Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 4
8 LANDNEMINN. Landleiðin yíir Canada er því ekki einasta þægi- leg fyrir vesturfara, heldur og líka hin skemmtileg- asta. Þetta sanna vitnisburðir alira sem um braut- ina hafa farið. ísl. vesturfarar, sem einu sinni hafa farið þessa leið, Ijúka allir, að maklegleikum, sama lofsorði á ferðina frá Quebec til Winnipeg og vestur. íslenzku nýlendurnar. Þingvalla nýlendan, sem í júlí i fyrrasumar hafði um eða tæpa 70 búendur, hefir nú nm 150 búendur; hefir aukist um helming á s.l. 12 mánuðum. Það þarf enga skarpskyggni til að sjá, að þessi nýlenda er á leiðinni að verða stór. Það er margt, sem styður að vexti henn- ar, landið er jafn ágætt hvort heldur er til kvikfjárræktar eða akuryrkju. Skógar nægir til byggingar og járnbraut liggur um nýlenduna. Allt þetta eru kostir sem ganga i augu landnem- ans. Enda er það sannast sagt um Þingvalla nýlenduna, að þangað hefir hingað til, oss vitanlega, enginn íslendingur farið til að skoða land, svo að sá hinn sami hafi ekki þá eða síðar tekið sjer þar bólfestu, og eru það ærin meðmæli með nýlend- unni. En svo er og annað atriði i sambandi við þessa nýlendu, sem mönnum á íslandi er ef tii vill ekki kunnugt um. Það eru peningalán til innflytjenda þeirra, er taka sjer land i nýlend- nnni. Þeir menn sem standa fyrir landdeild Manitoba, og Norðvest- ur-járnbrautarfjelagsins, hafa i s. 1. 2 ár, veitt þeim innfiytjend- um lán, sem hafa tekið sjer heimilisrjettarlönd í Þingvalla ný- lendunni, og ekki hafa verið færir um að byrja búskap af eigin efnum, og verða slík lán framvegis veitt innflytjendum eins og verið hefir, á meðan peningar fjelagsins endast. Þetta fjelag hefir á s. 1. vetri gefið út bækling á íslenzku, og þar gefið ýtar- legar upplýsingar viðvíkjandi lánum til innflytjenda, og setjum vjer hjer nokkrar helztu af þessum upplýsingum : 1. Lán þau, sem veitt eru hverjum fyrir sig, nema frá 200 til 500 dollars. Yextir af þeim eru 8 af hundraði um árið. 2. Lán eru veitt giptum landnemum, en ekki einhleypum mönnum, nema i sambandi við lán til feðra þeirra eða giptra bræðra. 3. Til tryggingar fyrir lánunum er tekið veð í heimilisrjettar- löndum, og viðurkenningarskuldbinding á búfjenaði og verk- færum o. s. frv. 4. Höfuðstóllinn (sem lánaður er) skiptist í 10 jafnar afborg- anir, og endurborgist á tíu árum; fyrsta afborgun greiðist 1. dag nóvembermánaðar 5 árum eptir að landneminn fær lánið (Þetta er sama sem að segja, að lánið sje veitt til 15 ára, með 8 af 100 hverju í árlega vöxtu). 5. Samkvæmt landlögunum, má ekki heimta að landnemi borgi vexti af láninu fyrr en 1. dag nóvembermánaðar, tveim ár- um eptir að hann hefir sest á landið. 6. Yöxtunum fyrir umgetið tímabíl (1—2 ár) er bætt við höf- uðstólinn sem lánaður er, og verður því partur af honum. 7. Landnemi verður að borga 1 árs vexti 1. dag nóv. 3. árið eptir að hann sest á landið, og eins greiðir hann vexti 1. nóv. árlega eptir það, uns lánið er allt borgað. 8. Undir engum kringumstæðum eru peningar fengnir landnema í hendur. Pjeð sem lánað er, greiðir fjelagið með ávísunum sem umboðsmaður fjelagsins og landnemi skrifa undir. Ávís- anirnar borgar fjelagið þegar þær koma á skrifstofu þess í Winnipeg (með öðrum orðum, lánþiggjandi velur sjer gripi, búsáhöld o. b. frv., og borgar það með ávísunum á fjelagið). 9. Engum hlut af láninu má verja til að borga flutningsgjald. Landnemar verða að borga það frá sjálfum sjer. 10. Landnemar verða að geta sýnt, að þeir sjeu færir um að forsorga sig og fjölskyldur sínar fyrstu 12 mánuðina sem þeir eru á landinu. Margar fleiri upplýsingar eru í þessum bæklingi viðvíkjandi lánum til landnema. En hjer er ekki nauðsynlegt að tilgreina fleira en það sem að framan er sagt, með því að hver sem tekur land í Þingvalla nýlendunni getur fengið einn af þessum bækl- ingum ókeypis bjá hinum íslenzka umboðsmanni fjelagsins í ný- lendunni, sem einnig hefir þann starfa, að benda mönnum er þangað vilja flytja, á hin beztu auðu lönd, og á annan hátt að greiða götu landnemanna. Eins og að framan er sagt, verður innflytjendum framvegis veitt lán til að byrja búskap í Þingvalla nýlendunni, svo sem 1500 krónur hverjum landnema, ef þeir óska þess. Nýja ísland. Þess hefir áður verið getið að Manitoba stjórnin hafi á s. 1. vetri ákveðið að leggjn 4000 dollara til vegabóta í Nýja ís- landi og til þess að skera fram og þurka upp landið, svo að hægt yrði að halda uppi samgöngum húsa á miili. En samgöngur í Nýja ísiandi hafa verið svo að segja ómögulegar á s.l. sumri (1890), og það sem af er þessu sumri (1891) vegna vatnsflóða í nýlendunni. Það voru þessi flóð sem upphaflega komu bændum nýlendunnar til þess að biðja um stjórnarstyrk til vegabóta i nýlendunni og það eru sömu flóðin sem nú valda því að menn sem búnir eru að vera mörg ár í Nýja íslandi og höfðu tekið einhverskonar yfirnáttúrlegu ástfóstri við nýlenduna, eru nú í sutnar neyddir til að fiýja þaðan og leita sjer bólfestu annar- staðar. Það eru þeir menn, sem ásamt herra Sigurði Kristófers- syni frá Grund P. 0., Manitoba, eiga góðan þátt í myndun hinn- ar nýju „Souris" nýlendu, sem getið er um á öðrum stað hér i blaðinu. Af brjofkafla þeim sem hjer fer á eptir (úr Heimskringlu) geta menn sjeð við hvaða örðugleika íslendingar hafa átt að búa á hinum síðustu og verstu tímum: Kafli úr brjefi úr Nýja íslandi. „Hjer er mikið annriki á þessum tímum; margurhver hefur nóg að gera að bjarga lífi sínu og sinna, og koma eigum sinum uudan þessu mikla vatnsflóði, sem menn hafa svo víða orðið var- ir við, sjerstaklega vestur með íslendingafljóti, í kring um Geysir P. 0.; að vísu er það ekki það flóð, sem eyðileggur allt hvað fyrir er, heldur eru það svona líkamlegar vatnsveitingar, er menn geta vel bjargað sjer undan, sjerstaklega þeir, sem báta eða dalla hafa til að færa sig upp á hæðir eða hóla á; líka hafa þeir komið sjer mjög vel til að smala nautgripum innan um skógana á þeirn; mælt er að einn mundi hafa tapað sínum grip- um, ef hann hefði ekki getað brugðið fyrir sig dalli. Sannar- lega flúðu þeir ekki fyr en í fullar nauðir rak, því lengi ætl- uðu þeir að þrjóskast og sitja kyrrir, en það dugði ekki, þvi þegar vatnsveitingarnar voru orðnar svo miklar að menn gátu farið heim að húsum á döllum og inn í hús, hefðu dyrnar ver- iö nógu stórar, þá fór mönnum að ógna, og tóku sumir það ráð að flýja burt eitthvað þangað, er þeir gætu fengið þurrt fyrir rúmið sitt. Það er búið að semja við þá Sigurðsson Bros. að nokkru leyti um flutning til Selkirk, og ef það dugar ekki, þá á að fá skip þeirra Strandarmanna, ef þeir gera það falt; ef ekki, þá hafa sumir í hyggju að fá Kristjón Finnsson kaupmann frá íslendingafljóti til að stytta þeim leið til Selkirk. Huausa P. 0., 6. júlí 1891. Bóndi í Nýja íslandi“. Þótt menn sjeu að flytja burtu úr Nýja íslandi, þá eru það tiltölulega fáir, sem fara þaðan einmitt flóðsins vegna, hitt mun vera önnur ástæða fyrir útflutningnum, að bændur, sem þar eru búnir að vera í mörg ár, eru sraátt og smátt að sannfærast að þeir eru að færast aftan úr öðrum ísl. bændum i öðrum bygðar- lögum í efna og framfaralegu tilliti. Þeir eru farnir að sjá, að þar sem öllu fleygir áfram í íslenskurn byggðarlögum allt í kringum þá, þá stendur allt í stað í Nýja Íslandí. Þeir sjá þar litla framtíðarvon fyrir sig og þessvogna fiytja þeir þaðan. En eins og áður er sagt eru útflytjendurnir tiltölulega mjög fáir í samanburði við hina sem eptir sitja og enn þá hafa fulla trú á framtíð nýlendunnar. Öllum fjölda fólksins blæðir í augum að eyðileggja þá byggð, þar sem mörg hundruð manna haíá i mörg undanfarin ár unnið að því að tryggja sjer og atkomendum sín- um þægilega lífsstöðu, þar sem menn eru búnir að byggja kirkjnr og skóla, gjöra vegi og koma á fót hjá sjer Iögbundinni sveitastjórn m. fl.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.