Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. APRÍL 1958 Fréttabréf úr Borgarfirði hinum syðri Herra ritstjóri, Einar Páll Jónsson. Heiðraði Vestur-íslendingur! Enn einu sinni vildi ég reyna að taka saman einhvern fréttatíning og senda þér, ef þú vildir nýta hann í blaðið. En fyrst vildi ég óska þér til hamingju með hið merka af- mæli Lögbergs. Þér og blaði þínu óska ég langra lífdaga. Þá vildi ég þakka þér fyrir blaðið, sem ég hef fengið með skilum. Nú er orðið langt síðan ég ætlaði að reyna að senda þér línu, en hefi aldrei getað komið því í verk, því jafnan hefir eitthvað annað kallað að, og enn er tíminn takmarkaður og getan næsta lítil til skrif- starfa. Síðasta bréf mitt til þín sá ég að eitthvað hafði gengið úr skorðum, én ekki sé ég mér fært að reyna að leiðrétta það. Um árið 1957 og það, sem af er þessu ári, mætti víst margt segja. En mig vantar allt í það, að gera því nokkur við- hlýtandi skil. Varð aðeins að tína fram það, sem í hugann kemur jafnótt og ég festi það á blaðið. Veturinn 1957 var snjóþungur frá því um miðj- an janúar og fram undir lok marzmánaðar- Snjór var illa lagður, svo að hagar voru engir, nema snapir fyrir hross þar sem bezt var. Vorið var fremur gott og fénaðarhöld urðu góð. Gras- spretta varð í góðu lagi. Sláttur byrjaði snemma og heyskapartíð varð fádæma góð. Allan júlímánuð var sam- felld blíðskapadtíð, og voru sumir búnir að fylla hlöður í júlílok. Ágústmánuður var vætusamur, en þó spratt háin á túnunum, og með september kom blíðan á ný, og varð hey- fengur bæði afburða mikill og góður. Garðauppskera varð misjöfn; sums staðar mjög lé- leg, en sæmileg annars staðar- Haustið var kalt, en hrakviðra lítið. í byrjun vetrar hlóð snögglega niður miklum snjó, og varð að taka allt fé á inni- stöðu um tíma, en snjóinn tók UPP og nóvember var góður, oftast þýður, en oft úrkomur, en fé gekk þá aftur sjálfala, þar til aftur fór að snjóa fyrri- hluta desembermánaðar, en síðan hefur verið alger inni- staða á sauðfé, og hrossum gefið. Og enn er mikill snjór og klammi á jörð og slæmt á högum. Samgöngur voru mjög erfiðar, og fram að þessu hafa verið mikil snjóalög víða um land t. d. í Skagafirði og Eyja- firði og víðar. Fréttir fóru að berast út úr landinu um það, að hross væru komin hér að dauða af hungri og harð- rétti; en slíkar fréttir munu ekki hafa haft við neitt að styðjast, því hvergi er talað um fóðurskort, og yfirleitt munu menn hafa verið í bezta lagi undir vetur búnir í haust. RUNNUM, 14. MARZ 1958 Heilsufar hefur verið gott hér í héraðinu. Væg inflúensa hefur þó stungið sér niður hér og þar, en aðrar pestir hafa varla heyrzt nefndar. Tvö börn létust af slysum í hérað- inu á síðastliðnu sumri með stuttu millibili. Á Högnastöð- um í Þverárhlíð náði lítið barn í eiturlög, sem það drakk og beið bana. Það var nýlega flutt á heimilið, og veit ég engin deili á því. Á Hofsstöð- um í Stafholtstungum var drengur að teyma hest, sem fældist með drenginn fastan í taum og lemstraðist dreng- urinn svo að hann beið bana. Foreldrar drengs þessa voru Sigurjón Einarsson, ættaður austan úr Flóa og kona hans Steinunn Sveinsdóttir, vestan frá Breiðafirði. Þau hjón voru um skeið búsett hér í Reyk- holtsdal, með gróðurhús á Kleppjárnsreykjum, en fluttu þaðan austur í Hveragerði- Þar veiktist Sigurjón og dó eftir langa og þunga legu. Drengurinn var elzta; barn þeirra hjóna. Eins og að líkum lætur hefur margt fólk látizt hér á landi síðan ég skrifaði síðast og verður fátt af því talið hér. En ég vildi þó nefna hér nokkur nöfn þeirra, er látizt hafa, og líkur eru til að ý m s i r Vestur-lslendingar kannist eitthvað við: Guðrún Jónsdóttir, frá Húsa felli í Hálsasveit, dó að Gils- bakka í Hvítársíðu 7. júní 1957. Hún var orðin háöldruð og farin að heilsu og kröftum. Þau Gilsbakkahjón, Sigurður Snorrason og Anna Brynjólfs- dóttir, tóku Guðrúnu til sín í fyrrahaust, er heimilisástæður voru þannig á Húsafelli, að ekki var hægt að veita henni þá aðhlynningu, sem hún þurfti með- Hún var jarðsett á Gilsbakka 14. júní. Guðrún var vel greind og gædd sérstakri dulargáfu, vinföst og vinsæl. Skyldfólk hennar er beggja megin hafsins, og munu marg- ir við hana kannast. Hinn 25. maí s.l. varð Guð- mundur Jónsson bóndi á Hvít- árbakka bráðkvaddur. Hann var staddur á fundi í Borgar- nesi er hann lézt. Guðmundur var fæddur Borgfirðingur, en fluttist ungur drengur burtu úr héraðinu með föður sínum, Jóni Guðmundssyni, og ólst upp hjá honum í nágrenni Reykjavíkur. Jón var póstur (austanpóstur). Guðmundur menntaðist vel bæði hérlendis og erlendis. Hann kom svo aftur hingað í héraðið full- þroska, ungur og glæslegur maður, bjartur yfirlitum með heiðríkju í svip og drengilegur í fram komu. Fyrst réðst hann starfsmaður hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar og síðan var hann verkstjóri við ýmsar vegagerðir hér í héraðinu. En keypti svo Ytri-Skeljabrekku í Andakíl og hóf þar búskap- Hann kvæntist Ragnheiði Magnúsdóttur frá Gilsbakka í Hvítársíðu, alsystur Steinunn- ar ■ núverandi biskupsfrúar, sem margir Vestur-íslending- ar munu kannast við. Heimili þeirra á Brekku varð strax hið glæsilegasta og til fyrirmynd- ar úti sem inni. Frá Brekku fluttu þau síðar að Hvítár- bakka í Bæjarsveit og settu brátt svip sinn á þann stað. Með húsabótum og stórfelld- um jarðabótum varð Hvítár- bakkinn að stórbýli í höndum þeirra. Þau hjón þóttu óvenju samstæð og samhent, og fannst mér varla hægt að hugsa sér annað þeirra án hins. Ég hygg að Guðmundur á Hvítárbakka hafi átt stærri og bjartari framtíðardraum en títt var um unga samtíðar- menn hans, og hafi þó fengið að sjá óvenju margar af sínum æskuhugsjónum rætast bók- staflega. Hann fékk að lifa það, að sjá menntun og menningu aukast, húsakynni stórbatna, túnin margfaldast að stærð og gæð- um, vatnsorkuna beislaða til morgs konar nota og lífsþæg- inda, árnar brúaðar, vegi lagða um landið, síma lhgða inn á flesta bæi í héraðinu, félags- heimili rísa upp í mörgum sveitum og vélar teknar í notkun á hverju heimili- Og margt fleira mætti nefna, t. d. að sjá áhuga vakna fyrir skóg- rækt hjá alþjóð og víða vaxa unga kvisti úr jörðu, þar sem áður var enginn fyrir. Og Guðmundi veittist sú gæfa að vera jafan í fremstu röð þeirra manna, sem mest og bezt hafa starfað að framgangi þessara framfaramála. Þótt Guðmund- ur væri kappsmaður og kæmi víða við sögu, þá hélt hann skildi sínum hreinum, og hlaut hvers manns traust og hylli. Hann óx af hverju sínu starfi og þroskaðist til meiri starfa, og yrði oflangt mál að telja hér störf Guðmundar á Hvít- árbakka. Þau Hvítárbakka- hjón eignuðust tvo prýðis vel gefna og glæsilega syni, sem báðir eru hinir mestu efnis- menn. Yngri sonurinn, Jón, var orðinn bóndi á Hvítár- bakka á móti foreldrum sín- um, og býr þar nú á móti móður sinni. Það virðist sem allt hafi snúist Guðmundi til hamingju. Að síðustu fékk hann að hníga með sæmd að velli, áður en starfsorka hans færi að bila fyrir aldurssakir. Og merki hans stendur þótt maðurinn félli. Hann var jarð- settur að sóknarkirkju sinni Bæ í Bæjarsveit hinn 1. júní. Útför hans mun hafa verið ein hin fjölmennasta og virðuleg- asta, sem um getur í þessu héraði og þótt víðar væri farið. Sigurður Jakobsson á Varmalæk dó af heilablæð- ingu 28- febrúar ssíðastliðinn og var jarðaður að Bæ 6. marz að viðstöddu fjölmenni. Sig- urður bjó lengi með móður sinni á Varmalæk. Hann var dugnaðar bóndi, skýrleiks- maður, traustur og vinsæll, og naut jafnan mikils trausts og álits allra er hann þekktu. Um áratugi var hann oddviti síns hrepps og til dauðadags. Jafn- an þótti sæti Sigurðar vel skipað. Hefur þannig verið stórt skarð höggvið í fylkingu bænda í þeim hreppi, þar sem ekki var árið liðið frá því er Guðmundur á Hvítárbakka lézt, sem var meðal annars bæði hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður sveitarinnar, en Sigurður oddvitinn- Þorbjörn Sveinbjarnarson lézt af lungnakrabba í sjúkra- húsi Akraness 31. janúar 1958. Hann var síðast til heimilis á Ytra-Hólmi hjá Pétri Ottesen alþingismanni. Þorbjörn var frá Sigmundarstöðum í Hálsa- sveit, og um skeið Vestur-ís- lendingur, og munu margir í Vesturheimi kannast við hann, svo varla er þörf á að gera frekari grein fyrir honum. Oddný Jónsdóttir í Borgar- nesi, sem komin var hátt á tíræðisaldur, lézt á síðastliðnu vori. Hún var búin að vera ekkja í háa herran tíð. Teitur maður hennar drukknaði í Borgarfirði ásamt tveimur börnum þeirra hjóna. Þau hjón voru með þeim fyrstu er byggðu íbúðarhús í Borgar- nesi. Gunnar S. Hlíðar Íézt af slysi. Hann var póst- og sím- stöðvarstjóri í Borgarnesi, og var að gera við símalínu. Féll úr símastaur og beið bana af. Hann var sonur Sigurðar Ein- arssonar Hlíðar yfirdýralækn- is í Reykjavík, sem lengi var þingmaður Akureyringa. — Gunnar var dugnaðar- og á- hugamaður, en veill til heilsu. Sigríður Helgadóttir, ekkja eftir Hallgrím Níelsson á Grímsstöðum, átti 100 ára af- mæli 15- janúar s.l. En lifði skamma hríð eftir það. Hún var komin til Reykjavíkur og var þar hjá dóttur sinni Sig- ríði og tengdasyni Lúðvík Guðmundssyni skólastjóra við Handíðaskólann. Þau Gríms- staðahjón bjuggu langa hríð á Grímsstöðum stórbúi og þóttu mikil sæmdarhjón. Hallgrím- ur var bróðir þeirra Haraldar Níelssonar prófessors og Sveins er lengi bjó á Lamba- stöðum á Mýrum. En Sigríður var frá Vogi á Mýrum- Salomon Heiðar skrifstofu- stjóri og tónskáld í Reykjavík lézt í maí s.l. Hann var Hvít- síðingur að uppruna fæddur í Síðumúla 18. ágúst 1889; sonur hjónanna Runólfs Þórðarson- ar og Helgu Salomonsdóttur, er þar bjuggu þá. Salomon Heiðar samdi fögur sönglög og var vel látinn. Jón Sigurðsson í Hraunsási í Hálsasveit dó þann 11. maí 1957 af meini í höfðinu, heila- æxli. Hann var búinn að fara til Kaupmannahafnar til upp- skurðar og virtist batna, var kominn til heilsu aftur er meinið tók sig upp og reynd- ist ólæknandi. Jón var greind- ur vel og dugandi, álitsmaður og drengur góður. Fyrir nokkr um árum tók hann við jörð og búi af föður sínum, Sigurði Bjarnasyni, og kvæntist Aðal- heiði Jóhannesdóttur frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, sem lifir mann sinn ásamt einkasyni þeirra hjóna, Sig- urði. Sigurður eldri er allvel ern, en þó farinn að gefa sig til starfs, en hress og rólfær vel. Hann var t. d. við jarðar- för Sveinbjarnarsonar, þótt þá væri norðan hvassviðri, en þeir Þorbjörn og Sigurður voru fermingarbræður, að ég held; komnir hátt á níræðis- aldur. Síðastliðið sumar lézt í Reykjavík Guðrún Sigurðar- dóttir frá Stóra-Fjalli í Borg- arhreppi, var um sextugt. Vann við verzlunarstörf í Reykjavík. Hún var systir Einars bónda á Stóra-Fjalli- Geirfinna Jómundsdóttir frá Örnólfsdal dó úr lungna- bólgu, er hún fékk upp úr inflúenslu í haust. Hún var gift Ingibjarti Bjarnasyni frá Litla-Lambadal í Isafjarðar- sýslu. Þau bjuggu fyrst í Sel- haga í Stafholtstungum í Mýrasýslu, en fluttust þaðan fyrir nokkrum árum austur í Árnessýslu og þar dó Geir- finna frá hóp af ungum börn- um þeirra hjóna. Ingibjög Sigurðardóttir frá Andakíl lézt á Akranesi. Hún var vökukona við sjúkrahúsið á Akranesi, mjög vel látin stúlka. Hún var ógift og barn- laus. — Svona mætti víst lengi telja, því flesta daga er verið að útvarpa dánarfregnum og jarðarförum, svo að ég hætti mér ekki lengra út í þá sálma. Brunar hafa margir orðið. Á síðastliðnu sumri er talið að í kringum fimmtíu hey- brunar hafi orðið hér á landi, og fjöldi af ýmis konar hús- um hefur brunnið. Síðastliðið vor brann nýbyggður, mikill og vandaður sumarbústaður hjá Hreðavatni í Norðurárdal, sem Halldór H. Jónsson átti. Halldór er sonur Jóns sál. Björnssonar frá Bæ og eftir- lifandi konu hans Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli í Stafholtstungum. Halldór er arkitekt í Reykjavík. íbúðar- húsið á Draghálsi í Svínadal brann til kaldra kola á gaml- árkvöld. Fiskverkunarstöðin Heimaskagi á Akranesi brann og varð þar mikið tjón. Nefni ég þetta aðeins sem sýnishorn. Minnsta kosti tvö morð hafa vHí’ið framin síðan ég skrifaði Lögbergi síðast. Ung stúlka, Koncordía Jónatansdóttir, var myrt á Garðyrkjuskólanum í Hveragerði af ungum manni, og nú nýlega var ung kona í Reykjavík myrt af elskhuga sínum. Auk þess er vitað um eitt manndráp í Reykjavík, þar sem maður var barinn í hel. Á síðustu misserum hefur talsvert borið á að börn hafi fæðzt vansköpuð, t. d- með / / ' V-.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.