Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 15
brosi til mín, svo fór hann. Ég hljóp inn og leit á Alice. Svo lokaði ég dyrunum og læsti. „Nú?“ spurði ég. Alice leit á mig eins og Tubby hafði gert áðan. „Ég veit að bú ert að deyja úr for- vitni“, sagði hún, „en ég get ekki sagt bér neitt, Sylvia. Það er satt, ég get það ekki. Það er eiginlega ekkert að segja. Ég hlýði aðeins skipun- um og Tubby gerir það sama“. Ég setti hendur á mjaðmir og gekk til hennar. „Ég skal garga ef ég fæ ekki að vita hvað þetta á að þýða! HVER er þessi maður Alice Hobart?“ Hún var farin að klæða sig úr kjólnum. „Hann heitir Ted Fleming11, sagði hún og lét sem hún sæi mig ekki. „Það veit ég að er satt. En það er Ííka allt og sumt sem ég veit. Ég býst við að hann segi þér það seinna“. „Mér? Segi mér eitthvað?“ „Já“. Alice leit á mig. „Það má ég segja þér, Sylvia. Það ert þú, sem hann vill hitta, en ekki ég eða Tubby. Ég held að hann hafi komið hingað til landsins gagngert til að hitta þig“. „Mig? Ég er ekki neitt neitt. Ég skil þetta ekki. Alice<!. _Hún gekk óróleg um gólf. „Ég ekki heldur. Biddu herra Fleming um að segja þér það. Hvað á ég að fara í? Og þú? Fötin þín eru á Hótel Borg!11 „Rétt! ég Hafði alveg gleymt því. Ég gat ekki farið á ball í þessum kjól '■— vinnukjóln- um mínum Ég leit á Alice. „Hvað á ég að gera?“ „Hjálpaðu mér og svo skul- um við fara niður á Borg, það er ekki langt þangað. Þar get- urðu skipt um föt og ég skal setja miða á dyrnar, svo þeir sæki okkur þangað“. Hún gaut augunum til mín um leið og hún fór inn á bað. „Finnst þér herra Fleming ekki fallegur maður?“ Þar var ég henni hjartan- lega sammála. „En ég er hálf hrædd við hann“, sagði ég. „Það er eins og hann ráði al- veg hvað 'maður gerirl:. Alice snérist snöggt á hæl. „Ég vona að við verðum vin- konur, Sylvia. Og til að byrja með skal ég gefa þér gott ráð. Vertu ekki ástfangin af Ted Fleming og ég vona að þetta ráð komi ekki um seinan!“ Ég fékk áfall. „Við hvað áttu? Ég hef bara séð hann einu sinni... ég á við, ég ætla ekki ..“ „Ég veit hvað þú ætlar að segja“, Alice fór inn á baðið. „En það var ég sem sá fram- an í þig þegar þú sást hann, en ekki þú!“ 3. Kamp Gíbraltar lá nálægt Reykjavík. Vegurinn, sem lá þangað hefði ekki verið talinn göngufær heima í Indiana hvað bá bílfær. Og það var lcalt. Ég var vitanlega í kápu og yfir henni var ég í úlpu og skinnbrydd hettan eyðilagði lagninguna mína eins og venjulega. En þrátt fyrir allar þessar dúðir skalf ég af kulda þegar við komum á áfanga- staðinn. Tubby ók bílnum og Alice sat við hlið hans. Ted Flem- ing sat hjá mér í aftursætinu í jeppanum, sem átti að heita einangraður fyrir kuldanum. En hann var það svo sannar- lega ekki, því ískaldur vind- urinn hvein gegnum rifur og sprungur eins og villt dýr. Þegar við vorum hálfnuð tók Ted Fleming utan um mig. Ég ætlaði að slíta mig af honum en svo sá ég svipinn á andliti hans og þrýsti mér að honum í staðinn. „Okkur hlýnar betur svona“, sagði hann og orðin og svipur hans hefðu ekki verið öðru- ið mig um að þegja og sagt að seinna fengi ég skýringuna. Já, við komum til Kamp Gibraltar og fórum inn í Liðs- foringjaklúbbinn. Þar var heitt og gott að vera, lítil hljómsveit lék mjálmandi slagara, Þegar við Alice vor- um búnar að draga af okkur vosklæðin, reyndum við að flikka upp á snyrtinguna. „Hingað til — ekkert“, sagði ég. „Hann starir bara á mig. Það fer í taugarnar á mér“, „Hugsaðu ekki um það“, ráðlagði hún mér. „Reyndu að vera róleg. Hann veit hvað hann er að gera“. „Það vildi ég að ég vissi líka — hvað hann er að gera, á ég við“. „Ég þarf að biðja Tubby af- sökunar“, sagði hún. „Hann er ’alls ekki jafn slæmur og til að vita það. En ef það er .. það sem ég held ... þá mundu. hvað ég sagði áðan“. ,,Hvað?“ „Það sem ég sagði um skyldurækni“, sagði Alice hálf móðguð. „Mundu að þú ert ekki í „þjónustunni“ til að skemmta þér“. Það var ekki hægt að fá hana til að segja meira. Við fórum inn og sáum Ted og Tubby, sem sátu við borð ná- lægt hljómsveitinni. Skömmu seinna bauð Ted mér upp. Hann dansaði stórkostlega vel, en hann var kurteis og kuldalegur og ópersónulegur. Hendur hans um mitti mitt líktust stálhlekkjum og ég fann hvernig vöðvarnir stinnt ust undir jakkanum. Við döns uðum einn hring um gólfið og svo fór hann með mig út í dimmt horn. rusi þó ég hefði verið mið- stöðvarofn og hann haldið ut- an um hann. Ég kunni nú eig- inlega hálf vel við það því það sýndi að hann var heiðursmað ur, en samt fannst mér það hálf leitt. Hann hafði aldrei komið fram við mig eins og ég væri kona. Ég efast ekki um að hann hafði áhuga fyrir mér — en ekki sem aðlaðandi ungri stúlku þó einkennilegt sé! Nei, þá var Tubby skárri! Hann var eins og kelinn hvolp ur, sem nýr sér að fótum hús- bónda síns, þar sem hann sat við hliðina á Alice. Og hún var. öll önnur, kannske var það ekki Tubby heldur Ted Fleming, sem hafði kveikt í henni. Já, á köflum hagaði hún sér eins og ung stúlþa, hún söng meira að segja gamla slagara með Tubby. - Ég sá að Ted — og héðan í frá hef ég hugsað mér að kallá hann Ted — leit á mig þvi, sem kallað er rannsakandi augnaráði. Hann starði á mig — frá hlið, framan í mig, aft- an á mig, það var engu líkara en hann væri að leita að ein- hverju. Ég var að deyja úr forvitni og mig langaði svo til að spvrja hvers vegna hann hefði komið alla leið frá Was- hington til að hitta mig. Ég skildi það alls ekki og ég hálf- partinn efaðist um að það væri rétt. En Alice hafði beð- ég hélt.að hann væri. Hann er klossaður en ég held að hann sé sannkallaður heiðursmaður inn við- beinið. Ég held mér hafi skjátlast um hann“. Hún var næstum því falleg núna. Hún var í níðþröngum fallegumdíjól og kuldinn hafði komið roða í kinnar hennar. Og bað bezta var að hún hafði skilið hornspangargleraugun eftir heima í fyrsta skipti síðan ég -kynntist henni leit hún út eins1 °g ung stúlka, en ekki eins og hálfpipruð skóla- kennslukona. Þegar ég sagði henni það, rbðnaði hún- „Það er breytingin“, viðurkenndi hún. „Ég hef ekki farið á ball síðan ég kom’til íslands, og ég hefði heldur ,ekki farið hing- að, ef mér þefði ekki verið skipað að gera það!“ Og þá vorum við komnar aftur að Ted Fleming —. ,Ég vona að hann segi mér leynd- armálið bráðum“, flissaði ég, „annars geggjast ég. Held- urðu að ég hafi gert eitthvað af mér? Á ég að rannsaka mig og skoða og setja mig fyrir herrétt? Heldurðu að ég verði ,skotin?“ Mér til mikillar undrunar fannst Alice þétta alls ekki fyndið. Hún brosti ekki einu sinni. Hún starði aðeins alvar- lega á mig og sagði svo: „Ég held að það komi eitthvað fyr- ir þig“, sagði hún. „Ég veit ekki hvað og mig langar ekld ★ Helen Sayle Nú kemur það, hugsaði ég. Kannske segir hann mér það núna. En mér skjátlaðist. Hann spurði mig aðeins hvernig ég kynni við mig á íslandi. Rödd hans var svo kæruleysisleg að hann hefði alveg eins getað verið að sPyrja mig hvort mér þætti betra kakaó eða súkkulaði. Ég sagði honum að ég vissi eiginlega ekki ^ hvernig ég kynni við mig. Ég hefði ekki verið nægilega lengi til að mynda mér skoðun um það. Hann hlustaði kurteislega á mig, kinkaði kolli og hélt á- fram að dansa eins og engill. Þegar ég hafði ekki meira að segja, sagði hann; „Mér skilst að bér séuð í dulmáls- deildinni?“ „Já, ég vinn við „Skrímsl- ið“ “. Þessi spurning hans kom mér á óvart. Hann hlaut að vita allt um mig, ef hann hafði komið frá Washington gagngert til að hitta mig. Þegar ég minntist á „Skrímslið11 brosti hann breitt. Ég hafði aldrei fyrr séð hann brosa svona og brosið gerbreytti brúnu, hæðnislegu andliti hans. Ég fann að ég 3 kunni mjög — já, allt of vejL við hann. ’j „Já,“ h'ló hann. „Skrímsliðj já! Ég hef líka átt við það. Er það enn sama gamla skrímsl- ið, ef ekki er allt eins og vera á?“ Það er bezt að ég segi ykk- ur eitthvað um „Skrímslið’*. Það er alltaf kallað þetta. Satt að segja er ekki mikið annað sem ég get sagt, því „Skrímsl- ið“ er hernaðarleyndarmál númer eitt! Það er dulmálsvél annað hvort til að finna upp nýja dulmálslykla eða til að leysa þá og ef eitthvað hern- aðarstórveldi sem væri óvin- veitt kæmist að leyndardómn- um um „Skrímslið“ þá stæði landið okkar illa. Það eru að- eins örfáir sem þekkja það leyndarmál og vitanlega er ég ekki ein af þeim. Ég kann að vinna við það og stjórncj. „Skrímslinu“ en það er líki allt og sumt. Það er eins og ao aka bíl. Ég kann á bíl, en ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað skeður innan í hon- um þegar hann fer af stað. Við töluðum og dönsuðum. Það var eins og Ted langaði ekkert til að fara aftur til hinna. Og það átti vel við mig, því ég skemmti mér vel. Eg hafði aldrei dansað við mann, sem dansaði betur en hann. Þegar hljómsveitin tók sér hvíld leit hann á mig. Hann var mjög alvarlegur á svip. „Ég ætla að spyrja yður spurn ingar, ungfrú Thomsom, Svar ið já eða nei. Ekkert annað, aðeins JÁ eða NEI!“ Hjartað í mér sleppti úr nokkrum slögum. Það var ein- hver hljómur í rödd hans og einhver glampi í augum hans, þégar hann sagði þetta og ég skildi að þetta var alvarlegt, En ég brosti og mér tókst aSi vera róleg: „Já, herra Flem- ing?“ Hann leit umhverfis sig, Við vorum ein á gólfinu, því allir hinir höfðu gengið tií sætis síns þegar hljómsveitin. hætti að spila. Það kom ekki til mála að neinn heyrði til okkar. „Eruð þér fús til að taka að yður hættulegt verk íyrir land yðar? Mjög HÆTTU- LEGT verk ... og mjög þýð- ingarmikið fyrir Bandarík- in?“ Dökk augu hans störðu inn í mín. Ég náði varla andanum. Mig langaði ógrynnin öll til að spyrja um eitthvað, en hann hafði sagt: „Já eða nei“. „Já“, sagði ég, „Já!“ Honum létti greinilega. Hann kinkaði kolli. „Gott. Hlustið þér þá á mig. Það skeð ur ekkert nokkra næstu daga. Þér skulið halda áfram ná- kvæmlega eins og áður en þetta skeði. En þér megið ekki minnast á þetta við neinn! Og það þýðir alls ekki neinn! Eft- ir fáeina daga skal ég koma til yðar og segja yður hvað þér eigið að gera. Skiljið þér þetta, ungfrú Thomsom?“ Alþýðublaðið — 19. ágúst 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.