Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 5
85 þungu klukknahljóði. En kanske hefir skáld- ið hugsað sér það svo, að með eiðnum væri að létta steini af stúlkunni, öllu væri þá borgið, og alt ætti því að hafa léttan brag á sér, því að nú gæti samvizkan verið glöð og góð. Hvort Brynjólfur biskup er hækkaður eða dreginn niður eða látinn njóta sannmælis eða skilinn rétt í sambandi við samtíðina í þess- um ljóðaflokki, er bezt að láta þá Iærðu segja til. Stendur það atriði á miklu, því að þar er um dýran mann að tefla, sem altat hefir verið talinn þjóðarsómi og þjóðprýði, og vér máttum ekki án vera. Hvort Ragn- heiður og Daði voru nokkurn tima til eða ekki, stendur hins vegar á litlu, nema að svo miklu leyti sem tilvera þeirra hafði áhrif á æfx hins mikla og mcrkilega manns. Annars var þeirra dufl og daður ekkert merkilegra en hvert annað flangur eins og geiist, sem aldrei er svo sem neinar sérlegar fréttir. En bvað, sem því líður, er flokkur þessi stórfallegur í heild sinni, og hlýtur að vera alveg einstakt eljuverk. Gcisli í Gröf. t*ví er optast minni gaumur gefinn en vert er, hvers virði yfirlætislausa og kyrrláta fólkið í landinu er. Af hávaðamönnunum, sem stundum er einskis um vert og aldrei hafa gert nýtilegt verk á æfi sinni, fer kanske mikil saga, en hinna, sem vinna ærlega, út- brota- og orðalaust verk sinnar köllunar og eru þær sönnu og áreiðanlegu máttarstoðir þjóðfélagsins, er stundum svo sem að aungu getið, af því að þeir ala aldur sinn í kyrrþey. Og þegar þeir svo fara ofan í nroldina er saga þeirra búin, — og gleymd. Hvað mikið af þjóðnýtustu alþýðumönnum vorum frá öll- um öldum, sem þjóðin á að þakku þrif sín og tilveru fram á þennan dag, hvílir nú ekki gjörsamlega gleymt niðri i skauti landsins sjálfs, af því að þeir hirtu ekki um að sýn- ast, heldur að vera? En slíkra manna nöfn- um er gaman að halda á lopti. Gamla orðtækið segir, að þeir fari vel með sínu ráði, sem láti lítið á sér bera (Bene vixit, qvi bene latuitj, og hérna kemur þá mynd af einum slíkum manni, Gísla bónda Gíslasyni í Gröf í Skaptártungu. Gísli er fæddur í Gröf 7. Júní 1848. Faðir hans var sá orðlagði dugnaðarmaður Gisli Jónsson bóndi í Gröf (d. 16. Nóv. 1848, 38 ára gamall), einn af þeim nafnkendu Hlíðar- Gisli i Gröf með konu og dætrum. bræðrum. Það var liann, sem flutti bæinn upp úr gilinu (gröfinni), bygði hann upp merkilega með grjót og gerði alla hina ramm- legu túngarða í Gröf, sem getið er um í V. ári Sunnanfara bls. 78. Þegar Gísli Jónsson andaðist, var Gísli sonur hans á fyrsta ári. Móðir Gísla í Gröf Gíslasonar, og seinni kona Gísla Jónssonar, var Kristín Símonardóltir hins mállausa, Davíðssonar (Mála-Daviðs), og lijá henni andaðist Símon faðir liennar 1. September 1861, 76 ára gamall. Kristín var

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.