Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Blaðsíða 11
75 veriö og enn er gjört til þéss að kristindóras uppfræð- ingin g'eti borið varanlega og blessunarríka ávexti, miklu varanlegri og almennari, en enn heíirsýnt sig, — Jeg er skólamanninum samdóma um, að »eitthvað þarf að gjöra«, og kann honum þakkir fyrir, að hafa vakið máls á þessu nauðsynjamáli. Það er heldur ekki nema sjálfsagt, að spurt sje: Hverju svara prestarnir? »Hvaðan á breyting að koma« ? Því ekki frá skól- um og umgangskennurum, eins og skólamaðurinn hyggur? Ef að skólar ogumgangskennarar, sem ætlað er að kenni kristindóm, levsa ekki ætlunarverk sitt fullnægjandi af hendi, þá þarf breyting á því að verða. Fyrsta krafa til allra barnakennara er, að þeir sjeu vel færií um að útlista barnalærdóminn, sjeu guðhræddir menn, elski börn- in, láti sjer umfram allt annt um, að gjöra kristindóminn að lifandi ogvaranlegu ljósi í hinum ungu sálum. — En, eins og vjer vitum, eru barnaskólar enn ekki neraa til- tölulega fáir, helzt í sjóplássum og kaupstöðum, og um- gangskennarar eru ekki nærri þvi alstaðar. Víðast til sveita eru það foreldrar og húsbændur, sem eru hinir fyrstu kennendur barnanna, og meðan svo stendur, sem lengi mun verða, að heimilin eru skólar barnanna, þá er það aðalatriði í kristindómsuppfræðingunni, að börnin eigi guðhrædda foreldra og gott heimili, og flestir prestar munu kannast við, að þegar barnið er svo lánsamt að njóta þessara gæða, þá hefir það hin blessunarríkustu áhrif á allan hugsunarhátt barnanna, og sannast það hjer sem optar, að »lengi býr að fyrstu gjörð*. Opt má þekkja heimilin af börnunum og börnin af heimilunum, og hversu erfitt er ekki að vekja virðingu og eisku til guðs orðs hjá því barni, sem allt fram undir fermingaraldur hefur van- izt við flest það, sem spiliir guðrækilegum áhrifum og lotningu fyrir trúarbrögðunum? Þegar því erspurt: Hvað á að gjöra? Þá verður svarið: Það á að flytja gleði- boðskapinn inn á hvert einasta heimili, inn í hjörtu föður og móður, til allra meðlima heimilanna, og það á að standa opið fyrir hugskotssjónum allra, bæði þeirra er nær og fjær börnunum standa, að þeir eru, hver á sinn hátt, fræð

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.