Kvennablaðið - 07.05.1904, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 07.05.1904, Blaðsíða 1
Kvcnnablaðlð ko*t* *r x kr. 50 au. inn- anlands, erleudis 2 kr. (60 centsvestan- bafs). ij^ vcrðsins borgist fyrirfram,en V3 fyrir r5. j'ilí. 'pítma&labib ♦ UppsögnJ skrifleg bundin við ára* mót, ógild nema koinin sé til út* gef. fyrir 1. okt. og kaupandi hati borgað að fullu. 10. ár. Reykjavík, 7. maí 1904. M 5. Sumar. Eftir Guðm. Guðmundsson. Og móti því út jeg glaður geng og glitfeld þess snerti höndum og hörpunnar minnar stilli streng, Nú brosir vorsólin blíð og góð og býður mjer góðan daginn, og ritar guilstöfum ljúflings-ljóð á lygnan og bjartan sæinn. Við hafgúu söng og hörpu óm jeg hlusta’ á þann snildarbraginn; að sunnan fer vorið með söng og hljóm og suðræna, hlýja blæinn. Og lífið allt brosir og laðar þýtt með lokkandi töfrasöngum, — það segir að allt sje ungt og nýtt í elskunnar lindigöngum, þar bráðni hver sorg með-svölum snæ og sumar með lýsigulls-spöngum nú komi siglandi’ ( byrjar blæ með blómálfum, suður hjá dröngum. Á þilinu hangir harpan mín, sem hljóð hefur verið lengi; jeg get ekki stilt mig, er geislinn skín svo glaðlega’, að hræra strengi. Mig langar að fagna suinri’ og sól og syngja’ eins og lóa’ á engi og barnglaður þjóta’ af hól á hól þótt herfjötur að mjer þrengi. Já, sumarið kemur með fró og frið og fjörgandi blæinn góða, með fuglanna okkar kæran klið og kvöldið sitt bjarta, hljóða. Senn skrýðir það blómum bleika hlíð og blikar um vanga rjóða, og örvar og^læðir ár og síð sitt eldfjör í bijóstum þjóð.a, er stend jeg á fjörusöndum, svo nú geta ljóð mín flogið frjáls til fjallanna, leyst úr böndum, og liðið um unnar ljósan háls, sem lóan á vængjum þöndum. * * .* jeg flyt þjer, sumar, mln ljúflings-ljóð og lóunum þínum ungu I Þú hressir anda minn, hitar blóð og hlekkina brýtur þungu; við árblikið þitt og aftanglóð ( æsku mjer vonir sungu, hinn lyftandi,-sterka, ljetta óð á landsins míns göfgu tungu. Bækur sendar Kvennab1aði n u . Mnttli. Jochumssou: Ljóðmæli, 1—2 bindi. Hér skal ekki lagður neinn dómur á þessi kvæði. Fjöldinn af þeiin eru almenningi áður kunn og þarf ekki um þau að tala. Nýrri kvæðin eru auðvitað miklu færri, og hafa mörg þeirra komið fyrir almenningssjónir í ýmsum dagblöðum oð tímaritum. Flestum, sem unna kvæðum M. Jochumssonar, skáldsins „af guðs náð“, mun þykja vænt um að eiga kost á að fá þau öll í einni heild. Hr. Östlund er kostnaðarm. kvæðanna, og er bæði pappír og prentun í góðu lagi, svo ljóð- mæli þessi geta einnig að því leyti orðið eigu- leg bók. H. Angell: Svartfjallasynir. Sögur frá Monte- negro. Helgi Valtýsson þýddi. Bók þessi hefir aður gengið á frummálinu (norsku) f „Léstrarfélagi Réykjavíktir", óg er þvf

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.