Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.10.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 17.10.1896, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist (yrir jariúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bnndin við 1. jflli komi til fltgetanda fyrir októberlok. r I, 27. Reykjavík, laugardaginn 17. október. 1896. 0^“ Afgreiðslustofa „Ragskrár ' er tiutt í liið nýja prcntsmiðjuMs fyrir vestan Grlasgow. Enn um botnvörpurnar. Grein þá sem hjer fer á eptir höfum vjer álitið rjett að taka upp, vegna höfundarins, þrátt fyrir það þðtt oss virðist hún sanna harla lítið um það ágreiningsatriði: hvort íslendingar eða aðrar þjóðir eigi að njóta hagnaðarins af botnvörpwveiðum innan land- helgi (til vara: einungis á því svæði þar sem nú er ebki haldið út opnum bátum). Vjer höfum ekki hirt að prýða grein þessa með hinum venju- legu randaglósum, enda ber hún vel með sjer sjálf, að höf. vill hafa rjett að mæla í öilu, eins og vant er, og að hann getur það ekki nú fremur en endra nær. Það er svo fjarstætt sem verið getur að þorskur veiðist ekki í botnvörpur. Þetta vita allir. — En látum svo vera að einungis heilagfiski veiðist til muna á þennan hátt. — Getur nokkur skyn- samur maður horið því við í alvöru, að vjer íslendingar sjeum sú eina þjðð í heimi sem ekki sje fær um að koma heilagfiski á markað? Kvartanir Sunnlendinga undan botnvörpunum eru nú orðnar svo háværar, að ýmsa hina torgreindari frömuði fiskiveiðasamþykkta og botnvörpusamninga hjer syðra mun vera farið að ráma i, að hjer þarf einhvers annars og meira við, heldur en að senda vorri veBÖlu heimastjðrn ýmist bænagjörðir eða lofgerðar og þakklætissálma. — Umboðsvald vort er ekki fœrt um að ráða neina bót á ástandinu. — Það máttu menn vita jafnvel áður en það var auglýst með hinu síðasta einfeldnings ráðabruggi við enska flotaforingjann. — Það sem þarf að gera og getur eitt orðið til bjargar, er það að láta lög- gjafarvaldið semja hyggilegar ákvarðanir um forrjettindi landsmanna við fiskiveiðar hjer við land. Yjer vonumst til þess að uppástungur þær er siðar kunna að koma fram í þessu máli frá mag. Eiríki Magnússyni eða öðrum góðum íslendingum, fari þð í þá átt fremur að breyta lögunum lög- Iega landsmönnum í vil, heldur en að nerna þau úr gildi ðlöglega með ráðstöfunum umboðsvaldsins, til ðmetaniegs tjðns hæði fyrir hagsmuni vora og heiður þjððarinnar. Hvernig sem höf. eptirfarandi greinar eða öðrum líst að hafa hinar nýju lagaákvarðinir, og hvort sem menn fallast á vora tillögu eða ekki, ættu menn að geta rætt þetta mál öfgalaust og án þess ofstopafulla jafnkýtings er einatt loðir við þekkingarleysið og hina fyrstu mótspyrnu gegn nýmælum, hjá þeim mönnum er lítt kunna að liða sundur og færa rök um það efni er þræta veltur á. Svar til „Dagskrár“. Herra ritstjðri. Að jeg greiði andsvar því, er þjer víkið að mjer í Uagskrá 13. og 17. ágúst, kemur af því, að málefnið, sem er að ræða, er fyrir landsmenn stðrlega alvarlegt. Að jeg hafi gert það að persónulegu væningamáli í ritgerð minni um botnvörpur, er náttúrlega ðsatt; jeg gerði það að blaðalegu væningamáli. Svar yðar sannar, að jeg hefi ekki vænt neinn um neitt sem ekki er satt. Þjer hafið nú í svari yðar gert umræðuefnið algerlega að persðnulegu máli, og því svo alvörulausu, að því er til málefnisins |sjálfs kemur, að undrum sætir. Af því, að hjer er um tilvonandi nýmæli I löggjöf íslands að ræða, og það er það sem er umtalsefnið, skal jeg, að minnsta kosti, fyrir mitt leyti leifa yður einum allar persðnulegar árásir, en halda mjer við málefnið sjálft. Þegar setja skal Iög um eitthvert efni, ríður á engu meira en því að löggjöfin hafi fullkomlega rjetta og ljðsa þekkingu á eðli þess hlutar (ratio rei), sem lögin skulu sett um. Engri löggjöf er eins hætt við að unga út ðlögum eins og þeirri, sem í ofsalegu geðríki gengur að lögsetningarstarfinu. Þegar nú setja skal lög um hotnvörpu-veiðar við ísland, þá er nú þess fyrst að geta, að fiski-veiðar við ísland eru þorskveiðar. Þorskurinn er meginið alls þess sjáfarafla sem á land berst. Hann er önnur meginverzlunarvara landsins. Eiga landsmenn fyrir þessa vöru sína opinn útlendan markað, sem á mörg hundruð ára gamla sögu. Að halda áfram verslun í megin verslunar-vöru sinni, er hverju landi sama lífsspursmálið, eins og manni er það, að halda áfram að ganga heilfættur, þegar það nú einu sinni er orðin lífs- venja hans. Engri þjóð dettur í hug að hætta allt í einu við megin- bjargræðis og verzlunar-útveg sinn fremur heldur en heilvita manni detturíhug að höggva undan sér heilan fót. Þegar þjer því segið: „íslendingum mundi vera sama, hvort þeir fengju peninga fyrir lúðu eða þorsk“, þá er þar við mikið meira að athuga, en þjer ætlið. Botnvarpa er veiðibrella, sem íslendingar og Danir þeir er bera verslunarmál íslands fyrir brjðsti, hafa logandi andstygð á, sem von er, því að þeir vita, að í höndum óhlutvandra getur hún spillt til stðrskemmda veiðarfærum manna, og þeir halda — eða hafa haldið hingað til — að hún sópi unnvörpum þorskinum úr sjð frá íslendingum og sje “skaðleg fyrir viðkomu fisksins“1 (Dagskrá, */„ 2. bls. 1. dálkur, 5. lína að neðan). Teljið þjer það sjálfsagt, að hún „valdi tjðni á fiskistöðvunum“ og þykir það „liggja nær, að vjer höfum ágððann af því sjálflr, að spilla veiðistöðvum vorum með þessari veiðiaðferð hinnar nýjustu tísku“. ’) Jeg skil ekki, að komist verði hjá því, að skilja þessi orð svo, að skaðsemi botnvörpunnar komi, meðal annars, niður á hrogni fisksins. Eg hefi sýnt það i hotnvörpu ritgerð minni, að Próf. Sars í Kristjaníu, sem stjðrn Norðmanna gerði út í tíu ár til að rann- saka hrygningarháttu þorsks sjer í Iagi, komst að þeirri niðurstöðu, að hrygning þorskB yrði ekki á sjáfarbotni, heldur við sjáfarflöt. Yið sömu niðurstöðu lentu ransðknir prðfessoranna Iíuxleys í Lon- don, Allmans í Edenhorg og Malmo í Gautahorg. Jeg veit ekki betur, en að vísindamenn yfir höfuð, og allir er alvarlega stund leggja á ransðkn lífshátta (biography) fiska, áliti þetta spursmál vísindalega leyst svo óyggjandi sje. Þjer segið (Dagskrá 13. ág. bls 53, 2 dálki) að þessi kenning sje „algerlega gagnstæð áliti margra manna, sem bera munu fullt eins mikið skyn á málið eins og Holdsworth". Holdsworth! Hjer er um ekkert álit hans að ræða! En nefnið þjer einhvern eða einhverja af yðar mörgu vott- um. Ella munu rjettsýnir, ráðvandir menn leggja þá virðingu er við á, á rithátt af þessu tægi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.