Kvennablaðið - 30.08.1913, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.08.1913, Blaðsíða 3
KVENNABLA.ÐIÐ 59 Kvenrétíindatiíngið í Budapest 15. til 21. júni 1913. Aldrei hafa alþjóða-kvenréttindaþingra verið jafnfjölsótt eins og þetta þing í Budapest. Þegar það var sett, sunnudaginn 15. júní, þá höfðu þegar 2800 þátttakendur geflð sig fram og siðustu dagana var sagt að þátttakendur væru orðnir um 4000. Reglulegir fulltrúar frá sambandsfélögum voru um 250, og boðnir systrafulltrúar frá ýmsum löndum, á- samt konum, sem eru prívat-meðlimir í Al- þjóða-Sambandinu (og borga sama gjald og hvert sambandsland 1 pd. sterl. sem ekki hefir yfir 2500 meðlimi) og systrafélagar allir, voru líka um 250, en flestir hinir þátt- takendurnir voru að eins áhorfendur, auk nokkurra heiðursgesta. Sunnudaginn 15. júní var þingið byrjað með guðsþjónustu í íútersku kirkjunni í Ofen. Kvenpresturinn dr. Anna Shaw hélt ræðuna. Kirkjan er lítil enda komst ekki helmingur- inn inn af öllum þeim, sem ætluðu sér að vera þar viðstaddir. Hin opinbera þingsetning fór fram kl, 4 sd. 15. júní í hinum fagra hátíðasal í „musik“- háskólanum, sem var alveg troðfullur. Euda var ekkert undarlegt að svo væri, þar sem svo margt hátiðlegt var á dagskránni. Fyrst og fremst lék hinn frægi hljóðfærasöng-flokkur þjóðleikhússins í Budapest hátíðasöng, sem gerður var fyrir þetta tækifæri af dr. Olador Rényi, og það eitt hefði eflaust nægt til þess að fá hina söngelsku Ungverja til að fjölmenna við þetta tækifæri. En þar var fleira á dag- skránni: Kvæði ort fyrir þetta tækifæri aí Emil Ásbányi, flutt á ungversku af leikkon- unni Mariu Jázai frá þjóðleikhúsinu, en lesið upp á ensku af leikkonunni Erzsi Paulai frá þjóðleikhúsinu. Þá buðu gestina velkomna þær greifafrú Teleki formaður í móttökunefnd- inni og Vilma Gluklich, formaður í kvenrétt- indafélaginu í Ungverjalandi. Þá skyldi dr. Béle de Jankovics fræðslumálaráðherra bjóða okkur velkomnar fyrir stjórnarinnar hönd og dr. Stephan de Bárezy, borgarstjóri í Buda- pest, fyrir hönd borgarinnar. Frú Anna Lin- demann, 3ji vararitari í Alþjóða-Sambandinu skyldi þakka fyrir þess hönd og svo skyldi_ Mrs. Catt halda sína stóru forseta yfirlitsræðu. Dagskránni var auðviiað fylgt. Hljóðfæra- flokkurinn lék af mestu snild og leikkonurn- ar lásu upp kvæðið. Okkur var sagt, að Maria Jaszai, sem las það upp á ungversku, væri ein- hver hin frægasta leikkona við þjóðleikhúsið í Budapest. Hún var í gömlum ungverskum hefð- arkvennaþjóðbúningi úr dökkrauðu flaueli og mjög gullsaumuðum. Var hann að fegurð líkastur íslenzka þjóðbúningnum að því leyti, hve smekklegur og tignarlegur hann var og laus við þann grímubúningsblæ, sem svo oft fylgir þjóðbúningum. Nú skyldi samkvæmt dagskránni formenn móttökunefndarinnar og kvenréttindafélagsins í Budapest halda velkomnunarræður sínar. En — í stað þess ganga inn á hápallinn heil fylking hvítklæddra barna, bæði telpur og drengir, með stóra rósavendi í hendi. Fremsta telpan 10—12 ára smámey, hélt á blóm- skreyttum staf. Þau ganga öll tvö og tvö sam- an fram fyrir Mrs. Carrie Chapmann Catt, hneigðu sig og lögðu blómvendi sína við fæt- ur hennar. Litla stúlkan sem fyrst gekk nam svo staðar og hélt stutta ræðu og þakk- aði mrs. Catt alt það erfiði, sem hún hefði fyrir að búa þeim ungu betri lifskjör, kvað þau skilja það, þótt ung væru, og hét að þau vildu jafnan halda hennar störfum áfram þeg- ar þau kæmu til vits og ára. — Þessi hylling barnanna fór svo fallega og eðlilega fram, svo laust við alla tilgerð, að fiestir fengu tár í augu. Sjálf tók mrs. Catt við blómum og hyllingu barnanna brosandi, með tárvot augu og kvaðst aldrei hafa fengið áður svo fallega kveðju. Þá kom að því að fræðslumálaráðherrann byði okkur velkomnar og þótti það mörgum hátíðlegt augnablik að sjá og heyra bæði hann fyrir landstjórnarinnar hönd og borgarstjór- ann bjóða sambandsþing kvenréttindakvenna frá öllum heiminum, velkomið. Slíku höfum við ekki hingað til vanist, að landsstjórnir og stórborgastjórnirnar sýndu okkur þá virðingu. Er það eitt af því marga, sem sýnir hvernig

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.