Austri - 26.05.1917, Blaðsíða 3

Austri - 26.05.1917, Blaðsíða 3
AUSTRl 3 sem á svo hægt með að varast 'veiki þessa, ef aðgæzla er höfð, og ráð eru tekiu í tíma. Nú ganga harðindi um Héraðið; sízt mun af veita með heybjorg sumstaðar. Færri haggar hefðu óefað komist í garð, ef mislingar hefðu gengið, lagt menn í rúmið um sláttian, og eftirleikur mislinganna er stund- um óvandaður, sem ekki er möt von, þvi þeir kunna ekki fagran leik. Næsti aðalfundur í. B. A. þarf að hugsa betur og réttara og um fram alt, að vilja betur. Brekku 15. april 1917. Ól. Ó. Lárusson. Vopnaviðskiftin. „Sundurlyndiðler sjálf sín böðull, sjálfsglótun þar af rís. Enginn rinnur en allir iapa og öllum er skömmin vís.“ Gírborg. Hinar vitrustu, ágætustu og vold- ugustu þjóðir heimsins hafa ná- lega þrjú ár bylt sér og hrotist um í vígum cg manndrápum, hrakið og hrjáð heilar þjóðir og flæmt þær landflötta frá eignum og óð- ölum, hálfkvalið aðrar og kvelja úr hungri, svo nú stendur Vá fyrir hverjum búðardyrum. Evrópu- stríðið — heimsstríðið — er ekki lengur neitt skriffinskuþvaður blaðasnápanna, né ginnandi hug- arflug skáldmæi'inganna — þvi miður —. Það er beisk og bitur staðreynd. Löndin liggja sviðin og þoi'p og bæir gerbrunnið. Miljónir manna liggja dauðar, limlestar og særðar á engjum og ökrum álf- unnar — á þeim sömu ökrum, er þær áður — fyrir slcömmu — störfuðu hraustar og glaðar að frjálsri og fi'iðsamlegri framþróun, mönnum til blessunar. Blóðið hrópar til himins. Helvíti breiðir sig yfir jörðina, brestur og brakar í loftinu, æðir og öskrar um höfin, því bi'ynþvarar og byssusMngir skipa nú málum manna og úlkljá þjóðmálefni hinnar kristnu sið- menníngar. Yfir þessi dásamlegu siðmenningarvei’k(!) virðast svo prestar og »guðsagentar« leggja blessun sína og velþóknun, og þess ákafar og af ótakmarkaðri kyngikrafti trúarofstopansoghleypi- dómanna, sem æðið og svívirðing- ar hernaðarskálkanna eru róttæk- ari i níðingsverkunum. Og þeirþá mest virðir, sem flestum mega að fjörtjóni verða og verstu fremja hermdarverkin. Svo þegar stjórn- málafleytunum þarf skyndilega að »kúvenda«, eftir eigin geðþótta hinna dutlungagjornu »spekúlanta« og stjórnmálagarpa(!), þá er sann- leikanum breytt í lýgi og .lýginni í sannleika, því þeirra hróp er jafnan þetta, og það þótt ekki séu nema miðlungsmikilmenni i stjórn- riiákim: ,, Vo;- gleraugu, gagnsœ og lirein. veita sannleikssjónina ein.“ Ef þetta er hámark og hofuð- drættir hinnar nálega 2000 ára kristnu siðmenningar, má kalla að hún hafi borið fagra og frjósama ávexti!! Ekki að undra þótt kristn- ir rnenn hafi á ýmsum tímum reynt að ásækja og hrakyrða ýms- ar aðrar trúarskoðanir, sem þeim hefir þótt sér andstæðar og ekki eins göfumannlegar til kristilegu framkvæmdanna og góðverka. Það lítur bara út í íljótu bragði, fyrir menskum mönnum ogdauð- legum, sem guðir og átrúnaðargoð þessarar göfugu menningiu' hafi hróplega svikið sjálfa sig, reynst þar mjög misvitrir, mishepnir og mjög mismunandi áhrifamiklir og öílugir verndarar þjóðar sinnar, og ekki einu sinni hliðstæðir með áhrif sin við stærð og mikilleik þjóðanna. Það er áreiðanlega svo með þennan þjóðaófrið, sem alla aðra stórviðburði og bvltingar mann- kjmsins, að naumast munu leiks- lokin sögð fyrirfram. En það hefir nú virst svo sem gagnstætt með sum gáfnaljósin hér. Þau eru ætíð svo skarpskygn og djúpsæ á alt annað en það, sem þau hafa vit á og liggur þeim næst, og svo spámannlega og spak- lega þykjast þau vaxin, að þau hafa séð og sjá fyrir leibslok þessa heimsófriðar. Sjá það og vita, að Miðveldin muni höfði drjúpa og örmagna til jarðar hníga. Banda- menn verði sigurvegararnir, lík- legast af þvi að allir samherjar sambandspostulanna séu svo sann- kristnir sannleikselskendur, og því rétt kjörnir af almáttugum guði til að vera forsprakkar og frömuðir frelsis og mannúðar i heiminum. Hinir séu svo drambsahiir og drotnunargjarnir og »hugsi ilt í hjörtum sínum«. Þessvegna — lik- lega — láti hinn réttláti og hlut- lausi guð þá gjalda glópsku sinn- ar og frumhlaups og geri þá, að meira eða minna leyti, að undir- okuðum og sauðþægum vesaling- um i framtíðinni. Alkunna hefir það veiið frá upphafi þessa ófriðar, að heyra það hér, á þessum útskika veraíd- ar, að Þjóðverjar séu dómsáfeldir sem þeir einu réttu upphafsmenn að þeim hildarleik, sem nú er háður um nálega gjörvalla álfuna og víðar um heim. Þetta liefir hver bjálfinn étið upp eftir öðr- um, í samræðum, blöðum og blaða- sneplum. Og þess frekjulegri, dóm- greindarlausari og heimskari hafa dóinar þessir auðvitað verið, þess viti sneiddari og »taktlauSari«, sem ritstjóranefnur hafa verið róttæk- ari í fáfræðinni! Því gildir það vel um slika herra, sem Garborg kvað: „Á jörðu þeir sífeli somdn af saurblaðaníði flóð og hentu því útsem hrœfareldum og hamslausa gerðu þjöð.“ Morg dæmi mætti nefna þessu sönnunar, því það er svo alkunna. Þótt fæst geti jafnast við það, er eitt af dagblöðunum í hitt eð fyrra réðist að ástæðulausu á einnmjög vel metinn og alkunnan þýzkan visindainann og íslandsvin með persónulegu þvaðri og beinum ó- sannindum. Árásin var bæði gerð af ritstjóra blaðsins og af einum stjórnlaunuðum (landlaunuðum) rithöfundi, og var hún gerð í beinu sambandi við styrjöldina. Þvaðr- ið og ósannindin voru að visu rekin ofan í blaðið af vel metnum og sannorðum manni. En þetta sýndi ljóslega innrætið, hvort sem það heldur hefir verið meðfætt eða selt og keypt. En víst er um það, að likt þvaður hefir jafnan hald- ið áfram í ílestum blöðum lands- ins, ef til vill áseinni tímum meira verið stilt í hóf. En þó hefir það jafnan verið svo, hafi eitthvert blað lagt Þjóðverjum liðsyrði, eða skýrt sem allra hlutdrægnislausast frá viðburðum og aðstöðu beggja málsaðila, eftir þvi æm ósjúk dómgreind og hugsun fær skilið, þá he/Ir strax klingt, að þau væru gefin út fyrir þýzkt fé, t. d. »Fréttir«. En hvernig hefir því þá verið varið, og er varið, með þessa sí- ílaðrandi auglýsingasnepla, sem lifa af þvi — auk augljrsinganna — að hrúga upp alt, satt og logið, vir einhliða, þröngsýnum og vit- grönnum, þunnum og holdmögr- um blaðaskeklum, eins og t. d. »verstheimsku« blöðunum, þar sem alt er samfara, frásögnin, menningarsniðið og hugsjónirnar. Blöð, sem eru sígjammandi smala- seppar, að smala málaliðsþrœlum á orustuvelli álfunnar, til þess þar að drepa menn og limlesta; menn, sem þeir aldrei hafa séð né heyrt og aldrei hafa átt neitt ilt að gjalda um æfina, hvorki einstaklingum né þjóðarheildinni. Og hvort þeir drepa Þjóðverja og Austurríkis- menn, eða Englendinga og Serba, þá verða þeir ekki neitt annað í báðum tilfellum en manndráparar, og hingað til hefir það þótt hinn svívirðilegasíi glæpur meðal krist- inna manna, þegar ekki um nauð- vorn hefir verið að ræða. Og hér væri þvi ekki til að dreifa, og sé það sagt, er það lýgi og yfirskin. En sá starfi hefir virst láta þeim »verstheimsku« betui en hinn, að fá sjálfboðalið sitt til þess að gjalda lofaðan skatt á réttum tíma, til þjóðþrifa- og menningarfyrirtækis, sem sjálfviljugt var boðið fram! En þetta er nú einn þátturinn í hinum »verstheimska« »kultur«, stórmenskulund og fórnfýsi. Og þegar það er svo gert eftir hvöt- um og í kristilegu samráði við vini sina og vandamenn, þá helg- ar svo sem tilgangurinn meðalið. — Og eftir hinum meira og minna vilhalla og ranga frétta- burði einhliða og þröngsýnna blaða og fregnmiðaþvaðri, dæmir svo hinn þekkingarsnauði og dóm- greindarlausi fjöldi. Dæmir og sak- fellir, án þess að hafa aflað sér hinnar minstu vitneskju um til- drög og upphaf ófriðarins. Enda skortir hann til þess öll skilyrði, þar sem hann hefir enga þekkingu á menningarsögu þjóðanna, — og hefir aldrei liaft — landaskipun eða stjórnarfarslegu fyrirkomulagi fyr né siðar. Veit naumast hvort t. d. Miðveldin eru meginlond eða eylönd, hvort þau liggja á norður-‘ eða suðurhveli jarðar, hvort aðal- þjóðir Evrópu eru Mongólar eða Germanar , og hvað þjóðirnar og löndin framleiða í menningarlegu tilliti. Á þessum djúpsæa og trausta grundvelli byggja svo pilsvargar, leigutól og kjöltuhæns sína Saló- monsdóma um þjóðirnar, og þyk- ist hver fyrir sig öðlast allan vís- dóm og allan sannleika. Minna má ekki gagn gera. Til munu þeir, sem hlakkast yfir óförum annara, og óska styrj- öldinni sem lengstra lífdaga — það er ótrúleg fúlmenska —, bara ef þeir sömu geta haldið sínu eiginskinni heilu og óklóruðu, haldið áfram að húðíletta almenning og að græða miljónir á bróðsúthelling- um annara og gráti og harmkvæl- um miljóna kvenna og barna, ör- píndum og uppflosniíðum heimil- um. — Lengra eru þá margir kristnir menn ekki enn komnir i siðgæði, mannúö og meðaumkvun en þetta, fullum 19 öldum eftir krossfestinguna á Golgata. Ekki að furða, þótt menn finni ekki önn- ur ráð djúphygnari, né aðrar hvat- ir göfugri, mannkyninu til fram- þróunar, viðreisnar og eflingar, en fjölgun kirkna og presta. En vit- grannar, tildurgjarnar og yfirdreps- hneigðar sálir hafa jafnan reynt að skjóta sér undirþær helgislæð- ur, til þess að telja enn heimskari og daðurgjarnari vesalingum trú um, að þar fái þeir yfirbót á níð- ingsverkum sínum og glappaskot- um þessa heims. Það hefir löngum þótt drengi- legt að hrópa að þeim, sem i nauðum er staddur! og verður slikur drengskapur naumast ann- an veg rakinn en til hins grátlega kynþáttar, þrælanna, sem einnig rótfestust á þessu landi. Sennilega hefir lundernið og ættareinkennin magnast við margra alda þvingun og höft erlendra dánumanna. Slík einkenni gera alla jafnan greini- lega vart við sig hjá öllum þeim, sem hafa lært það eitt að takavið öllu með lafandi skotti og flaðr- andi auðmýkt; öllu því, semhöfð- ingjum hefir þóknast að rétta þeim, sem hverjum öðrum hjáleiguþræl- um. Það er ekki von að slíkum afkvæmum gangi vel að skilja þá þjóðarmeðvitund,þannþjóðaranda, þjóðarmefnað og þann glóandi helga fórnareld, sem liggur undir hjartarótum þeirra þjóða, sem beygja sig fórnfúsar undir þjóðar- okið og off'ra öllu því, sem þœr eiga kærast og unna heitast hér á þessari jörð, til þess að verja liið sameiginlega þjóðarfrelsi og þjóð- arsjálfstæði. Margir hinna vitrustu og sann- gjövnustu manna ýmsra þjóða liafa, með miklum skarpleik og sann- leiksþrá, reynt að rekja þræðina að upphafsrótum þessa sorglega og örlagaþrungna hildarleiks. En það efni er ilt viðfangs, djúpsækið og víðfemt, og því ekki gott til greiðrar, skjótrar og óvilhallrar úr- lausnar; en þó hafa þeii menn þózt finna sakir hjá báðum eða öllum málsaðiljum. En hvað hafa

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.