Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 2
30 Lánsverzlun og vöruverð, Það mun óhætt mega fullyrða, að eng- in plága, sem gengið hefur yfir land vort, hef- ur eptirlátið eins viðvarandi blóðug spor, eins og lánsverzlunin hefur gjört og gjörir enn þann dag í dag, enda er hinum áköfu meðmælendum slíks meinvættis óðum að fækka, þó enn kunni að lifa í gömlu kolun- um, já, og það jafnvel hjer í sjálfum höfuð- staðnum, Á mjög fróðlegum og vel frambornum fyrirlestri um verzlunina hjer á landi sem herra kaupmaður Björn Kristjánsson hjelt í stúdentafjelaginu í Kaupmannahöfn seinast- liðinn vetur, að viðstöddum íslenzkum kaup- mönnum, samboðsgestum, varð engum að oiði að mæla með lánsverzluninni hjer, utan herra konsúl D. Thomsen. Hann áleit lánsverzlunina ómissandi, og óumflýjanlega, og því til sönnunar gat hann þess, að hann sjálfur hefði hjer við verzlun- ina um þúsund menn í reikningf — allt svo meira og minna lántakendur — sem öld- ungis ekki mundu verzla við hann, ef hann hætti að lána þeim. Auðvitað var hann síð- ar á fundi þessum ofurliða borinn með rök- studdum ástæðum, og honum bent á, að hver eining í þessu gamaldags mjólkurbúi hans mundi vart vera mjög kostasöm kúa- mjólk eða leggja saman nyt, og mun hann þá hafa með sjálfum sjer sansazt á það, því undir fundarlokin gat hann þess, að láns- verzlunin hjer mundi nú eiga skammteptir, og enda jafnvel að hann óskaði þess. Jafnframt því, sem lánsverzlunin er átu- mein allrar velmegunar, því hvað marga hef- urhún íjölskyldu gjört húsvillta? Hvað mörg- nm hefur hún komið á vonarvöl og gjöreyðilagt framtíð fjölda efnilegra ungmenna f Allt það mun óteljandi, — þá er hún þar að auki afar- siðspillandi og samvizkusvæfandi. Af henn- ar völdum er flest viðskiptalíf hjer orðið óáreiðanlegt og dauðsjúkt. Menn lofa og lofa, að borga á vissum tímum. En hvað margir enda slíktf Sumir af því, að þeir hafa verið sviknir af öðr- um um greiðslu gjalds á rjettum tíma, og sumir svíkjast um að borga skuldir sínar af hrein- um ásetningi, vitandi fyrir fram, er þeir sviku út það og það lánið með fagurgala og fölsk- um greiðsluloforðum, að þeim mundi vera ómögulegt að greiða skuldina á hinum lof- aða tíma. Þannig gengur það koll af kolli, að í staðinn fyrir hið nauðsynlega áreiðan- lega viðskiptalíf er komin samanhangandi svikakeðja. Til þess að vifa með vissu, hvort láns- verzlana-kaupmenn hjer væru eins spenntirað halda í lánsverzlunina, eins og sumir máske ætla, þá höfum vjer átt tal um hana við fyr- irliða sumra stærstu verzlananna hjer í bænum, og ber þeim öllum saman um, að lánsverzlunin sje nú orðin hreinasta plága fyrir viðskiptalífið. Einn þeirra sagði: »Jeg hef reynt með öllu móti að leiða sumum þilskipaútgjörðamönnum fyrir sjónir, að þeim væri margfalt ódýrara að fá sjer á veturna peningalán til útgjörð- ar sinnar, og geta svo lagt inn fiskinn hjá þeim, sem bezt gæfi þeim fyrir hann í pen- ingum, heldur en að taka allt til útgjörðar- innar upp á gamla mátann — til láns. En ómögulegt hefur verið til þessa, að sannfæra þá um það, Þarna sjá tnenn, að það er nú víst orð- in meiri vörn en sókn hjá kaupmönnum með lánsverzlun:na. Og þó þeimsjeog hafi verið brugðið um »kneb«, þá mun víðar pottur brotinn í því efni, og það jafnvel á meðal þeirra, sem mest tala um slíkt, hjá kaup- mönnunuro, án þess að vjer mælum nokkra bót í því, sern hefur mátt með rjettu saka kaupmenn um, Enn »knep« af hinu svæsn- ara tagi finnst oss það, þegar útgjörðarmenn heimta af kaupmönnum svo og svo margar krónur í aukaborgun af hverju skippundi af fiski þeim, sem þeir leggja inn til skiptanna af skipum sínum, og sem þeir útgjörðarmenn- irnir, sem það gjöra, stinga sva víst í sinn eiginn vasa, en svara hálfdrættingunum á skip- um sínum einungis út á hið uppskáa ákvæðisverð hvers skippunds, sem þeim beri í sína hluti. Allan slíkan ójöfnuð, og annað margfalt verra, sem ekki er unnt að lesa ofan í kjölinn, leiðir hin skaðlega láns- verzlun af sjer. Þá er nú þetta svo nefnda vöruverð, þessi svívirðilega svikamylna — afsprengi lánsverzlunarinnar óáðskiljanlegt frá henni, svo lengi sem hún á sjer stað í því formi, sem hún nú er, og hefur verið að undan- förnu um langan tíma, og þó vjer sjeum á- kaflega á móti því, að löggjafarvald vort blandi sjer nema sem minnst með lagasmíði inn í prívat smámuni manna á meðal, þá væri þó æskilegt, að það gæti fundið einbver heppileg lagaákvæði til að út rýma þessari stóru landplágu okkar, lánsverzluninni. Og svo framarlega sem þingmenn sjálfir óttast ekki fyrir ánetjun, þá mun fyrsta stigið heppilegast gjört með því, að ákveða með lögum, að varnarþing hvers eins í skulda-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.