Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 14

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Page 14
46 Frásagan er í öliu verulegu hin sama og í sjálfum guöspjöll- unum. Það virðist auðsætt, að þetta svonei'nda Pjeturs guðspjall tje lesið saman úr öllum hinum. Svo telst til, að orðrjettar setn- ingar eða sjerstök orðtök sjeu úr Matteusar-guðspjalli 6 að tölu, úr Markúsar 5, úr Lúkasar 9 og Jóhannesar 11. Nú var þetta rang- f'eðraða Pjeturs-guðspjall alkunnugt seint á 2. öld, og helntu fræði- menníþeim greinum ætla það samið snemma á öldinni og er það þá sönnun fyrir aldri guðspjallanna og sjerstaklega fyrir því, að Jó- hannesar-guðspjall haíi jafnsnemma hinum fengið í'ulit giidi í kirkj- unni sem postullegt rit, en gegn því helir vantrúarguðfræðin mest ritað. Þessi nýi i'undur er því talinn mjög svo þýðingarmikill. Þetta apokrýflska rit var að nokkru kunnugt kristnum í'ræði- mönnum áður en það íannst, þess er getið í fornum ritum, og þó allra gleggst í brjefi írá Serapion biskupi í Antiokkíu á Sýriandi, sem varðveitzt hefir í kirkjusögu Evsebiusar. Serapíon þessi var biskup á árunum 190—210. Hann segist haía kynuzt þessu Pjet ursguðspjalli lauslega á íerðum sínum um Kilikíu í Litlu-Asíu og ekkert fundið athugavert við það og leyft lestur þess við guðs- þjónustu safðaðanna. En þegar hann var heim komiun og kynnti sjer betur í næði eptirrit, sem hann tók af guðspjallinu, í'ann hann Dóketavillu í því, og tók því aptur þetta ieyfi sitt. Dóketavillan hefir vérið nefnd svipkenning á voru rnáli, neit- aði hún hinu sanna guðmannlega eðli Krists, eða hjelt því fram, að fæðing hins himneska freisara, pína hans og dauði hetði eigi verið nema sjón eða svipur. Dóketarnir klufu persónu f’relsarans í tvennt. Hinn himneski Kristur stje niður yfir hinn jarðneska í dúfulíki við skírnina og yfirgaf hann aptur á krossinum, Þessi bending Serapíons um innihald guðspjallsins kemur alveg heim við þetta brot, sem nú er fundið. Hann var »kvalalaus« á krossinum og talar um »krapt sinn sem hafi yfirgefið sig« og var »uppnum- inn«. Það eru aðallega þessi einkenni næst á eptir því, að höi'- undurinn allra síðast í brotinu nafngreinir sig sem Pjetur, ergjörir það mjög svo vat'alítið, að brotið sje úr hinualkunnaPjeturs-guðspjalli. Það lá aldrei við borð, að þetta rit væri tekið í regluritasaf’n kristinnar kirkju. Evsebíus og Híerónýmus telja það báðir apó- krýfískt. Seinast verður vart við það hjá villutrúarfiokkum á Sýr- landi um rniðja G. öld. Það er eitt sögulegt smáatriði í þessu broti, sem ef til vill mætti ætla að væri áreiðanlegur viðauki við frásögu guðspjallanna, þar sem sagt er, að lærisveinarnir hafi falið sig eptir dauða Jesú, vegna þess að þeir voru sakaðir um það ódæði, að þeir hefðu í huga að leggja eld í musterið. Þetta brot sýnir oss gleggst yíirburði guðspjalla vorra í nýja testamentinu. En þess gætir þó margfalt meira sje hin svonetnda Opinberun Pjeturs borin saman við Opinberunarbókina. Pjeturs- opinberunin f'annst um leið og Pjeturs-guðspjallið (sbr. Kbl. III. 5). Eáeinar tilvitnanir voru til úr þessu apokrýfíska riti frá 2. öld, og

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.