Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 4
8 segja, er hann fær að vita, að biiið sje að eyða svona ráðlauslega helmingnum af vegafjenu sem hann barðist mikið fyrir að veitt yrði. Sama ráðleysið er með skólastæðið; því hann er settur allt ofnálægt tjörninni — þar niður í forardíki, einungis io faðma frá sjálfri tjörninni, en nóg þurt svæði var ofar á lóð- inni, og með minni halla. — Það er annars afarsorglegt, þegar skynsamur maður, eins og lektor Þórhallur er, verður svona nærfellt eins og brjálaðnr af vatnslöngun — og hug- ur hans, sem áður var víst allur til hæð- anna(f) virðist hafa breytt illa stefnu sinni og vera nú með öllu kominn í tjörnina — í vatnið — allt nú í vatnið Yegagjörðir á árinu 1898. Þessar vegagjörðir og endurbætur á veg- u m voru fyrirh Ugaðar af formanni veganefndar- innarTr. Gunnarssyni,aðframkvæma ááriþessu, Austurstræti.Hafnarstræti, aðfullgjöra Banka- stræti, Þingholtsstræti, Ingölfsstræti. Ný gata frá Laugaveg að Móhúsalind. Ný gata suður Skuggahverfið. Seisvarar-vegur. Lækur- inn millum brúnna — og ætti þá sannarlega að endurbæta brúna yfir lækinn — upp á Amtmannsstíginn, áður en hún verður enn einhverjum að bana. og GrjÓtagata, samtals IO götu-endurbætur í bænum, en nú er búið að sóa út V2 vegafjenu til einkys, og hvað svof 1. Bæiarstiórnarfundur 6, ian. 1898. 1. Samkvæmt beiðni gjaldkera og til- lögu fjárhagsnefndar, var breytt um veð og tekið gilt fyrir starfa gjaldkera jörðin Eyri i Svínadal 16 hundruð f. m, og annar veð- rjettur eptir kr. 1700,00 í húseign hans við Smiðjustíg. Sömuleiðis var bætt vfð laun hans kr. 100,00 [sem teknar voru af honum í haust] með því skilyrði að hann hjeldi á- fram að hafa skrifstofu* sína í miðjum bæn- um, 2. Lagt fram brjef frá sýslumannin- um í Kjósar- og Gullbringusýslu; um hesta kynbætur, nefnd kosinn í málið, Ól. Olafs- son, H. Kr. Friðriksson, Jón Jensson. 3. M. Magnússyni frá „Cambridge" leyft að nota leikfimishús barnaskólans til leikfimisæfinga alla eptirmiðdaga á þessu ári frákl. 4 e. m. með þeim takmörkum sem skólanefndin set- ur, ljós og hita vildi engin vcita honum upp á kostnað bæjarins, nema lektor Þórh. og vísirinn á úri hans vísaði líka í sömu átt. 4. Veganefndinni falið að kon>ast eptir hjá Ám. Ámundasyni hvað lóð undir stjett mundi fást fyrir er hann væri búinn að flytja bæ sinn norður og niður. 5. Skólastjóri M. Bjarnason tilkynnir að hann ætli að selja, af erfðafestulandi sínu Hlíðarhúsabletti Nr. 3, lóð undir stýrimannaskólann fyrir 2 kr. □ faðminn. 6. Beiðni frá Jóhannesi Guð- mundssyni á Bakka um ókeypis kenrislu fyrir eitt barn frá nýári, vísað til Skólanefndar- innar. 7. Ákveðið að krefja skólagjald frá fyrra ári, fyrir Vilhjálm hjá Jóni föður hans, en ekki hjá móður drengsins, Guðr. Jóns- dóttir. 8. Synjað beiðni Jóas Hannessonar um afgjaldslaust erfðaland um tíma, en kost- ur gefinn á viðbót þessari með vanalegum [prangara] kjörum, 9. Jóni Gíslasyni Hlíð- arhúsum eptirgefið bæjargjaldið 1897. 1 O. Veganefndinni leyft að fylla upp við endann á Lækjargötu. Einnig var henni falið að láta leggja veginn milli Smiðjustígs og Berg- staðastrætis, ef það kostaði, að meðtöldu fyrir lóð til Sigurðar Jónssonar, ekki yfir 220 kr. H. Kr. Fr. veikur, E. Briem ekki við. Tr, Gunnarss. fjærverandi. Fundi slitið. 2. Bæ]arst]órnarfundur 2o, ]an. 1898. 1 . Lesinn upp skrá yfir ófáanleg og ógoldin bæjargjöld 1897, og samþykkt að fella hana úr eptirstöðvum í bæjarreikningn- um, með þessum undantekningum, :/2 gjald Guðm. Ólafssonar 7 kr., gjald Jóh. Jenssonar skósmiðs 4 kr. V4 gjald Kr. Guðmundssonar, r/4 gjald Þorst. Jóhannssonar, lóðargjald Eyvind- ar á Bala, T/2 gjald Narfa Þorsteinssonar. 2. J, Jensson, M. Ben., Dr. Jónassen, kosn- ir að semja- alþýðu-styrktarsjóðs-skrá. 3. Beiðni Guðm. Þorkelssonar Pálshúsum um veg, vísað til veganefndar. 4. Beiðni Krist. Jóhannsdóttir, um lausn við bæjargjald 1898 synjað. 5. Samþykktar brunabótarvirðingar. Hús G. Gunnarssonar, Ingólfsstræti, fyrir sunnan íbúðarhús hans, 2075 kr. Hús Ól. Norðfjörðs, fullgjört 5055 kr. Hús Odds Helgasonar, Hlíðarhúsalóð 875 kr, 6, Reikn- ingur fyrir uppsetningu kirkjuúrsins kr, 361,10 þó — samþykkt, 7, Beiðni Rannv. Torfa- dóttir á Bakka um vörn mót sjávargangi, vísað til veganefndar. 9. Samþykkt að leyfa veganefndinni [að kasta 1300 kr. í tjörnina], sjá gr. hjer að framan. M. Magnússon Of- anleiti kosinn í fátækranefnd. Tr. G. fjær- verandi. Fundi slitið. ÁflTÍp af viðureign farstjóraD. Thom- sens og W. O. Breiðfjörðs út af vörum með |- „Iíjálmari", kemur í næsta blaði „Reykvík- íngs“. Útgefandi og ábyrgðarm.: W. Ó. Breiðfjörð. Prentmsiðja Dagskrár,

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.