Lögberg - 01.01.1959, Page 8

Lögberg - 01.01.1959, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959 Úr borg og byggð Vancouver 19. des. 1958 Ritstjóri Lögbergs Kæri vinur Einar: Viltu gjöra svo vel og birta eftirfarandi dánarfregn í blaðinu: — DÁNARFREGN — Að morgni þ. 14. des. 1958 lézt á St. Vincent spítala í Vancouver, B.C., Carl Finn- bogason, byggingameistari, — 6553 Knight Rd., Vancouver. Dauðamein hans var hjarta- bilun. Hann var aðeins 56 ára að aldri. Hann lifa ekkja hans, María, í Vancouver og 4 börn: 2 synir, Carl Junior í Coquitlam, B.C., og Lawrence í Vancouver, og 2 dætur, Elsie Noel og Irene Rosenberg í Vancouver og 8 barnabörn. Jarðarförin fór fram þ. 17. des. frá íslenzku lútersku kirkjunni í Vancouver, að við- stöddu fjölmenni; séra Octa- víus Thorláksson jarðsöng. Hinn látni var lagður til hinztu hvíldar í Ocean View grafreit. Carl sál. var vinmargur í Vancouver, Winnipeg og víð- ar. Hans verður nánar getið síðar. Með vinsemd og beztu há- tíðaróskum til ykkar. Einlæglega, G. Steíánsson ☆ — DANARFREGNIR — Hjálmar Eiríkur Vigfússon, 407 Rosser Ave., Selkirk, Man. andaðist á Almenna spítalan- um í Winnipeg á fimmtudag- inn 25. desember, 61 árs að aldri. Hann bjó fyrrum að Oakview, Man., en síðastliðin 12 ár var hann starfsmaður hjá Booth fiskifélaginu. Hann lifa kona hans, Guðrún, fjórir synir, Herbert, Hjálmar, Nor- man og Leslie, þrjár dætur, Mrs. Robert Hawes, Mrs. Helgi Christiansen og Mrs. David McCartney; 17 barna- börn og systir hans Mrs. Guðrún Hallson. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Selkirk; séra Edward Day jarðsöng. ----0---- Sigurbjörn Kristjánsson, 89 ára að aldri, andaðist að heimili sínu sínu að Lundar, Man. á mánudaginn 22. des. s.l. Hann fluttist til Canada árið 1889. Hann nam land að Otto, Man., og bjó þar með konu sinni Sigurbjörgu í 18 ár; fluttist þaðan til Lundar og átti þar heima til æviloka. Hann lifa þrír synir, Valdi- mar í Winnipeg, Norman og Oscar, báðir að Lundar; þrjár dætur, Guðný (Mrs. J. Long) í Edmonton, Pálína (Mrs. W. í’. Breckman) og Sveinbjörg (Mrs. H. Benedictson, báðar að Lundar. Ennfremur 21 barnabarn. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni að Lundar. Séra Jón Bjarman flutti kveðjumál. Hannes Jónasson lézt að Betel, Gimli, á mánudaginn 15. desember, áttræður að aldri. Hann lætur eftir sig konu sína, Guðrúnu, stjúp- dóttur, Mrs. J. V. Johnson, þrjú barnabörn og þrjá bræð- ur á íslandi. Hann var lagður til hvíldar í Gimli grafreit; séra J. Fullmer jarðsöng. ----0---- Mrs. Sigríður Simundson varð bráðkvödd að heimili sínu í Mapleton, Man. á sunnu daginn, 21. des s.l. Hún var 76 ára að aldri. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Selkirk. ----0---- John Johnson, er fyrrum bjó að Hayland, Man., andað- ist 24. sept. s.l. í Kelowna, B.C. eftirlangvarandi hjarta- sjúkdóm. ☆ — DANARFREGN — Þann 2. nóvember s.l. varð Anna Vatnsdal, ekkja Þórðar heitins Vatnsdal, bráð- kvödd að heimili sínu í Seattle, Washington. Verður þessarar merku konu síðar getið í Lögbergi. ☆ — Hjartans þakklæti — Við biðjum Lögberg að fiytja öllum vinum okkar austan hafs og vestan, sem sendu okkur heillaóskir land- leiðis, loftleiðis, sjóleiðis, sím- leiðis, þann 21. nóvember og hinn 6. desember þ. á., okkar innilegasta þakklæti. Enn- fremur viljum við þakka Þjóðræknisfélaginu, s e m heiðraði okkur með samsæti í Winnipeg og öllum, sem að því stóðu, skáldum og ræðu- mönnum, yfir höfuð öllu lista- fólkinu, sem þar kom fram og gerðu kvöldið hátíðlegt, þar með talin börn þeirra hjóna Margrétar og Gunnars Sæ- mundssonar. Jensína og Guttormur ☆ VEITIÐ ATHYGLI Frú Guðrún Jóhannesdóttir, Langholtsveg 6, Reykjavik, Iceland, óskar eftir að komast í bréfasamband við systur sína, Jónínu Jóhannesdóttur, sem er búsett annaðhvort í Manitoba eða Bandaríkjun- um. Þætti henni vænt um ef einhver gæti sent henni upp- lýsingar um systur sína. ☆ Dr. Joseph T. Thorson dóm- ari er nýlega lagður af stað til New Dehli á Indlandi til að sitja þing Alþjóð&nefndar lögfræðinga, en hann hefir verið forseti þeirra samtaka frá því að þau voru stofnuð í Berlín 1952. Síðasta þingið var haldið í Athens 1955. Dr. Thorson mun ferðast kring- um hnöttinn; hann kemur til Vancouver 31. janúar og stjórnar réttarhöldunum í fjármálarétti Canada í Van- couver, Edmonton, Regina og e. t. v. í Winnipeg í febrúar- mánuði. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Thaol Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. A íslenzku kl. 7 e. h. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Embællismenn Fyrsta lúterska safnaðar Á ársfundi Fyrsta lúterska safnaðar, sem haldinn var í desember voru þessir kosnir í stjórnarnefnd safnaðarins: K. W. Johannson, forseti Gus Gottfred, vara-forseti Halldór Bjarnason, ritari Gordon Gíslason, féhirðir. Aðrir í nefndinni eru: Grettir Eggertson Paul Goodman William Finnbogason Paul Clemens John Ingimundarson Byron Paulson. Annara stjarna menn Framhald af bls. 3 hafa hendur. Og vegna þess hlýtur hann því að ganga uppréttur. Hann hlýtur og að hafa fætur, því að hverri skepnu er nauðsynlegt að geta borið sig um. Þessi er þá lýsing á mann- inum frá hnetti X. En getum vér þá dregið nokkuð af henni um það hvernig hnötturinn X muni vera? Þessu er fljótsvarað: Hnött- urinn mun líkjast mjög okkar eigin jörð, og sennilega gæt- um vér lifað þar. Fyrst er þá að geta þess, að hnötturinn X getur ekki verið mikið stærri né minni en jörðin. Ef hann væri mikið stærri, þá mundi að dráttar- afl hans vera svo mikið, að engri skepnu væri þar líft. En ef hann væri mikið minni en jörðin, þá mundi hann ekki hafa nægilegt aðdráttarafl til þess að safna um sig gufu- hvolfi, og þess vegna væri ekkert lífsloft þar. Andrúmsloftið á þessum hnetti hlýtur að vera mjög svipað og hér, annars gæti þar varla verið lifandi verur. Þar hljóta að skiptast á höf og lönd og veðrátta breytileg eins og hér. Væri þar til dæmis óbreytileg veðrátta, þá hefði ekki þurft á neinum framkvæmdum að halda. Það er hið breytilega tíðarfar sem hefir rekið oss áfram, og sama máli hlýtur að vera að gegna hjá þeim, úr því að þeir eru svo langt komnir að geta smíð að sér geimför. Allt þetta sýnir, að gestur- inn utan úr geimnum, getur ekki verið kominn frá neinni jarðstjörnu í sólhverfi voru, því að í þessu sólhverfi er það jörðin ein, sem getur framfleytt lífi. Gesturinn er því lengra að kominn. Og á því sjáum vér, að hann stend- ur oss langtum framar um þekkingu. Nú verður ekkert fullyrt um, hvort þetta er vegna þess, að þeir á X-hnetti séu oss miklu gáfaðri, eða hvort það er vegna þess, að lífið hefir haft lengri tíma til að þróast þar. En hann hlýtur að vera langt að kominn. Næsta stjarna fyrir utan sólhverfi vort er Alpha Centauri, en hún er í fjögurra ljósára fjarlægð. Gesturinn hlýtur því að vera kominn um veg, sem ekki er skemmri en fjögur ljósár. Þetta er svo stórkostleg vegalengd, að oss hefur ekki dottið í hug að reyna við hana. Vér getum því fræðst um margt og mikið hjá gestinum. En eru þá nokkrar líkur til þess að menn sé á öðrum hnöttum? Þess ber þá fyrst að geta, að í vorri vetrarbraut eru að minnsta kosti 50 þúsundir milljóna sólna. í öðrum vetrar brautum eru hundruð millj- óna. Vísindamenn þykjast nú geta fullyrt að langflestum sólum fylgi jarðstjörnur, og þá er það óhugsandi, að jörðin ein af öllum þessum milljón- um milljóna hnatta sé hæf til þess að framfleyta lífi—skyn- semi gæddu lífi. Og ef ein- hver vera þaðan kæmi í heimsókn hingað til jarðar- innar, hlyti hún að vera maður. <Úr “This Week Magazine”) —Lesb. Mbl. Gaman er að ferðast Framhald af bls. 7 templara. En þó drekka Is- lendingar langtum minna en aðrar Norðurlandaþjóðir. En svo kvað það vera dýrt, að vínsvelgir hér mundu gera uppreisn, ef þeir yrðu að borga það líku verði og Is- lendingar gera. Mig minnir að mér væri sagt, að flaskan af Skozku Whisky seldist þar 16 dollara en svarti-dauði á átta — spritt og vatn blandað til helminga, góður má þeim þykja sopinn. Framhald í næsta blaði. Innköllunarmenn Lögbergs Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R. Box 94 Elfros, Saskatchewan Leslie, Saskatchewan Mozart, Saskatchewan Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Magnússon, Einar 401 Lake Ave. Selkirk, Manitoba Thorsteinsson, Mrs. Kristín 74 — First Ave., Gimli, Man. Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. Anderson, Mr. Paul A. . Glenboro, Man. Glenboro, Manitoba Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Lindal, Mr. D. J. . Lundar, Manitoba Isfjörð, Mr. C. H 5790 Sherbrooke St. Vancouver, B.C. ...Vancouver 15, B.C. Middal, J. J 6522 Dibble N.W. Seattle 7, Wash., U.S.A. Seattle, Wash., U.S.A. Simonarson, Mr. A. Box 33 R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. . Blaine, Washington Bellingham, Wash. Finnbogason, Mrs. J. Langruth, Man. Langruth, Manitoba Westbourne, Man. Grimson, H. B. Mountain, N. Dakota

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.