olsen. Handicraft: Mrs. H. Bjarna- son, Mrs. E. Helgason, Mrs. J. G. Johnson, Mrs. O. V. Ólafs- son. ☆ Icelandic Canadian Club The Icelandic Canadian Club will open the season with a social evening to be held Monday 15th of Oct. in the lower auditorium of the Unitarian Church at Sargent and Banning St. Members are urged to come and bring their friends. Refreshments will be served. L. Vopnfjord ☆ Á gistihúsinu: Gesturinn við þjónustustúlkuna: —„Hvernig stóð á því, að þér færðuð mér í morgun svartan og brúnan skó?“ Þjónustustúlkan: — „Eh hvað þetta er skrýtið. Þér eruð annar gesturinn, sem kvartið yfir þessu í dag.“ ☆ Hjá sálfræðingnum: Konan mín hefur fengið minnimátt- arkenn1. Hvernig er hægt láta hana varðveita hana? Vér högnumst öil viS aS eiga voldugt hraust bæjarfélag. Oss er þaS ljóst, aS 36 stofnanir, sem Líknareamlag Winnipegborgar stySur, eru allar nauSsynlegar til viShalds sliks bæjarfélags . . . Oli tillög, smá og stór, miSa aS því hámarki, sem óumflýjanlegt er til starfrækslu slfkra stofnana. GEFIÐ SANNGJARNAN SKERF, er sjálfboðinn drepur á dyr. Plenty of HOT WATER at all times with a WATER HEATER from CITY HYDRO MrCLARY EVERDUR COPPER MCWLAK T WATER HEATERS with a 25 YEAR GUARANTEE against leakage • Two immersion type heaters thermostatically controlled. • 3 inch fibreglass insulation. • White and gold baked enamel casing • 30 and 40 Imperial gallons. Monthly Payments As Low As S^.OO Dislribuled in Winnipeg by General Sleelwares Ltd Installation Within 24 Hours BEL-AIR glasslined 1 WATER HEATERS with a 5 YEAR GUARANTEE • Two immersion type heaters thermostatically controlled. • No danger of rust in water. • 3 inch fibreglass insulation. • 22% and 30 gallon sizes. • Installation within 24 hours. Single Heater Models Double Heater Models $99-50 up $| | ^.50 "P Manufactured by Greensteel Industries Ltd., Winnipeg PORTAGE, east of Kennedy ð PHONE 96-8201

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.