Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 4
60 KVENNABLAÐIB. miðnætursskeiðið! PaT sukku ofan í tímanna djúp, pessar blómum krýndu klukkustundir, lirífandi af glóandi vinum, af ljúffengustu krás- um, dýrðlegum hljóðfæraslætti og söng, og tjörugum myndasýningum og sjónleikum. — Þær hurfu allar niður, frá sér numdar af töfr- andi dansi. Hvar fundust svo hál gólf, svo hæversldr riddarar og svo fagrar konur! 0, fyrri tíma konur! Þér kunnuð vel að Ijóma við gestaboð og dans. Hver sem nálg- aðist yður, fann ungdómsfjörið, andríkið og snildina streyma gegnum sig. Það var tilvinn- andi, að strá gulli sínu á pau vaxljós, sem lýsa átti yfir íegurðarljóma yðar, og á vinið, sem fæddi gleðina í hjörtum vðar. Það var tilvinnandi að dansa skósólana sina í mél og nudda máttlausan handlegginn, sem strauk fiðluboganum yflr hljóðfærið! O, fvrri tíma konur! I’að voruð þér, sem áttuð lykilinn að dyrum Paradísar! Ilinn ljúfi skari j'ðar fyllir salina á Eikabæ. Þar er hin unga greifafrú, Dohna, eldijörug, kát og sólgin í dans og leiki eins og vænta má af tvítugsaldri liennar. Par eru liinar fögru dætur lögmannsins í Munkarúðum, og glað- lyndu meyjarnar frá Bergi, par er Anna Stjern- liök margfall fagrari en meðan bún var með hinn blíða punglyndissvip, sem hún fekk eftir nóttina, pegar úlfarnir eltu hana, og par eru miklu ileiri, sem reyndar eru ekki gleymdar enn pá, eu munu bráðlega gleymast, og par var líka hin fagra Marianna Sinclair. Ilún, liin orðlagða, fagra mær, sem hafði ljómað við hirð konungsins, og lýst í greifa- sölunum, drotningin í fegurðarríkinu, sem hafði ferðast um alt landið, og hvervetna verið hylt, sem kveikti ástareld, hvar sem bún sást; hún hafði látið svo lítið, að gera gildi Riddaranna pann hciður, að koma þangað. Um pær mundir báru mörg göfug nöfn vermfenskra manna og kvenna, frægð Verm- lands út um heiminn. Margt liöfðu hin glað- væru landsins börn að raupa af. En þegar pau nefndu hin frægustu nöfn landsins, pá gleymdu pau aldrei að nefna Mariönnu Sin- clair. Frásögurnar um sigurl'erðir hennar fylti landið. Par var talað um greifakrónur, sem hefðu sviíið yíir liöfði hennar, um miljónir, sem lagðar hefðu verið við fætur hennar, og um Ijómann af ríddarasverðum og skjaldakrönsum, sem hefðu lokkað hana, Og'hún var ekki einungis fögur, heldur var hún líka gáfuð og lærð. Hinir heztu menn þeirra tíma höfðu unun af, að tala við hana. Hún vár ekki sjálf skáld. En margar hugsjónir liennar, sem hún hafði stráð í sálir skáldvina sinna lifðu áfram í ljóðum og söngvum. Hún var sjaldan til lengdar i vermlenska hjarnarlandinu. Hún eyddi æfi sinni í stöðugu ferðalagi. Faðir hennar, hinn auðugi Melcliior Sinclair, sat með konu sinni stöðugt heima í Bjarnarey, en lét Mariönnu ferðast milli hinna göfugu vina sinna í stórborgunum, og stór- herrasætunum. Hann hafði ánægju af að segja frá, hvað rniklu fé liún eyddi, og bæði gömlu hjónin lifðu farsæl og ánægð í ljóman- um, sem geislaði frá hinni dýrlegu tilveru dóttur peirra. Hún liíði af skemtunum og tilbeiðslu. Loftið í kringum hana var kærleikur. Ast var liennar ljós og lampi, ást var hennar daglega brauð. Margoft hafði hún sjálf elskað, margoft, en aldrei hafði sá gamaneldur logað svo lengi, að við hann mætti smíða pá lilekki, sem héldu alla æfi. »Eg bið eftir honum, hinum öfluga storm- vindiff, var liún vön að segja um ástina. — »IIingað til hefir hann ekki klifrast yfir klungur og klettaurðir, eða synt yfir vötn og dýki til mín. Hann hefir komið hljótt og rólcga án augnaæðis eða brjálsemi hjartans. Eg vonast efttr hinum volduga kærleika, sem leiðir mig ósjálfrátt. Svo sterka ást vil eg finna i sálu minni, að eg titri fyrir henni og óttist hana. Nú pekki eg ekki aðra ást en pá, sem skyn- scmi min hlær að«, Nálægð hennar lileypti eldi i samræðurnar og andagift i vínið. Hennar eldheita sál blés lífi i fiðlubogana, og dansinn sveif með ljúfara ósjálfræði en áður, yfir pær þiljur, sem hún snerti með fæti sinum. Hún ijómaði í mynda- sýningum, og innblés gamanleikaskáldunum fyndni og snild. Fögru varirnar hennar . . . . Peg, það var ekki lienni að kenna! Hún ineinti pað aldrei! Pað var svölunum, tungl- skininu, riddarabúningnum og söngnum að kenna. Aumingja ungmennin voru saklaus! (Framh.) —-------------- Athugasemd. Nú pegar farið verður að halda uppboð á ruðunum eftir konung og fylgdarlið hans, pá

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.