Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 3
75 Vísa I’orsteins Erliugfssonnr ritnd friiinan á I’yrnn frá 1905 fil Itög'nviilils liiisnmeistarn Olnfssonnr. Hafðu þessa lineykslis mynd hjá þér, ef þú getur, þegar ekki er sérstök synd, sem þér fellur betur. Vísur. I. Ejitir (dnnilorp 1558, (Dist. II, 22). Eins og segja svönnuni frá sínum huldu ráöum í lekahrip þau lála niá, — þaö Ioðir jafnt í báöum. II. I’oknvísn ltunólfs Sigurðssounr á Skngnesi (d. 1802). [ Frá Úlíi Runóllssyni á Nesi]. Hafþokan gráa hvolfið kalt, himin og jökla svelgir, í sama kafi sveimar alt, Satan og andar liclgir. III. Uunid gren. Eptir sama, Börnin nauða lamin, lúin, í litlum poka biöja um grið, móðirin dauð, cn faðirinn Ilúinn, Ilosnað upp er heimilið. Enn um meltak. í siðustu blöðum Sunnanfara hetir vcrið birt grein um þetta efni eptir Einar Einarsson bónda á Srtönd í Meðallandi (d. 1901), riluð 1897 og send Porsteini Erlingssyni, sem þá var ritstjóri Bjarka. Mun grein sú vera hið yngsta, sem ritað liefir verið um þessa merkilegu korntekju, sem án efa heíir átt sinn þátt í því að halda iífinu í hcilumhóruð- um hér á landi öldum saman. Nú birlist licr til samanburðar það elzta, sem um þetta efni heíir verið skrifað;1) er það eptirfarandi lýsing á melnum og mellekjunni eptir Skúla fógeta Magnússon, samin 1709, þegar hann var í klausturjarða skoðunargerð- inni í Skaptafellssýslu. Hóf hann skoðunargerð- ina í Leiðvallarhrepp 26. Ágúst og endaði hana í Hólmaseli 31. Ágúst lijá síra Birni, og þar ritaði hann eptir honum og skoðunarmönnum úr Með- allandi þessa melgrein, en hreinskrifað hefir hann hana í Bjarnanesi 9. September. Grein þessi er prentuð hér eptir afskript með hendi Haldórs kon- rektors Hjálmarssonar, kominni frá síra Arnljóti Ólafssyni 24. Júní 1896. TJm Meöallands mel. Kornstaungin vex öll upp úr sandhólum eða haugum, og er sund á milli, sem er blá- sandur; upp og ásaml með staunginni vex langt og stórl gulgrænt gras, breitt niður, en mjótt í toppinn, kallast blaðka. Þessi korn- staung er sterk, digur og hol innan, frá 3 kvartelum lil l1/^ al. laung; ofan á henni í kring er kornið, sem er kjarni aflangur, bleikleitur (rödgul), nær þornar. Úessi staung er skorin með lítilli sigð, sérhver staung soleiðis, að maður tekur (eina) staung eptir aðra í vinstri höndina upp við axen, þangað til höndin er full, og (sker) með sigðinni, sem er í hægri hendi, sérhverja staung lausa niður við sand- inn. Nær höndin er þá full, kallast það hnefi, 2 hnefar gera eina hönd, 12 hendur gera eitt kerfi, 3 kerli gera einn bagga, 2 baggar gera einn hest; í1/^ hestur gerir minst hálfan annan fjórðung méls, meðallagi 2 fjórðunga, bezt 2^/2 fjórðung. Nær 12 hendur eru afskornar, upprifast úr rótinni 8 til 12 steingur, sem samvíxlast fyrir neðan axen, og samhnýtast með rótinni ulan um kerfið; kerfin 3 þverbindast í baggann solciðis, að öll axen, sem eru jöfn, snúa upp og staungin niður á hestinum í klifinni. Rólin eru þær smátaugar, hvar af lénurnar eru til búnar. Staungin með axinu vex upp aptur í sama stað árlega, þólt allur (melur) upp skorinn hafi verið árinu fyrir. Allra fyrst á vorin sprettur upp fyrgreind grasblaðkan; 1) Síra Sæmundur Hólm liefir ritað rækilega um melinn i Lærdómslistafélagsritum 1781 (bls. 26-60) og 1782 (bls. 139-167).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.