Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1958 7 gott, að ekkert óhapp skyldi koma fyrir, en — það var nú samt sem áður leiðinlegt að verða ekkert var við þessa stórkostlegu sprengingu! Síð- an hefir fólkið reynt að bæta þetta upp, með því að safna steinabrotum úr klettinum og selja þá ferðamönnum sem minjagripi. Og það vildi nú svo vel til að fjöldi ferða- manna var hjá þeim, hafði komið þangað til þess að horfa á hinn stórkostlega at- burð, en ekki fengið að sjá neitt né heyra. Það var þó bót í máli að geta komið heim með stein úr óhappaklettinum, sem sprengdur var! í Vancouver-borg, sem var tíu sinnum lengra frá sprengi- staðnum, urðu vonbrigðin auðvitað enn meiri. Skömmu eftir að sprenging- in var um garð gengin, gerði gríðarlega mikla skúr. Menn gátu þess til, að þetta væri sjávarvatnið, sem sprenging- in hefði þyrlað í loft upp, og félli nú til jarðar aftur. Þannig fór þá um þessa mestu sprengingu, sem gerð hefir verið á jörðinni, þegar undanteknar eru kjarna- sprengingar. Hún varð ekki jafn mikilfengleg og menn höfðu búizt við. En hún hafði tekizt vel. Kollarnir tveir, sem verið höfðu á klettinum, möl- uðust sundur við sprenging- una, og nú er kletturinn svo lágur og djúpt á honum, að hann verður ekki skipum að grandi. En fyrirtækið var nokkuð dýrt, það kostaði 3,200,000 dollara.—Lesb. Mbl. HALLDÓRA GRÍMSON, 2314 Elliott Avenue, Seattle, Washington: Sprengingin mikla Norðan við miðja Vancouver ey er fjöldi eyja milli hennar og meginlandsins og eru þröng og straumhörð sund milli þeirra. Ein af stærstu eyjunum þarna heitir Quadra- ey og sundið á milli hennar og aðaleyjarinnar er k a 11 a ð Þrengslin. Þar í sundinu var klettur, sem nefndur var Ripple Rock. Síðan 1875 höfðu 20 skip farizt á þessum kletti og 114 menn drukknað. Nú er þetta mjög fjölfarin leið, svo talið er að um 2000 skip sigli um Þrengslin á hverju ári. En með auknum siglingum jókst stöðugt hætt- an af þessum kletti, sem alltaf var á kafi í sjó og sást því ekki- Árið 1931 kom fram tillaga um að sprengja klettinn, svo að þarna yrði örugg skipaleið. Iðnrekendur á Vancouver-ey mótmæltu þessu þegar í stað. Þeir vildu að sundin milli eyjarinnar og meginlandsins væri brúuð og þá væri ágætt að hafa þennan klett til að tylla brúnni á hann. Þessum mótmælum var þó ekki sinnt, og á árunum 1943—1945 voru gerðar tvær tilraunir að sprengja klettinn. Þangað voru sendir prammar og kafar ar, sem boruðu holur í klett- inn og settu í þær dynamit. En báðar tilraunirnar mistók- ust, en höfðu kostað rúmlega 1 milljón dollara. Skammt frá klettinum var lítil ey, sem heitir Maude. Verkfræðingar komu nú fram með þá tillögu, að grafa skyldi holu niður í þá ey, nokkuð niður fyrir sjávarbotn, og göng úr henni út undir klett- inn (2,300 fet) og koma þar fyrir meira sprengiefni en nokkru sinni hefði verið notað við slík sprengingu. Verkið var svo hafið 1955. Voru grafin göng niður fyrir sjávarbotn og þaðan út undir kletinn. Síðan voru grafin tvö göng upp í hann og efst í þeim komið fyrir 1375 lestum af þrúðtundri (nitramex 2H) og göngin síðan fyllt af sand- pokum, svo að sprengingin færi ekki sem skot eftir þeim. Ákveðið var að sprengja klettinn að morgni 5. apríl s.l. Voru þá gerðar margar varúð- arráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slys, því að menn vissu ekki hve öflug spreng- ingin mundi verða, né heldur hvernig hún mundi haga sér. Öllum var var bannað að vera nær sprengistaðnum en 5 km., nema hvað blaðamenn fengu að vera í prömmum skammt frá sprengistaðnum, og urðu þó allir að undirrita áður yfir- lýsingu um, að þeir gerðu þetta á eigin ábyrgð, og ættu enga kröfu á ríkið þó illa færi. Úr tveimur næstu þorpum, Bloedel og Duncan Bay, voru allir íbúar fluttir, og sterkur lögregluvörður var haldinn á öllum vegum þar í nánd, en flugvélum bannað að koma þar nærri. hjó Vancouver-ey Lítiði eitt norðar með sund- inu er bær, sem heitir Camp- bell River. Þar var mikill við- búnaður. Þar eru 3500 íbúar og höfðu þeir glugga á hús- um sínum opna til vonar og vara, ef mikill yrði loftþrýst- ingur af sprengingunni. Tíu sjúkrabílar voru þar á götun- um og margar hjúkrunarkon- ur viðbúnar að hjálpa ef slys bæri að höndum. 1 Vancouver, sem er stór borg á meginlandinu um 150 km. frá sprengistaðnum, var og mikil eftirvænting hvernig sprengingin mundi ganga. Þar sást varla maður á ferð á göt- um úti, og var það óvanalegt í góðu veðri á laugardagsmorg- un. En fólkið kaus að vera heima hjá sér, eða þá í búðun- um, og hlusta á útvarp og sjónvarp frá sprengingunni. Annars var búist við því að drunur frá sprengingunni mundu heyrast þangað. Um morguninn var þykkt loft og lágskýjað, og vegna þess voru verkfræðingarnir að hugsa um að hætta við sprenginguna. Þeir óttuðust að skýin mundu stöðva loftþrýst- inginn og af því gæti orðið ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar. En svo tók að létta og klukkan 9V2 var komið svo bjart veður að þeir afréðu að fresta ekki verkinu. — Rafmagnsleiðsla hafði verið lögð út í Maude- ey og með rafmagnsstraumi skyldi kveikt í þrúðtundrinu. Svo var stutt á hnapp. Sam- stundis heyrðust þungar drun- ur, og svo kom gos upp úr sjónum, voldugt og æðisgeng- ið og náði fljótt 800—1000 feta hæð. Það var sjór og mylsna úr klettinum og nokkrir stórir steinar inn á milli. Efst var sem grænleitt ský, er náði þvert yfir sundið. Rákettum var skotið upp í loftið og voru þær látnar mæla loftþrýsting- inn, sem varð af gosinu. En þetta stóð ekki nema örstutta stund. Gossúlan féll jafn skyndilega og hún hafði risið, en súr eimur fyllti loftið allt um kring. Flóðöldur risu og bárust þvert yfir sundið til beggja landa, en þær foru ekki nema 8 feta háar og ollu ekki neinu tjóni. Prammarnir, sem blaðamenn voru í, skoppuðu upp og niður og pokkrum smá steinum rigndi yfir þá, en ekkert slys varð af því. Jarð- skjálftamælum hafði verið komið fyrir víðsvegar, en svo undarlega brá við, að þeir höfðu varla hreyfzt. Það er ef til vill ekki rétt að segja, að fólkið í Campbell River hefði orðið fyrir von- brigðum. Sennilega væri rétt- ara að segja að það hefði slopp- ið vel, því að það heyrði ekki sprenginguna og sá ekki gosið. Þegar það vissi að allt hlaut að vera um garð gengið, lok- uðu menn gluggum sínum, hjúkrunarkonurnar fóru heim og sjúkravagnarnir hurfu af götunum. Það var sannarlega Mismunandi Menn hafa mjög ólíkar og mismunandi skoðanir og hug- myndir. Það er álitin mikil blessun að hafa nóg af því, sem maður þarf að nota. Sumir halda því fram, að margt illt stafi af skorti, og aðrir halda að auður gefi mikla ánægju og öryggi. Og það er víst alveg satt, að á margan hátt hefur mikill auður og skraut stór áhrif. Sumir menn eru ekki og verða aldrei ríkir ,en þeir hafa bara nóg af því, sem þeir þurfa að nota, en eru þó vel ánægðir með það, er þeir hafa. Ríkir heldrimenn hafa sinn félagsskap og nota auðæfin á margs konar hátt til að fá óskir sínar uppfylltar. Ungur, ríkur maður nokkur var í veizlu hjá vini sínum. Og þar mætti hann ungri mjög fallegri stúlku. Ríki maðurinn varð ástfanginn í meyjunni, og hann bað henn- ar, til að verða konan sín; en hún neitaði honum af því hún var trúlofuð. En ríki maður- inn vildi giftast henni og vildi endilega að hún kæmi heim með sér. Hann áleit, að þegar hún hefði alla hluti eins og henni þóknaðist, og hún færi að nota auðæfin og hið mikla skraut, sem hann ætlaði nátt- úrlega að gefa henni, þá hefði það áhrif á hana, og hún yrði snortin af hinum dýrmætu gæðum auðsins, og kynni þá að meta þau, og þá mundi hún að sjálfsögðu vilja giftast sér. Það varð úr að hún fór með honum. Þegar stúlkan kom í hús ríka mannsins, þá fannst henni fátt um glaðværðina, glamrið og skrautið, og var ekki hrifin af skrautinu, sem ríki maður- inn gaf henni. Hún hafði allt annan skilning en hann á gildi elskunnar. Hún vissi, að hann gat ekki gefið henni sanna gleði og ánægju, og hún varð ekki ástfangin í ríka manninum. Hún fór heim og giftist elskhuga sínum. hugmyndir Stúlkan kærði sig ekki um þau auðæfi, sem gáfu henni ekki sanna gleði. Hún var trú unnusta sínum, og hún kaus heldur það sem gefur varan- legt gildi heldur en það sem aðeins varir stuttan tíma. — Margir verða þó ákaflega gagnteknir og hrifnir af auðn- um, og gefa mjög mikið fyrir hann, því að auðæfin lokka, töfra og veita þeim mikla á- nægju, sem honum eyða- — Þegar hugarfarið er rétt og hófsemin er notuð á öllum sviðum, þá eru allsnægtir og öll lífsþægindi mikil blessun. Skynsemistrúarmaðurinn trúir því, að mðaurinn sé af- leiðing af framvexti, sem er í heiminum, og að veraldlegur og andlegur þroski hefur kom- ið gegnum aldirnar frá Guði í náttúrunni og frá mannfélags- heildinni. Og Guðstrúarmað- urinn trúir því, að Guð sé á himnum, og að Guð hafi skap- að manninn, og að maðurinn hafi anda og sál, sem gerir manninn að persónu, og Guð gefur manninum á öllum tím- um skilning og skynsemi til þess að nota þekkingu sína. Skynsemistrúin segir líka, að allir hafi skilning og skyn- semi frá sjálfum sér, og að allir taki hið illa og góða mann frá manni. Maðurinn er nú frjáls og á framfaraskeiði, og hans hærra hugsjónalíf og hans vísindalega þekking á að útrýma því illa úr mannkyn- inu; og þegar maðurinn deyr, þá fer sálin mað líkamanum í gröfina, en andinn fer inn í alheiminn. Guðstrúin segir, að Guð sé lífið, og Guð gefi mannkyninu skammta af eilífa orðinu, sem gefur manninum skilning og skynsemi til þess að nota þekkinguna. Maðurinn fæðist af syndugum foreldrum, sem gefa honum orð, og hann lærir fljótt að nota margs konar hugsanir og hvatir, sem hann tekur í minnið. Þegar líkam- inn deyr, þá fer sálin upp, og sálin hefur verkin og afleið- inguna. Náttúran hefur engin orð og enga hugsun, og hefur því hvorki illt né gott að gefa manninum. Vísindaleg þekk- ing bætir á efnislegan hátt kjör heildarinnar, en heildin verður ekki betri þótt hún hafi vísindalega þekkingu, því að mennirnir misbrúka þekk- inguna á margs konar hátt. Plató kennir að fýsnir og viljinn sé hluti af sálinni, og að hún deyi með líkamanum. Og sumir hafa nú þá hug- mynd að sálin deyi með lík- amanum, en andinn fari til Guðs. Andi og sál eru eitt, því að Guðs kraftur, sem er í sálinni dregur andann. Fýsnir fara í minnið, og minnið er í sálinni, og viljinn er hæfileiki í sál- inni, og maðurinn er andi og sál, o gskilur við líkamann. Maðurinn fullnægir sínum fýsnum og vilja á þann hátt að sálin spillist, og það verður að taka hana í burtu, svo að maðurinn geti eignast eilíft líf, og ný sál verður að fæðast. Guð sagði: Þín sál verður af þér heimtuð. Þegar maðurinn deyr, þá verður líkaminn að dufti, og sálin lifir, sem hefur líf sitt í Jesú Kristi, og hún hefur mynd hins jarðneska líkama. „Hræðist eigi þá, sem líkam- ann deyða, en geta eigi deytt sálina.“ Maðurinn verður til þess að fá eilíft líf að fá sæði frá anda, vatni og blóði Jesú Krists. Og frá hans sæði fær maðurinn nýjan anda og sál, og það er að endurfæðast- Menn hafa mjög mismun- andi hugmyndir og skilja á ýmislegan hátt efnið, og nota sína dómgreind og þekkingu eftir því hvað þeir samþykkja og trúa. Að elska hið góða hefur jafnan verið upphaf hamingj- unnar. Hugsunin um dauðann gleð- ur oss vegna þess að hún lætur oss gleyma að lifa. Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for subscr.ption to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS City 2ione ---—..........................................j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.