Kvennablaðið - 23.01.1913, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 23.01.1913, Blaðsíða 2
2 KVENNABLAÐIÐ oss og vér hefðum vonað og óskað. Vita- skuld er ekki útséð um það enn, hvort stjórnarskráin verður tekin til breytingar á næsta þingi eða ekki. En vissu höf- um vér enga um það. Vér konur höfum ekkert atkvæði um gang þessa máls. En ýmsir menn segja, að þess þurfi ekki með. Karlmenn geti aldrei neitað konum um það, sem þær biðji um. Það séu óbeinu áhrifin frá oss, sem æfinlega nægi til að koma fram málum vorum. Og eitt er vist. Ef vér viljum í raun og veru vinna fyrir eitthvert mál, þá getum vér afarmikið gert. í Bandaríkjunum hafa konur síðast- liðið sumar sannað þetta. í 6 ríkjum átti að bera undir alþjóðaratkvæði kjósenda þá stjórnarskrárbreytingu, að konur fengju sömu pólitísk réttindi og karlmenn. Til þess að hafa áhrif á kjósendurna (karl- mennina) í þessum ríkjum, gerðu konur alt sem unt var. Frá öllum Bandaríkjun- um kom hjálp, peningar streymdu í kosn- ingarfélagssjóð kvenna. Frægustu mælsku- konur komu hvaðanæfa úr hinum ríkjun- um, fundir og fyrirlestrar voru haldnir i þessum rikjum daglega i hverri borg og og bygð, konur heimsóttu hvern kjósanda, fátækar verkakonur tóku vissan hluta af vikulaunum sínum og sendu í þennan kosningarsjóð, margar eyddu sínum fáu fritímum til að vinna að þessu máli, heim- sækja kjósendur við vinnu þeirra, bæði i verksmiðjum og úti á ökrum og engjum. Sumar sögðu upp vinnu sinni um lengri eða skemmri tíma, til þess einungis að vinna að þessu máli á allan hátt. íslenzkar konur vilja fá kosningarrétt. Það eigum vér að sýna þinginu og sanna. Enginn má geta efast um það. Vér getum og eigum að senda alþingi á- skorun, sem hver einasta kona, sem kom- in er til vits og ára, undirritar, um að breyta stjórnarskrá landsins á þinginu i sumar þannig, að íslenzkar konur fái full- komin stjórnarfarsleg réttindi með sömu skilyrðum og karlmenn. Fyrir þessa á- skorun verðum vér allar að vinna, sýna áhuga á því að fá sem allraflestar undir- skriftir. Telja það sæmd vora, að sýna að þetta sé vilji hinnar íslenzku kven- þjóðar, því annar hluti þjóðarinnar erum vér, þótt aldrei séum vér kvaddar að neinum málum. Látum það sannast á oss, sem hin fyrsta franska kvenréttindakona, O- lympe de Gauges, sagði 1789 í útskýringu sinni um hvað réttindi kvenna væru: »Hvaða hindranir, sem reistar eru upp frammi fyrir ijður, þá er það i yðar valdi að yfirvinna þœr allar. Pér þurfið að eins að vilja það<<. Foreldraskyldur. Allir játa það fúslega, að foreldrarnir hafi margskonar skyldur að uppfylla við börn sin, og pví fer betur, að fleiri eru þeir foreldrarnir, sem finst sú skyldan sjálfsögð og ljúf, að bera umhyggju fyrir velferð barna sinna. Mismunurinn kemur fram í því, hvernig afleiðingarnar af uppeldinu eru: Hvort upp- eldið gerir barnið að góðum og sjálfstæðum borgara þjóðfélagsins. Eða með öðrum orðum: Hvort það gerir barnið fært um að vinna fyrir sér með heiðarlegri, sjálfstæðri atvinnu. Um uppeldi drengjanna er í því tilliti lítið að segja eða setja út á. Pað hefir frá elztu tfnium legið foreldrunum mjög á hjarta að búa þá undir einhverja lífvænlega atvinnu. Frá barnæsku hafa þeir verið aldir upp með það vissa takmark fyrir augum, að geta með tim- anum staðið á sínum eigin fótum með sjálf- stæðri atvinnu, sem nægði til þess að sjá fyrir konu og börnum. Með þessu takmarki fyrir augun), hafa allir skynsamir foreldrar veitt hæfileikum sona sinna eftirtekt, og eftir þeim hefir uppeldinu verið háttað. Hvort þessi eða hinn drengurinn ætti að taka við jörðinni eftir foreldrana, verða sjó- maður, iðnaðarmaður, embættismaður, kennarí, fást við verzlun o. s. frv. — alt þetta heflr oft verið foreldrunum áhyggjuefni. Eftir því vildu þau haga uppeldinu. Pað voru hinir meðfæddu hæfileikar drengsins, sem þau tóku tillit til, þegar ástæðurnar leyfðu það, og venjulega í samráði við unglinginn sjálfan. En hvernig hefir því verið háttað með upp- eldi dætranna?

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.